Morgunblaðið - 18.07.1972, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLt 1972
<«■
RSCrMLEGA 700 manns tóku
þStt t 20. sumarferð Landsmála
félagrsins Varðar að Þórisvatni
sL sunnudag:. Lag-t var af stað
árla morguns og fyrst stanzað
á Kambabrún. Þaðan var hald
ið í Galtalækjarskóg og snædd-
ur þar hádegisverður. í Galta-
lækjarskógi flutti Valgarð Bri-
em, formaður Varðar ávarp og
Ingólfur Jónsson, alþingismað-
ur, sem kom til móts við ferða-
fólkið ásamt konu sinni, bauð
menn velkomna í Bangárþing.
I»ví næst flutti Jóhann Haf-
stein, formaður Sjálfstæðis-
f lokksins stutta ræðu.
I ræðu sinni vék Jóhann Haf-
stein nokkuð að virkjunarmál-
um ag ræddi um þær stórfram-
kvæmdir við Sigöldu og Hraun-
eyjarfoss, sem samþykkt voru
lög um á stjórnartima síðustu
rikisstjórnar. Rifjaði hann síð-
an upp ágreininginn um virkj-
unarmálin og álsamninginn á
þingi og ræddi um áform þeirra
manna, sem nú fara með völd í
þessum málum. Því næst ræddi
Jóhann litillega horfur í stjórn-
máljuim á íslandi. Vitnaði hann
ekki vilja spá um langlífi rik-
isstjórnarinnar, en hitt taldi
hann víst, að engum frægðar-
ljóma mundi af henni stafa og
væri það þegar komið fram.
Formaður Sjálfstæðisflokksins
lauk ræðu sinni með hvatningu
til Varðarfélaga og annars sjáiif
stæðisfólks til eflingar Sjálf-
stæðisflokknum. „Sjálfstæðis-
stefnan á nú sem fyrr sterk-
astan hljómgrunn í hugum
fólksins. Fólkið mun á ný
kveðja Sjálfstæðisflokkinn til
forystu í iandinu," sagði Jó-
hann að lokum.
Úr Galtalækjarskógi var hald
ið rakleitt að Þórisvatni, þar
sem nýju vatnsmiðlunarmann-
virkin voru skóðuð. Narfi Hjör-
leifsson ráðsmaður á staðnum
skýrði framkvæmdirnar fyrir
komumönnum. í bakaleiðinni
var stanzað við Sigöldufoss og
væntanlegt virkjunarstæði skoð
að. Síðan var ekið að Stöng í
Þjórsárdal og fornleifarnar þar
skoðaðar. Kvöldverður var
snæddur við félagsheimilið Ár-
nes og kusu flestir að snæða
úti við, enda var veðurblíðan
" 'J'
Snætt í Galtalækjarskógi.
Vel heppnuð 20. sumarferð Varðar
„Sjálfstæðisstefnan á sterkastan
hljómgrunn í hugum fólksins“
sagði Jóhann Hafstein í ræðu
í ferðinni
til ummæla forsætisráðherra í
Morgunblaðinu 14. júlí sl.: „Til
frægðar skal konung hafa en
ekki langlífis." Sagðist Jóhann
þá einstök. Að loknum kvöld-
verði var ekið til Reykjavíkur
með viðkomu i Skálholti og við
Kerið í Grimsnesi. Til Reykja-
vikur kom hópurinn um kl. 23
eftir vel heppnaða ferð að öllu
leyti.
Eins og áður sagði var þessi
HEKLA hf.
Laugavegi 170—172 — Sími 21240.
1300
Varðarferð hin tuttugasta í röð-
inni. Nokkrir Varðarfélagar
hafa verið með í öllum ferð-
unum. Ferðir þessar voru tekn-
ar upp 1953 fyrir frumkvæði
Birgis Kjaran, þáverandi for-
manns Varðar. Þeir Baldur
Jónsson, Sveinn Björnsson og
Valdimar Ólafsson hafa staðið
að undirbúningi ferðanna frá
upphafi. Árni Óla hefur verið
leiðsögumaður í flestum ferð-
unum og Vigfús Sigurgeirsson
tekið í þeim myndir. Þeir gátu
hvorugur komið með í þessa
ferð vegna veikinda. Voru þeim
sendar árnaðaróskir og þakkir
frá hópnum.
Jóhamn Hafstein ræðir við Óla blaðasala og Jón Eyjólfssom,
innheimtumann Þ jóðleiklnissins.
Nýtt landkynningarrit
FEBÐAHANDBÆKUR s.f. hafa
sent frá sér þýzka ferðahandbók,
sein er þýðing á hinni þekktu
bók Iceland in a Nutshell, sem
hefur komið út síðan 1966 i þrem
ur enskum útgáfum, í alls 41
þúsund eintökum. Höfundur bók
arinnar er Peter Kidson, ritstjóri
er Örlygur Hálfdánarson, þýzka
þýðingu annaðist Benata Erlends
son og auglýsingastjóri er Pál!
Heiðar Jónsson.
Efni þessarar nýju bókar
skiptist í tvo meginþætti, þ.e.
fólkið í landinu og landið sjálft.
Nær helmingi bókarinnar er var-
ið til að lýsa öllum kaupstöðum
og kauptúnum á landinu.
Þá er viðamikil'l þáttur um
nokkra sérstæða ferðamanna-
staði á landinu svo sem Gullfoss,
Geysi, Þingvelli, Þórsmörk og
Hallormsstað. Einnig er sérstak-
ur kafli um áhugaverða staði í
óbyggðum eins og Landmanna-
laugar, Veiðivötn og Hveradali.
Sigurjón Rist, vatnamælinga-
maður, lýsir bifreiðaslóðum á
miðhálendinu, og fylgja sérstök
kort prentuð í tveim litum.
Annað efni er í stórum drátt-
um þannig, að gerð er grein fyrir
sögu þjóðarinnar, helztu mögu-
leikum til þess að komast til
landsins, hvenær sé bezt að
koma, allt um ferðaskrifstofum-
ar og allar helztu upplýsingar
sem ferðamenn þarfnast.
Hið nýja landkynningarrit er
prentað í prentsmiðjunni Eddu,
bundið I Bókbindaranum h.f.
Hilmar Helgason gerði káputeikn
ingu.