Morgunblaðið - 01.07.1972, Page 22

Morgunblaðið - 01.07.1972, Page 22
22 Mf«GUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUK 1. JULl 1972 Minning: Jón Halldórsson útgerðarmaður Fæddnr 29. nóvember 1894. Dáinn 24. júni 1972. JÓN Halldórsson, útgerðarmað- ur, er látinn. Það kom engum á óvart, sem íylgdust með löng- um og erfiðum veikindum hans síðustu mánuðina. Um ættir Jóns er mér ekki kunnugt. Okkar kynni hófust, þegar hann kvæntist systur minni, Ást- ríði Hannesdóttur frá Stykkis- hólmi. Síðan voni liðin 25 ár 7. júni sl. Jón var þá á miðjum aldri, Mfsglaður, geislandi augun og léttur í spori. Þannig var hann alla tið þar til veikindin herjuðu hann. En hann lét sig ekki fyrr en hann gat ekki stað- ið lengur, og allan timamn var hann með hugann við vinnuna og sina nánustu. Nú, þegar ég lít yfir farinn veg, þá lamgar mig að minnast góðs manns. Jón var hvers manns hugljúfi er honum kynnt- ust, hjálpsamur og greiðvikinn svo af bar. Ef einhver átti bágt, sem hann þekkti, þá var hann ávallt fyrstur til að hjálpa. Þetta tel ég að hafi verið að- alsmerki Jóns. Hann lagði á sig mikla vinnu, lagði oft saman nótt og dag til að afla sér og sinum lífsviður- væris og jafraframt að láta aðra njóta góðs af. Jón fór unglingur að stunda sjóinn í Ólafsfirði, sem var hans heimabyggð. Ungur að árum fór hann að hugsa um að eigraast bát sjálfur og gera út, og það urðu annað og meira en draum- órar. Haran keypti fyrst vélbát- iran Mars, síðan Kára Söimund- arson og hefir hann átt þrjá Kára, miklar happafleytur, enda var honum s&gt í draumi, að hann skyldi láta bátinn heita Kára Sölmundarson. Haim átti eimnig hiut í Græði frá ÓAafs- firði. Jón var mikill dugnaðaar- og athafnamaður, en hann vissi af reynslunni að það þurfti að vinna til að fá ánægju út úr líf- inu og sararaaðist á honum máis- t Móðir okkar, Rannveig Majasdóttrr, Birkimel 10, amdaðist 29. júní. Fyrir hönd systkinanna, María Hildur Guðmundsd. t Sonur minn og bróðir okkar, Björn Jónsson, Litlu-Drageyri, Skorradal, andaðist í Borgarspítalanum 30. júnL Jarðarförin auglýst síðar. hátturinn góði: „Vinnan göfgar manninn." Hann bjó systur minni og börn um hennar fallegt heimiid. Þar var ekkert til sparað. Þá reynd- ist hann ekki síður bamabömum konu sinnar. Hann 61 upp frá fæðingu nafna sinn, Jón Ómar, og var hann í miklu dá- læti hjá honum. Erarafremur sá hann um uppeldi Margrétar Jó- hannsdóttur í Ólafsfirði. Öllum þessum bömum reyndist hann sem bezti. faðir og hafa þau raiikið misst og munu geyma minninguna um afa og fóstra. Jón minn, nú er kveðjustund- in komin. Þín er sárt saknað af ölium þínum nánustu. Við, mág- fólk þitt, þökkum þér samfylgd- ina. Þú reyndist okkur ávallt sem traustur vinur, jafnt í blíðu sem strtðu. Við biðjum Guð að blessa þér heimkomuna handan við móðuna miklu. Ég trúi því, að þú uppskerir þar, eins og þú sáðir hér á jörð. Flýt þér vinur í fegri heima, krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgun- roðans, meira að starfa Guðs um geim. J.H. Sigríður Hannesdóttir. f DAG fer Jón Haildórsson, sjó- maður og útgerðarmaður frá Ólafsfirði, í síðasta róðurinn. Hann andaðist í Borgarspitalan- um í Reykjavík á Jónsmessu. Ég hef aldrei ættfróð verið og fer þvi ekki út í þá sálma hér. Þetta verða örfá kveðjuorð og þakkir fyrir langa vináttu, eða svo langt sem ég man til bafea. Fyrstu kynnd mín af Jóni voru umtalið heima hjá mér, því all- ir bræður mínir voru meira og minna á bátunum hans. Hann var orðlagður fyrir dugnað og atorkusemi. Sem dasmi um dugn að hans og áhuga á 50 ára sjó- t Jarðarför eiginkonu minnar, Guðnýjar Þórarinsdóttur Waage, Ijósmóður frá Hrafnseyri, Langholtsvegi 160, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 4. júlí kl. 13:30. Blóm vinsamlegast afbeðin. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélag Islands eða aðrar líknarstofnanir. Fyrir mtna hönd og annarra vandamanna, mennsku- og formannsferli lang- eir mig aðeins að nefna hér eitt, en það var að hann var alia daga sjóveikur. „En það þýddi ekk- ert að vera að fást um það,“ sagði hann bara. Og svo mikill var ákafi hans við sjósóknina, að ég hugsa að hann hafi aldrei munað eftir sjóveikánni, þegar hann var í landi. Allar minningar mínar um Jón eru ánægjulegar. Hann var bæði aflasæU og happasæh mað- ur. Ég var 13 ára þegar ég byrjaði að vinna á símstöðinni heima og ég gleymi aldrei hve kröftuglega Jón hringdi upp, því alltaí þurfti hann að flýta sér mest af öllum. En mmningamar frá þessum ár- um eru ekki allar jafn ánægju- legar, þvi þegar ég var 14 ára týndist mótorbáturinn „Þorkell Máni“ í róðri og hefur aldrei til hans spurzt síðan. Þá fannst mér svo erfitt að vera við sím- aran að ég vildi hætta, því aiitaf var verið að hringja og spyrja hvort ekki hefði frétzt af bátn- um, en ég varð alltaf að svara neitandi. En aidrei þurfti Jón að Qýta sér svo mikið, að hann mætti ekki vera að því að hjálpa öðr- um. Hann flýtti sér bara að því Uka! Ég hitti hann einu sinni af til- viljun í Reykjavik, þegar ég var í húsnæðisvandræðum. Þá flutt- umst við hjónin strax með 2 böm heim til hans. Svo kvæntist hann Ástu nokkru seirana, en það breytti engu, við fengum að vera hjá þeim samt í góðu yfirlæti þótt þröngt væri, þangað tii við gátum fengið annað húsnæði. Fyrir þremur árum lenti ég svo aftur í slæmu húsnæðis- hraki og aftur komu Jón og Ásta til hjálpar undir eins, ótil- kvödd, og það svo um munaði. Og ég er aðeins ein af þeim ótal mörgu, sem þessi sjómaður frá Ólafsfirði vildi gott gera. Og frá því ég man fyrst eftir mér heima fylgdu Jóni hlýjar óskir og bænir um góðan x-óður, þvi stundum voru bræður minir tveir í einu á bátnum með hon- um. Því biðjum við nú sjóferða- bænina með þér, Jón minn, þeg- ar þú ferð í síðasta róðurinn. Þér, Ásta mín, öllum fóstur- bömunum og öðrurn aðstandend- um sendi ég okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hveragerði, 1972. Margrét Hansen frá Öxnalæk. JÓN Haílidórsson, útgerðarmað- ur frá Ólafsfirði, til heimilis að Framnesvegi 27, Reykjavík, and- aðist aðfaramótt 24. júni sl. eft- ir erfiða sjúkdómslegu síðustu mánuði. Ég kyrantist ekki Jóni fyrr en hann fLuttist til Reykjavikur, þvi við áttum heima sinn á hvoru landshomi. Ég hafði þó spumir af horaum löngu áður, því konan min, Jóna I. Jónsdóftir, var fóstur- systir hans og minnist hans sem ástriks bróður. Við komum oft á heimdli Jóns á Framnesveginum. Þar var gott að una stund með honum og eftirlifandi konu hans, Ástu Hannesdóttur. Orð segja svo litið og eru fá- tækleg, en ég minnist Jóns sem hins ágætasta drengs og er harmur kveðinn við fráfall hans. Hann er nú lagður af stað í ferðina löngu, sem við eigum öll að fara. Við Jóna vobtum eftirlifandi eiginkonu hans og ölinm ástvin- um okkar inniLegustu samúð. Vertu blessaður, nafni minn, og þakka sér fyrir samveruna. Sauðárkróki, 28. júni 1972. Jón S. Sigurðsson. SKILTI A GRAFREITI OG KROSSA. Flosprent sf N ýlendogötu 14 sími 16480. Hjartkær eiginmaður minn, Adolf Sigurðsson, Hellisgötu 34, Hafnarfirðl, lézt 29. júni í Landakotsspít- ala. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd systur, barna og bamabarna, Ingibjörg Daníelsdóttlr. Maðurinn miran, Sigurður Snædal Júlíusson, Akurgerði 20, lézt í Landakotsspitala júní. Fyrir hönd vandamanna, 29. Guðrún Jónsdóttir. Maðurinn minn og faðir okkar, JÚLlUS H. SVANBER6, Kirkjuteigi 17, lézt aðfaranótt föstudags 30. þessa mánaðar. Guðrún Gunnarsdóttir og böm. Móðir min, RAGNHEHDUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Hringbraut 45, andaðist að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 29. júní sl. Fyrir hönd vandamanna, Bjami Jósefsson. Minningarathöfn um SIGRÍÐI JÓNSDÓTTUR, kaupkonu frá Isafirði, fer fram frá Háteigskirkju, mánudaginn 3. júlí klukkan 14. — Otförin verður gerð frá Isafjarðarkirkju miðvikudaginn 5. júlí klukkan 14. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Siysavamafélag Islands. Aðstandendur. Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGUNN MAGNÚSDÓTTIR, lézt í Borgarspítalanum 27. júnt. Jarðarförin fer fram 3. jú4í klukkan 3 sídegis í Fossvogs- kirkjugarði. Aðstandendur. Otför móður okkar, SIGRlÐAR ÞORGRlMSDÓTTUR frá Laugarnesi, sem andaðist i Landspítalanum 25. þ. m., verður gerð frá Foss- vogskirkju mánudaginn 3. júlí klukkan 13.30. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Minningar- sjóð Ragnheiðar Jónsdóttur hjá Listasafni A.S.I. Þorgifmur Eiríksson, Þórður Valdimarsson. Bósa Guðmunðsdóttir, Einar Jónsson, Oddgeir Jónsson. Jón Waage. Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og útför hjónanna LILJU JÓNSDÓTTUR og KJARTANS LARUSSONAR. bókara, Hjarðarhaga 62, Reykjavík. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Borgarspítalans og Heilsuverndarstöðvarinnar fyrir góða umönnun. Vandamenn. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okk- ar, tengdamóður og ömmu, RANNVEIGAR JÓNSDÓTTUR, Búðarstig, Eyrarbakka. Guðrún Bjamfinnsdóttir, Jón V. ólafsson, Sverrir Bjarnfinnsson, Guðlaug Böðvarsdóttir Hjalti Bjamfinnsson, Auður Böðvarsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.