Morgunblaðið - 06.07.1972, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.07.1972, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÍMMTUDÁGUR 6. JÚLÍ 1972 11 — Ef tirminnileg heimsókn Framhald af bls. 4. Dieg-o, Cleveland og New York. Er hann fastur starfs- maður við Karamu House sem rithöfundur. Eftir að Norman Jordan hafði lokið máli sínu, lásu blökkumaðurinin Allen John- son og blökkukonan Lois Mc. Guire upp úr verkinu: „The Lion Writes“, sem þau fiuttu á mjög listrænan hátt. AJex Saulsberry sýndi síðan lit- skuggamyndir af listaverkum frá Cleveland Museum of Art. Meðan snæddur var hádeg isverður í salarkynnum húss- ims, flutti baptistapresturinn, reverent C. Smart, fyrirlest- ur, sem hann mefndi: „Being black in America“, þ.e. „að vena blökkumaður í Amer- íku.“ Kvaðst hann hafa hugs- að mikið um, hvemig hann ætti að tala um þetta efni, en flutti síðan mál sitt blaða- 'laust og af mikilli mælsku. Smart er blökkumaður og starfar sem prestur fyrir blökkumenn í fátækrahverfi. Kom greinilega fram í rseðu hans, að blökkumemnimir búa við miklu lakari aðstæður meðal þjóðarinnar en hviti kynstofninn. EJn hve lengi þetta ástand kemur til með að vara, veit sjálfsagt eng- inn. Hitt er ljóst, að afstaða hvitra manna gagnvart svört- um hefur breytzt mikið síð- ustu 4—5 árin. Fjöldi blökku- manna skipar virðuleg emb- ætti meðal þjóðarinnar. t>eir, sem menntun hafa h'lotið við háskólama og aðra sambæri- lega skóla í landinu, virðast jafnvel hafa náð jafnréttis- stöðu við hvíta menn. En vandamálið mikla meðal blökkumannaf jölskyldnanna í fátækarhverfunum er það, hve algerlega þær em ómenntaðar. Og verður það að teljast næsta furðulegt, að svo auðug þjóð sem ameríska þjóðin er, skuli teilja þó það marga algerlega ómenntaða menn þann dag í dag, sem raun ber vitni. Þegar rætt er um þetta við almenna borg- ara hér og jafnvel þá, sem með þessi mál hafa hvað mest að gera, þá viðurkenna þeir þetta fullkomlega. Þeir horf- ast flestir í augu við þá stað- reynd, að hér hafi ekki verið rétt á málum haldið. Bn hvað skal gera til að breyta ástandinu i fátækrahverfun- um? Til þess hefur verið var- ið miklu fé síðustu árin, bæði við að skapa þessu fólki full- komnara húsnæði og leggja því til lífeyri. En það, sem sjáifsagt er mikilvægast af öllu, er að reyna að þjálfa þetta fólk til einhverrar já- kvæðrar vinnu og láta það síðan falla inn í atvinnulifið sem ábyrga einstaklinga, sem ég hygg reyndar að sé mikið farið að aukast nú. Þegar presturinn hafði lok ið máli sínu um efnið: „Að vera blökkumaður í Amer- íku“, tók skólastjórinn aftur til máds og söng síðan nokk- ur vinsæl lög, sem vöktu al- menna hrifningu viðstaddra, því að hann hefur undur- fagra rödd. Voru þvi næst kynntir nokkrir gestir, sem voru viðstaddir borðhaidið með okkur. Kennet Snipes söng síðan eitt lagið eftir ann að og var fólk tekið að stappa niður fótum og veina af hrifningu yfir söng hans. Það skal tekið fram, að hann er blökkumaður og hefur sannkallaða fyrsta flokks blökkumannsrödd. Að borðhaldi loknu flutti dr. Edward Crosby erindi, sem hann nefndi: „Afro-Am- erican influenoe on Americ- an culture" og „Historic- al Survey of the Black Am- erican“. Vakti erindi hans nokkrar umræður þar sem blökkumannavandamálið var tekið fyrir á kraftmikinin hátt. Að því búnu lauk dagskrá þessa eftirminnilega dags, sem ég hygg að flestir hafi verið hrifnir af. Var það al- mennt mál manna, að þessi stund í Karamu House væri ein hin eftirminnilegasta á námskeiðiinu. Bragi Benediktsson. Ny veit- ingastofa við Lagar fljótsbrú Egilsstöðum, 4. júlí. UNDANFARIN sumur hefur Þráinn Jónsson rekið Vegaveit- ingar við Lagarfljótsbirú. En hann rekur einnig veitingar á Egilsstaðaflugvelli, leigubíla o.fl. 1 gær var fréttamönnum og for- stöðuliði veitinga- og gistihúsa á Héraði boðið til veizlu I til- efni af stækkun Vegaveitinga. Er það nýr veitingasalur og er hann hinn vistlegasti og einn veggur- inn skreyttur íslenzku grjóti. Þráinn Jónsson er eini veitinga- maðurinn á Héraði, þar sem kon ur veita forstöðu hinum veit- inga- og gistihúsunum og mætti það gleðja rauðsokkur. Við sát- um þama hina ágætustu veizlu hjá Þráni og konu hans Ing- veldi Pálsdóttur og óskum þeim hins bezta gengis með fyrirtæk- ið. — Steinþór. Breiðholtsprestakall Viðtalstími minn er i Breiðholtsskóla (suðurdyr) þriðjudaga — fimmtudaga kl. 17 — 19, unz annað verður auglýst. Sími 83003, heimasimi 41518. LÁRUS HALLDÓRSSON. Tjaldstæði í Stykkishólmi StykJdshóbni, 30. júní LIONSKLÚBBUR Stykkishólms hefur í vor beitt sér fyrir að kornið yrði upp tjaldstæðum með hreinlætisþjónustu í Stykkis- hókni og er þetta áhugamál nú orðið að veruleika. Góður staður I nágrenni bæjarins hefur verið valinn og þegar hafa aðkomu- menn notfært sér aðstöðuna. Þá hefur klúbburinn komið upp smekklegu skilti I útjaðri þorps- ins við innkeyrslu þangað með áietrunimni: „Velkomin til Stykk- ishóhns". — Fréttaritari. margfoldar morkað yðor Auglýsing um styrki Evrópuráðsins á sviði læknis- fræði og heilbrigðisþjónustu fyrir árið 1973. Evrópuráðið mun á árinu 1973 veita læknum og öðru starfsfólki 1 heilbrigðisþjónustu styrki til kynnis- og námsferða í þeim til- gangi að styrkþegar kynni sér nýja tækni í starfsgrein sinni í löndum irman ráðsins. Styrktímabilið hefst 1. apríl 1973 og lýkur 31. marz 1974. Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu land- læknis og í heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu og eru þar veittar nánairi upp- lýsingar um styrkina. Umsóknir skillu sendar ráðuneytinu fyrir 1. september n.k. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 4. júlí 1972. Hver d bílinn Bilahandbók Reykpvikur Til sölu Ford Torino GT 2ja dyra Sportroof árg. 1970. Bifreiðin er nýinnflutt, með 285 hestafla vél, sjálfskiptingu. vökvastýri .aflhemlum, útvarpi o. fl. Verð 630 þús. gegn staðgreiðslu. Nánari uppl. í síma 20966. Til sýnis að Flókagötu 15. Ný sending Enskar sumar- og heilsárskápur. Rúskinnslíki kápur og tækifæriskápur. Hagstætt verð. KÁPU- OG DÖMUBÚÐIN, Laugavegi 46. Renault Til sölu er Renault '71. — Uppl. gefur Ólafur Kristinsson. KRISTINN GUÐNASON H/F., Simi 22675. Verksmiðjusala að Nýlendugötu 10 Seldur verður næstu daga margs konar prjónafatnaður á börn og unglinga, buxna- sett, stærðir 1—14 margar gerðir. Peysur, buxur, vesti og margt fleira. Mikilul afsláttur. — Opið kl. 9—6. PRJÓNASTOFAN Nýlendugötu 10. Þróunln heldur áfram: kröfumar aukast, elnnlg tll heimilisþægtnda: færrl spor — stærrl Innkaup I elnu. ATLAS býöur þvl 4 nýja, stóra Skápa (H 150 X B 69,5): kæliskíp án frystihólfs, kæliskáp með frysilhólfl, sambyggöan kæll— og frystiskáp og frystiskáp. Bnnlg enn stærrl sambyggðan kæli- og frystiskip (H 170 X B 59,5). ATLAS ber af um útllt og frágang. Sjálö sjálf - lítiö Inn og skoölöl 5STÓRMÉISTARAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.