Morgunblaðið - 21.06.1972, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNl 1972
Sigurður Jóhannsson
skipstjóri — Minning
Fæddiir 25. janúar 1914.
Dáinn 14. júní 1972.
Vlnur minn Sigurður Jóhanns
son er dáinn. Hann var héðan
kvaddur miðvikudaginn 14.
júní, aðeins liðlega 58 ára gam-
all. Við sem eftir lifum syrgjum
góðan vin og mikinn mannkosta
dreng. í>egar hann kvaddi okk-
ur samstarfsmenn sína fyrir 11
vikum sagðist hann vera
með eitthvert tak, sem þyrfti
að athuga nánar. Hann hafði þó
þegar verið í rannsókn um 8
vikna skeið, en vegna áhuga á
starfi sínu fannst honum ekki
timabært að vera við rúmið á
meðan rannsókn færi fram, þó
að læknar hafi eindregið mælt
svo fyrir. Allt til siðustu stund
ar var hann að velta fyrir sér
vandamálum dagsins, við höfn-
ina og skipin.
1 huga mínum geymist mynd
af einstökum vaskleikamanni,
sem alltaf var reiðubúinn að
leyea vandamál og leggja gott
til í hvívetna. Fyrir tæpum 25
árum kynntist ég 3. stýrimanni
á e.s. „Brúarfossi" Sigga Jó eins
og við vanalega kölluðum hann.
t
Eiginkona min,
Guðbjörg Sigurey
Indriðadóttir,
Strandgötu 13, Patreksfirði,
andaðist á Landspítalanum
17. júní. Jarðarförin auglýst
síðar.
Fyrir mina hönd, bama,
tengdabama, bamabarna og
bamabarnabams.
_______Porvaidur Eggertsson.
Ég var nýkominn frá skólaborð
inu og þekkti lítt til hagnýtra
framkvæmda á farskipi, en þá
þegar og oft síðan leitaði ég til
Sigurðar með ýms þau vanda-
mál, sem urðu á minni leið. Er
ég vini mínum mjög þakklátur
fyrir góð ráð, sem ætíð voru
veitt með ánægju og af mikilli
skarpskyggni.
Sigurður hafði einstaka og
skemmtilega kímnigáfu. Hann
var mjög orðheppinn og hafði
margar skemmtilegar sögur á
takteinum. Hann var hrókur
aMs fagnaðar í vinahópi.
Við sem vorum það heppin
að kynnast Sigurði, minnumst
hans sem mikilhæfs stjómanda
til sjós og lands og raungóðs
drengs.
Sigurður fæddist 25. janúar
1914 og var þvi viku yngri en
Eimskipafélagið, sem hann helg
aði alla sína starfskrafta um 40
ára skeið.
Fyrri kona Sigurðar var.
Anna Hulda Jónsdóttir, skip-
stjóra Sigurðssonar. Þau slitu
samvistum. Seinni kona Sigurð-
ar er Hjördlís Einar.sdóttir, hafn-
sögumanns Jónassonar. Þau eign
uðust þrjár dætur og sú elzta
þeirra fékk sinn hvita stúdents-
koll nú fyrir fáum dögum.
Við sem sjáum á eftir Sigurði
eigum bágt með að skilja það,
að hann er horfinn okkur sjón-
um, en minning um hinn ágæt-
asta mann gleyrnist aldrei.
Biðjum við góðan Guð að hug
hreysta Hjördísi og dætumar,
aldraða móður, sem og alla ætt-
ingja og vini.
Gef dánum ró og líkn sem
lifa.
Viggó E. Maack.
t
Eiginmaður minn.
HALLDÓR DIÐRIKSSON,
bóndi, Búrfelli, Grímsnesi,
andaðist 20. júní.
Kristín Guðjónsdóttir.
t
Eiginmaður minn,
HJÁLMAR þorsteinsson,
húsgagnasmíðameistari,
andaðist að Hjúkrunar- og endurhæfingadeild Borgarspitalans
♦ þriðjudaginn 20. júní.
Margrét Halldórsdóttir.
t Eiginkona mín
SIGRÚN EIÐSDÓTTIR, Asparfelli 2, Reykjavík,
er lézt 14. þ.m. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 22. þ. m. kl. 3 s.d.
Fyrir mína hönd og barna okkar Bragi Melax.
t
Fósturfaðir minn,
ÓSKAR GUÐMUNDSSON,
Miðtúni 8,
sem lézt í Borgarsjúkrahúsinu að kvöldi 15. júní verður jarð-
sunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 23. júní kl. hálf-tvö.
Fyrir hönd vandamanna
Guðmundur K’-ístinn Erlendsson.
Ég kynntist Sigurði Jóhanns-
syni fyrst á Dettlfossi 1949, en
þá var hann 2. stýrimaður þar,
en ég að byrja mina sjómennsku
hjá Eimskip. Kynni okkar urðu
ekki náin á fyrstu árum, því Sig
urður var ekki allra við fyrstu
kynni. Hann var strangur upp-
alandi, en réttsýnn og munu all-
ir hafa haft gott af samvistum
og uppeldi hans.
Leiðir okkar lágu síðar sam-
an á Goðafossi 1960, þar sem
Sigurður var skipstjóri og ég
stýrimaður til 1964 að Sigurður
tók að sér stjóm vöruafgreiðslu
Eimskips og enn lágu leiðir okk
ar saman, þvi ég varð yfirverk-
stjóri undir hans stjóm til síð-
ustu áramóta. Engum kom þá í
hug, að svo stutt væri eftir á
lífsleiðinni, en nú eru leiðir
okkar skildar um sinn.
Ég vil aðeins þakka fyrir allt
það góða, sem ég hef hlotið af
samvinnunni við þennan sér
staka mann, sem var seintekinn
og vinur vina sinna.
Síðustu 15 árin hefur verið
einlægur vinskapur á milli heim
ila okkar.
Ég votta Hjördísi, bömunum
og móður hans mírcar dýpstu
samúðarkveðjur frá mér og fjöl
skyldu minni.
Valdimar Björnsson.
Hinn 14. júní lézt Sigurður
Jóhannsson, skipstjóri i Borgar-
spítalanum, eftir erfiða sjúk-
dómsbarátbu, 58 ára að aldri.
Hann var fæddur 25. janúar
1914, í Reykjavík, sonur hjón-
anna Jóhanns Guðmundssonar
og Sigríðar Dagfinnsdóttur.
Sigurður gerðist snemma sjó-
maður og starfaði lengst af við
farmennsku. Hann réðst í þjón-
u'stu Eimskipafélagsins árið
1934, þá tvítugur að aldri, og
starfaði hj'á félaginu til dauða-
dags. Hann lauk farmannaprófi
við Stýrimannaskóiann í
Reykjavik árið 1937 og var
stýrimaður á skipum Eimskipa-
félagsins til ársins 1959, er
hann tók við skipstjórastarfi. Á
árunum 1957 og 1958 tók hann
að sér yfirverkstjóm við vöru-
afgreiðslu Eimskipafélagsins i
Reykjavik, hvarf síðam aftur um
skeið til skipstjórastarfsins, en
var ráðinn forstöðumaður vöru-
af.greiðslunnar árið 1964. Han.n
gegndi þvi starfi síðan.
Við fráfall Sigurðar Jóhanns-
sonar á Eimskipafélagið á bak
að sjá traustum og du.gmiiklum
framkvæmdamanni, sem heligaði
félaginu starfsdag sinn óskipt-
an í 38 ár. Hann var i senn
þróttmikill, karlmannlegur og
vaskur maður, eintbeitbur verk-
stjóri og þó' vel látinn af öllum.
Honum var mjög að skapi að
hvert það verk, sem hann átti
hlut að, væri vel og fljótt unn-
ið. Mun það vart ofmælit, að
störf hans sjáffs hafi öll farið
vel úr hendi og eimkennzt af
dugnaði og vandvirkni. SMkir
menn eru hinir miklu máttar-
sbólpar hvers fyrirtækis og
raunar hvers þjóðfélags,
Nó þegar Si'gurður er horf-
inn okkur starfsifélögunum hjá
Eimskip, söknum við yinar í
stað. Við minnumst samverunn-
ar, sem við áttum með honum
og finnum lwe innilega við hefð
um kosið að hún yrði lengri, þvi
Framh. á bls. 23
Minning:
Ingibjörg Elísdótti
Frú Ingibjörg Elísdóttir lézt í
Toronto Kanada þann 26. maí
1971 og var jarðsett þar.
Ég hef lengi ætlað mér að
minnast hennar með nokkrum
orðum, og læt nú verða að þvi
á afmælisdaginn hennar.
Hún var fædd þann 21. júní
1924, og varð þvi aðeins 46 ára.
Við hjónin vissum að Inga, —
eins og við kölluðum hana jafn
an, barðist við ólæknandi sjúk-
dóm. Við vissum að hún hafði
tekizt á við þessi örlög af dæma
fáu harðfengi og sálarþreki. Öðr
um, sem þekktu geð hennar og
hetjuskap minna, kann að hafa
komið andlátsfregn hennar meir
á óvart. Þó er eins og enginn
ættingi eða vinur, varla nokkur
maður, ef um það er hugsað, geti
gengið bak við þetta tjald, án
þess að manni koml það að ein-
hvérju leyti á óvart. Þama skilja
heimar og mann setur hljóðan
við þessa dul eina. Allar stærð-
ir snilld og stórfengleiki verða
viðráðanleg í samaniburðd við
þetta. Manni finnst að Ingu
hefði verið svo mikil þörf hér
lengur, en hvað vitum vér menn,
helzt það að ekkert stöðvar
þennan þunga nið.
Ingibjörg var komin af merku
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
MARÍA JÓNSDÓTTIR,
Forsæti V-Landeyjum,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju laugardaginn 24. júní n.k.
kl. 2 e.h. — Sætafe'rðir frá Umferðamiðstöðinni kl. 11,30.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabamabörn.
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma
GUÐRÚN S. BRANDSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 22. júní
kl. 10,30 f.h. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu
minnast hinnar látnu er vinsamlega bent á Krabbameinsfélagið.
Fyrir hönd systkina og annarra ættingja
Sigrún Torfadóttir.
Asdís Þórarinsdóttir
Við þökkum innilega öllum fjær og nær sem sýndu okkur
vinsemd og samúð við andlát og útför mannsins míns, föður,
tengdaföður og afa,
ÞORVARÐAR BJÖRNSSONAR,
fyrrverandi yfirhafnsögumanns.
Guð blessi ykkur öll.
Jónína A. Bjarnadóttir, Petrína Þorvarðardóttir,
Gunnar Þorvarðarson, Helga Jónsdóttir,
Jónína A. Bjarnadóttir, Aki Jónsson,
Bjarni Lúðvíksson, Steinunn Garðarsdóttir,
Lúðvík D. Þorsteinsson.
fólki í báðar ættir. Foreldrar
hennar voru hjónin, Elís Ó. Guð
mundsson, kennari og síðar
skömmtunarstjóri, sérkennilegur
maður, skemmtilegur og greind-
ur og meiri hæfileikum búinn
en márgir vissu, hann lézt árið
1958, og Helga Jóhannsdóttir
Eyjólfssonar, bónda og alþingis
manns, sem kenndur var við
Sveinatungu, en bjó síðar í
Brautarholti á Kjalarnesi.
Helga ber sín sterku ættarein-
kenni skynsemi, kapps og ótrú-
legrar seiglu.
Ingibjörg var brautskráð frá
Verzlunarskóla íslands vorið
1940, einhver yngsti nemandi,
sem _þar hefur lokið prófi, að-
eins 15 ára gömul. Hún stund-
aði einnig íþróttir og dans. Ingi
björg giftist ung Þórði Teits-
syni, kaupsýslumanni og bjuggu
þau í Reykjavik til ársins 1957,
það ár flutt'usf þau búferlum til
Kanada, og áttu heima í Van-
eouver í 6 ár, en fiuttust þá til
Toronto í Ontariotfylki og
bjuggu þar síðan. Þau hjónin
eignuðust 6 böm. Elsa er elzt,
lík móður sinnd, g.ift ágætum
manni, í Toronto og bæðd á
fullu skriði til lífs og frama.
Ólafur og Anna eru líka upp-
komin og efnileg, Ingþór er
15 ára, Helga er 10 ára og Gunn
ar er 7 ára, stór o>g mannvæn-
legur hópur.
Það þarf meira en meðal
krafta til þess að flytjast fráls-
landi velmegunarinnar árið 1957,
með stóran bairnahóp, og hasla
sér völl í fjarlægu óþekktu
landi, og enda þótt Þórður Teits
son sé vissulega óvenjulegur
maður um margt, og þá ekki sízt
hvað dugnað snertir, þá efast ég
um að hann hefði farið eða stað
izt storminn, ef hann hefði ekki
verið giftur þessari konu. Hitt
er svo líklegast, að Þórður hefði
varla valið sér né verið giftur
konu úr meðalmanna hópi. Ingu
fýsti aldrei burtu af íslandi, og
lengst af mun hugur hafa dreg-
ið hana heim. Það mun ekki hafa
verið fyrr en allra síðustu árin,
Framh. á bls. 23