Morgunblaðið - 08.03.1972, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1972
21
Fyrirlestur
í KVÖLD kl. 20,30 talar frú Kar
en Gredal um neytendamál á
vegum viðskiptadeildar Háskól-
ans í Norræna húsinu.
Frú Gredal er hagfræðingur
að menmt, og dvelst hún hér á
landi ásamt manni sinum, pró-
fessor Arne Rasmussen, sem einn
ig er hagfræðingur. Halda þau
hjónin fyrirlestra í viðskipta-
deild Háskólans.
í Danmörku hefur frú Gredal
sérstaklega látið neytendamál
til sin og má þar m.a. nefna
að hún er í stjórn Dansk Varede
klaration.snævn, en starfsmaður
þeirrar stofnunar, frú Jytte
Kruse, hefur nýlega flutt erindi
um starfsemi nefndarinnar á
vegum Norræna hússins og Kven
félagasambands íslands í til-
efni sýningarinnar Vörulýsing —
vörumat. Frú Gredai hefur góð-
fúslega gefið kost á að flytja
eitt erindi fyrir almenning, sem
hún nefnir: „Er biðlað til neyt-
andans? Er hann svikinn?“
— Iðnaðar-
ráðherra
Framh. af bls. 2
inga og um heildsöluverð raf-
orku, þar sem sfefnt yrði að
verðjöfnun um alit land.
• LANDSHLUTAVEITUR
UNDIR ST.IÓRN RARIK
Síðar í ræðunni sagði Magn-
ús Kjartansson, iðnaðarráðherra,
að í þessu skyni teldi hann rétt
að Rafmagnsveiitum rikisins
yrði skipt í landshlutaveitur
með lamdfræðilegum mörkum.
Þessar landshlutaveitur þyrftu að
hafa stjórn í héraði og vera al-
gerlega sjálfstæðar rekstrarein-
ingar. Rafmagnsveitur ríkisins
hefðu hins vegar á hendi yfir-
stjórn þessara landshlutaveitna,
gerðu til dæmis samninga fyrir
þær um kaup á raforku, önnuð-
ust fjármögnun til nýrra fram-
kvæmda, veittu tækniþjónustu og
hefðu ákvörðutnarvald uim meiri
háttar framkvæmdir. Rafmagns-
veitur rikisins mundu að sjálf-
sögðu hafa á hendi rekstur
þeirra orkuvera og flutningalína,
sem þær ættu nú, þar til stofn-
uð hefðu verið þau landshlutafyr
irtæki til raforkuvinnslu, sem áð-
ur var minnzt á.
I þessu sambandi ættu Raf-
magnsveitur ríkisins einnig að
taka upp samninga við rafveitur
í eigu sveitarfélaga um samein-
ingu þeirra við landshlutaveitur
með a.m.k. helmingsaðild ríkis-
ins. Þó væri eðlilegt að eignar-
hluti rikisins í slíkum dreifiveit-
um gæti orðið minni, ef um væri
að ræða sameiningu við stórar
sveitarfélagarafveitur á svæðum,
sem hefðu yfir 10 þúsund íbúa.
Þær sveitarfélagarafveitur, sem
ekki óskuðu slíkrar sameiningar,
ættu þó að sjálfsögðu að hafa
rétt til að starfa áfram með ó-
breyttu skipulagi eða sameinast
öðrum sveitarfélagarafveitum,
þar sem henta þykir og svo um
semst.
• TENGING RAFORKU-
KERFA NORÐANLANDS
Ráðherra kvað forsendu
þessarar þróunar vera samteng-
ingu orkuveitusvæða, en af því
leiddi að slíkar skipulagsbreyting
ar mundu koma til framkvæmda
á alllöngum tíma, þótt nauðsyn-
legt væri að hefjast handa sem
fyrst. Að þessum samtenginga-
málum væri nú unnið á vegum iðn
aðarráðuneytisins og Orkustofn-
unar. Trúlega yrði fyrsti áfang-
inn á því sviði samtenging raf-
orkukerfanna á Norðurlandi inn-
byrðis. Einnig hlyti fljótlega að
komast á dagskrá tenging þessa
landshlúta við stærsta raf-
orkukerfið á Suðvesturlandi.
I þvi sambandi væri
ástæða til að minna á að ríkis-
stjórnin hefði þegar samþykkt
það stefnumið sitt að leggja
orkuflutningslínu milli Suður-
lands og Norðurlands. En eftir
þær framkvæmdir mundi væntan
lega líða nokkru lengri tími þar
til þetta samtengda svæði
næði til Austurlands og Vest-
fjarða. En þegar þeim fram-
kvæmdum væri lo'kið væri land-
ið allt orðið einn samtengdur
raforkumarkaður.
— Kappræðu-
fundurinn
Framh. af bls. 2
ur en ákvörðun yrði tekin um
það hvort ís.land myndi viður-
kenna það sýndi bezt hvérsu
sjálfstæð þessi stefna væri.
Þorsteinn Geirsson taldi að al-
menningur mætti vel við una
þeiim breytingum, sem gerðar
hefðr nrið á skattakerfinu, þar
sem iir byrjuðu fyrst að
hætkka þegar tekjur væru komn-
ar yfir 700 þúsund krónur.
EUert B. Schram ræddi fýrst
stöðu ungra framsóknarmanna
innan flokksins, og það niýja
gildismat á ungu fólki sem for-
ystumenn framsóknarmanna
hefðu hampað fyrir kosningar.
I þessu sambandi benti hann á
að á Alþingi væru fulltrúar úr
hópi ungs fólks engir, og sýndi
það glöggt efndir forystumanna
á nýja gildismatinu. Þeir hefðu
ekiki eflt unga menn til áhrifa
í þjóðfélaginu heldur reynt eft-
ir megni að bofia þeim úr embætt-
um innan flokksins, svo sem
laugardagsbyltingin sýndi
gleggst.
Þá ræddi Ellert um Fram-
kvæmdastofnun ríkisins, og
taldi að hlutverk hennar væri að
festa kerfið í sessi, og minnka
frumkvæði föliksins.
Um efndir stjórnarinnar á mál
efnasamningnum nefndi ræðu-
maður sem dæmi að glöggt væri,
að sú kaupmáttaraukning, sem
gert hefði verið ráð fyrir í mál-
efnasamningnum og kjarasam.n-
ingarnir I desember - grundvall-
ast á væri mú þegar fyrir borð
borin. Þá gagnrýndi ræðumaður
ennfremur viðbrögð rikisstjórn-
arinnar gagnvart launakröfum
BSRB, og sagði að þar hefði ver-
ið um hreint lögbrot að ræða.
Tómas Karlsson, ræddi land-
heiigisimálið, og sagði að það
hefði haft úrslitaáhirif á kosn-
ingamar sl. vor. Þá hefði þjóðin
veitt þeirn flokkum, sem það mál
hefðu á stefnuskrá sinni meiri-
hluta, og hefði nú niýlega verið
samþykíkt með 60 atkvæðum á
Alþingi tillaga, sem fyrrverandi
stjómarflokkar hefðu neitað um
samþýkki á siðasta þingi.
Þessu næst rakti Tómas sögu
landhelgismáisins og sagði m.a.
að afstaða Morgunblaðsins 1958
til landhetgismálsins hefði bein-
línis sigað breZkum herskipum
inn í islenzka landhelgi.
Loks þakkaði Tómas forystu-
mönnum Sjálfstæðisfloikksins fyr
ir að hafa stutt framigang land-
helgismálsins að þessu sinni, og
með því sýnt að þeir hefðu dr»g-
ið lærdóm af því sem áður gerð-
ist.
—O—
1 annarri og þriðju umferð
kappræðnanna var ræðutími sjö
mínútur og fimm mínútur, en
vegna þrengsla í blaðinu er ekki
unnt að skýra frá þeim umræð-
um.
— Skattbyrðin
Framh. af bls. 11
frádi'áttai'bærs varasjóðstiMags,
en síðan kosið að hverfa yfir
til arðjöfnunarsjóðsfyrirkomu-
lagsins og gerzt svonefnd a-félög,
sem yrði bindandi þaðan í frá.
Þótt samtök artvinnurekenda
gerðu tæpast ráð fyrir því, að
margir tækju upp arðjöfnunar-
sjóðsfyrirkomulagið alveig á
næstiuoni, vildu þau eindregið
mæla með þvi, að þeim mögu-
leika væi’i haildið opnum, ef at-
vinnufyrirtækin teldu það fyjg>
komulag liklegra ti'l árangurs við
öfiun eigin fjár í formi hiuta-
bréfaisölu, t. d. á vænitanleigum
verðbréfamaikaði, en þá væiri
einfcum haft í huga, að þrótinin
yrði sú, að fyrirtækin stækkuðu
og byggðust upp með þátttöKu
hins almenna borgara gegnum
eiignaraðild að félögunum.
Þá væri samkvæmrt gi'ldaindl
lögum heimilað alllvíðtækrt end-
urmat eigna í atvinnurekstri.
Samkvæmt fruimvarpinu væri
endurmat.sheiimi'ldi'n að því er
tæki tii lausafjár skerrt svo mjög,
að hún væri lítilis virði. Þó kvað
þingmaðurinn brýna nauðsyn á
víðtæku enduirmati eiigna í at-
vinnurekstri vegna hinna miklu
verðhækkana.
FLÝTIFYRNINGIN >
Þiingmaðurinn vék að því, að
í frumvarpinu væri numin úr
lögum svokölluð flýtifyrning,
sem sé allt að 30%. Tiligangur
hennar hafi verið að veita at-
vinnufyrirtækjum visst svigrúm
við ákvörðun þess, á hvaða tíma
þau nötfærðu sér rétrt sinn til
fyrninga og auðvelda þeirn á
þann hátt nauðsynilega fjárfesrt-
ingu með því að flytja skatt-
greiðslunnar þannig til, að þær
yrðu ekki eins þungbærar á þeim
árum, sem fjárfestingin væri
mest, en tiltölulega meiri, þegar
um minni fjárfestingu væri að
ræða. Á þertta hafi okki veirið
hlustað af ríkissitjómi ani og það
væri ekki fyrsta mikilvsega ábend
inigin, sem fram hefði lcomið, en
látið væri sem aldrei hefði verið
gerð.
Alþinigismaðurinn ræddi að
lokum einsitaka þætti skatta-
frumvarpsins og vék þar m. a.
að sjómannafrádrætti og skatt-
laigningu giftra kvenna auk ann-
arra atriða, eins og fram kom í
nefndarálitum í Mbl. i gær.
Umræðurnar héldu áfram síð-
degis í gær og í gærkvöldi og
verður þeirra nánar getið siðar.
— Alþjóða-
dómstóllinn
Framh. af bls. 17
samningum, þjóðréttarvenj-
um, almennum grundvallarregl
um laga viðurkenndum af öil-
um siðuðum þjóðum, dómsúr-
lausnum og kennisetningum
fræðimanna, sem veita mega, er
annað þrýtur, leiðbeiningar
um efni og tilvist réttarreglna.
Loks getur dómstóllinn dæmt
mál eftir sanngimi (ex aquo
et bono), ef aðiljar samþykkja
það.
Láti einhver aðili að máli,
þrátt fyrir skyldu sína til þess
að hlíta úrskurði Alþjóðadóm-
stólsins í því, bregðast að fram
kvæma þær skuldbindingar,
sem honum ber samkvæmt
dómsúrskurði Alþjóðadómstóls
ins, getur hinn málsaðil-
inn skotið máli sínu til Örygg-
isráðsins, sem getur, ef
því þykir nauðsynlegt, gert til
lögur eða ákveðið aðgerðir til
þess að dóminum verði full-
nægt. Þetta er mikilvæg regla,
sem eykur mjög á gildi dóm-
anna, því að hún setur
úrskurði Alþjóðadómstólsins
að nokkru leyti á bekk með
aðfararhæfum dómum venju
legra dómstóla. Veitir reglan
Öryggisráðinu heimild til þess
að framkvæma dómana með
þvingunaraðgerðum.
Málsmeðferð
Málum er stefnt fyrir Al-
þjóðadómstólinn annaðhvort
með því að tilkynna sérsamn-
ing um það eða með skriflegri
urnsókn stílaðri til dómritara.
Hvor leiðin sem valin er, skal
greina bæði aðilja og deiluefni.
Svarar því tiHkynning þessi
eða umsókn til stefmu í venju-
legum dómsmáium. Dómritar-
inn skal þegar i stað skýra
öllum' hlutaðeigen iu n frá fyr-
irtökubeiðni málsins. I-íann
skal og fyrir miMigöngu aðai-
framkvæmdastjóra Samein-
uðu þjóðanna tidkynna þetta
öll'Uim aðildarrikjum samtak-
anna og einnig öðrum ríkjum,
sem heimilt er að koma fyrir
dómstölinn. Ef einhver riki
telja sig eiga hagsmuna að
gæta, geta þau gengið inn í
málið eftir ákvörðun dómsins.
Dómurinn ákveður, hvenær
málið skuli síðan tekið fyrir.
Hann ákveður einnig fresti og
síðari dómþing.
Heimilt er dómstólnum
að ákveða bráðabirgðaráðstaf-
anir til þess að vernda rétt að-
ilja, ef atvik gera það nauð-
synlegt. Dóminum er t.d. heim-
ilt að banna aðilja að hafast
eitthvað að, þar tii fullnaðar-
dómur er genginn. ÞvíMkar ráð
stafanir eru einungis til bráða
birgða og segja ekkert til um
rétt aðilja. Má segja, að þær
svari til bráðabirgðadóms-
athafna, sem heimilaðar eru í
rétti hinna einstöteu ríkja eins
og löghalds og lögbanns.
Aðiljar máls láta umboðs-
menn gæta hagsmuna sinna.
Rétt er þeim að hafa sér til
aðstoðar málflutningsmenn, og
ráðunauta. Málsmeðferðin sjálf
er bæði munnleg og skrifleg.
Skriflega sókn og vörn skal
leggja fram fyrir dómrit-
ara innan þess tíma, er dóm-
stól'linn tiltekur. Sama máli
gegnir um öll skjöi og skilrítei
þeim til stuðnings. Dómritari
afhendir síðan dómendum skjöl
in, er kynna sér þau, áður en
til miunniegs málflutnings kem-
ur. Munnlegi málflutningurinn
fer fram í heyranda hljóði,
nema dómstóllinn ákveði ann-
að eða aðiljar kref jist þess, að
almenningi sé bannaður að-
gangur. Dómurinn getur kraf-
ið aðilja um ákveðin skjöl eða
upplýsingar og falið sérfræð-
ingum eða nefndum rannsókn
hvers þess atriðis, er hann tel-
ur máli skipta.
Ef annar aðilja kemur ekki
fyrir dóm eða flytur ekki mál
sitt, getur hinn krafizt dóms í
málinu sér í hag, en rannsaka
skal dómurinn þá, hvort málið
sé rétt borið undir hann og
hvort krafan sé vel rökstudd
bæði um staðreyndir og réttar-
reglur. Málið er þá dæmt eftir
kröfum þess, sem mætir og
framlögðum skjölum og skil
ríkjum, eins og gert skal eftir
íslenzkum lögum, þegar eins
stendur á.
Þingmálið er enska eða
franska. Geta aðiijar sam-
ið um, hvort nota skuli og er
þá dómurinn kveðinn upp á því
máli.
Að málfliutningi loknum
ganga dómendur & lokaðan
fund til að ræða málið með sér.
Steal ráðagerðum þeirra ölium
haldið leyndu-m. Afl attevæða
ræður úrslitum um dóm,
en verði atkvæði jöfn um til-
lögu að dómi, ræður atbvæði
dómara eða þess dómara, sem
sæti hans skipar. í dómi skal
nefna, hvaða dómendur hafi
tekið þátt i honum. Þar skal
og greint frá þeim forsendum,
sem dómurinn er byggður á.
Dómarar, sem ekiki vilja fali-
ast á niðurstöðu meirihlutans,
geta greitt sératkvæði og eiga
rétt á, að það verði birt með
dóminum. Dómurinn bindur að-
eins málsaðilja og aðeins i þvi
máli. Orlausn Aiiþjóðadómstóls
ins er úrslitadómur og verður
ekki áfrýjað. Hins vegar gefst
aðiljum kostur á að fá dóminn
endurskoðaðan, þegar sérstak-
ar aðstæður eru fyrir hendi.
Um málskostnað er meginregl
an sú, að hvor aðiii skuli bera
sinn kostnað af máii, eða
að málskostnaður er látinn
falla niður. Heimilt er þó dóm-
inum að setja málskostnaðar-
ákvæði i dómsniðuriag.
Álitsgerðir
Allsherjarþinginu eða Örygg
isráðinu er heimilt að æsk.ia
þess af Alþjóðadómstólnum, að
hann láti i té til leiðbeiningar
álit sitt um sérhvert lagalegt
atriði. Aðrar stofnanir Samein
uðu þjóðanna og sérstofnanirn-
ar, sem Ailsherjarþingið getur
hvenær sem er veitt slíka heim
ild, mega einnig æskja álits-
gerða af dómstólnum til leið-
beiningar varðandi lagaleg at-
riði, sem fram kunna að koma
á verksviði þeirra. Þegar álits-
gerða dómstóisins er leit-
að, skal það gert með skriflegri
beiðni, þar sem satearefni er
nákvæmlega lýst, enda fylgi
öll þau skjöl, er líkleg eru tii
þess að varpa ljósi á málið. Þeg
ar dómstóMinn starfar að álits-
gerðum, skal hann annars hafa
ti'l leiðbeiningar framangreind-
ar reglur um dómsmál, að því
leyti sem þær geta átt við.
Mál Norðmanna
og Breta
Enginn þeirra dómenda, sem
nú sitja i Alþjóðadómstólnum,
áttu sæti í dómnum, þegar eina
málið varðandi fiskveiðilög-
sögu kom upp, sem til þessa
hefur verið vísað til Alþjóða-
dómstólsins. Það gerðist árið
1949, en þá skutu Bretar land
heligisdeiiu sinni við Norðmenn
um fiskveiðiréttindi við Noreg
til Alþjóðadómstólsins. Dómur-
inn komst að þeirri niðurstöðu
árið 1951, að hvorki aðferð
Norðmanna við ákvörðun land
helgi sinnar né þau fiskveiði-
takmörk, sem þar voru sett,
færu í bága við alþjóðarétt.
Bretland tapaði því málinu.
Alþjóðadómstóllinn í Haag
er nú skipaður þessum mönn-
um: Forseti: Zafrulla Khan,
Pakistan; V.P. Ammoun, Líba-
non; Fitzmauriee, Bretlandi;
Padilla Nervo, Mexieo; Forst-
er, Senegal; Gross, Frakklandi;
Gengzon, Filippseyjum; Petren,
Svíþjóð; Lachs, Póllandi; Ony-
eama, Nigeríu; Dillars, Banda-
ríkjunum; Ignacio Pinto, Da-
homey; de Castro, Spáni; Mor-
ozov, Sovétrítejunum og Jimin-
ez de Arechaga, Uruguay.
1 samkomulagi því, sem gert
var milli Bretlands og Islands
árið 1961 varðandi íslenzku
landhelgina, er kveðið á um 12
mílna landheligi umhverfis fs-
land og að heimilt skuli að
skjóta til Alþjóðadómstóisins í
Haag sérhverri deilu, sem
koma kynni upp vegna áforma
af fslands hálfu um að stækka
landhelgi sína út fyrir 12 mil-
ur.
(Heimildir: Fakta om de For-
enede Nationer; Ólafur Jó-
hannesson, Sameinuðu þjóðirn-
ar; Carl August Fleischer,
Fiskeri jurisdiktion o.fl.).
Jörð til sölu
Jörðin Árnes i Þorkelshólshreppi i Vestur-Húnavatnssýslu
er til sölu og laus til ábúðar i næstu fardögum.
Á jörðinini er steinsteypt íbúðarhús, fjárhús fyrir 120 kind-
ur, fjós yfir niu kýr og við þessar byggingar er heyhlaða.
Öll útihús eru úr steinsteypu
Á jörðinni er ágætt tún er gefur af sér 1000—1200 hesta.
Jörðin á land í Víðidalsá og hefur því að sjálfsögðu ein-
ingar í veiðifélagi hennar.
Vænitanlegir lysthafendur snúi sér til Jóhamnesar Ragnara-
sonar, bónda, Jörfa í Víðidal, sími um Lækjamót fyrir
10. apríl nk. er gefur allar frekari upplýsingar ef óskað er.
Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna
öllum.