Morgunblaðið - 26.07.1972, Síða 12

Morgunblaðið - 26.07.1972, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 26. JÚLÍ 1972 ^III J umhverfí manns Híl 1 nl II ORKUNOTKUN MANNKYNS K-lönd S-lönd V-lönd Á ÞEIM ráðstefnum, sem við höfum verið viðstödd hér í Stokkhólmi hafa orðið miklar umræður um orkunotkun mannkyns. Sumir, eios og t.d. Barry Commoner, sá frægi umhverfisverndarmaður, — halda fram, að orsakir allra vandamála á sviði umhverfis- mála, sé að finna í ört vax- andi odkunotkun. Til að sanna mál sitt hefur B. C. stuðzt við opinberar tölur frá Bandaríkj- unum. Um daginn vorum við viðstödd fyrirlestur B. C. um þessi mál. Þar sýndi hann skugigamyndir af ýmsum Mnu riturn sem hann hafði útbúið. Línurit þessi sýndu m.a. aukn- ingu á orkunotkun frá 1947 og f ramle ið.sllu a u k n i n gu á sama tíma. Samkvæmt þeim var notuð orka per fram- framleiðslueiningu meiri árið 1970 heidiur en 1947. Því hef- ur „aukin framleiðslutækni“ ekki haft í för með sér meiri hagnað séð frá sjónarmiði orkubúskapar jarðar, þó að ef laust hafi efnahagur, hagnað- ur og hagkvæmi aukizt. Ýmsir, eins og t.d. Paul Ehrlich vilja meina að megin- orsökina sé að finna í fólks- fjöJiguninni. Málflutningur þeirra hefur þó ekki verið mjög sannfærandi. Ráðstefna Sameinuðu þjóð- anna hefur hins vegar alveg látið vera að leita hvar vand- ann er að finna. Meginiruntakið í aukinni orkunotkun felst í því, að til að efnabagskerfi heimsins (einkurn Vesturlanda) fái stað izt í núverandi mynd, þarf að eiga sér stað sífelldur hag- vöxtur. Til að ná og viðhalda hagvextinum eru framl'eiddar alls kyns vörur sem í raun og veru eru með öllu ónauðsyn- legar og þvi ekki í þágu fólks ins, heldur hagvaxtarins. Auk þess er lögð mikil áherzLa á framleiðslu vara, sem endast skammt svo að eftir.spurn og safla aukist. Það er einnig fengið fram með að „búa til nýjar þarfir“. Þriðja leiðin felst í þvi, að nota ekki nema einiu sinni ýmis ílát eins og t.d. flöskur og dósir ýmiss kon ar. Aflieiðing þess er að drasl af þessari gerð liggur á víð og dreif á víðavangi i hinum heJztu „menningairríkjum“. Enniþá eru íslendingar þó laus ir við þennan vanda. Til að forðast misskilning ber að geta þess að efnahagsfcerfi al'lra landa eru i grundvaillar- atriðum þau sömu, þ.e. hag- vaxtarþörfin ríður þar hús- um. Hins vegar eru flestir héi', að undanskildum ýmsum full- trúum á ráðstefnu SÞ, sam- mála uim það hvernig vinnsla og nýting orkugjafa skiptist milli heimsliluta. Helztu orkugjafar jarðar árið 1970 voru efirtaldir (inn- an sviga árið 1929); Oiía 41% (15%) Kol 37% (79%) Gas 20% ( 5%) Vatnsafl og kjarnorka 2% ( 1%) Framleiðsla orku eftir stjórn málaliegum svæðum (K = kapítalísk stjórn, S = sósíal- isk stjórn, V = vanþróuð lönd): K-lönd S-'lönd V-lönd Kol 44% 49% 7% Olía 26% 18% 56% Gas 72% 22% 6% Vatnsafl 74% 14% 12% Samtals 43% 29% 28% Nýting orku eftir stjórn- málalegum svæðum Kol 45% 48% 7% Olía 72% 15% 13% Gas 72% 22% 6% Vatnsafl 74% 14% 12% Samtals 63% 28% 9% Þessar töfliur sýna, að lönd með kapitaliískt stjórnarfar fiamleiðisia um 43% af allri orku en nota um 63%. Sósíal- isk ríki frarp'leiða um 29% en nota um 28%. Þróunarlönd framleiða um 28% en nota 9%. Til samianburðar má geta þess að 20% af fólfcsfjölda heims- ins býr í K-Iöndum. Af þessu sést greinilega að orbuneyzLa K-landa byggir að 32% á orku lindum V-landa, og ef nýting K-landa á orkulindum V- landa hætti á morgun, færi efnahagur þeirra í rúst. Þekktasta dæmið um nýt- ingu K-liamda á orkulindum V- landa er oliuvinnsia vest- rænna ríkja í þriðja heimin- um: Hverjir framleiða olíu: Mið-Austurlönd 30% USA 23% Sovétríkin 15% Afríka 13% Venezuela 8% Hverjir nota olíu: USA 31% V-Evrópa 28% S-lönd 15% V-lönd 13% Önnur K-lönd 13% Af þessu má sjá, að V-lönd framieiða um 56% aí olíu heimsins en nota 13%. Hins vegar nota K-lönd 72% en framleiða um 26%. S-lönd eru sjál'fum sér nóg um olíu. K- lönd, einkum V-Evrópa eru því aligjörlega háð V-löndum um oliu. Til að fá olliu frá þriðja heiminum hafa K-lönd komið upp öfiuigum olliu- hringum, sem vinna og sjá um dreifingu olíunnar, t.d. Esso, Shell, B.P. o.fl. Hér hafa ýmis svæði verið tekim sem heild, en auk mis- skiptingar milli svæða er oft einnig misskipting innan svæða, t.d. eru Sovétrikin háð ýmsum öðrum A-Evrópu- ríkjum um orku. Með ofanskráðar staðreynd- ir í huiga er ekki nema von að fulltrúar þriðja heimsins hér séu reiðir og að liausn um- hverfisvandamála virðist langt uindan. Stokkhólmi, 15. júni 1972. Giiðmundur Einarsson, Ililmar Pétursson Hrefna Signrjónsdóttir Sigríður Guðmundsdóttir. AUGLYSINGASTOrA KRISTINAR 29.1 bjóðum við MELKA skyrtur Því MELKA býður mesta úrvalið af litum, sniðum oq mvnstrum. Einnig fleiri en eina bolvídd, til þess að ein þeirra hæfi einmitt yður. Fallegur flibbi svarar einnig kröfum yðar og ekki sakar að hann haldi alltaf formi. MELKA skyrta er vel slétt eftir hvern þvott og frágangur alltaf fyrsta flokks. I L D Við bjóðum yður /MELKA skyrtur vegna þess að þær eru klæðskerahönnuð aæða- vara á hófleau verði. SKILMÆLI Beztu þakkir sendi ég öllum þeim, sem heiðruðu mig sextugan með heimsókn eða kveðjum, gjöfum og vinmælum. Ég mun þss lengi minnast. Halldór Þorsteinsson, Ásbraut 3 — Kópavogi. KSÍ — KRR Laugardalsvöllur I. deild KR - ÍBV leika í kvöld kl. 20. Hvað gera ungu ljónin í kvöld. K.R. Góð íbúð helzt miðsvæðis í bænum óskast til leigu í 2—3 ár. Fyrirframgreiðsla allan leigutím- ann. Tilboð merkt: „Góð íbúð — 9824“ sendist blaðinu fyrir 1. ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.