Morgunblaðið - 18.07.1972, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLl 1972
17
j\
/< v-»»
(í r* ■ /i
p^y-"' /
♦ .< 7 ^
forum
world features
Hver vill vera blaðamaður í Tékkóslóvakíu?:
Dansaðu á flokkslínunni, annars...!
Eftir Bedrich
Rohan
„Tékknesku blaðamannasamtökin
bera stóran hluta af ábyrgðinni
vegna hinnar hörmulegu þróunar i
þjóðfélaginu . . . árið 1968.“ Sá sem
þetta mælti var Josef Valenta, for-
seti tékknesku blaðamannasamtak-
anna, og tilefnið var opnunarávarp
hans á fundi samtakanna 24. apríl.
Hann sagði ennfremur að „öll hin
röngu, stéttlausu og einangrunar-
sinnuðu sjónarmið hægriforustunnar
væru úr gildi numin.“
Þar með var Valenta að reyna að
réttlæta handtökur þær á miklum en
óákveðnum fjölda manna sem tengd-
ir voru við atburðina í Prag vorið
1968, en þær fóru fram í nóvember,
janúar og febrúar. Meðal þeirra sem
ýtt hefur verið þannig til hliðar eru
1300 blaðamenn; nokkrir þeirra eru
nú í haldi, aðrir eru i
óbreyttri verkamannavinnu, en
nokkrir voru svo heppnir að komast
til Vesturlanda. Blaðamennska i
Tékkóslóvakíu sem hefur verið si-
gilt deiluefni, er nú meir en nokkru
sinni afsprengi stjórnunarráðsins
(Politburo) sem nú gengur aukinn
hugmyndafræðilegan berserksgang.
Það að Valenta flutti ræðu sína
á þessum tíma bendir til að stjórnin
sé örugg um að dagblöðin muni sam-
vizkusamlega dansa á flokkslínunni
og að „hausaveiðunum" á meðal
þeirra blaðamanna sem tengdir voru
frjálslyndistímanum 1968 sé nú lok-
ið og hafi náð tilgangi sínum. En
leynileg dreifibréf sem nú eru á
sveimi í Prag segja: „. . . refsiað-
gerðir lögreglunnar hafa enn ekki
borið árangur því að þær hafa ekki
bælt andstöðuna niður,“ Búizt er við
að handtökur og hreinsanir muni
fylgja bráðlega í kjölfarið á öðrum
sviðurh tékknesks þjóðfélags.
I.ÍTIÐ DÆMI?
Örlög blaðamannanna eru dæmi-
gerð i máli Jiri Hochmans, eins hæfi-
leikamesta blaðamanns Tékkósló-
vakíu eftir stríð. Hann- fæddist í
Prag 1926 verkamannaættar, og
gekk í flokkinn árið 1946. Hann var
snikkaralærlingur og nam við svo-
kallaða „viðskiptaakademiu". Árið
1956 var hann kallaður í herinn, var
þar áfram og vann sig smám saman
inn á málgögn hersins. Hann varð
hinn snjailasti fréttaskýrandi og
fréttaritari, og hækkaði í tign. Rit-
stjóri Rude Pravo, Vladimir Kouc-
ky (nú sendiherra í Brússel) réð
Hochman til starfa við erlendar
fréttir á þessu höfuðmálgagni flokks
ins. Hochman fór til Alsír á sínum
tíma, komst í náin kynni við helztu
menn þar, m.a. Boumedienne síð
ar forseta og skrifaði fjölda hlut-
lægra greina um Alsírmálið. Síðan
varð hann fréttaritari blaðs síns í
Washington, en ólíkt fyrirrenn-
ara sínum ferðaðist hann um landið,
kynntist fjölda fólks, reyndi
að skilja og skýra bandarískt þjóð-
félag fvrir tékkneskum lesendum á
óhlutdrægan hátt. Skrif harts voru
ekki, eins og þó var vaninn, fordóma
full, fyrirfram hugsuð og áróðurs-
kennd, því jafnframt því sem hann
hélt áfram að vera kommúnisti
tengdi hann þau þvl sem hann sá
og reyndi. Á þennan hátt átti hann
þátt í því að gefa Bandaríkjunum
„manneskjulegt yfirbragð" í komm-
únistablaði. I einu tilviki var Hoch-
man reiðubúinn til að semja upp á
eigin ábyrgð við Novotny forseta til
að hjálpa bandarískum þegn af tékk
nesku bergi sem hafði verið ólöglega
handtekinn I Tékkóslóvakíu á sjö-
unda áratugnum.
HUNDELTIIR
Þegar heim til Prag kom lenti
Hochman í ritdeilum við kenninga-
stífa kommúnista sem voru andvíg-
ir efnahagsumbótum og þróun í lýð-
ræðisátt. Höfuðandstæðingur hans
var Oldrich Svestka, sem þá var rit-
stjóri Rude Pravo og viðrið-
inn hreinsanirnar á árunum milli
1950 og 1960. Hochman flutti sig þá
til hins frjálslynda vikublaðs Re-
porter sem útgefið er af blaðamanna
samtökunum.
Síðan Dubcek fór frá völdum hef-
ur Jiri Hochman verið stöðugt hund
eltur af stjórn dr. Gustav Husaks.
Jafnvel venjuleg verkamannsstörf
hafa verið talin „of þýðingarmikil
frá pólitískum sjónarhóli" fyrir
þennan ágæta fréttamann. í hvert
skipti er honum hafði tekizt að fá
atvinnu neyddu armar flokksvélar-
innar vinnuveitendur hans til að
reka hann. Nú er Hochman sjúkur
og útilokaður frá vinnu, levnilög-
reglan hefur „umsjón" með öll-
um tengslum hans við umheiminn;
hann er maður sem stiórnin vonar
að taki mál sitt með sér í gröfina.
Örlög Jiri Hochmans spegla hlut-
skipti fjölmargra annarra; saga hans
endurtekur sig í mismunandi mæli.
Hæfileikamikil blaðakona hellir nú
upp á könnuna í verksmiðju einni,
en eiginmaður hennar sem einnig
var blaðamaður fékk slag af völd-
um hreinsananna 47 ára að aldri.
Laun hennar eru einu tekjur fjöl-
skyldunnar. Næstum allir fyrirlesar
ar og fréttaskýrendur við sjónvarp-
ið í Prag hafa horfið og eru hundelt
ir úr einni verkamannavinnunni í
aðra. Fyrrverandi fréttaritara Rude
Pravo í Róm hefur verið heimilað
fyrst. um sinn að starfa sem vörubíl-
stjóri.
Síðan 1948 hefur rikisstjórnin ver-
ið að reyna að breyta blaðamönn-
um í persónuleysingja. Blöðin í
Tékkóslóvakíu eru ógagnrýnin, mið-
stýrð af flokknum og drepleiðinleg.
Ástand dagblaðanna hefur valdið
því að upplag blaða og tímarita hef-
ur minnkað von úr viti; tölur frá
Prag gefa til kynna að útbreiðsla
Rude Pravo er nú tveimur þriðju
hlutum minni en á dögum Dubceks.
Ferðamaður nýkominn frá Prag sagði
fyrir skömmu: „Vandamálið er
að það eru blaðamannsleysurnar sem
skrifa blöðin núna.“
(Forum World Features — öli
réttindi áskiiin).
27 verðbólguár í Bretlandi
Eftir Ivan Yates
íhaldsstjórn Edwards Heatli hef-
ur óþyrmilega fundið fyrir tveiin
vandamálum, sem reyndar hafa elt
flestar stjórnir eftir stríð: verðbólgu
osr ósamkomulagi á vinnumarkaðn-
um.
Meginorsök þessara tveggja
vandamála felst í vanmætti iðnaðar-
ins til að auka fjárfestingu og fram-
leiðni og að liindra verðhækkanir,
sem ríkan þátt hafa átt í að minnka
samkeppnishæfni Breta gagnvart
öðrum iðnaðarþjóðum. En verðhækk
anir eiga að mestu rætur að rekja
til stöðugra krafna launþegasamtaka
um Iaunahækkanir fram yfir fram
leiðsluaulcningu.
Ákvörðun stjórnarinnar að gera
gengi sterlingspundsins fljótandi,
sem afleiðing af ráðleysi hennar
gagnvart verðbólgu, og sem síðar
leiddi til lítillar gengisfelling-
ar, ómerkir fyrri fullyrðingar
íhaldsmanna að Verkamamnaflokkur
inn, en ekki íhaldsflokkurinn, sé
flokkur gengisfellinga.
Að því leyti eru þeir með sama
marki brenndir. Það er því vart að
undra þótt talað sé um að snúið
verði aftur að einhvers konar launa
stefnu, sjálfviljugri eða uppáþving-
aðri, með frystingum og tilfærslum.
Ríkisstjórnin hefur sem minnst slíkt
viljað heyra, af praktískum og kenn
ingarlogum ástæðum, en reynt að
komast framhjá vandamáilinu með
því aðeins að hvetja þjóðnýtt fyrir-
tæki til að standa gegn verðbólgu-
aukandi launahækkunum. Það hef-
ur þeim þó ekki tekizt, samanber ný
gerða samninga við járnbrautastarfs
menn og kolanámumenn fyrr í vet-
ur. íhaldsstjómin hefur því mætt
sömu erfiðleikum og fyrirren nari
hennar.
Hin umdeilda vinnulöggjöf, sem
gjörbreyta og bæta á sambúðina á
vinnumarkaðnum, hefur enn ekki
sannað ágæti sitt en óhugsandi er
að hún geti komið í stað launastefnu.
Frystingu launa var fyrst beitt ár-
ið 1948, þegar Sir Stafford Cripps
var fjármálaráðherra í stjórn Verka
mannaflokksins. Slík voru áhrif
hans innan verkalýðshreyfingarinn
ar að frystingin stóð í 18 mánuði og
hefði getað staðið lengur, ef ekki
hefði komið til gengisfelling og víg-
búnaður vegna Kóreustríðsins.
Ihaldsmenn endurheimtu völdin ár-
ið 1951 og í heilan áratug treystu
þeir á sambland af peningapólitík
og uppörvun atvinnuveganna, og
nutu aðstoðar áhrifamikilla verka
lýðsleiðtoga sem beittu sér fyrir hóg
værari launakröfum.
En árið 1961 neyddist Selwyn
Lloyd, sem þá var f jármálaráðherra,
til að koma á eigin gerð af tilfærsl-
um, eða „launastöðvun". Henni var
beitt af atvinnurekendum að beiðni
stjórnarinnar og þó að hún næði
ekki til verðlags hafði hún hemil á
dreifingu ágóða. En „launastöðvun-
in“ stóð aðeins í fjóra mánuði, eða
þar til hinn þjóðnýtti rafmagnsiðn-
aður gerði samninga við starfsmenn
sína, sem fólu í sér heldur mikið ör-
læti, að Lloyd óaðvitandi. Síðar
reyndi Reginald Maudling að leika
„leiðandi ljós“, en um það leyti, eða
1964, voru kosningar og valdamissir
íhaldsmanna skammt undan, og verð
bólguskrúfan tók að snúast á ný.
Með Verkamannaflokkinn aftur
við völd, tókst George Brown, fjár-
málaráðherra, í krafti persónuleika
síns, að fá bæði atvinnurekendur og
launþegasamtök til að undirrita
„ásetningsyfirlýsingu. En það fræga
plagg varð aðeins til að leggja leið-
ina að hinni lögskipuðu frystingu
launa og verðlags eftir kosningarn-
ar 1966. Hér var um sex mánaða
stö’ðvun hækkana á launum og svo
til öllu vöruverði að ræða og í kjöl-
farið fylgdi sex mánaða „strangt að-
hald.“ Síðan var ríkisafskipt-
um sleppt og frjálsir samningar gerð
ir árið 1968. Innan tveggja ára var
verðbólgan svo komin af stað á ný.
Hagfræðingar deila enn um það,
hvort frystingar þessar hafi ekki
óhjákvæmilega byggt upp stiflu,
sem síðan brast undan kröfum laun-
þega eða hvort það hafi orðið fyrir
áhrif hliðarráðstafana, sérstaklega
um og eftir 1966, þegar gengið var
fellt og gripið var til ráðstafana til
að draga úr neyzlu í því skyni að
auka útflutning. Hvað sem rétt
kann að vera, þá virðist vera full
ástæða fyrir ríkisstjórnina að taka
upp launastefnu í einni eða annarri
mynd, þar sem aðrar aðferðir henn-
ar til að hefta verðbólgu hafa að
mestu farið út um þúfur.
En tregða stjórnarinnar til
að taka ákveðna stefnu í launamál-
um stafar að miklu leyti af því að
slikt myndi reyna á samvinnuvilja
verkalýðssamtaka. En nýlegir
árekstrar við róttæka verkalýðsleið
toga, vegna vinnulöggjafarinnar
nýju, gefa ekki góðar vonir um ár-
angur.