Morgunblaðið - 18.07.1972, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.07.1972, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLl 1972 21 — Verður Framh. af bls. 32 gæti haldið áfram, og þess vegna yrðu allar myndavélar f jarlægðar fyrir biðskákina. HVER VERÐUR FRAMTÍÐAREAUSNIN ? Hins vegar var enn ekki fund in framitiðarlausn á myndatöku vandamálinu er blaðið fór í prent xm. Freysteinn Jóhannsson, blaðafulltrúi Skáksambandsins sagði blaðinu að hann væri bess fuliviss að lausn myndi finnast fyrir fjórðu skákina i dag þótt ekki væri hægt að segja hver hún yrði. Ljóst er að teflt verð- ur í salnum. Chester Fox var á hinn bóg- inn ekki s'érlega bjartsýnn í gærdag. ,,Ég hef von, en heldur ekki meir.“ Hann var þó öhu hressari þegar við hittum hann í gærkvöldi og kvað góðar vonir að harun gæti byrjað að mynda aftur á morgun (þ. e. í dag). Morgunblaðinu tókst ekki að fá þetta staðfest hjá forustumönn- um Skáksambandsins áður en blaðið fór í prentun. SPASSKY í l PPNÁMI Spassky var ekki jafn yfir vegaður þegar hann gekk út úr Laugardalshöliinni. í fyrsta skipti notaði hann nú bakdym- ar. Hann haf«i komið að höllinni þegar klukkuna vantaði 18 mín- útur í 5 ásamt Geller og lífverði frá KGB. Á meðan hann var inni beið Geller í bílnum. Eftir 20 mínútur kom hann út á ný eftir að hafa gefið skákina. Hann var fölur, virtist í uppnámi og mjög umhugað um að komast sem fyrst í bílinn. Þar áttu þeir Geller snögg orðaskipti, og óku með hraði á brott. EN BOBBY BROSTI . . . Bobby Fischer kom að höllinni 14 mínútur yfir 5, ekið af vini sinum séra Lombardi. Honum var tekið bæði með fögnuði og púi. Eftir aðeins tvær minútur kom hann út á ný, en Lombardi hafði haft bílinn í gangi á með- an. Fischer hafði sýnilega létt. Nú voru fagnaðarópin öllu fleiri en púin, og í fyrsta skipti í langan tíma sást Bobby Fischer brosa. Stuttu seinna sátu þeir Fisch- er og Lombardi afslappaðir og kátir og neyttu veizlumatar í veitingahúsinu Óðal i boði þess. Fischer drakk að sjálfsögðu að- eins appelsínusafa með. „YNDISLEG SKÁK“ „Þetta var alveg dásamleg skák og í bezta Fischer-stil,“ sagði Collins góðvinur Fischers sem ekur um í hjólastól, en hann hefur verið kallaður „læri- faðir“ áskorandans. Þessi litli, samanfallni maður ljómaði og kvað þetta stóran dag í lífi Fisch ers. „Spassky var þolandi í skák- inni allan tímann." Blaðamaður Mbl. spurði Collins hvort þetta myndi ekki veita Fischer meiri öryggiskennd. „Bobby hefur að vísu aldrei skort sjálfsálitið, en þetta ætti vissulega að veita hon um meira jafnvægi," svaraði hann. „SPASSKY TEFLDI HERFILEGA" „Spassky tefldi svo illa i þess- ari skák að mér virtist sem hann vissi varla hvað var að gerast sagði bandariski skákmeistarinn og blaðamaðurinn Horowitz i stuttu spjalli við blaðið. „Ef ein- vígið verður teflt til enda, tel ég engan vafa á að Fischer sigri með yfirburðum." Ingi R. Jóhannsson sagði lit- ið vera um skákina að segja: „Þetta var svo greið vinnings- leið.“ SPASSKY HEFUR EKKI SÝNT SITT BEZTA“ Júgóslavneski stórmeistarinn Gligoric kvað þetta hafa verið „algert tap“ fyrir hvítan. „Fisch er var svo fljótur að velja bið- leikinn að menn veltu því mjög fyrir sér hvort hann hefði valið rétt. En hann valdi rétt. Gligor- ic sagði Spassky ekki hafa náð „réttri línu í skákinni strax í upphafi. Heimsmeistarinn hefur ekki sýnt sitt bezta." — Kýs heldur Framhald af bls. 32 fossvirkjun og Skagfirðing- um hagkvæmara. Tóku fundarmenn, sem voru 60—70 talsins, mjög undir þetta. Og forsætisráð- herrann, Ólafur Jóhannesson, sagði m.a., að hann hefði held ur viljað að sú leið, sem Sverr ir ræddi um, hefði verið val- in heldur en að lína yrði lögð milli Sauðárkróks og Akur- eyrar, m.a. vegna óvissunnar um framhaldið á virkjun Laxár. Ráðstefnan var haldin sl. sunnudag. Þar fluttu framsögu- erindi Valgarð Thoroddsen, sem talaði um virkjunarmál á Norð- urlandi, Sveinn Björnsson, sem talaði um iðnþróun á Norður- landi, og Steingrimur Hermanns- son, sem kynnti Framkvæmda- stofnun ríkisins og starfsemi hennar. Að framsöguerindum loknum fékk Sverrir Sveinsson, rafveitustjóri, orðið og flutti er- indi um orkuöflun á Norður- landi, sem hann hafði áður flutt á vegum Sambands íslenzkra raf- veitna á Akureyri 29. júní sl. og bætti við þeim niðurstöðum, sem hann hafði dregið saman um málið síðar. Deildi hann á að ráð- izt væri i þá framkvæmd að flytja orku frá Akureyri til Sauð- árkróks, án nokkurs samráðs við raforkumálanefnd Norðurlands vestra eða Rafveitu Siglufjarðar um lausn á raforkumálum á svæðinu. Hefði verið bent á þá lausn að tengja rafveitukerfið í Skagafirði við Skeiðsfossvirkjun í stað þess að leggja linu frá Akureyri til Sauðárkróks. Og hægt hefði verið að benda á virkjunarmöguleika við Skeiðs- fossvirkjun, som ekki yllu neinni óánægju eða árekstrum við heimamenn. Kæmi þar að notum hin mikla miðlun, sem gerð var í Fljótunum árið 1945 og væri hún þung á metunum, þegar til hagkvæmnissjónarmiða kemur. Sagði Sverrir að með linu frá Skeiðsfossvirkjun mundi nýtast ónotuð orka þaðan. Sú orka, sem þyrfti að koma í notkun, væri orkan, sem áður fór í síldariðn aðinn á Sigiufirði. Þar sem undirbúningi eru hitaveiturann sóknir á Siglufirði, hefði ekki verið hvatt til að fara yfir húsahitun með rafmagni þar. En ef Skagfirðingar fengju þessa orku, þá gætu þeir nýtt hana og sparað notkun dieselvéla strax. Gætu hagsmunir þannig legið saman. Hvað Laxárvirkjun snert ir, þá yrði þar ekki afgangs- rafmagn fyrr en fyrsti hluti - Synti Framhald af bls. 32 að eins konar akbrautir mynd- ast fyrir hjól bifreiða, sem yfir brúna fara, en á milli hjól faranna og til hliðar við þau hafa myndazt eins konar renn ur. 1 hálkunni runnu hjól jepp ans til að aftan og lentu ofan í þessum rennum, með þeim afleiðingum að bíllinn snar- beygði út af brúnni og kast- aðist í ána. Sigurði tókst að brjótast út úr bilnum og bjarga öðrum Pólverjanum upp á þakið með sér, en hinn Pólverjinn fannst ekki. Náði Sigurður í oliu- brúsa úr bílnum og tæmdi og batt síðan á bak sér. Varpaði hann sér síðan til sunds I straumharða jökul- ána og synti til lands, um 80 metra vegalengd. Er það mik ið afrek, sem hann vann þarna, þvi að Sigurður er 55 ára að aldri. „Ég gerði mér það fullljóst, að þetta var vogun," sagði Sigurður í viðtali við Mbl. í gær, „og alls ekki vist að mér tækiist að ná landi. Ef ég hefði ekki verið í ullarnærfötum, er ég ekki viss um að ég hefði lagt i þetta, en hitt var mér ljóst, að með öðru móti kæm- umst við vart lífs af. Svo vissi ég, að þótt þetta heppn- aðist, þá myndi samt líða lang ur tími, þangað til að hjálp gæti borizt Pólverjanum, og þar sem bíllinn var farinn að síga dýpra í ána, mátti eng- an tíma missa. Ennfremur var mikið ísrek í ánni og ef einhver jakinn hefði rekizt á bílinn, hefði hann farið strax i kaf og þá ekki þurft að spyrja að lokunuim.“ Synti Sigurður til lands, undan straumnum, og náði landi á öðrum þeim tveggja staða, sem uppganga var fær á. Ef hann hefði komið að landi nokkrum metrum neð- ar, hefði hann ekki náð að komast upp. Síðan gekk Sig- urður heim að Kviskerjum, sem eru í 6—7 km fjarlægð, og kom þangað um kl. 18:15, eftir rúmlega klukkustundar göngu. Svo vildi til, að i þann mund var vörubill að koma heim að Kvískerjum, og var báti i skyndi snarað upp á bíl- pallinn og bróðir Sigurðar, Hálfdán Björnsson, hélt með tveimur mönnum öðrum að Fjallsá. Var Pólverjanum þá bjargað, er hann hafði verið í um hálfa aðra klukkustund á þaki jeppans. Hafði jeppinn sigið neðar og var farið að fljóta- talsvert mikið yfir þak hans, þegar manninum var bjargað. „Það var alveg elnskær til viljun, hvað menn gátu brugð ið skjótt við manninum til bjárgar,“ sagði Sigurður, ,,bæði kom vörubíllinn að Kví skerjum á þessum tíma fyrir tilviljun, og eins var bátur- inn, sem lengi var notaður sem ferjubátur á Fjallsá, úti við, reiðubúinn til notkunar í stað þess, að venjulega er hann geymdur inni i geymslu á þessum árstima og tekur sinn tíma að ná honum út og búa til notkunar. Það var hreinasta guðsmildi að við tveir skyldum bjargast úr þossu slysi, bæði hvað snertir tilviljanirnar, sem ég áðan nefndi, og eins hitt, að ef jeppinn hefði lent aðeins utar í ána, lengra frá brúarstólp- anum, þá hefði enginn okkar verið til frásagnar um þetta slys. ísrekið var það mikið á ánni, að ef bíllinn hefði lent utar í ána, þar sem dýpra er og meiri straumur, hefði án efa lent á honum isjaki undir eins og velt honum á bólakaf." Pólverjinn, sem drukknaði, var háskólakennari í jarð- fræði. Hann var leiðangurs- stjóri pólsks vísindaleiðang- urs frá Lodz, sem kom til landsins fyrir um 1% mánuði á skútunni „Joseph Conrad“ til rannsókna á Kvíárjökli. Þorri leiðangursmanna hélt aftur utan með skútunni fyr- ir um % mánuði, en þessir tveir urðu eftir til að Ijúka starfinu. Lík Pólverjans fannst rekið seint á laugar- dagskvöldið við ósa Fjallsár. Verður það sent til Reykjavík ur i dag. Pólverjinn lætur eftir sig konu og tvö börn. Sigurður og Pólverjinn, sem komst lifs af, voru báðir illa haldnir eftir vosið, báðir risp- aðir og skomif, og Pólverjinn auk þess mjög kaldur og dof- inn eftir vistina á bílþakinu í hálfan annan tíma í rigningu og vatnselg. Vatn árinnar var nálægt frostmarki, enda er brúin yfir hana skammt frá útfalli jökullónsins. — Var Pólverjinn fluttur heim að Kvískerjum og dvald- ist þar yfir nóttina, en síðdegis á sunnudag var hann fluttur til Hornafjarðar. í dag verður hann fluttur til Reykjavikur og látinn gang- ast undir frekari læknisrann- sókn, en hann hefur kvartað undan eymslum í brjósti og baki og hefur enn ekki fengið tilfinningu i fingur. Þá er hann með áverka á höfði og viðar á líkamanum. Hann er einnig jarðfræðingur frá Lodz og er 43 ára að aldri. Bíllinn er ennþá í ánni og nú sokkinn svo djúpt, að að- eins grillir í loftnetsstöngina. Hefur ekki verið reynt að ná honum upp ennþá, enda að- stæður allar mjög erfiðar og mikið i ánni. Þess má geta, að í nóvem- ber 1936, er Sigurður Björns- son var 19 ára gamall, lenti hann í snjóflóði á Breiðamerk urfjalli í Breiðamerkurjökli. Barst hann með flóðinu um 212 metra leið og lenti niður í 28 metra djúpa gjótu, sem orðið hafði til við það, að jök ullinn bráðnaði niður með f jall inu. Þar lá hann í fönn i 25 klukkustundir, þar til hann fannst og var bjargað. Þótti ganga kraftaverki næst, að hann skyldi komast lífs af. þriðja áfanga yrði tekinn í notk- un, en ósamið er um hann. Svæði Skeiðsfossvirkjunar væri nú meira en sjálfu sér nægjanleg og þyrfti að selja orku. En verði línan frá Akureyri i Skagafjörð ofan á, yrði erfitt að sjá hvenær það gæti orðið. Tóku heimamenn mjög í sama streng. Ólafur Jóhannesson, forsætis- I framtíðinni milli Akureyrar og ráðherra, var á fundinum. Sagði Sauðárkróks og eins væri hann hann, að hann hefði kosið að linan frá Skeiðsfossvirkjun hefði verið valin heldur en sú frá Akureyri, m.a. vegna óviss- unnar um áframhaldandi virkj- un Laxár. Hann sagði jafnframt, að þessi lína myndi þó koma í fylgjandi þvi, að koma raflínu á milli Norður- og Suðurlands. Sömuleiðis að valdar yrðu frekar stórar virkjanir en litlar til að samtengjast. Kvaðst hann vona, að hægt yrði að ná samkomu- lagi við heimaaðila um lausn á Laxárdeilunni. Góðfiski getum við kallað allan ís- lenzkan fisk, sé hann veiddur á réttum tíma, vel verkaður og fersk- ur, eða rétt geymdur. Vissar fisktegundir þykja þó flest- um öðrum betri. Með þeim viljum við smjör, því þegar reynir á bragð- gæðin, er það smjörið sem gildir. Draumurinn um soðinn lax með bræddu smjöri ögrar pyngju okkar á hverju sumri, því hvað er annað eins lostæti og nýr Iax með íslenzku smjöri? Matgleðin nýtur sín einnig þegar soðinn eða steiktur silungur er á borðum. Og enn er það smjörið sem gildir. Til að steikja silung dugar heldur ekkert nema íslenzkt smjör og séu silungur eða rauð- spretta grilluð, er fiskurinn fyrst smurður vel með íslenzku smjöri og síðan grillaður heill í örfáar mínútur á hvora hlið. Soðin lúða er herramannsmatur. Sjálfsagt er að sjóða fiskinn í eins litlu vatni og hægt er, ef ekki er löguð súpa. Svolítið hvítvín útí vatnið, eða í stað vatns, spillir ekki. Sumir örlátir matmenn segja að fiskar hafi synt nógu lengi í vatni og séu þeir settir í pott, eigi að vera vín í honum, en ekki vatn. En ís- lenzkt smjör má ekki gleyma að bera með, það væri synd. Gott er líka að steikja þykkan lúðubita í ofni. Við smyrjum bitann vel með smjöri og pökkum inn í álpappír, en setjum ekkert vatn við. fyrsta flokh islenTfct smjör jo» grÓmm Nú er lúðu-, Iax- og silungstíminn og srnjörið er á góðu verði. Notfærum okkur gæði lands og sjávar. Annar eins herramannsmat- ur og þessi býðst ekki víða annars staðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.