Morgunblaðið - 01.07.1972, Page 11

Morgunblaðið - 01.07.1972, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1972 11 Skynsamleg ha gnýting fisk- stofnanna er aðalatriðið Rætt vi5 Svein Benediktsson um endurnýjun togaraflotans og framtíö fiskveiðanna SKYNSAMLEG HAGNÝTING FISKSTOFNANNA 1 tilefni af imdirskrift samn- inga um smíði tveggja skuttog- ara á Spáni tU viðbótar þeim fjórum, sem samið var um þar haustið 1970, ræddi Morgunblað ið við formann samninganefnd- arinnar, Svein Benediktsson, um endumýjun togarafiotans og framtíðarhorfur í sjávarútvegi. STÓÐST EKKI SAMKEPPNI VIÐ SÍLDVEIÐARNAR 1961—67 — Hvers vegna dróst endumýj- un togaraflotans ? — Margöft hefur verið talað um, að það hafi verið mikil van- raeksla að endumýja ekki tog- araflotann á árunum 1960—1970. Háfa andstæðingar fyrrverandi ríkisstjómar viljað kenna henni uim, að það var ekki gert. Þegar máiiavextir eru athuigaðir kem- ur i Ijós, áð togaraútgerð lands- manna átti þá mjög í vök að verj ast af ýmsum ástæðum. Fyrst og fremst var aflabrestur hjá tog- urunum eftir að karfaveið- ar brugðust 1960, þar við bætt- ust þau fjárhagslegu skakkaföll, sem togaraflotinn hafði orðið fyrir í langvarandi löndunar- bönnum í Bretlandi og vegna mismununar í gjaldeyri samam- borið við bátaiflotann, sem naut hins svokallaða bátagjaldeyris. Nam sú mismunun á nokkrum árum á sjöundu milljón króna, á-hvern togara, sem er mjög há upphæð, þegar hugsað er til þess, að upphaflegt kaupverð hvers nýsköpunartogiara var rúm ar 3 milljónir króna. Þossi mis- munun var afnumin af Viðreisn arstjórninni 1960. Þá hafði útfærsla landhelg- innar árið 1951, 1958 og 1961 valdið því, að talið er, að tog- airarnir hafi misst rétt til veiða á' um % hlutum beztu miðanna, sem þeir áður stunduðu. Þá var fískverð yfirleitt óhagstætt á þessum árum. Veigna nýtízku tækni jókst síldaraflin'n mjög og var upp- gripaveiði á síldveiðum á árun- ura 1961—1967 og verð síldaraf- urða oftast hagstætt. Leiddi þetta til þess, að þeir sjómenn, sem síldveiðar stunduðu, báru tvöfalt eða jafnvel margfalt meira úr býtum en togarasjó- menn. Leitaði þá mikill hluti dug legustu togarasjómannanna yfir á síldveiðiflotann, svo að hin mestu vandkvæði urðu á þvi að fá menn i skarðið og þeir, sem fengust, voru oft óvanir menn, og löngum var mannaskorturinn svo mikill, að skipin urðu að láta úr höfn, án þess að skipshöfn- in væri fullskipuð. Varð afli togaranna þá enn minni en ella hefði verið. Fimm nýir togarar, sem komu til landsins 1960, skiluðu í upp- hafi ekki þeim árangri, sem vænta mátti, og tók það skip- stjóra og yfirmenn skip- anna u.þ.b. 3 ár að læra að fara með þessi nýju skip þannig, að fullur árangur næðist, sem tek- izt hefur síðan 1963. Það var því ekki um innlend stjórnvöld að sakast, þó að kyrkingur kæmi í togaraútgerðina á árunum 1960—1970. KÖLLUÐU A NÝBYGGINGAR TOGARA —- Síldveiðamar náðu há- marki árið 1966 og nam útflutn- ingsverðmæti síldarafurða á þvl ári um 44% af heildarútflutnings- verðmætum landsins. Árið 1968 brást síldveiðin og má segja, að síðan hafi ekki aflazt hér við land nein sild á Norðurlands- eða Austurlandsmiðum. Genigi puindsins féll 18. nóv. 1967 og fyligdi faill íslienzku krón- unnar í kjölifarið. Það er til marks um þá erfið- leika, sem við var að etja á ár- unum 1967 og 1968, þegar gengi íslenzku krónunnar var fellt tvisvar sinnum, að á aðalfundi Landssambands islenzkra út- vegsmanna, sem haldinn var 26. —28. nóv. 1969, var samþykkt með samhljóða atkvæðum tillaga, þar seih m.a. segir svo: „Þessi áföll (aflabresbur á sildveiðun- um samfara verðhruni á sjávar- afurðum á erlendum mörkuðum) voru svo stórfelld, að útflutn- ingsandvirði sjávarafurða á ár- inu 1968 minnkaði um helming frá því, sem áður hafði verið. Telur fundurinn, að nú sé sann að, að þessar ráðstafanir (geng- isfelling krónunnar og ráðstafan- ir í því sambandi) hafa á þessu ári, sem nú er að ljúka, orðið til þess að bjarga útflutn- ingsframleiðsltmni og þannig af stýrt þjóðarvoða. Að sjálf- sögðu var ekki unnt að ná þess- um árangri nema með ráðstöf- unum í efnahagsmálum, sem við- urkenndu þá kjaraskerðingu, sem verðfall og aflabrest- ur hlutu að hafa í för með sér, en sem mundi þó hafa orð- ið miklu meiri, ef ekki hefði ver- ið gripið til þessara ráðstafana.“ Eftir að síldveiðarnar brugð- ust, fóru menn áð sækjast eftir skiprúmi á togurunum á ný. Og nú hafa síldveiðar verið alger- lega bannaðar í íslenzkri land- heiigi fraim á haústið 1973. Á árunum 1969—1971 hækk- aði verð á fiski, sem verkaður var innanilands í krónium, fyrst vegna gengisbreytingar og síðan hækkaði verðið á erliendum mörk yrði hafizt handa um nybygg- ingiar togara. AJlt frá 1967 fór fram athugun á byggingu nýrra skuttogara og vorið 1970 voru sett lög á Alþingi sem heimiluðu ríkisstjóminni að láta smiða allt að 6 skuttogurum í þeim til- gangi, að þeir yrðu seldir ein- staklingum, félögum eða bæjar- eða sveitarfélögum. Síðan var heimildin aukin upp í 8 skip. Og loks hefur heimildin nú verið aukin tim 5 sikip til viðbótar. Fyrstu togaramir, sem samið var um smíði á skv. þessum lög- um, voru tveir svokallaðir Ög- urvíkurtogarar, og var samið um smiði þeirra i Póllandi. Næst var samið um smiði f jögurra tog- ara á Spáni. Eigendur fyrsta og þriðja togarans er Bæjarútgerð Reykjavíkur. Annars togarans Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, en fjórði togarinn er ennþá óseld- ur. Borgarstjórn Reykjavikur hefur óskað eftir kaupum á skipinu, en eftir er að semja um endanlegt verð. AKUREYRARTOGARARNIR — 1 maí 1971 var samið um smíði tveggja togara til viðbót- ar milli ríkisstjórnarinnar og Slippstöðvarinnar h.f. á Akur- eyri. Voru togarar þessir ætlað- ír Útgerðarfélagi Akureyr- inga h.f. Af ýmsum ástæðum fór svo, að hætt var við smíði þess- ara togara hjá Slippstöðinni h.f., en þá hafði stöðin þegar fest kaup á vélum og ýmsum tækjum í skipin. Að athuguðu máli ákvað ríkisstjórnin að leita eftir samningum við skipasmíða- stöðina Astilleros Luzuriaga i Pasajes á Spáni um smíði tveggja skuttogara af sömu gerð og stærð og þeir fjórir skuttogar- ar eru, sem samið hafði verið um smíði á við stöðina haustið 1970. Það var skilyrði fyr- ir samningum við stöðina að kaupendur fengju að leggja fram helztu vélar og tæki, sem Slippstöðin h.f. hafði fest kaup á og verð skipanna af hendi stöðvarinnar lækkaði tilsvar- andi. 1 byrjun júnimánaðar ákvað ríkisstjórnin að senda 5 manna samninganefnd til samningaum leitana við fyrrnefnda. skipa smíðastöð á Spáni. Samninga- nefndina skipuðu Guðmundur B. Ólafsson framkvæmdarstjóri rikisábyrgðarsjóðs, framkvæmd- arstjórar Útgerðarfélags AkUr- eyringa h.f. þeir Vilhelm Þor- steinsson, Gísli Konráðsson og ennfremur Gylfi Þórðarson deildarstjóri í sjávarútvegsráðu neytinu og ég, sem var formað- ur samninganefndarinnar. Jón B. Hafsteinsson skipaverkfræð- ingur var ráðunautur nefndar- innar. Samningaumleitanir fóru fram í San Sebastian 5.—14. júní og voru undirritaðir þann dag með þeim fyrirvara af hálfu skipa- smiðastöðvarinnar, að spænsk yf irvöld staðfestu samningana fyr ir 28. júlí n.k. Meðalverð skipanna er um 189 milljónir króna, þegar með eru taldar þær vélar og tæki, sem kaupandi leggur til. Ætlun rikisstjórnarinnar mun vera að lækka verð þessara skipa um u.þ.b. 12 milljónir króna hvort, þannig að meðalverð skipanna verði um 177 milljónir króna. Þessi lækkun er fengin með því, að fjórða skipið, sem samið var um á föstu verði haustið 1970 fyrir um það bil 150 milljónir króna, verði hækkað í verði vegna hækkaðs verðlags skipa um 24 milljónir króna og deilt í þá upphæð með tveim til lækk unar á hvoru skipi um 12 milljón ir kr. 1 þessu verði er ekki tal- inn kostnaður við heimsiglingu skipanna né veiðarfæri, slæging arvél, fiskikassa o. fl. Þetta tek- ég svo nákvæmlega fram sökum þess, að frásagnir í blöðum og fjölmiðlum í þessu efni hafa mjög afbakazt og í einu blaði mátti skilja, að verð skipanna á Spáni væri 213 milljónir króna í stað 177, þar sem bætt var við verðið, sem samið var um á Spáni, 24 milljónum króna í stað þess að draga 12 milljónir króna frá hjá hvoru skipi, vegna vænt anlegs hagnaðar á sölu fjórða skipsins, sem enn er óráðstafað af þeim f jórum, sem samið var um smíði á haustið 1970, eins og fyrr segir. Stærð skipanna á Spáni er tal in vera tæpar 1000 smálestir hvers skips samkvæmt nýjum mælingum, en þeirra s'kipa sem smíðuð eru í Póllandi um 800 smáliestir hvens skiþs. 700 MANNS ÞARF A SKUTTOG AR AN A — Hvað hefur verið samið um marga skuttogífra af stærri gerð inni? — Eins og að framan getur hafði verið samið um smíði 8 skuttogara af stærri gerðinni af fyrrverandi ríkisstjóm. Auk þess mun núverandi rikisstjórn hafa samið um smíði 5 skuttog- ara af stærri gerðinni til viðbót- ar í Póllandi, en kaupendur þeirra skipa eru Einar Sigurðs- son Vestmannaeyjum, hann og Ingvar Vilhjálmsson að öðrum togara, Stefán Pétursson og fleiri að þeim þriðja. Síldar- og fiskimj ölsverksmið j an Akranesi að þeim fjórða og Aðalsteinn Loftsson Dalvik að þeim fimmta. Alls eru því væntanlegir 13 ný ir skuttogarar til landsins af stærri gerðinni. Von er á þeim fyrstu I septembermánuði n.k. en hinum síðustu fyrir mitt ár 1974. Vegna aukinnar véltækni um borð i hinum nýju skuttogurum er talið, að á hverju skipi verði nokkrum mönnum færra en á gömlu togurunum. Búizt er við, að á næstu 3—5 árum muni 14 af þeim 20 togurum af stærri gerðinni, sem nú stunda veiðar, hætta veiðum, vegna þess að skipin eru orðin gömul og úr sér gengin, en hins vegar er tal- ið, að skipin Júpiter, Mai, Narfi, Sigurður, Víkingur og Þormóð- ur goði muni endast 10 til 15 ár enn, enda eru það yngstu togar- amir, sem komu til landsins á árunum 1956—1960. Auk þessa hafa verið keypt- ir gamlir skuttogarar til lands- ins og þar af einn af stærri gerð iinind, seim kemiur hinigiað til Reykjaiví'kur í júlií og verður gerður út héðan atf Karisefni h.f. Skipið er sex ára. Loks hefur verið samið um smáði á 23 skuttogurum af minni gierðinni, ca. 400—500 smálestir, sem veitt hefur verið leyfi fyr- ir, en nokkrar umsóknir eru enn óafgreiddar hjá stjórnvöld- um. Áhafnir þeirra skuttogara, stórra og minni, sem þegar hef- ur verið samið um smíði á, munu nema rúmlega 700 manns. STÆRRI TOGARARNIR AFLA BETUR — Hvers vegna eru smíðaðir ný ir skuttogarar af mjög mismun- andi stærðum? — Sama stærð skuttogara á ekki við alls staðar. Á hinum fjöl- mennari stöðum eins og Reykja- vik, Hafnarfirði og Akur- eyri henta stóru togaramir bet ur en þeir minni sökum þess, að þeir geta sótt á fjarlæg- ari mið og einnig geta þeir stundað veiðar í rysjóttu veðri, þegar togarar af minni gerðinni geta ekki athafnað sig. Einnig geta þeir dregið vörpuna á meira dýpi en minni togararn- ir. Það hefur komið í ljós, að stærstu togararnir, sem ver- ið hafa í eigu landsmanna á und anförnum árum og eru frá um 800 til tæpra 1000 tonna, hafa borið af í aflabrögðum. Þá er þess að geta, að á fá- mennum stöðum úti á landi ræðst ekki við að koma undan stórum förmum allt að 400 tonnum nægi lega fljótt. Hins vegar er það auðvelt, þar sem fjölmenni er mikið og mörg hraðfrystihús og aðrar vinnslustöðvar. Einnig er nauðsynlegt fyrir hin stærri skip að fá alls konar viðgerðir á tækjum og útbúnaði, sem oftast er ekki unnt að leysa af hendi á fámennum stöðum. SÓKNIN 1 FISKSTOFN ANA — Þola fiskstofnamir þessa miklu aukningu togaraflotans? — Þorskurinn hefur lengst af verið okkar aðalbjargvættur. Samkvæmt mjög fróðlegu erindi, sem Sigfús Schopka fiskifræð- ingur hélt í útvarpi í maímán- uði s.l., er þorskstofninn hér við land nú fullnýttur. Síðan hefur þetta álit Sigfúsar verið stað- fest af ýmsum aðilum. Það er þvi mjög tvíeggjað að auka sóknina í íslenzka þorskstofn- inn, ef sókn erlendra þjóða heldur áfram i jafnríkum mæli' og verið hefur eða fer vaxandi. Hið eina, sem getur bjargað ís- lenzka þorskstofninum frá of- veiði er, að stækkun iandhelgi- innar upp í 50 mílur nái fram að ganga og Islendingar lýsi síð an yfir friðun á vissum hrygn- ingar- og uþpeldisstöðvum þorsksins á vissum, tiltekn- um tímum ársins. Sama má segja um ýsustofn- inn, að nauðsyn ber til að hlifa honum fyrir ofveiði. Stóru skuttogararnir getá veitt á allt að tvöfait meira dýpi en gömlu nýsköpunartogar arnir og eru þvi allar líkur til, að fiskur, sem heldur sig á djúpu vatni, verði eftir komu þeirra nýttur meira en verið hef ur til þessa. Einnig munu þá afl- ast fisktegundir, sem Islending- ar hafa lítið sem ekki veitt fram til þessia. Skuittogariar af stærri igerðinni mumu yfirlieitt vera meiri sjó- borgir en nýsköpunartogararnir og hestaflafjöldi þeirra til togs meira en tvöfaldiur. Einmig nýtíist aflið betur til togs hjá skuttog- uruim en hjá togurum, sem draga vörpuna inn á síðunni. Taildð er að auðveldara sé að stunda veið- ar með ftotvörpu á þessum skip- um en þeim eldri, þegar fiskiur gengur 1 tonfum miðsævis eða náltegt yfirborði sjávar. OFVEIÐI OG RANYKKJA. Rétt er fyrir Islendinga að feista sér vel í minni, að síld- veiðarnar fyrir Norður- og Aust urlandi og á hafinu norðaustur af landinu hafa á undanfömum árum brugðizt fyrst og fremst vegna þess, að uppvaxandi smá- síld í fjörðunum i norðanverð- um Noregi var veidd í mjög stór um stíl, áður en hún náði kyn- þroska aldri. Sama gerðist við Cola-skagann í Rússlandi. Smiðs höggið á eyðilegginguna lagði svo sívaxandi sókn margra þjóða á miðin. Afleiðingamar fyrir Islend- inga urðu þær, að sildin, sem hafði gefið okkur mestar tekjur 1966, hefur nú algjörlega horf- ið úr sögunni í bili, eins og að framan getur. Sama má ekki verða um aðra fiskistofna, en ekkert getur kom Framli. á bls. 15 uðurn og jiatfnvel tvöfaldaðist í er Undirskrift viðbótarsamninga um smiði tvegg.ja skuttogara á lendum gjaldeyri frá því Spáni 14. júní s.l. — Gonzalo Chausson framkvæmdar- sem verið hafði 1968. Þessar stjóri skipasmíðastöðvarinnar og Sveinn Benediktsson, formað- breytingar kölluðu á, að aftur ur íslenzku samninganefndarin nar, skrifa undir samningana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.