Morgunblaðið - 08.03.1972, Page 10
. 10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1972
Prestsfrúin kemur til
b j ar gar í læknisley sinu
A REYKHÓLUM í Barða-
strandarsýslu er læknis-
laust eins og víðar. En þar
eru menn svo heppnir í
slíkum vandræðum að
prestsfrúin, Brynhildur
Ósk Sigurðardóttir, kona
séra Sigurðar H. Guð-
mundssonar, er menntuð
hjúkrunarkona með góða
starfsþjálfun. Og hún hefur
tekið að sér starf héraðs-
hjúkrunarkonu á staðnum.
Fréttamaður Mbl. hringdi
til hennar og átti við hana
stutt spjall.
— Jú, ég tók þetta starí að
mér vegna þess hve vandræð-
in eru mikil, svaraði Bryn-
hildur. Og ég geri aðeins það
sem ég treysti mér til. Af-
greiði t. d. aldrei lyf nema
eftir læknisráði.
— Læknislaust er á Reyk-
hólum og enginn læknir held-
ur í Búðardal núna. Þegar
læknir er í Búðardal, þjónar
hann líka þessu læknishéraði
og kemur i sjúkravitjanir.
Síðan ég kom hingað haustið
1970, hefur hann komið hálfs-
mánaðarlega hingað. f fyrra-
vetur var læknir hér á Reyk-
hólum frá áramótum og fram
á sl. sumar. Þegar hann fór,
var þess farið á leit við mig
að ég tæki þetta starf að mér.
Mér fannst ég varla undir það
búin, þóttist þurfa sérstakan
undirbúning i skyndihjálp og
slíku.
— En þú ert búin að starfa
á sjúkrahúsum, er það ekki?
— Jú, ég vann fyrst á Ak-
ureyrarspítala, síðan á St,
Jósepsspítala og svo á Borg-
arspitalanum. Sem betur fer
hafa engin alvarleg slys orðið
hér, síðan ég tók við starfi
héraðshjúkrunarkonu sumar-
ið 1971, en ýmislegt smávegis
kemur alltaf fyrir. Mínu
starfi er mest þannig háttað,
að fólk hringir til mín ef ein-
hver er veikur og lýsir fyrir
mér sjúkdómseinkennum, eft-
ir því sem hægt er. Ég tala
svo við lækninn í Búðardal
og nú þegar þar er enginn
læknir, við lækninn í Stykk-
Lshóimi. Og siðan afgreiði ég
lyf eftir fyrirsögn læknisins.
Auk þess sé ég um ónæmis-
aðgerðir á börnum, gef
sprautur og annað sem til
fellur.
— Er mikið að gera?
— Það er misjafnt, alltaf
þó eitthvað á hverjum degi.
Ég sé um apótekið. Læknis
•héraðið á það, en ég sé um
að panta inn og reka það.
Þegar enginn læknir er á
staðnum, held ég að þetta sé
heppiilegasta lausnin, að hafa
héraðshjúkrunarkonu.
— En er hægt að ná í lækni,
ef þörf krefur?
— Ekki núna. Ef eitthvað
alvarlegt kemur fyrir, verður
að senda sjúklinginn til
Reykjavíkur. Hér er flugvöli-
ur, sem er nokkuð góður, en
ektoi er öruggt að
alltaf sé hægt að
fljúga vegna veðurs. Þetta
er þvi mikið öryggisleysi
núna. Við erum vonlitil um
að fá lækni hingað tii Reyk-
hóia, en vonum að læknir fá-
ist í Búðardal. Það er bót í
Brynhildur Ósk Sigurðardóttir
máti, þótt samgöngur séu
erfiðar og ófært á milli ef
snjór er.
— Það eru ekki öll héruð
sem hafa prestsfrúr til að
koma til bjargar í slikum
vandræðum?
— Þetta héraðshjúkrunar-
konustarf er alveg á byrjun-
arstigi og hefur ekki verið í
reglugerð. Gert er ráð fyrir
14 hjúkrunarkonurty og þá
helzt á stærri stöðunum. Og
ég tók þetta að mér vegna
þess hve vandræðin eru mikil.
Brynhildur segir að sér liki
vel á Reykhólum. Þau hjónin
eiga tvö img börn og hún
segir að fjölskyldan geti vel
hugsað sér að búa í dreifbýl-
inu, þó það hafi annmarka
eins og ótrygga heilbrigðis-
þjónustu. — Maður saknar
margs, en þar er líka margt
jákvætt á móti, segir hún.
Ekki segist hún neita því að
tilbreytingalausara sé það en
í Reykjavík, einkum á vetr-
um, en á sumrin sé svo
aftur á móti yndislegt í sveit-
inni.
FJeira hefur Brynhiidur
fyrir stafni en að halda heim-
ili og stunda hjúkrunarstörf.
Hún syngur í kirkjukórnum
og aðstoðar mann sinn sem
aðrar prestskonur.
—- Starf sveitaprests er
margbreytilegt, segir hún.-
Það kemur inn á mörg svið.
En brauðið er dálítið erfitt,
það nær yfir alla Barða-
strandarsýslu, sem í eru fimm
sóknir: Reykhólasveit, Geira-
dalur, Gufudalssveit, Flateyj-
arhreppur og Múlasveit. Og
samgöngur eru erfiðar, til
dæmis til tveggja siðasttöldu
staðanna. Þá hefur Brynhild-
ur ekki á sinni könnu sem
héraðshjúkrunarkona. íbúar
Flateyjarhrepps leita til Stykk
ishólms og Múlasveitar til
Patreksfjarðar, þegar um
heilbrigðismál er að ræða.
Hinir hrepparnir þrír leita til
héraðsh j úkrunarkonunmar.
«.
Verða gerð göng um
Oddsskarð í sumar?
Frá Neskaupstað.
NESKAUPSTAÐUR á Norð-
firði er stærsti kaupstað-
ur Austurlands. Fréttaritari
Morgunblaðsins þar er Ásgeir
Uárusson og nýlega var Ás-
geir staddur í borginni og
áttum við þá við hann viðtai,
sem hér fer á eftir. Norðfirð-
ingar hafa undanfarið gert út
skuttogarann Barða með eir-
staklega góðum árangri. Við
spurðum Ásgeir um atvinnu-
ástand eystra. Hann sagði:
— Atvinnuástand hefur ver-
Frá Nes-
kaupstað
Asgeir Lárusson,
fréttaritari
Morgunblaðsins
segir frá
' "7. V'
Ásgeir Lárusson.
irð ákaflega gott sáðastliðið
ár og hefur engrnn verið
skráður atvinnulaus. Atvinna
er mjög góð hjá ötlum og hef-
ur frekar verið stoortur á fótki
i flestum atvinnugreimum.
— Hvað veldur?
— Þetta byggist fyrst og
fremst á því, að Barði kom
eftir áramótin í fyrra og lagði
eimgömgu upp á Neskaupstað.
Hefur skipið fiskað mjög vel
og útgerð hans verið með ein-
dæmum happadrjúg. í sumar
var aflinn svo mikill á stund-
um að flytja varð hluta hans
yfir á Eskifjörð til vinnstu.
Þá eru gerðir út frá Neskaup-
stað margir smábátar, og þar
eð tið hefur verið góð, hafa
þeir borið að landi mikinn og
góðan fisk. Þá er óvenjumikið
um byggtngar og til þeirra
framkvæmda þarf einnig fólk.
— Hve mörg hús eru í
smíðum?
— Liklegast eru um það bil
30 hús í smíðum á Neskaup-
stað. Eru það allt einbýlishús,
nema eitt, sem er sambýlishús
með 6 ibúðum. Grunnur þess
var steyptur í haust og i vor
er fyrirbugað að haldið verði
áfram með það. Húsnæðis-
skortur hefur verið mikill á
Norðfirði og stendur hann
kaupstaðnum fyrir þrifum
hvað varðar fjölgun ibúa.
Margir hafa viljað flytjast til
Norðfjarðar, en slíkt strandar
á húsnæðisiskorti. Sex íbúða
húsið er reist af Fram-
kvæmdanefnd byggingaráætl-
unar.
— Hvað u-m annað athafina-
Ifif ?
— Mjög mikið hefur verið
að gera i Dráttarbrautinni og
þar er nú verið að smíða 70
rúmlesta stálbát fyrir Esik-
firðinga og 30 rúmlesta eikar-
bát. Stálbáturinn er sá fyrsti,
sem smíðaður er á Norðfirði
og var hann sjósettur fyrir
noktorum dögum. Þá má geta
þess, að aðalfulitrúi einka-
framtaksins á Norðfirði, Gylfi
Gunnarsson, hefur viðamikinn
rekstur með steypustöð, báta-
viðgerðum o. fl.
— Hin góða útgerð Barða
hlýtur að hvetja Norðfirðinga
tiíl firekari framkvæmda á
sviði togaraútgerðar ?
— Já — nú er verið að
semja urn kaup á nýjum skut-
togara, 500 rúmlesta skipi,
sem Síldarvinnslan, eigandi
Barða, kaupir. Er togarinn
smíðaður i Japan og verður
afhentur í febrúar 1973. Kaup-
verð hans er um 99 milljónir
króna.
— Á Norðfirði er fjórð-
ungssjúkrahús Austurlands.
— Fyrirhugað er nú að
stækka fj órðungssj úkrah úsið
um allt að 100% jafnvel á
þessu ári. Enginn héraðs-
læknir er á staðnum, en við
Norðfirðingar höfum verið
heppnir með yfirlækna á
sjúkrahúsið. Sjútorahúsið er
alltaf yfirfullt og þangað leita
oft og iðulega skip með veika
erlenda sjómenn. Einnig koma
sjúklingar frá öllu Austur-
landi. Úr þvi við tölum um
byggingar hins opinbera, þá
má og geta þess, að fyrirhug-
að er að reisa iðnskóla Aust-
uriands á Norðfirði og hefur
þegar verið veitt til hans fé
á fjárlögum.
— Hvað um samgöngumál?
— Samgöngumálin eru ef
til vill veikasti hlekkurinn hjá
okkur. Hin brennandi spurn-
ing er nú, hvort hafizt verður
handa í vor um gerð gangna
um Oddsskarð. Þau eiga að
verða um 650 metrar og yrðu
afskaplega mikil samgöngu-
bót fyrir okkur Norðfirðinga.
Norðfirðingum finnst Flugfé-
lagið ekki hafa staðið sig sem
skyldi í áætlunarflugi til okk-
ar. Flugfierðir til Norðfjarðar
voru mjög góðar á meðan
Flugsýn hafði þær á hendi,
en oktour finnst við vera út-
undan síðan Flugfélagið tók
við og svo sannarlega msettl
þjónusta þess við Norðfirð-
inga verða betri.
— Hvað með höfnina?
— Fyrirhugað er að dýpka
nýju höfnina í surnar og er
ætlunin að fá Hák austur til
þess að bæta úr brýnni þörf.
Þá stendur og til að setja á
Strandgötuna oUumöl. Sú
framkvæmd myndi gjörbreyta
allri aðstöðu í bænurn. fbúar
á Norðfirði eru nú 1.640 eða
um það biil og bafði fjölgað
um það bil 40 manns á stíðast-
liðnu ári — sagði Ásgeir Lár-
usson að lokum.