Morgunblaðið - 18.07.1972, Side 16
• 16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLl 1972
Otgefandí fvf Árvakw, R«y*kijavfk
Frairíkvaamdastjóri Hataídur Sve'msson.
Rrtstjórar Mattlhías Johanrtesssn,
Eyjólifur KonráO Jónsson.
AOstoOarritstjóri Styrmir Gurtrtarsson.
Rftstjórrrarfiull'trúi Þiorbljöm Guðrmndsson
Fróttastjóri Bjöm Jófianneson
Auglýsingastjöri Árrti Garðar Kristirtsson.
Ritstjórn og afgraiðsla ASafstrseti 6, sími 1Ö-100.
Augiiysingaf Aðatetraeti 6, sfmi 22-4-80
Áskriftargjafd 226,00 fcr á mánuði innanlands
T íaiusaaöfu 15,00 Ikr eintakið
veitertdur hefðu heldur kosið
að fara hægar í sakirnar í
þessum efnum, en freista þess
í staðinn að tryggja meiri
kauphækkanir.
Samhliða þessu hélt ríkis-
stjórnin áfram verðbólgu-
stefnu sinni með því m.a. að
veita miklu fjármagni úr
varasjóðum og hækka fjár-
lög fyrir árið 1972 um 50 af
hundraði frá fyrra ári. Þann-
ig var stefnt að því að taka
undir ríkisvaldið mun stærri
hluta þjóðartekna en nokkru
STEFNA STJÓRNARINNAR
HEFUR BEÐIÐ SKIPBROT
egar núverandi ríkisstjórn
tók við völdum gaf hún
út langan loforðalista full-
an af fögrum fyrirheit-
um. Stjórnarandstöðuflokk-
-arnir bentu þegar á, að ógæti-
lega væri af stað farið. Þó
að staða þjóðarbúsins hafi
verið með eindæmum góð
fyrir ári, var engu að síður
lióst, að stjórnin spennti bog-
ann um of, sem hlaut að leiða
til nýrrar verðbólguskriðu.
Ólafur Jóhannesson, for-
sætisráðherra, mat efnahags-
ástandið svo, að unnt væri
að stytta vinnutíma verulega,
lengja orlof og auk þess að
tryggj3 20% kjarabætur á
tveimur árum. Þó að í þessu
fælist viðurkenning á góðu
efnahagsástandi, voru þessar
yfirlýsingar að ýmsu leyti
varhugaverðar.
Ríkisstjórnin hóf afskipti
af gerð kjarasamninga laun-
þega og vinnuveitenda. Rík-
isstjórnin ákvað í málefna-
samningi sínum að stytta
vinnutíma og lengja orlof.
Eðlilegra hefði þó verið, að
aðilar vinnumarkaðarins
semdu sjálfir um atriði af
þessu tagi.
Launþegar og vinnuveit-
endur áttu ekki annarra kosta
völ en ganga út frá vinnu-
tímastyttingunni í síðustu
kjarasamningum. Afleiðingin
varð sú, að möguleikar at-
vinnuveganna til kauphækk-
ana voru skertir, eftir að
þessi útgjöld höfðu lagzt á.
En ástæða er til þess að ætla,
að bæði launþegar og vinnu-
sinni fyrr. Krónan var látin
falla með dollaranum og þar
með var framkvæmd sjálf-
virk gengisfelling á meiri-
hluta gjaldeyrisútgjalda þjóð-
arinnar.
Öll þessi atriði, ásamt öðru,
leiddu til stöðugra verðhækk-
ana, sem á endanum komu
verðbólguhjólinu á fullt
skrið. Nú hefur verið gripið
til bráðabirgðaráðstafana til
þess að skjóta vandanum á
frest. Á meðan ætlar ríkis-
stjórnin að gefa sér tóm til
þess að finna varanlega lausn
á verðlagsmálunum. Sama
loforð gaf hún í júlímánuði í
fyrra; þá átti einnig að finna
varanlega lausn fyrir næstu
áramót. Þannig hefur stjórn-
in sjálf viðurkennt skipbrot
efnahagsstefnu sinnar.
KJARASAMNINGUM
Á EKKI AÐ BREYTA
MEÐ LÖGUM
Á ður en ríkisstjórnin gaf út
^ bráðabirgðalögin um
skammtímaráðstafanir í efna-
hagsmálum, sendi hún flest-
um samtökum launþega og
vinnuveitenda erindi, þar
sem greint var frá fyrirhug-
uðum aðgerðum. Hér var um
að ræða Alþýðusamband Is-
band íslands, Vinnumálasam-
lands, Vinnuveitendasam-
band samvinnufélaganna og
Stéttarsamband bænda. Þann
ig var öllum þessum samtök-
um gefinn kostur á að segja
álit sitt á aðgerðunum, áður
en þær voru endanlega
ákveðnar með bráðabirgða-
lögum.
Athygli hefur hins vegar
vakið, að Bandalagi starfs-
manna ríkis og bæja var ekki
gefinn kostur á að fjalla um
þessar aðgerðir fyrirfram. í
ályktun stjórnar B.S.R.B.,
sem birt var fyrir síðustu
helgi, er enn vakin athygli
á nauðsyn þess, að stjórnvöld
hafi samráð og samvinnu við
heildarsamtök launþega, þeg-
ar leitað er úrlausnar á
vandamálum á sviði efna-
hagslífsins. Þetta er ekki í
fvrsta skipti sem núver-
andi ríkisstjórn sniðgengur
B.S.R.B. Þess er skemmst að
minnast, er ríkisstjórnin
þverskallaðist við að ræða
launakröfur bandalagsins um
sl. áramót.
í ályktun sinni ítrekar
stjórn B.S.R.B. margendur-
tekin mótmæli við því, að
kaupgjaldssamningum aðila á
vinnumarkaðinum sé breytt
með lögum í stað samninga.
í ályktuninni segir ennfrem-
ur, að ráðstafanir ríkisstjórn-
arinnar séu aðeins til bráða-
birgða og séu því ekki lausn
á þeim efnahagsvanda, sem
að steðjar, og lögð er eins og
áður áherzla á, að nýjar leiðir
verði reyndar í efnahagsmál-
um.
Fyrst ríkisstjórnin leitaði
á annað borð til aðila vinnu-
markaðarins vegna þessara
aðgerða, eru það mjög ámæl-
isverð vinnubrögð að snið-
ganga svo fjölmenn laun-
þegasamtök.
Sérstök ástæða er til þess
að vekja athygli á andmæl-
um stjórnar Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja við því,
að kaupgjaldssamningum
launþega og vinnuveitenda
sé breytt með lögum. Það er
mikils um vert, að frjáls
samningsréttur aðila vinnu-
markaðarins sé virtur og það
er varhugavert að raska hon-
um með löggjöf. Enda eru
flestir á einu máli um, að
mestur árangur náist, ef þess-
ir aðilar standi að samning-
unum án íhlutunar.
Klípa Bandaríkjanna
Viðtal við Gunnar Myrdal
Eftir Anthony Lewis
« :
Jíeitr|íorkSimes(
v sf s%
Stokkhólmi. Gunnar Myrdal, 73,ja
ára að aldri, iitur út eins ogr dæmi-
gjerður ótúttlegur og iitangátta próf-
essor úr kvikmyndum, með þann vis
dóm í yfirbragrðinu sem löngf ævi
veitir. Enn eru hugrðarefni hans þau
hin sömu sem gjerðu hann að fræði-
manni á heimsmælikvarða: Efnahag-s
þróunin í fátækum löndum til dæm-
is, ogr kynþáttavandamálin sem hann
tók til meðferðar í hinu síífilda riti
sínu: „An Ameriean Dilemma" sem
út kom 1944.
Á Stokkhólmsráðstefnun,ni sem
nú er nýlokið flutti hann fyrirlestra
um efnahagsmál og umhverfisvernd,
þar sem hann óf inn mál eins og
takmarkanir hagvaxtar, sálræn
vandamál í kjölfari allsnægta, lofts-
lag og framleiðni, mannfjölda. Hann
ræddi af sínu alkunna skynsamlega
viti um verðbólgu, og gaf í skyn að
ein höfuðorsökin væri þrákelknisleg
tregða manna við að „fórna nógsam-
lega í einkaneyzlu sinni til að unnt
sé að fullnægja sameiginlegum þörf-
um þeirra."
En það er greinilega eitt málefni
sem er honum kærara en öli önnur:
Bandaríkin. Hann hefur dvíilið þar
svo lengi að margir Svíar líta
á hann sem Bandaríkjamann. Hann
segir að flestir vina hans séu Banda-
ríkjamenn, jg að hann líti varla á
sjálfan sig sem útlending á meðal
þeirra. Yfir skrifborði hans hangir
sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna
innrömmuð.
„Ég hef alltaf verið bjartsýnn
varðandi Bandaríkin," sagði hann í
viðtali nýlega.
„Hvers vegna? Hvers vegna sit ég
og vinn þegar ég gæti verið að
gamna mér við vín og stelpur?
Vegna þess að hugsjónir skipta máli.
Þær skipta sérstaklega miklu máli i
Bandaríkjunum."
BANDARlKIN OG
HUGS.TÓNIRNAR
„Bandaríkin eru eina landið sem
getur gert róttækar breytingar. Ég
held það sé arfur frá stran-gtrúnni.
Sá arfur er ekki eingöngu jákvæð-
ur, t.d. sjálfbyrgingsskap og kyn-
ferðiskomplexum, — ég hef
sennilega dvalið á fleiri hótelum en
flestir aðrir, og ég hef séð hvernig
menn haga sér á ráðstefnum. Það er
einn hlutinn af strangtrúararfinum.
En svo kemur möguleikinn á að taka
hlutina til endurskoðunar; að sjá að
menn höfðu á röngu að standa og
geta breytzt.
„Hve fljótt Bandaríkin geta
breytzt? Þið fóruð út í stríðið sem
einangrunarsinnar og enduðuð það
sem jafnöfgafullir málamiðiarar. Eða
þá bannárin. 1 sögu Bandaríkjanna
eru mörg dæmi um mikiar og snögg-
ar breytingar sem gera það þess virði
að vona, að standa við hugsjónir sin
ar.“
„Jafnvel á McCarthytímabilinu
missti ég aldrei trúna á Bandarík-
in. Ég vissi að kosningarétturinn og
dómstólamir myndu skera úr á end-
anum.“
Þá ræddi prófessor Myrdal um
það mál sem upp á síðkastið hefur
gert suma Bandaríkjamenn nokkuð
önuga í hans garð. Það er Víetnam.
„Ég er forseti alþjóðlegu rann-
sóknarnefndarinnar um stríðsglæpi
Bandaríkjamanna í Indókína," sagði
hann. „Mér er það engin án-ægja. En
ég gat ekki sagt nei samvizku minn-
ar vegna.
Við höfum staðið fyrir fimm al-
þjóðlegum ráðstefnum, og fengum
mikið af sönnunum. Þetta vakti
mikla athygli hér í Evrópu, en í
Bandaríkjunum var varla minnzt á
þetta einu orði nema í neðanjarðar
eða kommúnistablöðum.
Slíkt er ein,s konar sjálfs-ritskoð-
un. Þið eruð orðnir hundleiðir á
þessu og viljið ekki heyra neitt um
þetta talað. Þið eruð að verja sjálfa
Gnnnar Myrdal
(Myndin tekin 1957).
ykkur gegn því að vita of mikið um
það sem umheiminum finnst um ykk-
ur.“
BANDARÍKIN OG
GAGNRÝNENDUR ÞEIRRA
Sumir bandarískir diplomatar og
embættismenn hafa ýtt skoðun-
um Myrdals til hliðar sem hluta af
hugmyndafræði vinstri manna. Hið
sama gerðu þeir þegar forsætisráð-
herra Svíþjóðar, Olof Palme, gagn-
rýndi stríðsrekstur Bandaríkja-
manna í setningarávarpi sínu á um-
hverfisráðstefnunn'i. En þeir sjá
ekki kjarna málsins varðandi al-
menningsálitið í Svíþjóð. Það er al-
mennt mjög fjandsamlegt stefnu
Bandaríkjanna í Vietnam. Til dæm-
is hafa leiðtogar tveggja íhaldssamra
stjómarandstöðufiokika hælt ummæl
um Palmes.
„Eins og alls staðar höfum við hér
ólma krakka sem bremna fána og svo
framvegis," sagði prófessor Myrdal.
„Slíku er sagt frá í Bandaríkjunum,
en ekki skoðunum meirihlutans sern
Palme er fullltrúi fyrir.
Mér þykir mjög leitt að sjá hve
hatursherferðum gegn Bandaríkjun
um fer fjölgandi. Ég ætla ekki að
hata Bandarikin. Fólk á mínum aldri
man eftir því að framlag Bandarikj-
anna gerði út um að stríðið vannst,
eða öriæti Marshalláætlunarinmar.
En unga fólkið lítur eingöngu á
Bandaríkin sem illt afl, — það veit
ekkert um fyrri tíð.
Það vald sem Bandarikin hafa
raunverulega misst og verða að ná
aftur er traust góðs fólks um heim
allan. Það er það sem skiptir máli,
— vald hugsjónanna yfir mönnun-
um.
Til þess að byrja á að uá þvi aft-
ur verða Bandaríkjamenn að skilja
hið sanna sjálfir. Auðvitað eru til
Bandarikjamenn sem gera það, —
gott fólk, en það er þreytt.
En trú ykkar hafið þið enn. Þetta
mun fara vel að lokurn."
Yfir skrifborði prófessors Myr-
dals hamgir annað innrammað skjal
við hliðina á sjálfstæðisyfirlýsing-
unni; það er tilvitnun í Lincoln: „Að
syndga með þögnimni þegar á að mót
mæla gerir menn að heiglum."