Morgunblaðið - 06.07.1972, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.07.1972, Blaðsíða 32
DRGLEGR FIMMTUDAGUR 6. JULl 1972 IGNIS umvomvíuR RAFTORG RAFISJAN SÍMI: 26060 SÍMI: 19294 Landhelgismáliö: Rætt við Þjóðverja á föstudaginn Vi5 Breta ^ftir helgi í MORGUN fór Hans G. Ander- sen, þjóðréttarfræðingur, til Bonn, til að eiga ásamt Árna Tryggvasyni, sendiherra, fram- haldsviðræður á föstudag við þýzka embættismenn vegna út- færslu íslenzku landhelginnar. Framhaldsviðræður við Breta vegna útfærslu landhelginnar fara fram í Reykjavík eftir helg- ina og er búizt við að þær hef jist á mánudag eða þriðjudag. Koma þá til íslands Lady Tweedsmuir, aðstoðarutanrikisráðharra Breta og Stoddard aðstoðarfiskimála- ráðherra, ásamt fleiri fiulltrúuim Fischer á Fiat FISCHER er búirni að fá bíl. Sveinn Egilsson h.f. lánaði hon- uim Fiait-bil. En sama fyrirtæki iánaði lika Bronco-bílinin, sem Spasiský hefur. Ekki er endantega ákveðið hvaða einbýlishús Spasský fær til afnota, en aliar likur benda til þess að einbýiishús i Garða- hverfi verði fyrir valinu. Maj-Britt Imnander. og ræða við Einar Ágústsison, ut- anríkisráðherra og fleiri. Ef til vill koma brezkir embættismenn degi á undan ráðherrunum og hefja viðræðurnar. Sex sóttu um þjóðleikhús- stjóraembættið UMSÓKNARFRESTUR um embætti þjóðleikhússtjóra er út- runninn. Sex sóttu um embættið. Þeir eru Halldór Karlsson, há- skólastúdent, Halldór Þorsteins- son, bókavörður, Jón Þórarins- son, dagskrárstjóri, Sigmundur Örn Arngrímsson, leikari, Sig- urður A. Magnússon, ritstjóri, og Sveinn Einarsson, leikhús- stjóri. Embættið veitir menntamála- ráðherra. Skákeinvígið fyrirhugaða hefur dregið margan manninn um langan veg til Islands. Hér sitja tvö að tafli í blaðamannaklú bbnum í Glæsibæ og bíða eftir að einvígið hefjist eða verði aflýst. Þau eru bæði komin alla leið frá Kaliforníu, Linda Gilbert frá Uos Angeles, og .lohn Alden Healy, sem er hættur störfum og kominn í ellifrí, frá Newport Beaeh. Ljósm. Ól.K.M. Mikil brögð að hass- sendingum með pósti - Fundizt hafa bréf með allt að 100 grömmum í, lögreglan veit um fjölda bréfa á leið til landsins LÖGREGLAN hefur nú komizt á snoðir um stórfeilt hasssmygl með bréfapósti til landsins. Virð- ast ungiingar gera sér ferðir ut- an til Kaupmannahafnar, kaupa þar kanabis og póstsenda það síðan í bréfapósti til Iandsins. Fyrir nokkrmn dögum handtók lögreglan á Keflavíkurflugvelli 10 unglinga, sem voru að koma heim frá Kaupmannahöfn og viðurkenndu þeir að hafa sent bréf með hassi í á ýmis heim- Sænsk kona forstjóri Norræna hússins STJÓRN Norræna hússi'ns hef- ur á fundum sínum 4.—5. júlí 1972 fjailað um ráSnimgu nýs forsitjóra Norræna hússins. Um- sækjendur voru 23 frá öll'um Norðurlöndunum. Stjómiin réð forstjóra til fjögurra ára maig- ister Maj-Britt Imnander, Stokk hólmi. Miaj-Britt Imnander er 37 ára gömu'l og er deildarstjóri við bókaforlagið LT í Stokkhólmi. Hún lauk magisterprófi frá Upp salaháskóla árið 1960 í landa- fræði, norrænum málum og bók menntasögu. Hún stundaði nám í íslenzku við Háskóla íslands Framhald á bls. 23 ilisföng hér heima sama dag og þau lögðu af stað frá Kaup- mannahöfn. Bíður lögreglan nú eftir að bréf þessi berist. Unglingunum var haidið í vörzlu lögreglunnar um nokk- urn tima, en hefur nú öllum verið sleppt. Ungldngar virðast fara aðallega til Norðurlanda í þessu skyni og sagði Kristján Pétursson hjá tollgæzlunnd á Keflavíkurflugveili, að ótrúlegt væri hve mikil brögð væru að slíkum sendinigum á þeim stutta tóma, sem lögreglan hefði gert könnun á þessu. Standa utanferðir þessara unglinga i sambandd við ódýrar flugferðir félaga eða félagahópa hér heima. Safna unglingarnir saman peningum áður en farið er utan og senda siðan bréfin heim á hin ótrúlegustu nöfn. Tollyfirvöld og lögregla hafa notað tækifærið í sambandi við mikinn fjölda ferða til og frá landinu á lágum fargjöldum og í ljós kom, að unglingar notuðu þessar ferðdr mjög mikið. Vildu yfirvöld nú verða á undan og ná Borgarafundur í Bremerhaven um útfærslu landhelginnar - á vegum íslendinga í Þýzkalandi BANDALAG íslending-a í Norð- ur-Þýzkalandi, B.I.N.D., hefur ákveðið að efna til almenns borg- arafundar í Bremerhaven um sjónarnúð og rök Islendinga í landheigismálinu og gefa þar Þjóðverjum kost á að ræða og kynnast þessu hagsmnnamáli okkar. Undirbúingi er að mesibu lokið og verður fundurinn haldinn mið- vikudaginn 12. júl næstkomandi kl. 20.00 í Nordsee-Hotel-Naibem í Bremerhaven. Frummælendur af hálfu ÍSlendinga verða dr. Jakob Magnússom, fiskifræðing- ux frá Reykjavík, sem ræðir fræðilega hiið málsins og Gylfi Guðmundsson, hagfræðingur í Hamborg, sem ræðir útfærsluna frá efnahagsleigu sjónarmiði. Síðan verða almennar umræður. Gert er ráð fyrir miklum fjölda blaðamanna, svo og sjónvarps- manna, segir i bréfi frá Ágústi Einarssyni í Hamiborg til Mbl., en þessi fundur hefur vakið Framhald á bls. 23 sendingunum, áður en þær kæm- ust tól neytenda. 1 bréfum hafa fundizt ailt frá 15 og 20 g af hassi og allt upp í 100 g, en þó munu þau bréf í miklum minnihluta. Hefur eftirlit með pósti mjög verið hert og hass- hundur lögreglunnar verið lát- inn þefa af póstinum og hefur hann fundið mdkið af sending- unum. Yfirvöld bíða nú eftir all nokkru magni af hassbréfum, sem send voru frá Kaupmanna- höfn sl. mánudag, eða sama dag og unglingamir 10 fóru frá Kaupmannahöfn. Sagði Kristján Pétursson að miðað við þetta stutta tímabil, sem rannsókn á pósti hefði farið fram, virtist um miklar hasssendingar með þess- um hætti vera að ræða. Þó gæti það verið tilviljun að þetta tima- úrtak væri óvenju áberandi og málið þá ekki svo alvarlegt. Ur þvi fengist aðeins skorið, ef haid- ið ýrði áfram eftirliti og ekkert drægi úr sendingunum. 1 ljós munu vera komnir nokkrir tugir bréfa og von er á einhverjum fjölda enn, sem ekki hefur komið fram. Mál þetta er í rannsókn. J>á hefur Mbl. frétt það, að póststjórnin hafi ekki sýnt lög- reglunni þá lipurð, sem hún hefði vænzt í rannsókn málsins, og hafi hún þurft að leita til ráðuneytisins til þess að fá bréf kyrrsett, en samkvæmt póst- regiiuigerð má ekki opna bréf. Hækkun framfærslu- vísitölu 9% fyrstu fimm mánuði ársins — Meðalhækkun þriggja síðustu ára 9,4% Á ÁRUNUM 1969 til 1971 hækk- aði framfærsluvísitala að meðal- tali um 9,4%, en á fyrstu fimm mánuðum þessa árs hækkaði hún um 9%. Framundan ern miklar hækkanir, a. m. k. um 5—6% að viðbættri hækkun vegna skattalagabreytinga, sem ekki hefur enn verið tekið tillit til nema að nokkru leyti. Samikvæmt nýútkomnum Fjár- máiatóðinduim hækikiaði fram- færsluvísitaia árið 1969 um 19,8%, árið 1970 um 12,5% og árið 1971 um 2%, þannig að meðalhækkunin er um 9,4% á þeim síðustu þrem árum, sem efnahagsstefnu fyrrverandi rikis- .stjórnar gætti. Á fyrsita árstfjórðumgi þessa árs verða litlar hækkanir, en hins vegar námu hækkanir fram- færsluvisitöliu á öðrum ársifjórð- ungi 8,5%. Heildarhaekkanirnar á íimm fyrstu miániuðum ársins eru 9%, eins og áður segir, og þegar er fyrirsjáanlegt:, að fram- færsluvísitaian hefur 1. ágúst hækkað um a. m. k. 15% frá ára- mótum, þótt sikattalagabreyting- ar séu elfki reiknaðar að fuilu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.