Morgunblaðið - 25.07.1972, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 25.07.1972, Qupperneq 22
22 MORGUNBLÁÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLl 1972 Minning: Unnur Kjartansdóttir kennari, frá Hruna 1 dag verður jarðsett frá Fossvogskapellu Unnur Kjartansdóttir, kennari, frá Hruna. Hún var ein minna elztu og beztu starfsfélaga og í hópi þeirra, sem ég tel mig eiga þakkarskuld að gjalda, er ég greini frá síðar. Mér er þvi bæði ljúft og skylt að minnast hennar nú að leiðarlokum, þótt fátt verði sagt í stuttri blaða- grein. Unnur var fædd að Hvammi í Dölum 26. okt. 1892. Foreldrar hennar voru hin þjóðkunnu hjón, séra Kjartan Helgason, Magnússonar bónda í Birtinga- holti og Sigríður Jóhannesdóttir, Guðmundssonar, sýslumanns síð ast i Borgarfjarðarsýslu. Eru ættir þessar svo kunnar, að þær verða ekki raktar hér. Unnur ólst upp í stórum systkinahópi, fyrst í Hvammi og síðan að Hruna, frá 1905, er faðir henn- ar varð prestur þar. 10 voru börn þeirra Hrunahjóna, en 7 komust til fullorðinsára Unnur var elzt þeirra. Tvö fósturbörn t Eiginmaður minn ÞÓRÐUR GUÐMUNDSSON, húsasmíðameistari frá isafirði, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 26. júlí kl. 3 e.h. Fyrir hönd barna, fósturbarna, tengdabarna og barnabarna. Magnea Þorláksdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir og afi, Bjarni Bjarnason, Laugavegi 11, lézt í Landspítalanum sunnu- daginn 23. júli. Jarðarförin auglýst síðar. Magna Ólafsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Faðir okkar KRISTJÁN EBENEZERSSON, beykir. andaðist að Hrafnistu sunnudaginn 23. þ.m. Bömin. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR frá Gerðum. andaðist á Keflavíkurspítala 22. þ.m. Björg Ámadóttir, Jónas Guðmundsso.n Ami Ámason, Kristín Jónsdóttir, Friðrik Árnason, og barnabörn. t Eiginmaður minn og faðir okkar GUÐMUNDUR EINARSSON, frá Sjávargötu Garði, verður jarðsunginn frá Útskálakirkju miðvikudaginn 26. júlí kl. 2 e.h. Sesselja Jónsdóttir, Vilborg Guðmundsdóttir, Þórunn S. Guðmundsdóttir. t Jarðarför móður okkac, PETRlNU K. KRISTJÁNSDÓTTUR, sem andaðist 19. júli í Borgarspítalanum, til heimilis að Lindargötu 32, hefst í Hallgrimskirkju miðvikudaginn 26. júlí klukkan 13.30. Blóm og kransar afbiðjast. Þeir, sem vilja minnast hinnar látnu, láti Hallgrímskirkju njóta. Ágúst Ingimundarson, Haraldur Egilsson. t Minningarathöfn um son okkar og unnusta minn AÐALSTEIN BJÖRN HANNESSON, GrænuhHð 5, Reykjavík, sem drukknaði á togaranum Þorkeli Mána 14. júlí s.l., fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 27. júli n.k. kl. 2 e.h. Fyrir hönd annarra vandamanna Þorsteina Guðjónsdóttir Hannes Guðjónsson, Asta Jósepsdóttir. ólust og upp í Hruna. Allur þessi fríði hópur er nú látinn, nema Helgi, bóndi í Hvammi í Hrunamannahreppi og annað fósturbarnið Emil Ásgeirsson bóndi í Gröf. Hin látnu systk- ini voru, talin í aldursröð: Elín, gift Skúla Ágústssyni frá Birtingaholti, dáin 1971, Jó- hannes, verkfraeðingur, d. 1928, Guðrún, gift Stefáni Guðmunds- syni, bónda í Skipholti, d. 1931, Ragnheiður, gift Guðmundi Guð- mundssyni, cand. act, d. 1949 og Guðmundur, jarðfræðingur, er andaðist sl. vetur, kvæntur Krist rúnu Steindórsdóttur. Látin er og fósturdóttirin, Maren Ellerts dóttir, bróðurdóttir frú Sigríð- ar. öll voru þéssi systkini hin gjörvulegustu, vel gefin og vin- sæl með afbrigðum. Var þeirra allra sárt saknað er þau létust, flest um aldur fram. Æskuheim- ili þeirra, bæði i Hvammi og Hruna, var fjölmennt menning- arheimili og í fremstu röð á landi hér um 40 ára skeið. Var þar jafnan mjög gestkvæmt, bæði af innlendum mönnum og erlendum. Þótti þar öllum gott að vera. Það hallaðist ekki á um hæfileika, manndóm og ljúf- mennsku húsbændanna. Sambúð þeirra hjóna var frábær, samtaka um uppeldi barnanna og allan hag heimilisfólksins. Hjálpsemi við alla var þeim í blóð borin. 1 þessu umhverfi ólst Unnur upp og hún bar foreldrum sínum fagurt vitni með fágaðri fram- komu, virðuleik og hjálpsemi í hvívetna, meðan líf entist. Sama mátti og segja um systkini hennar. Þetta mun þykja mikið sagt, en dómur almennings mun falla á þessa leið. Og ekki hefi ég kynnzt ástúðlegra sambandi milli skyldmenna, en Hrunasystk inanna. Unnur var gáfuð kona og gagnmenntuð. Ung fór hún í kennaraskólann til séra Magnúsar föðurbróður sins og tók kennarapróf vorið 1915, með ágætum vitnisburði. Svo stund- aði hún heimiliskennslu á vetr- um fyrst í stað, en árið 1923 var hún settur skólastjóri við ný- stofnaðan heimavistarbarna- skóla að Ásum í Gnúpverja- hreppi. Það var fyrsti heima- vistarbarnaskóli á landi hér og var Unnur því algjör brautryðj- andi I því merkilega skólastarfi, sem þá var hafið. Þess vegna sneri ég mér til hennar, þegar ég tók við stjórn hins nýja heimavistarbarnaskóla að Flúð- um haustið 1929. Þá hafði hún stjórnað sínum skóla i 6 ár við góðan orðstír. Hún tók mér ljúf mannlega og sagði mér frá dag- legri tilhögun skólastarfsins. Einnig talaði ég að sjálfsögðu við séra Kjartan, sem hafði leiðbeint Unni við skólastarfið og var auk þess formaður skóla nefndar Flúðaskóla. Bæði höfð- um við notið leiðbeiningar séra Magnúsar, kennaraskólastjóra. Þeir bræður voru, sem kunnugt er, miklir uppeldisfrömuðir og höfðu mikla trú á heimavistar- bamaskólum, sem beztu lausn skólamála í sveitum. Þeir hugs- uðu sér fyrirkomulag heimavist- arskólanna sem mest í anda góðs menningarheimilis í sveit, svo sem sjá má í ritum þeirra. I þeim anda starfaði Unnur í Ása- skóla og á svipaðan hátt reyndi ég að móta Flúðaskóla. Hvort tveggja tókst vel, svo sem nóg vitni eru til um. Þess vegna er ég Unni alltaf þakklátur fyrir sitt byrjunarstarf og þær góðu leiðbeiningar, sem hún lét mér fúslega í té. Flúðaskóli var þriðji heima- vistarbarnaskólinn, sem stofnað ur var hér á landi. Siðan f jölg- aði þeim skólum ört í nágranna- Sveitunum og svo fór að Árnes- sýsla varð fyrst allra sýslufé- laga á landi hér, til þess að út- rýma farskólunum. Síðan fer heimavistarskólum fjölgandi í öðrum landshlutum, enda löngu viðurkennt, að það er bezta skólafyrirkomulag í dreifbýli, þar sem heimanakstri verður ekki komið við. Ég læt þessa getið hér, vegna þess að hin látna merkiskona vann hér í kyrrþey merkilegt og ágætt brautryðjendastarf. Sjálf var hún svo hlédræg og yfirlætisiaus, að hún hélt því lítt á loft. Ég spurði nýlega þjóðkunnan mann, nemanda Unnar í Ásaskóla, hvernig honum hefði líkað skólavistin. Hann svaraði strax, að það hefði verið eintóm gleði, maður hefði alltaf hlakk- að til að fara I skólann. Með öðr um orðum: Hver skóladagur var gleðidagur. Mundi ekki viðhorf skólanemenda nútimans verða annað, ef slíkir listamenn, sem Unnur, sætu í öllum kennara- stólum? Nú veit ég að hin látna mundi andmæla mér og segja, að þetta hefði ekki allt verið sér að þakka. Börnin hefðu verið góð, fólkið í sveitinni gott og svo ráðskona skóians, Guðrún Haraldsdóttir, frá Hrafnkels- stöðum, frænka Unnar, sem Var henni svo samhent um stjórn heimilisins og kenndi börnunum bæði söng og leiki. Og þetta var satt. Guðrún var frábær kona og mikill barnavinur. 1 nær ald- arfjórðung unnu þær frænkur saman við heimavistarbama- skóla og unnu að allra dómi ágætt starf, sem nemendur þeirra munu aldrei gleyma. Þær frænkur giftust ekki og áttu ekki börn, en öll skólabörnin voru börnin þeirra og nutu ást- ar þeirra og umhyggju alla tíð. Og börnin sýndu þeim frænk- um líka margan sóma, með sam- sætum og gjöfum á merkisafmæl um, þó ekki verði það rakið hér nánar. Unnur var skólastjóri Ása- skóla til ársins 1937. Þá tók hún við Flúðaskóla og stjórnaði hon um þar til 1946. Þar var hún I næsta nábýli við móður sína aldraða og annað skyldfólk sitt. SKILTI A GRAFREITI OG KROSSA. Flosprent sf Nýlendugötu 14 simi 16480. S. Helgason hf. STEINIÐJA tlnholll 4 Slmar 26617 og 14254 t Af alúð þökkum við hlýju og vináttu okkur sýnda við lát og útför VILHJÁLMS ÞÓR Rannveig Þór, Borghildur Fenger, Hilmar Fenger, öm Þór, Hrund Þór, Hjördís Ólöf McGrary. Thomas McGrary. t Þökkum öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför KRISTINS ARNGRiMSSONAR frá Bakkagerði. Sérstakar þakkir sendum við Tómasi A. Jónassyni lækni fyrir frábæra umönnun við hinn látna. Jónína Gunnarsdóttir, Ragnheiður Kristinsdóttir, Anton Jónsson, Hreinn Kristinsson, Guðrún Helgadóttir, Anna Kristinsdóttir, Ingimar Einarsson, og bamaböm. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR ÁMUNDADÓTTUR, Geirlandi, Kópavogskaupstað. Anna Sigurjónsdóttir, Unnur Sigurjónsdóttir, Ólafur G. Siðurjónsson. Svava Sigurjónsdóttir, Sigrún Sigurjónsdóttir, Helga M. Sigurjónsdóttir, Bragi Sigurjónsson, Fanney Sigurjónsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnaböm. t Innilegar þakkir færum við öllum vinum og vandamönnum, fyrir samúð og vinarhug sýndan okkur við fráfall og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, KRISTINS GUÐMUNDSSONAR, kaupmanns, Laufásvegi 58. Unnur Kristjánsdóttir, Ingvar Kristinsson, Ása Þ. Asgeirsdóttir, Guðmundur S. Kristinsson, Kristín Kristinsdóttir, Heiðar Magnússon, Kristján Kristinsson, Nina Hafstein, og bamaböm.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.