Morgunblaðið - 05.03.1972, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. MARZ 1972
Geir R. Andersen;
Það gerist aldrei hér?
Ný stjórn - nýir siðir
„Það gea-ist aldrei hér?“ er
heiti bókar, sem Almenna bóka-
íélagið gaf út fyrir nokkrum ár-
um og lýsir valdatöku vinstri
afla á Englandi, og síðar algjör-
um yfirráðum kommúnista, að
undangengnum hinum venju-
legu aðgerðum þeirra í öðrum
löndum, eins og dsemin sanna úr
raunveruleikanum, — fjölda-
göngum, lýðskrumurum prédik-
andi á torgum, og nytsömum
sakleysingjum rekandi erindi
austrœnu valdablokkarinnar.
Þær ótrúlegu aðstæður, sem
nú hafa skapazt á íslandi, og
enginn heilbrigt hugsandi mað-
ur hefði trúað, að gætu skapazt
hér, eru alveg í samræmi við
það, sem gerist, þegar fávis
fjöldinn skilur ekki frelsi lýð-
ræðisins, en kýs blindandi i
vímu undangengins góðæris og
velgengni með það eitt í huga
„að breyta til", eins og haft var
eítir einum þekktum borgara í
sjónvarpsviðtali á kosningadag-
inn, sl. sumar.
Auðvitað má einnig rekja
stjórnmálaumskiptin í landinu
til þeirrar staðreyndar, að borg
araflokkarnir hafa, hver eftir
annan tekið kommúnista í fóst-
ur, og þannig veikt allt efna-
hagskerfi i landinu og spillt sam
skiptum við hin vestrænu, sam-
stæðu lýðræðisöfl, sem Island
getur ekki verið án sem sjálf-
stæð þjóð. Að vísu hefur það
nokkrum sinnum orðið að neyð-
arúrræði, að skipa hefur þurft
kommúnista eða öfgasinna með
lýðræðissinnum í ýmsar stjórn-
skipaðar nefndir hér á landi til
þess að leysa ýmis verkefni, en
þá tekur fyrst í hnúkana, þegar
lýðræðissinnar skipa sér á bekk
með þessum öfgaöflum eða fylla
flokk þeirra í sambandi við
kröfur og undirskriítir, eins og
t.d. átti sér stað með undir-
skriftasöfnun fyrir lokun svo-
kallaðs Keflavíkursjónvarps.
Sigurvonir kommúnista á Is-
landi, og þá aðallega í þéttbýl-
inu, byggjast nær eingöngu á,
að þeir komi flestum bæjarfé-
lögum og þar með ríkinu sjálfu
út í áhættustarfsemi, þar sem
auðvelt er að tryggja í senn lít-
il afköst og ákveðinn en mark-
vissan tekjuhalla. Tapið á opin-
berum rekstri á svo jafnan að
lækna með auknum útsvörum
og þungbærum sköttum á það
fólk, sem bjargálna telst, en af-
æturnar sem kunna þá list að
láta aðra ala önn fyrir sér,
fleyta rjómann ofan af og eru
j afnvel bornir á gullstóli inin í
nýjar ibúðir, sem hið opinbera
byggir og afhendir þessu fólki
með vildarkjörum.
Þeir sakleysingjar i borgara-
flokkunum til sjávar og sveita,
sem hafa áðhyllzt stefnu komm-
únista verða í framtiðinni að
borga dýru verði auðtryggni
sína við hina austrænu bylting-
arsinna.
Nú hlakka kommúnistar yfir
því, að þeir hafi lagt svo ramma
fjötra á sjálfstæðan atvinnu-
rekstur I landinu, að innan tíð-
ar hafi þeir jafnað efnahag
landsmanna þannig, að kúfur-
inn hafi hvarvetna verið sneidd-
ur af.
Þessi fullkomnun nálgast nú
óðfluga, og verður þá öllum,
meira að segja ríkinu sjálfu
ógerlegt að láta atvinnuvegina
starfa, þar sem verkstjóm
kommúnista gefur fulla vissu
um tekjuhalla, hvar sem þeir
róa undir, og þá væntanlega í
fullri sátt við meðstjórnendur
sína í rikisstjórn, annan stærsta
borgaraflokk landsins, og sem
margir léðu af glámskyggni at-
kvæði, en sjá nú eftir.
Mega nú allir sjá, hvar næstu
úrræði er að finna. Annað hvort
neyðumst við til að leita aðstoð-
ar í ríki hins alþjóðlega komm-
únisma og verða kúguð og horf-
in þjóð, eða gera það sem löngu
hefði átt að vera búið að gera,
efla lýðræðisöflin, viðurkenna
stöðu okkar sem al-vestrænnar
þjóðar og byggja upp efnahags-
kerfi okkar frá grunni, að fyr-
irmynd, og með aðstoð frá
Bandaríkjamönnum, en þetta
hefði betur verið gert í sama
mund og við gerðum samning
um hervernd frá þeirri þjóð.
En þetta verður ekki gert með
því að áhrifamenn innan lýðræð
isflokkanna aðeins „tali utan
af“ vandamálunum og haldi
áfram að forðast að „styggja"
öfgaöflin, eins og svo mjög er
einkennandi fyrir stjórnmála-
menn lýðræðisflokkanna í dag
og er næstum orðið einkenni
hins almenna borgara á Islandi.
Þetta verður aðeins gert með
því, að sá hluti lýðræðisaflanna,
sem eftir stendur þori að horf-
ast í augu við þá hættu, sem
í skrifum og fjölmiðlum talaðs
orðs (ef það er þá enn leyfi-
legt), en yppti ekki öxlum eða
í mesta lagi skrifi nafnlausar
greinar (sbr. nafnlausa, en
ágæta grein um kvikmynda-
njósnir Rússa, sem birtist í Vísi
2. febr. sl.).
Almenningur virðist vera
furðu rólegur yfir þeirri stefnu-
breytingu, sem átt hefur
sér stað, í innan- og utanríkis-
málum við stjórnarskiptin, í
mesta lagi brosir aulalega og
segir ,,að þeir hafi gott af að
spreyta sig“, þetta breytist allt
þegar kosið verði næst, eða
jafnvel fyrr, stjómin falli- á ein
hverjum mistökum, o.s.frv. Það
er ekki tekið með í reikninginn,
að engar kosningar yrðu hér
framvegis, slíkt hefur áður
gerzt annars staðar. Að slíku
stjórnkerfi er unnið markvisst
nú á ákveðnum stöðum í okkar
landi, og engir aukvisar þar á
ferð við þau verkefni. Eða hvað
ætlar almenningur, að þrjátíu
„diplomatar" sovézka sendiráðs
ins starfi við? Fólk má fylli-
lega reikna með þvi, að allt geti
gerzt í þessum efnum, og sér-
staklega nú, þegar opinber
stefnuyfirlýsing stjómvalda er,
að varnarliðið skuli verða brott
af landinu, miðað við lok kjör-
tímabilsins.
Hver hefði t.d. trúáð þvi fyrir
örfáum árum, að kommúnistar,
sem nú sitja í ríkisstjórn (og
raunar ekkert hafa með utan-
ríkismál að gera) myndu verða
valdir til samstarfs með utanrík
isráðherra til að fjalla um ýmis
utanríkismál og það með fullu
samþykki ráðherra sjálfs! Lítið
er stolt þess ráðherra fyrir
hönd embættis síns. —- Að
vísu hefur þessi ráðherra lofað,
að varnarmálin muni verða lögð
fyrir alþingi, áður en loka-
ákvörðun er tekin og að hann
muni hafa málið í sínum hönd-
um, þar til yfir lýkur. En hver
getur treyst þvi, að svo verði í
raun, þar sem sífelldur undan-
sláttur við kommúnista hefur
verið einkennandi fyrir stjórnar
samvinnuna til þessa. Meira að
segja lét sami ráðherra þau orð
faUa á fundi með samtökum um
vestræna samvinnu ekki alls
fyrir löngu, að jafnvel þótt svo
færi, að varnarliðið á Keflavík-
urflugvelli yrði látið fara,
myndu Islendingar sjálfir geta
tekið að sér sömu störf og
gæzlu og varnarliðið innir af
höndum í dag. — Þetta er auð-
vitað hreinn óvitaskapur og
mælt af vanþekkingu (nema ráð
herra hafi slegið þessu fram í
augnablikinu, rétt til þess að
sjá, hvort menn gleyptu ekki
við slíkri hugmynd).
Það er vitað mál, að fari
Bandarikjamenn héðan (sem
þeir eflaust gera, ef ákvörðun
þess efnis verður samþykkt),
þá fara þeir með allan þann út-
búnað, sem á landinu er til
varnar, eða láta eyðileggja
hann, að öðrum kosti, til þess
að hann komi ekki að notum
fyrir Rússa, sem án efa fengju
aðstöðu hér samstundis.
Gott er til þess að vita, að
einn og einn lýðræðissinni með
heilbrigða dómgreind er enn við
lýði í röðum Framsóknar á al-
þingi, eins og fram kom í um-
ræðum í þinginu um þessi mál,
Gejr R. Andersen.
fyrir nokkru. — Sami þingmað-
ur hefur nú einnig nýverið kom
ið fram með tillögu um endur-
skipulag íslenzka gjaldmiðils-
ins, og er það einnig vitnisburð-
ur um framsýni þessa þing-
manns, og er þessu aðeins sleg-
ið fram hér til þess að auð-
kenna þennan þingmann frá
flestum öðrum flokksbræðrum
sínum, stöðnuðum gamlingjum
eða auðmjúkum undirlægjum
kommúnista.
Einn er sá þáttur, sem fróð-
legt er að huga að, í sambandi
við varnarmálin og stefnubreyt
ingu þá, sem nú hefur verið tek
in með nýrri stjórn, en það er
afstaða landsmanna gagnvart
hinum vestrænu þjóðum, sem
við höfum átt hvað mest sam-
skipti við sl. áratugi,
Afstaða Islendinga hefur oft-
ar en ekki mótazt af hroka og
sjálfbyrgingshætti, en það er
óvéfengjanleg staðreynd, að af
koma lands og þjóðar byggist
að stórum hluta á því að eiga
sem bezt samskipti við þessar
þjóðir, viðskiptaleg og menning
arleg, en þó einkum engilsaxn-
esku þjóðirnar tvær, Englend-
inga og Bandaríkjamenn.
Bandaríkin eru sú erlend
þjóð, sem óumdeilanlega hefur
sýnt Islandi hvað mestan skiln-
ing og stuðning, efnahagslegan
og stjórnmálalegan. Bandaríkin
voru fyrsta þjóðin, sem viður-
kenndi sjálfstæði Islands 1944,
meira að segja á undan „frænd-
unum“ á norðurlöndum. Banda-
rikin hafa síðan ávallt sýnt Is-
lendingum kurteisi og nær-
gætni í almennum samskiptum,
enda þjóðin öll, þótt blönduð sé
þjóðflokkum einhver sú um-
gengnisbezta og heilsteyptasta,
sem um getur. Sést það bezt á
því, hve langt sú þjóð hefur náð
efnahagslega og tæknilega bor-
ið saman við hinar eilíft sundr-
uðu og striðandi þjóðir í
Evrópu.
Tvisvar hafa Bandaríkja-
menn komið sárþjáðum, svelt-
andi og stríðandi þjóðum
Evrópu til hjálpar á örlaga-
stund, þegar þær voru að þrot-
um komnar vegna styrjaldar-
reksturs. Bandaríkin létu ekki
þar við sitja, heldur beinlínis
reistu viðkomandi þjóðir vin-
Róbert enn á sigur
för um Þyzkaland
RÓBERT Arnfinnsson, leikari,
fór utan til Þýzkalands hinn 20.
febrúar síðastliðinn til þess að
leika í söngleiknum Zorba í
Berlín. Sýningar hófust þar 24.
febrúar og hlaut Róbert frábær-
ar viðtökur og dóma gagnrýn-
enda. Nokkrir blaðadómar hafa
borizt og birtast hér sýnishorn
af þeim í lauslegri þýðingu:
Die Welt segir: „Róbert Arn-
finnsson leikur titilhlutverkið af
miklum krafti og sanmfæringu.
Hann er heijarnáungi, sem ber
sýninguna örugglega á sínum
breiðu öxlum. Strax í upphafi
vinnur haran hylli áhorfenda."
Telegraf segir: „íslendioigur-
inin R. A. ræður yfir þeim knafti
og lífsonku, sem þarf til að leika
Zorba — hann fyllir sviðið, líka
þegar hann stendur þar aleinn“.
Berliner Morgenpost segir: „I
titilhlutverkinu kynnast menn
leikara, sem hvert það leikhús,
sem hefur hann í þjónustu sinni,
er öfundsvert af. Róbert Arn-
finnsson frá Þjóðleikhúsinu í
Reykjavík, er risavaxinin í per-
sónusköpun sinni og raddbeit-
ingu, jafnvígur sem leikari, söngv
ari og dansari.“
Bild segir: „Zorba í gestaleik
Lubeck-leikhússins kemur frá
ísilandi. R. A. er kraftmikill leik-
ari með mikla rödd — viðkunn-
anilegur björn.“
Spandauer Volksblatt segir:
„Karl Vibach, söngleikasérfræð-
ingurinn frá Lubeck vininur með
stórbrotnum Zorba: Róbert Am-
fintnsson, ,,lánsfengur“ frá ís-
landi, holdgar þetta fyrirbæri,
sem viirðist kornast af án alls
þunglyndis. Hann hefur frábæra
rödd og mikla hæfileika.“
Der Tagesspiegel segir: „R. A.,
Zorba af íslenzkum uppruna er
kraftmikill og skeggjaður, aug-
un leiftra af leikgleði og hann
er sniðinm fyrir leikritið.“
Loks segir Bild Zeitung um
Róbert: „Hann skapar sérlega
geðfelldan Zorba, sem aldrei er
klaufalegur í lífsgleði sinni,
aldrei væminn í lífsótta sínum.
Hamn hefur fullkomið vald á
krafti sínum, og leikur þennan
jötunn og drykkjusvelg aldrei
yfirdrifið eða falskt.“
Róbert Arnfinnsson.
veittar sem óvinveittar upp úr
rústum á ný, bæði með tækni-
legri aðstoð, beinum matargjöf-
um og síðar með stórfelldum
peningastyrkjum og lánum.
Það er þvi kaldhæðni forlag-
anna, að siðar, í þessum fyrrum
sundurtættu löndum skuli fyrir
finnast einstakir menn og hóp-
ar manna, sem ala á úlfúð og
jafnvel hatri í garð Bandaríkj-
anna og hafa að yfirskini
stjórnmálastefnu þeirra annars
vegar, og hins vegar, a.m.k. eins
og málin standa í dag, styrjöld
ina i Viet-Nam. Bandaríkin
höfðu alveg sömu stjómmála-
stefnu, þegar þeim var fagnað
sem bjargvættum Evrópu í
heimsstyrjöldinni fyrri og síð-
ari, jafnvel mest í sjálfu upp-
hafsríki styrjaldarinnar, þegar
fólkið í því landi sá, hve vit-
firringslegri stefnu það hafði
fylgt og þeirra eina lífsvon var,
að stríðinu lyki á einhvern hátt.
— Eftirstriðsstefna Bandaríkj-
anna var heldur ekki sú að
hneppa hinar sigruðu þjóðir í
fjötra eða einangra með gadda-
vír, heldur tafarlaus uppbygg-
ing og aðstoð.
Það er deginum ljósara, að sú
stefna, sem víða er reynt að
breiða út í Evrópu, og þar á
meðal á Islandi af óábyrgum að
ilum, á móti Bandaríkjamönnum
er sprottin af öfund og minni-
máttarkennd, eins og oft á sér
stað um einstaklinga, sem studd
ir hafa verið á réttan kjöl, en
launað velgerðarmanni sínum
síðar með illu einu, treystandi á
umburðarlyndi hans eins og áð-
ur. — Um þetta þarf ekki að
f jölyrða, dæmin eru ólygnust.
Okkar þjóðfélag, svo fámennt
sem það er hefur ekki farið á
mis við áðurnefndan áróður
gegn Bandarikjunum.
Þeir sem að þessum áróðri
standa hér eins og annars stað-
ar eru fáliðaður hópur, sem bet
ur fer, en þvi hærra heyrist 1
honum nú, að hann á fyrirsvars
menn í þeim flokkum, sem nú
standa að ríkisstjóm. Hefur al-
þjóð nú nýverið séð í sjón-
varpi þverskurð af því saman-
safni, sem hefur haft uppi lúðra
blástur og farið um götur og
torg berandi krossviðarspjöld
með háðulegum áletrunum um
okkar sterkustu hugsanlegu
viðskiptaþjóð, frá hverri við
höfum haft og þörfnumst enn
samskipta við, og svo lengi sem
við erum sjálfstæð þjóð.
Þeir, sem eitthvað fylgjast
með gangi mála almennt eru
sammála um, að hvergi hafi Is-
lendingum verið betur tekið
vegna umbeðinnar aðstoðar í
efnahagslegu tilliti og menningar
legu en í Bandaríkjunum og
þar settir skör hærra i áliti
en flestar þjóðir okkur skyld-
ari.
Eitt brýnasta verkefni Islend-
inga í dag á sviði utanríkismála
er að krveða niður þær sundr-
unaraddir, og þau samtök, sem
vinna með áróðri að úlfúð í
garð slíkrar þjóðar, sem Banda
ríkin hafa reynzt okkar þjóð
fyrr og nú.
Þetta þurfa sem flestir Islend
ingar að skilja, og mál er að
fólk rumski strax, áður en það
er orðið um seinan.
Stjórnmálamenn, svo og allir
aðrir, sem enn unna lýðræði og
frelsi þurfa að taka miklu skel
eggari afstöðu opinberlega en
nú er raunin, undansláttur og
hlédrægni leiðir aðeins til enn
frekari yfirgangs. Kaupmenn,
forráðamenn verzlunar- og þjón-
ustufyrirtælkja, opinberir emb-
ættismenn og fleiri, sem allir
kunna illa þeim álögum og höft-
um, sem nú hrannast upp í skjóli
eins gífurlegs ríkisbákns, nýstofn
aðs, en enn gera ekki annað en
kurra hver í sínu horni, ætfcu að
láta í ljós skoðanir sínar opini
berlega, undir fullu nafni og
hefja upp merki, sem sæmir að
halda á loft í sjálfstæðu og
frjálsu þjóðfélagi. — Ef sam-
staða næst ekki um þetta, má
búast við, að margur vakni úr
dvala við sólmyrteva í hinu ís-
lenzka lýðveldi.