Morgunblaðið - 26.07.1972, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLl 1972
SAI BAI N | í frjálsuriki eftir VS. Naipaul
„Ég skil, sahib. Skyldan er
fyrir öllu.“
Hálfum mánuði síðar, þegar
ég var að gefa upp alla von,
sagði harm: „Santosh, ég hef
talað við stjórnina. Þú kemur
með mér. Stjórnin hefur veitt
leyfi og útvegar nauðsynlega
pappíra. En enga fjárveitingu.
Þú fœrð vegabréfið og skilríikin.
Þú skalt hugsa málið vandlega,
Santosh. Washington er ekki
Bombay."
Það kvöld fór ég niður á gang-
stéttina með sængurfötin mín.
Ég sagði: „Nú er að verða allt
of heitt í Bombay," og blés inn
undir skyrtuna mína á brjóst-
inu.
„Veiztu, hvað þú ert að gera?“
sagði ökumaður klæðskerans.
„Vilja Ameríkanar reykja með
þér pípu? Sitja þeir og skrafa
við þig á kvöldin? Halda þeir í
hönd þér á gönguferð eftir
ströndinni?"
Mér þótti gaman að afbrýði-
semi hans. Siðustu dagamir mín
ir í Bombay voru hamingjudag-
ar.
Ég bjó farangur húsbónda
míns í tvær ferðatöskur og vafði
eigur minar í gamlan baðmull-
íbúðir til sölu
3ja herbergja íbúð á 2. hæð í steinhúsi við
Seljaveg. Ekkert áhvílandi. íbúðin er
laus nú þegar.
4ra herbergja íbúð í risi í steinhúsi við Seöja-
veg. Ekkert áhvílandi. íbúðin er laus
nú þegar.
5 herbergja íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi við
Álfheima. íbúðin getur verið laus
í haust.
3ja herbergja kjallaraíbúð (lítið niðurgraf-
in) við Bólstaðarhlíð. Sérhiti og sérinn-
gangur. íbúðin er laus 1. október.
3ja herbergja íbúð á 2. hæð í steinhúsi við
Grettisgötu. íbúðin er laus nú þegar.
3ja herbergja íbúð á 3. hæð í steinhúsi við
Grettisgötu. íbúðin er laus nú þegar.
Ef þér hafið áhuga á að skoða íbúðir
þessar hafið samband við sölumann okk-
ar, Egil Th. Sandholt, sem veitir allar
nánari upplýsingar.
Málflutningsskrifstofa
Einar B. Guðmundsson, Guðlaugur Þorláksson
Guðmundur Pétursson, Axel Einarsson,
Aðalstræti 6, III. hæð (Morgunhlaðshúsið).
Sími: 2 62 00.
ardúk. Á flugvelliinum fóru þeir
að amast við pinklunum mínum.
Þeir sögðust ekki geta tekið þá
sem venjulegan farangur, þvi
þeir vildu ekki bera ábyrgð á
þeim. Ég varð þvi að burðast
með þá upp í flugvélina. Stúlk-
an, sem stóð efst í tröppunum
og brosti til allra, brosti ekki til
min. Hún lét mig setjast aftast
í vélina langt frá húsbónda mím-
um. Flest sætin þar voru auð,
svo að ég gat dreift farangri mín
um í kringum mig og, jú, jú,
það var svo sem nógu þægilegt.
Uti var sól og hiti en svalt inni
i flugvélinni. Vélin var sett í
gang og sveif til lofts. Bombay
hallaðist á ýmsa vegu fyrir sjón
um mínum og hafið líka. Það
var gamam. Ég fór að lita í kring
um mig, skima eftir einhverjum
mínum iika, en sá engan, hvorki
meðal Indverjanna né útlend-
inganna. Og nú fór í verra. All-
ir voru klæddir eins og þeir
væru á leið í brúðkaup og, vim-
ur sæll, það voru ekki þeir, sem
skáru sig úr. Ég var klæddur
hversdagsfötunum mínum, eins
og þau tíðkast í Bombay, síðu
skyrtunni og buxunum, sem
eru viðar í mittið og er haldið
uppi með beltí. Prýðilegur hvers
dagsklæðnaður, hvorki hreinn
né óhreinn og enginm hefði veitt
honum athygli í Bombay. En í
hvert sinn, sem ég stóð upp í
flugvélinni, fann ég, að horft
var á mig.
Ég varð gagntekinn kvíða.
Ég smeygði mér úr skónum.
Þeir þrengdu að þótt óreimaðir
væru og dró fætuma undir mig.
Þá fór mér að líða betur. Ég
útbjó mér svolitla betel-tuggu og
leið þá enn betur. En hálf ánægj
an af betel-tuggu felst í þvl að
spýta og það var ekki fyrr en ég
var kominn með væna mumnfylli,
að vandinn blasti við mér. Flug-
vélastúlkan sá það líka. Þessari
stúlku leizt alls ekki á mig. Hún
talaði hranalega til mín. Ég var
með fullan munninm, kinnarnar
á mér tútnuðu út, ég gat ekkert
sagt. Ég gat bara horft á hana.
Hún fór og náði í einkennis-
klæddan mann og hamn stóð yfir
mér. Ég klæddi mig aftur í skóna
og renndi betel-safanum niður.
Mér varð illt af honum.
Stúlkan og maðurinn ýttu litl-
um vagrni með drykkjarföngum
eftir ganginum á milli sætarað-
anna. Stúlkan leit ekki á mig
en maðurinn sagði: „Viltu drykk,
kunningi?" Hann var ágætur.
Ég benti á flösku af handahófi.
Þetta reyndist vera einhvers kon
ar gosdrykkur en var það þó
ekki, barkandi í munni fyrst en
svo fór glansinn af. Ég var að
furða mig á þessu, þegar stúl'k-
an sagði: „Fimm shillingar
brezkir eða 30 bandarí'kjasent.“
Þetta kom mér á óvart. Ég hafði
enga peminga . . . bara nokkrar
rúpíur. Stúlkan stappaði niður
fætinum og ég hélt að hún
myndi slá mig m-ið skrifblokk-
TILBOÐ ÓSKAST
í eftirtaldar bifreiðar, sem skemmdar eru
eftir árekstur:
CHEVROLET IMPALA HARDTOP áírg. 1968.
DAF ’55, árgerð 1968.
VOLKSWAGEN árgerð 1960.
Bifreiðarnar eru til sýnis á bifreiðaverk-
stæði Tómasar G. Guðjónssonar, Laugarnes-
tanga. — Tilboðum skal skila fyrir kl. 17
föstudaginn 28. júlí n.k. til ÁBYRGÐAR HF.,
Skúlagötu 63.
í þýðingu
Huldu Valtýsdóttur.
inni. Ég stóð upp til að sýna
henni, hvar húsbóndi minn væri.
En þá kom hann einmitt eftir
ganginum. Honum virtist ekki
líða sem bezt. Um leið og hann
gekk framhjá sagði hann:
„Kampavín, Santosh? Strax far-
inn að bruðla?" Svo fór hann
inn á salernið. Þegar hann gekk
aftur hjá, sagði hann: „Erlend-
ur gjaldeyrir, Santosh. Erlend-
ur gjaldeyrir.“ Ekkert annað.
Vesalings maðurinn, hann var
líka sárþjáður.
Ferðalagið varð mér hrein
raun. Ég kastaði upp yfir alla
pinklana mína. Það gerði vínið,
sem ég hafði drukkið, betel-saí-
inn, hristingurinn og hávaðinn
í vélinni. Mér stóð á sama, hvað
stúlkan sagði eða gerði. Siðar
jukust vandræði min enn að
mun. Mér fannst ég vera að
kafna inni i litla klefanum aft-
ast og allt um kring hvissaði og
hvein. Og mér var öllum lokið,
þegar ég sá andlit mitt í speglin-
um, gráhvítt eins og af líki í
fluor-ljósinu. Augun stóðu á
stiklum, mig verkjaði í nasim-
ar af loftinu og allt fór á ringul-
reið í höfðinu á mér. Ég tyllti
mér upp á salernissetuna og
hægði mér. Ég missti alla stjórn
á mér. Ég hraðaði mér eins og
ég gat fram aftur. Þar var þó
rýmra. Ég vonaði að enginn
hefði veitt mér athygli. Það var
farið að skyggja. Sumir höfðu
farið úr jakkanum og voru farn
ir að sofa. Ég vonaði að flugvélin
myndi farast.
Stúlkan vakti mig. Hún allt
að þvi öskraði að mér: „Já. það
varst þú . . . það varst þú."
Ég hélt að hún myndi rifa ut-
an af mér skyrtuna. Ég þrýsti
velvakandi
0 Vísan um Laufás
„19. júlá 1972.
Kæri Velvakandi!
1 dálkum yðar 16. þ.m.
skrifar M. J. „um listabæinn
Laufás" og fylgir vísa með um
þann bæ, en síðari hluti hennar
mun úr lagi færður. Vísa þessi
er prentuð í fjórða bindi af
Mönnum og menntum eftir Pál
Eggert Ólafsson og hijóðar þar
svo:
„Laufás minn er listabær,
lukkumaður sá honum nær,
einkum þegar aildin grær
og allt á móti manni hlær.“
Páil getur þess, að Jón Ólafs-
son frá Grunnavik (d. 1779) til-
færi þessa vísu í orðabók sinni
við orðið aldin og eigni hana
þar Magnúsi Ólafssyni, sem
var prestur í Laufási 1622—36,
en Páll segir, að „á öðrum
stað“ virðist Jón þó og hafa
heyrt, að Jón Magnússon, sem
var prestur í Laufási næst á
eftir Magnúsi Ólafssyni, hafi
ort vísuna. Um þetta vitnar
Páli einnig í aðra heimild.
Prestar þeir, er hér um ræðir,
eru báðir alkunnir fyrir skáld-
skap sinn, en séra Magnús Ól-
aifsson var einnig mjög merkur
fræðimaður.
Með fyrirfram þökk fyrir
birtingu.
Björn K. Þórólfsson,
Barniahlíð 20,
Reykjavík."
0 Reiðskóli
Rosemarie Þorleifsdóttir
Skrifar:
„Vegna greinar Þórarins
Helgasonar, sem birtist í Vel-
vakanda föstudaginn 21. júli,
vil ég leiðrétta eftirfarandi:
Sjónvarpið sendi hingað
Gísla Bjarnason, lcvikmynda-
tökumann á Selfossi, og tók
hann hér mynd um staxfsemi
reiðskólans og útreiðar fullorð-
inna. 1 upphafi myndarinnar er
sýnt, hvar hestar eru beizlaðir,
teymdir, bundnir í girðingu,
burstaðir og lagt á. Þar kemur
fram þessi viila með reiðann.
Ef ekki hefði verið sleppt úr
því, sem upprunalega var
kvikmyndað, hefði skýringin
komið strax á eftir. Það, sem
raunverulega gerðist, var það,
að ég kom þar að sem telpan
hafði spennt reiðann. Losaði
ég reiðann aftur og lét telpuna
spenna gjörðina fyrst. Þetta
vildi kvikmyndatökumaðurinn
láta koma með, þvi að þetta er
reiðskóli.
0 Gjörðin fyrst —
síðan reiðinn
Þar eð Þ.H. finnur að því,
hvernig iagt er á hestana, þá
vil ég þar við bæta, að ég hef
haft reiðskóla fyrir börn í um
það bil tiu ár og kenni alltaf
sömu aðferðina við að leggja á.
Ég læt leggja hnakkinn mjúk-
lega á bak og ganga síðan
báðum megin við hestinn, tál
þess að athuga hvort gjörðin
liggi rétt og þófar fari vel. Síð-
an læt ég spenna gjörðina fyrst
og reiðann svo. Ég sleppi hér
upptalningu á ótal smáatriðum
við að leggja á hestinn, sem
börnin læra að auki.
Við íslendingar höfum ekki
fasta reglu á þvi frá hvorri hlið
hnakkur skuli lagður á bak eða
gjörðin spennt, en ég læt yfir-
leitt spenna vinstra megin I
reiðskóla mínum. Þ.H. ætti að
horfa á framhald myndarinnar,
ef hún fæst sýnd í heild í sjón-
varpi. Hestamir hér eru lika
allir svo þægir og öruggir, að
börnunum er óhætt að ganga
aftan að þeim, en þau læra líka
að umgangast viðkvæma hesta
og hvemig á að meðhöndla þá.
Þar eð myndin var tekán í
byrjun námskeiðs í byrjenda-
flokki, greinir hún frá mörgu,
sem á eftir að lærast. Sextiu
börn voru í Reiðskólanum í
Geldingaholti í júnímánuði, án
þess að nokkurt óhapp kæmi
fyrir. Nú eru hér fullorðnir.
Með virðingu,
Rosemarle Þorleifsdóttir,
Vestra-Geldingaholti,
Gn ú p ver jah reppi
Vanir ferðamenn tryggja sig og farangurinn.
ALMENNAR
TRYGGINGARr
*17700
%
k
II
II
II
II
II
II
II
II
II
II
II
II
II
II
II
II
II
II