Morgunblaðið - 28.07.1972, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JOlI 1972
13
Ég tók mynd
af f annamann-
inum ferlega
- segir nepalskur sagnfræðingur
Nepal, 27. júlí — (AP)
NEPALSKUR sagrnfræðingur
segist hafa tekið mynd af
fannamanninum ferlega í
Hinialayafjöllum fyrir fjór-
um árum og í grein sem hann
skrifar i tímaritið „Yeti“ lýs-
ir hann honum sem risastór-
um „manni“, hvers líkami sé
þakinn 10 þumlunga löngu
hári. Sagnfræðingurinn, sem
heitir Narahari Nath, segir
að fannamaðurinn hafi snú-
izt á hæli og horfið inn í snjó-
kóf þegar hann nálgaðist.
„Yeti“ er nafinið sem Sherp
amir í Ilimalayafjöllum hafa
gefið fannaman'nin'um og I
Nepal er gefið út blað með
þvi nafni sem meðal annars
birtir sögur og greinar um
furðuveruna. Engin mynd var
með grein Naths, og engin
skýring á þvi hvers vegna
svo var ekki.
Fannamaðurinn ferlegi á
sér langa sögu. Þeir eru orðn
ir margir, sem þykjast hafa
séð hann eða spor eftir hann,
en enginn hefúr getað lagt
fram óyggjamdi sannanir, Svo
sem ljósmynd. Flestum ber
þó saman um að hann sé
mjög stór og þrekinn, og að
líkami hans sé þakinn hári.
Menm eru líka almennt
sammála um að hann sé
jurtaæta og góðllyndur og
reymi aidrei að ráðast á menn.
[ — McGovern
Framh. af bls. 1.
aði þetta ósannindi af versta
tagi og sagði að hanm mundi
ekki láta slíkar sögur verða til
þess að hann hætti við varafor-
setaframfooðið. Eagieton kvaðst
hafa rætt við McGovem, sem
dvelst um þessar mundir í Suð-
ur-Dakota, og hefðd hann ítrek-
að fyrri loforð um stuðning.
Anderson heldur fast við ásak
anir sínar á hendur Eagleton og
segir að ef unnt reynist að fá
afrit af ákasum á hendur hon-
um um ógætilegan akstur og
ölvun við akstur mumi það leiða
í Ijós að Eagleton fari með
ósannindi og þess vegna verði
að láta hann hætta við fram-
boðið.
Sagf er að McGovern vilji
bíða átekta og fylgjast með
viðbrögðum kjósenda við Eagle-
ton-málinu. Einn samstarfs-
manna hams sa.gði, að færri pem-
ingaframlög hefðu borizt í
kosningasjóð hans siðan Eágle-
ton uppiýsti að hann hefði þri-
vegis verið undir handleiðslu
geðlækna. Blaðið Washimgton
Post hefur krafizt þess að
Eagleton verði látinm hætta.
í Tokyo sagði blaðafulltrúi
norður-víetnamska utanrikis-
ráðuneytisins, Ngo Dien, í dag
að ef McGovern yrði kosinn for-
setú mundi það „leiða til réttrar
og friðsamlegrar lausnar Víet-
rammábins".
— S-Vietnam
Framh. af bls. 1.
kong-ósasvæðinu. Tilkynnt var
að fámennir flokkar kommún-
ista hefðu ráðizt inn í nokkur
þorp nálægt landamærum Kam-
bódiu og nokkur hundmuð stjóm
arhermenn verið senddr á vett-
vang, en bardagaitiir voru ekki
harðir. Barizt var á nokkrum
stöðum á Mekong-ósasvæðinu
þar sem umsvif kommúmista
haía aukizt á undanfömum vik-
um og nokkrar skotárásir voru
gerðar. Loftárásir voru gerðar
á þessi svæði.
I»YRI,ISIYS
1 Saigon var haft eftir áreið-
anlegum heimildum að banda-
rísk-a og suður-vietmamska her-
stjóimin hefðu reymt að leyna
einhverju mesta áfalli þeirra í
stríðinu. Sagt er að 29 banda-
rískar þyrlur af 31 sem sendar
voru til árásar norður af Quang
Tri 11. júlí hefðu orðið fyrir loft-
varnaskothrið og ein þeirra far-
izt með 50 suður-vietnömskum
lamdgönguliðum. Sagt er að ó-
máflcvæmmi í loftárásum Barda-
rfkjamanma eigi þátit í þessum
hraikförum.
Nýjar fullyrðingar:
Starfsemi skæruliða
eykst í Jugóslavíu
13 hermenn og 37 skæruliðar fallnir
Berlín, 27. júlí AP
TALSMAÐUR samtaka Króata í
Vestur-Berlín neitaði í dag stað-
hæíingum um að júgóslavneska
lögreglan hefði upprætt starf-
semi skæruliða i Júgóslavíu.
Velimer Tomulic, sem kallar
sig ritara „Sambands króatískra
kommúnista erlendis“, sagði á
blaðamannafundi að 37 mcnn
úr svokölluðum „skæruliðaher
Skothríð
i Berlín
Berlín, 27. júlí AP
AUSTUR-ÞÝZKIR landaniæra
verðlr skutu í dag á mann
sem reyndi að flýja yfir borg
armörkin í Berlín, og mörg
skot lentu á fjölbýlishúsi i
vesturhlutanum. Miklar
skemmdir urðu meðal annars
á þremur bifreiðum, dyr á
bílskúr eyðilögðust og ein
kúlan fór gegnum eldhús-
glugga og lentí í ísskáp.
Atburðurinn gerðist á
franska hernámssvæðinu, og
yfirmaður þess, Maurice Rout
ier hershöfðingi, hefur sent
sovézkum yfirvöldum harð-
orð mótmæli, þar sem meðal
annars segir að „Berlinarbú-
ar hefðu haft ástæðu til að
ætla að slikar aðferðir heyrðu
til liðinni tíð.“ Þetta erfyrsti
atburður sinnar tegundar sið
an Berlínarsáttmálinn var
undirritaður 3. júní.
Maðurinn sem reyndi að
flýja var handtekinn austan-
megin múrsins.
sósíalista“, sem upphaflega taldi
63 menn, hefðu fallið í viðureign
við stjórnarhermenn. Tomulic
sagði að síðan hefðu nýir félagar
bætzt í hópinn og tók fram að
þeim hefði ekki verið smyglað til
Júgóslavíu.
Haft var eftir opinberum júgó
slavneskum heimildum í gær að
13 júgóslavneskir hermenn og
menn úr vopnuðum borgara-
sveitum hefðu fallið í bardögum
við hópa „Ustashi“-manna eins
og komizt er að orði, það er fas
ista, ssm heíðu lauimazt inn í
landið. Bardagarnir geisuðu í
Bosniu og Herzegóvínu, en áður
hafði opinberlega verið tilkynnt
í Belgrad að 17 skæruliðanna
hefðu verið felldir en tveir hefðu
komizt undan og væru í felum.
í Vestur-Berlín eru skærulið-
arnir kallaðir fyrrverandi skæru
liðar sem börðust fyrir frelsun
Júgóslaviu í siðari heimsstyrjöld
inni, en við hlið þeirra er sagt
að berjist ungir menn úr vopn-
uðum borgarasveitum. Tilganig-
ur aðgerðanna er sagður sá að
berjast fyrir aukinni sjálfsstjórn
Króatíiu án þess að afnema sósíal
istís'kt þjóðsikipuilag. Því er haid
ið fram að hreinsun sem nýlega
var igerð í króatiska kommúnista
flok’knum hafi leitt til þess að
„Tito-leppar“ hafi tekið sæti í for
ystu flokksins.
Sagt er að skæruliðarnir noti
vopn sem þeir hafi fengið úr
vopnaigeymslum hersins og er
gert ráð fyrir því að unnt verði
að halda aðgerðumium áfram í 8
eða 9 mánuði. Talsmenn samtak-
anna segja m.a. að 16 hermenn
og lögreglumenn hafi verið felld
ir daigana 25. júní til 16. júlí, að
— Nixon
Framh. af bls. 1.
lendi flóðum frá Rauðá en hing-
að til hefðoi ekki verið gerðar
árásir á stærri og mikilvægari
flóðasvæði eða stórar stffliur, sem
eru kjarni kerfisins. Hann sagði
að ef tilgangurinn væri að eyði-
leggja flóðgarðana gætu banda
riskar flu.gvélar eyðilagt þá á
einni viku.
Nixon játaði að bandariskar
sprengjur hæfðu oft borgarateg
skotmörk, en lagði áherziu á að
það væri aldrei viijandi og
kvaðst aldrei hafa heyrt menn
harma skipuiagðar árásir N-Viet
nama með eldflauigum og stór-
skotaliði á borgaraleig skotmörk
í Suður-Vietnam.
„HLustum ekki meira á
svona hræsni og tviskinmunig“,
sagði Nixon. Hann harmaði að
Waldheim og „aðrir velmeinamdi
og bárnalegir menn“ létu nota
sig til að breiða út flóðgarðááróð
ur Hanoimanna.
Hann sagði að horfur á samn-
ingalausn hefðu auikizt vegna
mannfaBs Norður-Vietnama og
harmaði að á sama tíma væru
ummæli ýmissa þingmanna þeim
uppörvun til þess að bíða úrslita
forsetakosninganna í haust.
eytt hafi verið átta lögreglu-
stöðvum,. að skemmdarverk hafi
verið unnin á verksmiðjum í
Mostar og víðar og að járnbraut
arlína hafi verið eyðilögð.
Árangursríkasta aðgerðin er
sögð árás á leynifl'UgvölA nálægt
Ikcjuc þar sem sjö þyrlur hafi
verið eyðilagðar og 20 hermenn
felldir. Hins vegar er sagt að
árás á stíflu við Jablinika hafi
farið út um þúfur.
Fréttir hafa verið um meint
samstarf Rússa við samtök kró-
atískra útlaga á Vesturlöndum er
þjóni þeim tilgangi að grafa und
an stjórn Titos, sem er nýorðinn
áttræður.
Hafnar-
verkfall
London,, 27. júlí. NTB.
FORINGJAR brezkra hafnar-
verkamanna fyrirskipuðu í dag
algert verkíall hafnarverka-
mainna frá og með föstudegi.
En samtímis aflýsti verkalýðs-
sambandið (TUC) allsherjar-
verkfalli því sem ráðgert var að
efna til á mánudaginn.
Fulltrúar hafnarverkamanin'a
höfniuðu nýrri tillögu sem verka-
lýðsleiðtogar höfðu borið upp.
Samþykkt var með 38 atkv.
gegn 28 að boða til haínarverk-
falls í óákveðinn tíima, og þar
með er enn hætta á neyðar-
ástandi í atvirunulifi Bretlands.
— N-írland
Framh. af bls. 1.
um á Norður-írlandi 21.000 menn
þegar liðsaukinin er kom.inn þang
að, en þar við bætast 8.800 heima
vamairhermenia og 7.000 lögreiglu
menin og menn úr varalögreglu.
1 liðsaukanum sem sendur verð-
ur er sveit úr Coldstreamvarðlið
inu sem ferðamenn er leið eiga
fram hjá Buckiinghamhöll
þekkja. Bi-ezka stjórnin hefur
auk þess ákveðið 30 milljón
punda aukafjárveitingu til þess
að reisa við atvinnulíÆ á Norður-
írlandi.
Snemma i morgun fundust lík
tveggja manna í iogandi bil í
hverfi mófanæleinda, og höfðu
báðir verið skotnir i höfuðið.
Þar með hafa 475 verið drepnir
á Norður-írlandi á undanförnum
þremur áirum.
. -m: x
Siiðiir-víetnaniskir fallhlífa-
hermenn hafa nú að mestn
náð víggirta hlntannm í Qu-
ang Tri á sitt vald, en nú
hefur þeim verið gefið frí og
landgönguliðar hafa leyst þá
af hólmi. Eins og sjá má er
borgin illa leikin eftir bardag-
ana og barizt hefur verið um
hvert hús.
fréttir
i stuttu máli
POMPÍDOU
A ITALÍU
Róm, 27. júlí NTB
GEORGES Pompidou Frakk-
landsforseti ræddi í dag evr-
ópsk vandamál á Toskana-
strönd við Giovanne Leone
Italíuforseta og Guilo Andre-
otti forsætisráðherra. Aðalum
ræðuefnin voru undirbúning-
ur öryggismálaráðstefnu Evr-
ópu, ástandið á Miðjarðarhafi
og fundur æðstu manna Evr-
ópu í haust.
NÍU SAKNAÐ
Vástervik, 27. júlí NTB
AÐEINS tveimur tókst að
bjarga en niu týndust þegar
danska oliuflutningaskipiinu
„Edith Torkel“ hvolfdi um 25
sjómílur vestur af Vástervik
í Suðvestur-Svíþjóð í dag.
MÖNNUÐ
GEIMSTÖÐ
Moskvu, 27. j.lí NTB
RÚSSAR munu gera nýja til-
raun eftir nokkra daga til
þess að koma á braut mann-
aðri geimvisindastöð að því
er haft var eftir áreiðanleg-
um heimildum í Moskvu í
dag.
SKIPTI UM FLOKK
Bonn, 27. júlí NTB
ÁDUR kunnur frammáimaður
i flokki kristilegra demókrata
i Vestur-Þýzkalandi, Johann-
es Schornstein, sótti í dag
um upptöku í flokk sósial-
demókrata. Schornstein var
áður ráðuneytisstjóri í hús-
næðisráðuneytinu og segir
stjórn Willy Brandts eina
færa um að efla lýðræði,
framfarir og mannréttindi.