Alþýðublaðið - 18.07.1958, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 18.07.1958, Qupperneq 7
Föstudagur 18. júlí 1958 AlþýSuJilaðið 7 Útgefandi: Samband ungra jafnaðarmanna. ÆSKAN OG LANDIÐ ilfur Sigurðsson segir frá ÞRETTÁN unglingar á aldrin- um 14—20 ára eru nýkomnir heini úr kynnisför til Svíþjóð- ar, sem var með riokkuð sér- stæSum hætti. Æskulýðssíðan sneri sér til eins þátttakend- anna, Eyjólfs Sigurðssonar prentnema, og bað hatin að segja lesendum frá föj jniií og varð liann við þeim tihriælúm. För þessi var íarin á vegum Norræna félagsins og gérð eít- jr fyrirmynd félagsskapar, sem starfar víða tim lönd og hefur verið nefndur „Tilraun til ung- lingaskipta'V en heitir á ensku: j'Experiment in International Living“. Tilgangur þessara samtaka er að garigást fyrir gagnkvæmum heimsóknum skólaæskunnar, þannig að ung-- ijingarnir dveljist ókeypis á einkaheimilum með jafnöldr- um og bjóði þeim síðan til dva] ar á heimilum sínum í staðinn. Með slíku f-yrirkomulagi er ætl an margra, að bezt megi auka bróðurþel og skilning þjóða í millum. DAGUR í KAUPM.HÖFN — Við lögðum af stað frá Reykjavik með Heklu sjötta júní undir 'leiðsögu Sveinbjarn ar Sigurjóns'sonar skólastjóra, segir Eyjólfur. Við komum til Gautaborgar 13. júní en á leið- inni komum við til nokkurra bæja og nutum tilverarnar í ríkum mæli, enda var veðrið afbragð. Við komum tij Þórs- hafnar í Færeyjum og skoðuð- um ■ Rergen í Noreg; og ná- grenni hennar. Sigldum síðan gegnum norska skerjagarðinn suður til Haugasunds. Það var fögur sigling. í Kaupmanna- höfn áttum við eins dags við- dvöl, en dagurinn sá var líka notaður vel. Við skoðuðum merkisstaði, sáum Carlsberg. ölgerðina, eina mestu stóriðju Dana, komum í dýragarðinn, listasafnið og Thorvaldssns- safnið og um kvöldið í Tivoli. Um nóttina s'gldum viö yfir til Gautaborgar, þar sem leiðii- sma okkar skildu.. Á hafnarbakkan- Á HEIMSMEISTARAMÓTÍ i um biðu þrettán fjölskyldur, | — Við höfðum varla nokk-J sem tóku okkur upp á arma urt samband hvert við annað ( þessa fjórtán daga, sem við j dvöldumst í Gautaborg, en! Sveinbjörn skólastjóri hringdi j til okkar öðru hverjn til að fyigjast með. Þegar við bárum j saman bækur okkar að lokum,' kom { ]jós, að flest höfðu séð helztu merkisstaði í bænurn, söfn, Lyseberg-skemmtigarðinn og annað slíkt. Surnir komust á heimsmeistaramótíð í knatt- spyrnu. Nokkrir leikjanna voru ' í Gautaborg á stærsta íþrótta- lei'kvangj Svía, í Ullevej. Ég sá leik milli Brazilíu og Wales. (Svíar töluðu ekki um annað en knattspyrnu alla mótsdag- ana.) Flestir okkar lentu á mið sumarshátíðinni, einni mestu sumarhátíð Svía. Þá fóru allir út úr borginn: og upp í sveit, eða réttara sagt út í skóg. í skóginum er dansað á stórum palli. Eyjólfur Sigurðsson. HVER TIL SINNAR FJÖLSKYLDU •— Þar voru fyrir E. Borg ström og Sven Motin hagfræð- ingur, sem sáu um móttökur ckkar í Svíþjóð, og skiptu okk- ur n.ður á fjölskyldurnar, og var svo til stillt, að við hittum jafnaldra okkar í sænsku fjöl- skyldunni, sem upp frá því átti að verða förunautur og leikfé- lagi. Ég lentj hjá ungum hjón- um í úthverfi Gautaborgar. Þau áttu þrjú börn. En ekkert þeirra var á sama rakj og ég. llið elzta var sjö ára. ITúsbónd- inn var húsatei-knari og starf- að; við tækniháskólann. Eg naut mikillar gistivináttu hjá þeim hjónum. Þau gerðu margt vei við mig. Þau voru bæði af norskum ættum. Margir ís- lenzku félaganna lentu í ferða- lögum langar leiðir, sumír léku sér á bátum og á baðströndum. Ég komst til dæmis á seglbát og lék mér á baðströnd í þrjátíu I stiga hita. Állaii tímann, sem S við dvöldumst í Svíþjóö, korn 1 einu sinnj skúr úr lofti. I VOLVO-VERKSMÍDJUM — Okkur strákunum þótti held ég mest til koma, er við fengum tækifærj til að skoða Volivo-verksmiðjurnar í Gauta- borg. Ég fór þangað með öðrum íslenzkum strák. Okkur var tek ið með kostum og kynju.m. Leið sögumaður fylgdi okknr um salina og sýndi okkur hvernig bíllinn verður til, a!U frá því að grindin er lögð fyrir og þangað til Volvo-bíllinn ekur út á götu . . . fullgerður. Þeir voru að byrja smíði stórhýsis fyrir nýja verksmiðju .Þó að aðeins væri búið að steypa grunninn, fullyrtu þeir, að verksmiðjubyggingin vrð, til- búin í marz 1959. SPURÐU MEST UM LANDHELGISMÁLIÐ — Við reyndum einnÍCT p.ð j kynna ísland eftír því sem. við J bezt gátum. Málið gekk auð- ! vitað misjafnlega. • Margir 1 virtust vita afskaplega lítið um ísland. . .. Hið eina, sem allir: nefndu var Hekla, Gullfoss,! Geysir. Fólk spurð; mest um landhelgismálið. Áform okka.r j um stækkun hennar virtist vekja feikna athygli. Svíurn fannst ýfirleitt undarlegt, að við skyldum ekki hafa her- skyldu, og þeir spurðu mikið um íslenzka síld. Eir.u sinni kom fyrir, að ég var spurður um Eskimóa á íslandi. Svíar virtust almennt haf?. nnkinn á- huga á landinu og spurðu rnarg ir um möguleika á áð komast til íslands og aðbúnað ferða-1 manna hér. Tvö Gautaborgar- j blöðin birtu viðtöl við stúlkur úr okkar hópi. I Flest okkar höfðu aldrej far. j ið utan áður. Okkur þótti því gaman að koma til Sviþjóðar og sjá til dæmis skóginn. Sví- um þykir ef tii vill ennþá meira gaman að koma til ís- lands og sjá skógleysið. Það er þeim nýnæmi. Ég hugsaði oft um það að við ættum að leggja meiri áherzlu á að kynna ís- land meðal útlendingp. Slikar ferðir sem þessar til ég heppi- legastar, með þessum hætti er Ritstjórar: Unnar Stefánsson. Auðunn Guðmundssoa. auðveldast að kynrsast daglegu lífi fólks.ns og heimilunum. Við erum öll sammála um það, að sænsku íjölskyldurnar hafi lagt sig í líma við að gera dag- ana okkur sem ánægjulegasía og dvölina sem gagnl'egasta. Þegar við kvöddum, var haldið skilnaðarhóf um borð í Heklu. Þangað komu tveir úr hverri fjölskyldu og Sveinbjöru sl'öía stjóri þakkaði gestgjöfunum fyrir okkar hönd. f FÆREYJUM Á HEIMLEÍD — A heimleið.nni komum við til Kristiansund í Noregi og í Þórshöfn í Færeyjum. Þangað komum v.ð í 28 stiga hita og brugðum okkur í knatt spyrnu. Færeyingar sögðust aldrei hafa lifað annan eins hita. Bílarnii- flettu rnalbikinu af götunum Og stórskemmdu þær. Við hlupum út í sjó ... en gerum það áreiðanlega aldrei aftur, svo var hann kald ur . •. kaldari en hér ... en við vöruðumst ekk; viðbrigðin frá baðströndinni við Gauta- borg. Við kunnum vel við okkur í Færeyjum eins og hvarvetna þar sem v.ð komum. Óllum þótti förin takast einstaklega vel. Við komum heim d. júlí og munum áreiðaniega seint gleyma vinum okkar í Svíþjóð. Eins og gefur að skilja tókst ágætur kunningsskapur millj okkar og fjölskyldnanna. Við hlökkum til að geta tekið áv móti sænsku kunningjunum okkar næsta sumar og endur- goldið þeim gistivináttuna. Lúðrasveitin Svanur að æfingu. Lúðrasveitin Svanur œtlar að i i ryrsta ■sinn .7 og dægurlög í amerískum útsetningum. — Ekki eru fyrirsjáárilegar neinar breytingar á veðurlagi næstu dægur, sagði veðurfræð- ingurinn, scm svaraði í sím- ann á veðurstofunni í gær. Að vísii .et strékkiiigUr á miðunum uti fyrii* Vestfjörðum, sagði hanff, en <11 Jándsins er sérstak- lega' hlýtt og bjarf og yndislegt veðor. Það var eins og við þessar fréttir væri lyft fargi af huga ,ungu mannanna, sem sátu við símann á skrifstofu Sambands ungra jafnaðarmanna í gær- jnorgun, er tíðindamaður síð- íinnar leit þangað inn. — Við förum frakkalausir, sagði einn, — ég ætla jakka- laus, sagði annar. Og víst er am það, að þeir höfðu fengið fállvissu um áframhaldandi blíðviðri. Hlýtt og bjart inn til landsins, sagði veðurfræðingur inn. Og þá er .hvergi á landinu fegurri og hlýrri staður en Hreðavatn. . .. Fjallasýnin, jöklanir, Borgarfjörður . . . allt kemur til með að skarta sínu fegursta um helgina. — Ætlunin er að leggja af stað klukkan tvö á laugardag úr Hafnarfirði og koma til móts við Reykvíkingana við Al- þýðu'húsið og hafa síðan sam- flot. •— En hvernig er bað með farkóst, sagði rödd í síma. Við trum nærri búnir ag fylla fjöru tíu manna bíl í Hafnarfiði og það virðist sem töluvert fleiri hafi hug á að fara. Við skulum tala við Keflavík í dag, svaraði skrifstofan. Sennilega hafa þeir iaus sæti í sínum vagni. Þeir koma þá við í Hafnarfirði og fylla bílinn. Ef það ekki nægir tökuni við bíl í viðbót. Síðdegis á laugardag ætlar lúðrasveitin Svanur að leika að Hreðavatni. og klukkan sex síðdegis vérður mótið formlega sett af Björgvini Guðmunds- syni, formanni SUJ. Þá ætlar lúðrasveiíin að leika nolrkra baráttusöngva og Helgi Sæm- undsson ritstjórj flytur ræðu. .Hjálmar Gíslason syngur gam- I anvísur og Klemens Jónsson | leikari skemmtir. Á milli atriða leikur lúðrasveitin létt lög og , barátíu söngva og um kvöldið leikur hluti lúðrasveitarinnar I fyrir dansi. HAFTÐ þið nokkurn tíma heyrt heila lúðrasveit leika rokklög? Lúðrasveitin Svan- ur hefur undanfarið æft nokkur rokklög, sem hún ætlar ag leika í fyrsta skipti að Hreðavatni um hslgina. Fráþessu sögðu Guðjón Ein. ,arsson gjaldkeri lúðrasveit- arinnar og Hreiðar ólafsson, ritari hennar, er tíðindamað- ur síðunnar hitti þá að máli í gær. Hún hefur einnig æft nokkur dægurlög eftir nýj- um amerískum útsetningum fyrir lúð'rasveit. Við von- umst til að ' þessi nýjung verði vinsæl og þyki nýstár- lsg, sögðu þeir félagar. Þeir sögðu frá því, að lúðrasveitin Svanur hafi nú starfað í tuttugu og átta ár, og þó hafa 2 hljómsveitar- mannanna verið í henni sam fleytt frá stofnun. Það eru þeir Hreiðar Ólafsson og' Sveinn Sigurðsson I með- stjórnandi. í lúðrasveitinni eru tutugu áhugamenn. Koma þeir saman tvisvar í viku til æfinga allt árið. Fara æfingarnar fram í gagnfræðaskóla Austurbæj- ar. Nokkrir u'ngir menn hafa komið í hljómsveitina síð- ustu árin og ieika margir þeirra í dánshljómsveitum bæjarins. Sögðu þeir félagar að margir diassleikarar dans hljþmsveitanna hefðu fengið undirstöðuþjálfun sína í lúðrasveitjnni. Karl Ó Runólfsson er stjórnandi lúðrasveitarinn- ,ar, en í Hreðavatnsförinni stjórnar Gísli Ferdinands- son. Formaður lúðrasveitar- innar er Eysteinn Guðmunds son.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.