Morgunblaðið - 28.07.1972, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.07.1972, Blaðsíða 2
2 MQRGU’NBLAÐIÐ, FÖSTUÐAGUR. 28. JÚLÍ 19T2 L.andhelgiskvikmyndin: 23 sjónvarpsstöðvar vilja fá sýningarrétt - m.a. í Kína, Ástralíu og Bretlandi Þótt veður hafi verið þungbúið það sem af er júlímánuði á Suðvesturlandinu, þá eygja menn þó enn vonina um að sumarið fari að sýna sínar betri hliðar. Við fréttum t. d. á skotspónum að örlítiU sólargeisli hefði hrotizt niður úr skýjunum á Kjal- arnesi í gaer, og birtum þessa mynd, sem tekin var í mynni Hvalfjarðar, af því tilefni, — svona rétt til þess að minna menn á að sólin er þarna einhvers staðar uppi ennþá. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Fjallvegir flestir færir % 23 SJÓNVARPSSTÖÐVAR víða iiiu heim hafa nú pantað eintak af kvikmynd þeirri, sem ríkisstjórnin hefur Iátið gera til kynningar á landhelgismálinu. Ber myndin nafnið „Tlie living Höfn, Hornafirði, 27. júlí. UM hádegisbilið í dag kviknaði í báti hér við bryggjuna og urðu verulegar skemmdir af völdum eldsins. Bátur þessi, Þerney KE 33, er eign nýstofnaðs hlutafé- lags hér á staðnum, Sigurðar Ólafssonar h.f., og var hann keyptur hingað í maí sl. af Hrað frystistöð Keflavíkur. Mjög erfiðlega gekk að slökkva eldinn. Lá báturinn fjórði í báta- röðinni, og var reykur svo mik- ill, að reykkafarar áttu í erfið- leikum með að komast niður í hann. Eldurinn kom upp bak- borðsmegin í lúkar, en eldsupp- tök eru ókunn. Slökkvistarfinu lauk um kl. 1.30, og var bátur- inn þá dreginn að bryggju þar Sigrún Magnúsdóttir, kauþfélagsstjóri. Fyrsta konan kaupfélagsstjóri HINN 1. júlí urðu kaupfélags- stjóraskipti hjá Kaupfélagi Bitru íjarðar -á Óspakseyri er Einar Magnússon lét af þvi starfi, en við tók Sigrún Magnúsdóttir frá Þambárvöllum. Þetta mun vera í tfyrsta skipti sem koma verður kaupfélagsstjóri hér á landi, en hins vegar hafa nokkrar konur gegnt útibússtjórastörfum hjá 'kaupfélögum. SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN á Ak- ureyri efna til aumarferðar n.k. sunnudag. Fararstjóri er Jón G. Sótrtes bæjarfuflltrúi en ávarp flybur Lárus Jónsson alþingis- máðíjr. Farið verður úni Mývatrussveít, Laxárdal og Laxárvirkjun skoð- sea“, eða hinn lifandi sjór, og er hún boðin til sýningar að kostnaðarlausu. M.a. hafa sjón- varpsstöðvarnar tvær í Bretlandi, BBC og ITV, pantað sitt hvort eintakið af filmunni. sem miklúm sjó hafði verið dælt niður i hann. Tjón þetta er mjög tilfinnan- legt fyrir hið nýja útgerðarfé- lag, og má búast við að endur- nýja þurfi verulegan hluta af skipinu framanverðu. Auk þess misstu skipverjar þarna föggur sínár, að undantekinni eínni peysu, sem var alveg ó- skemmd þótt hún hefði verið nærri þeim stað, sem áætlað er að eldsupptök hafi orðið. Þerney hafði verið gerð út á humarveiðar, og þann tvo og hálfa mánuð, sem skipið hafði verið við veiðar, hafði verðmæti aflans numið rúmum tveim millj ónum króna. Skipstjóri á Þern- ey er Óskar Guðmundsson.. YFIRHEYRSLUR eru hafnar á ný í Hamranesmálinu, eftir að saksóknari ríkisins sendi það aftur til bæjarfógetaembættisins í Hafnarfirði með ósk um saka- dómsrannsókn. Þau atriði, sem saksóknari lagði hvað mesta áherzlu á að yrðu rannsökuð ít- arlegar, eru annars vegar fjar- skiptin við skipið og hins vegar fjármál útgerðarinnar og eig- endanna. Segulbandsupptökur eru til af fjarskiptum við Hamranesið, bæði dagana áður en skipið sökk, og einnig eftir kl. 17, þeg- ar sprengingin varð í skipinu. Það vakti m.a. athygli á sínum tima, hversu lítil fjarskipti áttu sér stað eftir að sprengingin varð, og var það þá einkum Gufunes-radíó, sem hafði frétt um að skipið ætti í erfiðleikum og fór að kynna sér málið. Saksóknari hefur einnig farið fram á nákvæmari rannsókn á fjárreiðum útgerðarinnar, trygg- ingarmálum hennar, og svo einn ig á fjárhag eigenda skipsins. — Þrir menn sitja í gæzluvarð- haldi vegna þessa máls, tveir í uð. Kynntar verða virkjunar- framkvæmdir, en hádegisverður snæddur í Hótel Reynihlíð. Þeir, sem hug hafa á að fara í ferðina., geta snúið sér til skrif stofiu Sjálifistæðisflokksins á Ak ureyri. Þær sjónvarpsstöðvar, sem pantað hafa eintök eru í Hong Kong, Nýja Sjálandi, sem nú er í þann mund að færa fisk- veiðilogsögu sína út í 200 sjó- mílur, Pakistan, Kenya, Sierra Leone, Trinidad and Tobacco, Bretlandi, Ástralíu, Uganda, Kín verska alþýðulýðveldinu, Sví- þjóð tvö eintök, Rúmeniu, Tékkó slóvakíu, A-Þýzkalandi, Dan- mörku, Noregi, Colombíu, Equa- dor, Albaníu, Ungverjalandi og Póllandi. Kvikmynd þessi var boðin út með ensku tali annars vegar, og með alþjóðlegu hljómbandi hins vegar, þannig að sjónvarpsstöðv ámar gætu látið tala textann inn á myndina á viðkomandi máli. Sigurður Sverrir Pálsson, kvik- myndagerðarmaður, er nú í Englandi við að ljúka klippingu myndarinnar, en sýning hennar ,á að taka 11 mínútur. Stjóm- andi upptökunnar var Eiður Guðnason, en Magnús Magnús- son, starfsmaður BBC í Skot- landi, veitti ýmsar leiðbeining- ar við gerð kvikmyndarinnar og talaði jafnframt inn á hana enska textann. Hannes Jónsson, blaðafull- trúi ríkisstjómarinnar, sagði í viðtali við Mbl. í gær, að hann byggist við að fleiri sjónvarps- stöðvar myndu sækja um að fá eintak til sýningar, m.a. hefðu Finnar ekki enn sent inn um- sókn. 40 daga, skipstjórinn og annar af eigendum, og einn í 14 daga, maður sem hefur haft hönd í bagga með útgerðinni. Gæzlu- varðhaldsúrskurðinum hefur ekki verið áfrýjað. Réttargæzlu- menn þessara þriggja manna eru Árni Grétar Finnsson, hrl. og Þorsteinn Geirsson. hrl. MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt eftirfarandi athugasemd frá Valgarð Thoroddsen og Hjalta Þorvarðssyni, sem sæti eiga í stjórn Sambands íslenzkra raf- veitna: „Stjórn Sambands íslenzkra rafveitna (SÍR) sendi hinn 26. júM sl. frá sér álykbun um raif- orkumál, sem mun vera birt í nokkrum diagblöðum. Ályktunin felur í sér ádeilu á stefnumörkún rikisstjórnarinnar vegna þingsályktunartillögu um raforkumál, sem lögð var fyrir síðasta Alþingi, framkvæmd þeirrar stefnu, ásamt ádeilu á þá ákvörðun að leggja há- spennulími milli Akureyrar og Skagafjarðar. Af þessu tilefni vilja undir- ritaðir stjórnarmeðlimir geta þess, að sitjómarfundur var ekki haldinn um málið, þrátt fyrir ósk ókkar, en samþykkt meiri hliuta fengin með simtölum gegn vilja okkar. S t j ó rn ar fo rmann i var send njeðangreind athugasemd Val- garðs Thoroddsen meðan á um- FJALLVEGIR á landinu eru nú flestir hverjir orðnir færir tii timferðar samkvæmt þeim upp- lýsingum sem Mbl. fékk hjá Vegaeftirlitinu í gær. Þá eru og þjóðvegir á landinu víðast hvar í góðu ástandi. Fer liér á eftir yfirlit um ástand lielztu fjall- vega á landinu. Kjalvegur er nú þegar orðinn fær öllum bílum, og sömu sögu er að segja um vegina upp í Kerlingarfjöll og að Hagavatni. Sprengisandsleið er orðin fær, en á leiðinni eru tvær ár, Grjótá og Mjóadalsá, sem gera það að verkum, að leiðin er ekki fær öllum bílum. Af Sprengisandsleið er fært niður i Skagafjörð um Laugar- fell bílum með drifi á öllum hjólum. Hins vegar er ekki fært af Sprengisandsleið niður í Eyja fjörð um Hólafjall vegna bleytu. Fært er velflestum bilum inn ræðum stóð: „Á aðalfundi SlR, höldnum á Akureyri 29. og 30. júni sl„ var tekin til umræðu tiHaga að þingsályktunartiHögu, sem lögð var fyrir síðasta Alþin’gd. Málið var tekið tii athugunar í umræðuhópum, sem síðan skil- uðu skýrslum á aðalfundinum. Fram komu ýmis sjóna-rmið, en engin samþykkt var gerð á fundinum og ákveðið að taka málið fyrir að nýju á fundi, sem boðað yrði til í haust. Málið var því ekki afgreitt. SÍR heíur þvl að svo komnu máli ekki tekið neina afstöðu tH þinigisályktunarttiHögunnar, og tel ég því stjóm SlR ekki hafa umboð til stefnuyfirlýsingar varðandi hana. Ennfremur tel ég það utan verkahrings stjórnar SlR að taka afstöð-u ttl einstakra fram- kvæmda meðlima sambandsins, sbr. skrif hennar uim línulagnir Rafmagnsveitna rlkisins milli Akureyrar og Varmahlíðar.“ “ Hjalti Þorvarðsson Valgarð Thoroddsen. í Jökulheima, Landmannalaugar og Veiðivötn. Ekki er fært um Fjallabaksleið nyrðri, Jökuldali, nema bílum með fjórhjóladrifi. Gæsavatnaleið er ekki enn orð* in fær vegna snjóa, en hins veg- ar er fært inn að Herðubreiðar- Hndum og að Öskju að norðan- verðu, ef farið er að Jökulsá, upp með Hrossaborg og þar suð ur. Sú leið er flestum bílum fær. Hólmatungur, milli Austur- landsvegar, austan Námaskarðs og Þingeyjarsýslubrautar við AxarfjÖrð, er aðeins fær jeppum. Þá er hægt að komast á jepp- um inn í Lakagíga um Holt á Síðu. Tröllatunguheiði, frá Króksfjarðarnesi yfir að Stein- grímsfirði er fær öllum bílum. Loks er rétt að geta þess, að fjallvegirnir í nágrenni Reykja- vikur, Uxahryggir og Kaldidal- ur, eru færir öllum bilum. Kristín Vilhjálnisson Kristín Vilhjálms- son látin KRISTÍN Vilhjálmsson, ekkjia. Guðmiundar Vilhjálmssonar for: stjóra Eimskips, lézt i( gaer, 73ja ára að aldri. Hún var dóttir Thors Jensenis, framikyæitpdai- sitjóra og Margrétar koniu lnana. Hornaf jörður: Bátur skemm- ist af eldi Sumarferð Sjálfstæðis- félaganna á Akureyri — Elías. Hamranesmálið: Fjarskiptin og f jár- reiður útgerðarinnar — í ítarlegri rannsókn að ósk saksóknara Athugasemd við ályktun SÍR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.