Morgunblaðið - 25.07.1972, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. JIÍLl 1972
símim. Ég naut álits og öryggis,
vegna virðingarstöðu húsbónda
míns. En það var einmitt vegna
þessarar virðingarstöðu hans,
sem líí mitt tók stakkaskiptum
til hins verra.
Fyrirtæki það sem húsbóndi
minn starfaði við, mælti með hon
um til ríkisþjónustu og hann var
fluttur til Washington. Ég gladd
ist hans vegna en var gripinn
ótta og kvíða min vegna. Hann
var ráðinn til nokkurra ára og
hann hafði ekki tök á að útvega
mir vinnu hjá öðrum í Bombay.
. */^//R!NGANa
Ég yrði því brátt atvinnu- og
húsnæðislaus. í mörg ár
hafði mér fundizt mér vera borg-
ið. Ég hafði verið tilskilinn tíma
í læri, kynnzt ýmsum erfiðleik-
um. Mér fannst ég ekki geta
byrjað á nýjan leik. Ég fylltist
örvæntingu. Var nokkra vinnu
að fá fyrir mig í Bombay? Ég sá
fram á, að ég yrði að hverfa aft-
ur heim í þorpið mitt í f jöllunum,
til konu minnar og barna þar,
ekki í helgarleyfi heldur fyrir
fullt og allt. Ég yrði að gerast
burðarmaður fyrir ferðafólk,
hlaupa á eftir bílunum um leið
og þeir komu á stöðina og hrópa
og kalla ásamt 40-50 öðrum á far
angur. Og farangur Indverja er
þungur. Allt annað en þetta
í frjálsu riki eftir V S. Naipaul
ameríska dót. Indverjar nota
þungar málmkistur.
Ég var gráti nær. Ég var ekki
lengur hæfur til þess háttar
vinnu. Ég hafði vanizt hóglífi I
Bombay og ég var ekki ungur
lengur. Ég hafði eignazt ýmsa
muni, var orðinn vanur að eiga
mitt einkalíf í skápnum. Ég var
orðinn stórborgari, háður viss-
um þægindum.
Húsbóndi minn sagði: „Wash-
ington er ekki Bombay, Santosh.
Allt er dýrt í Washington. Þótt
ég borgi fyrir þig farið, gætirðu
aldrei veitt þér þar allt, sem þú
getur veitt þér hér.“
Átti ég að yfirgefa Bombay
og fara að hlaupa berfættur um
fjöllin? Hvílíkt áfall! Hvílík nið
urlæging! Ég gat ekki horfzt í
augu við vini mína. Ég hætti að
sofa á gangstéttinni og dvaldist
innan um eigur mínar, sem ég
mundi nú brátt glata.
Húsbóndi minn sagði:
„Santosh, mér blæðir í hjarta
þín vegna.“
Ég sagði: „Sahib, ef ég sýnist
dálítið dapur, þá er það vegna
þess, að ég hef áhyggjur af þér.
Þú hefur alltaf verið sérlundað-
ur og ég skil ekki, hvernig þú
kemst af í Washington."
„Það verður erfitt. En
við verðum að gera eins og til
er ætlazt. Ferðast fulltrúi
fátækrar þjóðar, eins og okkar
þjóðar, um lönd með einka-mat-
reiðslumann? Kemur það vel fyr
í þýðingu
Huldu Valtýsdóttur.
ir sjónir? Er það fagurt
fordæmi."
„Þú breytir alltaf rétt, sahib.“
Hann þagði við.
Nokkrum dögum síðar sagði
hann: „Kostnaðurinn er ekki
eini vandinn. Við verðum líka að
taka útlenda gjaldeyrinn til
greina. Rúpían okkar er ekki
sú sama og hún var.“
velvakandi
0 Kvartað undan lélegri
þjónustu
Þorkell Guðmundsson skrif-
ar:
„Kæri Velvakandi!
Félag Snæfellinga og Hnapp
dæla á Suðurnesjum fór í hóp-
ferð vestur um Barðaströnd í
Vatnsfjörð um mánaðamótin
júní og júlí, en slíkar hópferð-
ir eru fastur liður í starfi fé-
lagsins. I ferðum þessum er
jafnan keypt ein heit máltíð á
dag í matsölum, þar sem leið
liggur um.
I þessari ferð keyptum við
okkur máltíðir að Hreðavatni,
Bjarkarlundi og í Borgarnesi.
Var öll framreiðsla af hendi
leyst með mestu prýði í Borg-
arnesi og að Hreðavatni, en
þegar matazt var í Bjark-
arlundi kvað við annan tón.
Kaffið eftir matinn var ekki
borið á borð fyrr en við ferða-
félagarnir höfðum tekið saman
diska og hnífapör, að beiðni
framreiðslustúlkunnar. Þegar
að því kom að greiða fyrir
veittan beina, mættum við
nokkuð öðru viðmóti. Áður
hafði forráðamaður veitingasöl
unnar verið spurður, hvort
greiða skyldi framreiðslustúlk
unum, en hann kvað bezt, að
greitt yrði við afgreiðsluborð í
anddyri hússins og sagði
stúlkurnar ekki hafa tíma til
að sinna innheimtu. En þegar
ferðafólkið fór að greiða hon-
um sjálfum, reiddist hann og
sagðist enga tryggingu hafa
fyrir því, að allir greiddu fyr-
ir sig og hélt því fram, að væri
fararstjóri með í ferðinni, þá
ætti hann að sjá um greiðslu
fyrir allan hópinn og kvaðst
aldrei myndi hafa afgreitt mat
fyrir þennan hóp, ef hann
hefði vitað, að eigi greiddi
einn fyrir alla. Fleiri orð lét
hann sér um munn fara, sem
liefur virtlegubtinaðinn og veiðistöngina
Munið
tjaldaúrvalið
5—6 m.
fjölskyldutjöld
2 manna tjöld
3 manna tjöld
4 manna tjöld
★
TJALDHIMNAR.
Garðstólar — Sólbekkir — Tjaldstólar — Tjaldbarð —
Tveibreiðar vindsængur. — Vindsængur frá kr. 979,—
Svefnpokar, hlýir, vandaðir. Bakpokar nýjar gerðir.
Nestistöskur frá kr. 1132,— Gastæki — Kælitöskur.
Handa stangaveiðimönnum:
Laxaflugur — Silungaflugur — Spúnar —
Veiðitöskur — Veiðivesti — Veiðistígvél —
Gladding línur — Flugulínur, nýjar gerðir.
veiðistangirnar bregðast ekki.
— VERZLIÐ ÞAR SE HAGKVÆMAST ER. —
— VERZLIÐ ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER. —
verða ekki rakin hér. Þau
verða geymd, en ekki gleymd. .
0 Óvenjuleg framkoma
Svona framkomu höfum við
hvergi mætt á ferðum okkar
fyrr. Við höfum aldrei verið
tortryggð, þótt alltaf hafi hver
séð um að greiða fyrir sig, enda
hefur ekki verið krafizt ann-
ars og erum við þó búin að
koma víða við, á hótelum og
greiðasölustöðum úti um land.
0 Þakkir til félagsheimil-
isins í Króksfjarðarnesi
Að lokum vil ég, fyrir hönd
ferðafélaganna, þakka góða að
búð, og lipurð og þægilegt við-
mót forráðamanna félagsheim-
ilisins í Króksfjarðarnesi, en
þar gistum við tvær nætur.
Með þökk fyrir birtinguna.
Þorkell Guðmundsson,
Ilringbraut 92,
Keflavík."
6 tonna bátur
Til sölu 6 tonna bátur endurbyggður 1971 (stór viðgerð).
Mjög bagstætt verð.
TRYGGINGAR OG FASTEIGIMIR,
Austurstræti 10 — Sími 26560.
Verð fjarverandi
til 1. september. — Staðgengill Einar Lövdahl, læknir
Domus Medica.
Upplýsingar í símum okkar beggja 17474 og 21788.
GEIR H. ÞORSTEINSSON, læknir,
Laugavegi 42.
3jo-4ra herbergja íbúð
óskast. Aðeins tvennt til heimilis.
Upplýsingar óskast sem fyrst í Félagsprentsmiðjuna.
Sími 11640 og 13435 eftir kl. 7 síðdegis.
Fogurt útsýni
er gulls í gildi. Höfum til sölu 4ra herb. íbúðarhæð við Álf-
hólsveg í Kópavogi, um 130 ferm. Ibúðin er teppalögð með
góðum innréttingum. Laus til afhendingar. Útsýni yfir Fossvog
og til norðurfjalla.
Fasteignasalan HÚS & EIGNIR,
Bankastræti 6 — Sími 16637.
Til leigu
Til leigu er varzlunarhúsnæði fyrir kven-
fata- og snyrtivöruverzlun í vöruhúsi við
Laugaveg.
Þeir sem hafa áhuga á leigu sendi nafn-
heimilisfang og símanúmer í pósthólf 5073
Reykjavík.