Morgunblaðið - 26.07.1972, Síða 32
Áskriftarsímar:
15899 — 15543.
EINVÍGISBLAÐIÐ
KEMI R ÚT MORGUNINN
EFTIR HVERJA SKÁK.
Pósthólf 1179.
oncLEcn
MIÐVIKUDAGUR 26. JULÍ 1972
Banaslys í Borgarfirði:
Varð undir
jeppa sínum
BANASLYS varð í fyrrakvöld á
veginum skammt frá Ölvaldsstöð
■um í Borgarfirði. Varð 76 ára
gamall vinnumaður á Hvítár-
bakka, Guðmundur Jóhannesson,
þar undir jeppa sínum og var lát
inn er að var komið.
Slysið varð um 6 leytið. Mun
Guðmundur heitinn hafa stöðvað
jeppann á veginum á hæð og ver
ið að aðgæta vélina. Hefur bíll-
inn runnið af stað og yfir hann.
Þjónar felldu
samningana
Veitingahúsin opin áfram
. r -
FRAMLEIÐSLUMENN héldu
fund í félagi sínu á mánudag og
greiddu atkvæði um k.jarasamn-
inga þá, sem fulltrúar þeirra
höfðu skrifað undir með fyrir-
vara. 45 greiddu atkvæði og voru
samningarnir felldir með 30 at-
kvæðum gegrn 15.
Sáttasemjari hefur leitað eftir
því hvort allsherjaratkvæða-
greiðsla sé möguleg og mun
stjóm og trúnaðarmannaráð taka
afstöðu til þess í dag.
Skemmdir
á vegum
EKKI er enn fullsjatnað i Skaftá
eftir hlaupið. Komið er í ljós að
skemmdir hafa orðið á veginum
og við brýrnar upp að Skaftár-
dal, einnig við gö'mlu brýmar
hjá Stóra Hvammi, og verður
byrjað að gera við þar strax og
flóðið er fullsjatnað.
Engar sérstakar skemmdir
urðu á þjóðveginum.
Samband veitinga- og gistihúsa
eigenda samþykkti í gær á fundi
sínum með þorra atkvæða að við
hafa allsherjaratkvæðageirðslu
um samningana.
Ekki hefur enn komið til verk
falls í veitingahúsum, og er þar
unnið. Verðúr svo þar til boðað
verður verkfall aftur með viku
fyrirvara eða samningar takast.
Falleg hleðsla fær að standa
bessi fallegi hlaðni veggur
er niikil prýði við Hellusund-
ið. Illuti af honum var tek-
inn niður um daginn svo
hægt væri að flyt.ja gamla
húsið í Árbæ, en þarna ætlar
brezka sendiráðið að bygg.ja
nýtt hús. Þegar formaður
Náttúruverndarnefndar
Reykjavíkur spurðist fyrir
um það í sendiráðinu í gær
hvað menn liiigsiiðu sér með
vegginn, siaraði Krian Holt,
ræðismaður að arkitektum
hefði verið falið að gera ráð
fyrir honum í teikningum sín-
um. En þar sem götulínan á
að færast innar, verður vegg-
tirinn fluttur til.
(Ljósm. Ól. K. M.).
Miklar sviptingar í æsi-
spennandi skák í gær
— tvísýn biðskák tefld í dag
— Fischer talinn hafa betri stöðu
Trausti Sigurðsson
MIKLAR sviptingar áttu sér
stað í 7. umferð einvígisins í
gærkvöldi og fylgdust menn
spenntir með þeim tilþrifum,
sem skáksnillingarnir sýndu.
Tæplega 2000 manns fylgdust
með í Laugardalshöllinni.
Þegar skákin fór í bið hafði
Fischer peð yfir, en annan
hrók sinn hafði hann aldrei
hreyft í umferðinni.
Þegar Spassky hafði hugsað
biðleikinn í 43 minútur, átti hann
aðeins 20 mínútur eftir af leik-
tímanum. Biðleikurinn var 41.
leikur, en ekki verður ljóst hver
hann er fyrr en kl. 5 í dag, þeg-
ar biðskákin verður tefld. Fisch-
er átti hins vegar eftir 90 minút-
ur og var af flestum skáksér-
fræðingum, sem við ræddum
við, talinn hafa betri stöðu. Marg
ir töldu skákina jafnteflislega,
en aðrir töldu Fischer hafa
möguleika á sigri. Engin kvik-
myndataka var í 7. umferðinni,
en kvikmyndatökumenn sitja á
stöðugum samn ingafundum.
Fischer kom að vanda nokkr-
ar mínútur yfir 5 i Laugardals-
höllina og hafði Spassky þá leik-
ið fyrsta leik hvíts. Skákin fór
ekki í bið fyrr en um kl. 22:30
vegna þess, hve Spassky hugs-
aði biðleikinn lenigi, Staðan er
þvi enn 3Vz gegn 2% Fischer í
vil. Við ræddum við nokkra skák-
meistara og spurðum þá um álit
á stöðunni.
SIGURMÖGTJLEIKAR
H.IÁ FISCHER
Jens Enevoldsen frá Dan-
mörku sagðist telja að Fischer
hefði meiri möguleika á sigri, en
það væru einni-g möguleikar fyr-
ir Spassky að ná jafntefli.
FLÓKIN ST.4ÐA,
EN SVARTUF UÍFVÆNLEGRI
Bandaríski stónrne ist a r imn
Horowitz sagði að sér virtiat
einihvem veginn, sem skákin væri
sigur fyrir Fischer, e-n þó sagðist
Framhald á bls. 20.
Hamranesmálið:
Skipstjórinn og tveir
aðrir í gæzluvarðhald
— er sakadómsrannsókn máls-
ins hófst í Hafnarfirði í gær
ÞRÍR menn voru í gær úrskurð-
aðir í gæzluvarðhald í Hafnar-
firði, er sakadómsrannsókn í
Hamranesmálinu hófst þar, eftir
„Var alltaf viss um, að
einhver hleypti mér ut"
- segir Trausti Sigurðsson, 10 ára
sem var lokaður í lyftu í 16 tíma
„ÉG ætlaði með lyftunni upp
á 5. hæð til að sel.ja þar Visi á
biðstofum læknastofanna, en
þegar lyftan kom npp á 5.
hæð, opnuðust dyrnar ekki.
Ég ýtti þá strax á neyðartakk
ann og heyrði hringinguna
vel. Það komu rétt strax ein-
hver.jar konur að lyftunni og
þá ýtti ég meira á takkann,
en þær fóru bara burt án þess
að gera nokkuð.“
Þannig lýsti Trausti Sig-
urðsson, 10 ára gamatl blað-
söludrengur, til heimilis að
Grettisgötu 66, þvi í viðtali
við Mbl., er lyftan, sem hann
var í í Domus Medica við Eg-
Framhald á bls. 20.
að saksóknari rikisins sendi niál-
íð aftnr til bæjarfógetaembættis-
ins í Hafnarfirði með ósk um
slíka rannsókn.
Togarinn Hamranes sökk hinn
18. júní sl. og 20. júnii hófust sjó-
próf í málin-u í Hafnarfirði. Var
þá einm skipverji af togaranum,
sem jafnframt var einn af eig-
endum skipsims, úrskurðaður í
7 daga gæzluvarðhald. Sjópróf-
urn lauk 28. júní og sikömmu síð-
ar var málið sen-t til saksóknara.
Rétt fyrir siðustu helgi kom mál-
ið aftur til bæjarfógetaembættis-
ins I Hafnarfirði með ósk sak-
söknara um saika’dó’msrannsókn.
Við sjóprófin beindust yfir-
heyrslur einkum að tveimur
þáttum málsinis: I fyrsta lagi var
reynt að firnna orsök spremging-
arinnar í s'kipinu, hvers eðilis hún
hefði verið og hvers vegna lek-
inn hefði komið að slkipiinu. 1
öðru lagi var reynt að grafast
fyrir um viðtorögð áhafnarinnar
og þá sér í lagi skipstjórans og
hvað gert var tii að koma i veg
fyrir frekara tjón.
Saksóknari hefur með ósk
sinni um sakadómsrannsókn
beðið um nánari rannsókn á þess
u-m tveimiur þáttum málsins.
Hófst rannsóknin i málinu í gær
og var þá kveðinn upp gæzlu-
varðhaldsúrskurður yfir þremur
mönnum. Skipstjóri skipsins,
sem jafnframt er einn af eig-
endum þess, var úrskurðaður í
allt að 40 daga gæzluvarðvald.
Framhald á bls. 20.
V íkingur
vann
iBK 1:0
EINN leikur fór fram í íyrstu
deild íslandsmótsins í knatt-
spyrnu í gærkvöldi. Víkingur
sigraði ÍBK með eina marki leiks
ins, sem Hafliði Pétursson skor-
aði snemma í fyrri hálfleik. Nán
ar verður sagt frá leiknum á
morgun.