Morgunblaðið - 01.07.1972, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR L JOLl 1972
22-0-22*
RAUOARÁRSTÍG 31
14444 S 25555
Bilaleigan
TÝR
SKULATUNI 4 SÍMI15808 (10937)
STAKSTEINAR
Landbúnaðar-
afrek
Framsóknar
Á síðasta Alþingi lagði rík-
isstjórnin undir forystu Fram
sóknarfiokksins fram frum-
varp til nýrra laga um Fram-
leiðsluráð landbúnaðarins.
Fetta lagafrumvarp var eitt
af höfuðmálum Framsóknar-
flokksins á síðasta þingi.
I Framleiðsluráðsfrumvarp-
inu fólst m.a., að leggja átti
25% fóðurbætisskatt á bænd-
ur. Hér voru fyrirhugaðar
stórauknar álögur á bænda-
stéttina. Talið er, að þessi
skattur hefði þýtt um það bil
20 þúsund kr. viðbótarálögur
á hið svonefnda vísitölubú.
Fyrir bú með tiittugu kúm
og um tvö hundruð fjár, hefði
þessi fóðurbætisskattur haft
í för með sér um 50 þúsund
kr. viðbótarútgjöld.
Frumvarpið gerði ráð fyrir,
að nota ætti skattinn tll þess
að tryggja verðlag á búvör-
um, þegar það lækkaði t.d.
vegna offramleiðslu. Mikill
fjöldi bænda var hins vegar
andvígur þessum fyrirhugaða
fóðurbætisskatti. Bændur
treystu þvi ekki, að skattur-
inn myndi koma þeim sjálf-
um til góða, enda hefur tak-
mark stjórnarinnar fyrst og
fremst verið að draga fjár-
magn i ríkissjöð til þess að
auðvelda miðstýringu fjár-
magnsins frá Reykjavík.
Ríkisstjórnin lagði einnig
til í þessu frumvarpi, að
heimilað yrði að skammta
bændum ákveðinn fram-
leiðslukvóta. Þeir bændur,
sem framleiddu umfram til-
tekið hámark yrðu að selja
iimframframleiðslu sína á
lægra verði.
Þessar ráðagerðir ásamt
öðrum mættu vitaskuld mjög
eindreginni andstöðu bænda.
Endalokin urðu siðan þau, að
ríkisstjórnin heyktist á því að
knýja frumvarpið fram.
Þannig fór fyrir höfuðmáli
Framsóknarflokksins í land-
búnaðarmálum á siðasta
þingi.
Vinnutími
bænda
Það var eitt af þeim fyrir-
heitum, sem gefin voru í mál-
efnasamningi ríkisstjórnar-
innar, að vinnutíminn yrði
styttur niður í 40 stundir og
orlof lengt. Ríkisstjórnin und-
ir forystu Farmsóknarflokks-
ins hefur ekkert gert til þess
að reyna að standa við þetta
fyrirheit gagnvart bændum.
Hins vegar flutti Pálmi
Jónsson um það tillögu
til þingsályktunar á siðasta
þingi, að það yrði tekið til
gagngerrar athugunar, hvaða
leiðir væru færar i þessu efni,
til þess að bændur fengju or-
lof engu siður en aðrar stétt-
ir.
Geðvonzka Tímans nú yfir
sinnuleysi Framsóknarflokks-
ins i garð bændastéttarinnar
breytir engu um staðreyndir
málsins. Enda kom það skýrt
í Ijós fyrir síðustu Alþingis-
kosningar, að málefni bænda-
stéttarinnar höfðu algerlega
verið sett til hliðar í Fram-
sóknarflokknum. Og ekki
virðist það á skrifum þeirra,
sem þar eru nú að vinna sér
frama, að hagur bændastétt-
arinnar skipti þá miklu máli.
Má í því sambandi vitna til
skrifa ungra framsóknar-
manna í Timanum að undan-
förnu.
Nei, sannleiknrinn er sá,
að Framsóknarflokkurinn er
kominn á mölina. Þess vegna
nýtur hann æ minna trausts
meðal bænda og annarra
þeirra, er búa út um hinar
strjálu byggðir.
BILALEIGA
CAR RENTAL
n- 21190 21188
SKODA EYÐIR MINNA.
Shodh
LEIGAN
AUÐBREKKU 44-46.
SÍMI 42600.
BILALEIGAN
AKBllA VT
r' 8-23-47
sendutn
V
Bezta auslýsingablaðið
Jorðýtumaður
óskast á jarðýtu.
Sími 34314 og 16053.
Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri:
Hollan hendun-gnsen gnös
„Þú réttir mér ilmvönd af
íslenzkum reyr
—- ég atburðinn geymi.
Hvert árið sem líður ég ann
honum meir
þó öðrum ég gleymi.“
Nú er tími sumarleyfa og
ferðalaga og ótrúlega margir
leita á suðrænar slóðir
í burtu frá íslenzkri sumar-
paradís, sem stoáklkonan
Jakobína Johnson lofar á svo
áhrifamikinn hátt í ljóð-
um sínum, að fá skáld hafa
gert betur. En það eru ekki
allir, sem geta veitt sér þann
munað að fara í ferðalög, og
fyrir þá er það mikilvægt að
geta notið unaðsstunda meðal
gróðursins í eigin garði. Það
er talsverð vinna að hirða
stóra lóð og það er mikilvægt,
að ræktun lóðarinnar sé hag-
að þannig, að sem auðveldast
verði að halda öllu í góðu
lagi. Forðast alla óþarfa
stalla og tröppur. Hæðarmis-
munur, sem nemur hálf-
um metra má auðveld-
lega jafna svo, að snögg
hæðaskil verði ekki. Eitt eða
tvö þrep ættu helzt ekki að
sjást á nokkurri lóð. Gang-
stéttar, sem liggja í grasflöt
um, eiga að vera aðeins hærri
en grasrót, þannig að sláttu-
vélin geti gengið eftir stétt-
inni, svo ekki þurfi að hand-
klippa krafa meðfram henni.
Gróðurbeð mega aftur á móti
vera örlítið lægri en grasflöt
og leggja þá borð eða planka
i beðið meðfram kantin-
um fyrir sláttuvélarhjólið að
aka eftir, svo vélin geti kant
slegið og sparað okkur skær-
in. Meðfram húsveggjum
gildir hið sama. Þar ætti
helzt að vera hellulögð rönd,
svo að gras nái ekki að vaxa
fast að húsvegg. Hreinlegast
er að hafa engin gróðurbeð
við húsveggi. Að vetrinum
eru þau jafnan auð og oft
sóðaleg. Blómabeð ætti að
hafa í þeim hlutum garðsins,
þar sem við fáum notið
þeirra frá gluggum hússins.
Vanhirtir kantar á grasflöt-
um eru of víða áberandi, þeg-
ar litið er inn í skrúðgarða.
Snyrtilegir og vel skorn-
ir kantar setja áberandi svip
á garðinn. Þá er bezt
að skera með þar til gerðum
kantskera, en fyrir viðvan-
inga er oft þægilegra að nota
breiðblaða búrhníf. Kant-
inn skal skera lóðrétt, en
ekki skáhalt. Verklagnir
menn skera oft vel eftir
strengdri snúru, en auðveld-
ara er að skera eftir rand-
réttu borði.
Arfaklóra er eitt af þeim
verkfærum, sem ómissandi
eru fyrir garðeigendur. Með
þeim er rótað milli plantna í
trjá og blómabeðum til að
yfirborðið verði laust og
hreint af illgresi. Flest af því
illgresi, sem við höfum að
glima við, er einært. Ef það
fær aldrei frið til að vaxa og
fella fræ, þá verður það ekki
til að ergja okkur ár frá ári.
Vanræksla við illgresiseyð
ingu hefnir sín fljótlega.
Vikuleg yfirferð með garð-
hrífu og arfaklóru tekur
ekki langan tíma, en kemur
i veg fyrir, að beðin fari í
sóðaskap. Úti á lóðinni gilda
nákvæmlega sömu hreinlætis
reglur og innan veggja. Ekk
ert heimili er svo vanrækt, að
ekki séu sópuð gólf dag
hvern og þau þvegin vand-
lega, minnst einu sinni I viku.
Svipaðar hreinlætisreglur
þurfa að gilda utan dyra sem
innan.
Það mun flestum heilbrigð-
um mönnum metnaðarmál að
eiga fallegt heimili, en það
má engum gleymast, að heim-
ilið nær út fyrir þröskuld
hússins. Lóði'n er stærsta
vistarveran og sá hluti heim-
ilisins, sem við bjóðum öllum
þeim er framhjá fara að virða
fyrir sér og sjá hvernig við
búum.