Morgunblaðið - 28.07.1972, Page 17

Morgunblaðið - 28.07.1972, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JÚLl 1972 17 Afsögn Maudlings REGINALD Maudling hefur ekki sagrt af sér embætti inn- anríkisráðherra i brezku stjórninni af því hann hefur verið grunaður um eða ákærð ur fyrir glæp. Hann tók þá skynsamlegil ákvörðun að segja af sér, af því að sem innanrikisráðherra var hann yfirmaður lögreglunnar og framundan er löng lögreglu- rannsókn á gjaldþroti arki- tektsins Jolin Poulsons, sem nafn hans blandaðist inn i, og margs konar vafasamri starfsemi, sem Poulson stund aði. Rannsókn Poulsons-málsins hefði ekki einu sinni þurft að leiða til þess að Maudling bæð ist lausnar, og þrátt fyrir lausnarbeiðnina bauð Edward Heath forsætisráðherra, Maudl jng að taka við einhverju öðru ráðherraembætti í stjórn inni. jÞess vegna er ekki úti- iokað, að Maudling verði boð- ið að taka aftur sæti í stjórn Heaths þegar rannsókn Poul- sons málsins lýkur, en talið er að eitt ár geti liðið áður en lögreglan skilar skýrslu og lögsókn geti hafizt. Ásökunin á hendur Maudl- ing er á þá leið, að þegar hann var í stjórnarandstöðu á dög- um ríkisstjórnar Harold Wil- sons og Verkamannaflokksins hafi hann tekið að sér að gegna formennsku í stjórn eins af útflutningsfyrirtækj- um Poulsons. I staðinn fyrir að þiggja greiðslu fyrir for- mennskustöðuna, bað Maudl- ing um að greiðsla að upp- hæð 22.000 pund yrði látin renna til góðgerðarstarfsemi, sem kona hans hafði áhuga á, nánar tiltekið í leikhús- sjóð. Poulsons-málið hefur leitt til þess, að tveir hátt- settir opinberir starfsmenn hafa verið reknir úr starfi, -gefið að sök að hafa þegið greiðslur frá Poulson. Maudling sagði i bréfi þvi sem hann sendi Heath þegar hann baðst lausnar, að hann teldi óviðeigandi að hann sæti áfram í embætti, meðan yfir stæði rannsókn í máli Poul- sons, enda hafði nafn hans borið á góma í yfirheyrslum vegna gjaldþrots Poulsons. Maudling tók ennfremur fram að hann teldi ekki ástæðu til að gagnrýna sig eða rannsaka formannsstarf sitt í stjórn Poulsons-fyrirtækisins. Raunar er Maudling fýrst og fremst gagnrýndur fyrir að hafa farið heimskulega að ráði sínu og ekki vændur um óheiðarleika. Nefnd hafa ver ið fleiri dæmi, sem eru talin sýna að hann hafi sýnt skort á hyggindum í viðskiptamál- um þegar hann var í stjórn- arandstöðu, og er það talið þeim mun háðulegra vegna þess að hann hafði gegnt emb ætti fjármálaráðherra áður en hann fór í stjórnarand- stöðu og hafði aðstöðu til þess að gerþekkja viðskiptalifið í Bretlandi. Þrátt fyrir þetta tók Maudl ing þátt í starfsemi fyrir- tækja, sem hafa misjafnt orð á sér, þegar hann haslaði sér völl í f jármálalífinu eftir að Verkamannaflokkurinn komst til valda. Nafn fyrirtækisins Rolls Royce er nefnt í þessu sambandi, enda hafa fá fyrir- tæki í Bretlandi átt við eins mikla erfiðleika að stríða á síðastliðnum áratug. Kæru- Poulson. laysi það sem Maudling sýndi í fjármálum á þessum árum hefur mjög verið gagnrýnt, en þótt um getgátur sé að ræða, virðist hann hafa verið í kröggum og reynt af fremsta megni að tryggja sér traust- an fjárhagslegan grundvöll eftir að hann hætti ráðherra- störfum. í framhaldi af þessu hafa orðið umræður um fjárreið- ur brezkra stjórnmálamanna, enda telja Bretar sig géra strangari kröfur til heiðar- leika stjórnmálamanna en aðr ar þjóðir. Þe.ss eru dæmi, að fyrrverandi ráðherrar, sem geta lítið haft fyrir stafni, séu hafðir í stjórnum fyrir- tækja til þess að fyrirtækin geti haldið veizlur i þeirra nafni, af því það þykir fínt eða góð auglýsing. Þetta er raunar ekki flokkað undir spillingu heldur er á þetta bent af því að það er talið niðurlægjandi fyrir þá stjórn- málamenn sem eiga í hlut. I þessu sambandi hefur komið fram sú krafa að al- menningur í Bretlandi fái að fylgjast með fjárhag þing- manna sinna til að koma i veg fyrir spillingu, en aðrir hafa lagzt eindregið gegn þvi, þar sem þingmenn hafi rétt á því Framhald á bls. 20 iinni var — Maó formaður og I.l n Plao. ar neituðr, að fordæma innrás Indverja og kröifðust þess ekki, að indverski herinn sneri heim áður en Ban<?iadesh yrði viður- kennt. Einnig neituðu Bretar að samþykkja tillögu, sem Kín verjar lögðu fram á fundi Sam- einuðu þjóðanna, þar sem þess var krafizt, að Indverjar drægju her sinn til baka frá Bangladesh. ar fordæming snerti ekki inn- rásir i Tíbet, S-Víetnam eða Tai wan, sem að þeirra dómi eru ekki til sem sjálfstæð ríki. Stefnubreyting í utanríkismálum og baráttu Nixons forseta fyrir endurkjöri. Að því er síðasta atr- iðið snertir ber þó að hafa í huga, að þótt Kínverjar hafi ver ið stoltir af þvi að fá „keisara" voldugasta ríkis veraldar í heim sókn til Peking, þá gekk þeim ekki siður til að tryggja sig gegn „sovézku hættunni“ með því að stofna til vináttu við Bandaríkin. Kínverjar hafa lengi átt vin- samleg samskipti við ýmis þró- unarríki, sem þeir telja sig eiga margt sammerkt með, en á sið- astliðnu ári, er hótanir Sovét- ríkjanna um að eyðileggja hinn Iitla, en ört vaxandi kjarnorku- iðnað þeirra, virtust ætla að verða að raunveruleika, varð innganga í S.Þ. þeim nauðsyn. Þessi stefnubreyting í utan- ríkismálum hefur haft í för með sér margvíslegar breytingar heima fyrir. Baráttan fyrir al- gjörum sigri byltingarinnar er ekki lengur aðalatriðið, mest áherzla er nú lögð á uppbygg- ingu varnarkerfisins, iðnaðar- ins og eínahagsmálanna, en þannig telja kinverskir leiðtog- sig helzt geta varizt út- þenslustefnu Sovétrikjanna og Japana, en hina síðamefndu ótt ást þeir mjög frá fornu fari. „Kína verður aldrei stórveldi" Þetta fullvissa Kinverjar er- lenda gesti sina um og það, sem þeir eiga við er, að þeir muni aldrei koma fram á sama hátt og stórveldin gera í dag. En hvern ig getum við verið viss? Á því Ieikur enginn vafi, að Kínverj- ar lita á sjálfa sig sem nokkurs konar Messías — á sama hátt og Bretar fyrir um það bil 200 árum — og þvi telja þeir, að engum skuli meinað að njóta nokkurs góðs af kínverskri reynslu. Álit Kínverja er, að Bretar hafi með þessu ve'kt aðstöðu sina, ef til þess kæmi, að þeir teldu sig þurfa að fordæma árás ir annarra ríkja í framtíðinni. Kínverskir leiðtogar telja, að Sameinuðu þjóðirnar eigi að for dæma allar slíkar árásir, en auð vitað telja þeir að slík allsherj- Ástæðurnar til þess, að Kin verjar hafa nú að nokkru rof- ið þann múr einangrunar, sem um árabil hefur umlukt land þeirra, eru margar. Meðal hinna helztu má nefna innrás Sovét- ríkjanna i Tékkóslóvakíu 1968, ákvörðun Bandaríkjamanna að kalla heim herlið sitt í Vietnam „Við erum fjórðungur mann- kyns, svo að þið hafið fulla ástæðu til að óttast það, sem mér skilst að kallað sé gula hættan á Vesturlöndum og í Sovétrikjunum." Þetta sagði einn gestgjafa minna við mig í kvöldverðarboði og síðan bætti hann við: „Kínverska þjóðin var kvalin og kúguð í margar aldir. Við kúgum ekki aðra, en þess skaltu gæta, að enginn hjálpaði okkur í byltingunni. Við stóðum einir alveg eins og Englendingar stóðu einir öldum saman og Bandaríkjamenn i frelsisstríðinu. Þjóðirnar verða að frelsa sig sjálfar, það eina sem við getum lagt til er hug- myndafræðin." Sagan, sem hófst með göngunni miklu Útlendingur, sem heimsækir Kina, kemst varla hjá því að viðurkenna með sjálfum sér, að hann er vitni að miklu mann- legu afreki. Saga þess hófst með „göngunni miklu" er Maó Tse- tung og félagar hans lögðu upp með 90.000 manna lið í átt til fyrirheitna landsins. Margir liðsmanna tóku með sér fjöl- skyldur sínar, skepnur og jafn- vel smiðaáhöld. Þeir ferðuðust í rúm sex ár og lögðu að baki meira en 6.000 mílur. Leiðin var torsótt, hún iá yfir snævi þakta fjallgarða, klettagil og klungur. Á tveggja til þriggja daga fresti kom til átaka við óvininn og stórorrustur voru háðar á hálfs mánaðar fresti að meðaltali. Þegar liðið að lokum náði til fjaliavígisin's í Yenanhérað: lifði aðeins 10. hver maður af þeim sem hófu förina i upphafi. En göngunni er ekki lokið. Enn sækir kínverska þjóðin fram undir forystu þeirra Maó Tse- tung og Chou En-lai. Nú er tak- markið að sigrast á hungri, fá- tækt og sjúkdómum. Það væri heimskulegt að gera lítið úr framtaki Kínverja eða halda þvi fram, að hagsmunir þeirra og Vesturlandabúa geti ekki far ið saman. Hverjir koma til með að taka við forystu kínversku þjóðarinn ar er enn óráðin gáta. Maó for- maður er áttræður og Chou En- lai forsætisráðherra er 74 ára gamall. Mikið er undir því kom- ið, að val eftirmanna þeirra tak- ist vel. Undir stjórn óráðvandra man.na geta hinar 800 milljómir Kínverja orðið mikil ógnun heimsfriðnum. Bn hver er hin raunverulega ásýnd kínversku þjóðarinnar? Er sú hliðin, sem við okkur blasir í dag og ein- kenn.ist af vingjarnlegu, bros- andi og næstum óeðlilega ró- lyndu fólki eðlilegri en sú sem fram kom í menningarbyliting- unni fyrir fjórum til fim'm árum síðan er óaldarflokkar fóru vopnaðir um landið, brenndu brezka sendiráðið til grunna og gengu jafnvel svo langt, að kyrkja kött enska fréttamanns- ins Anthony Grey að honum ásjáandi. Um þetta er erfitt að dæma, frambíð Kína er mikil ráðgáta. Ríkin á Vesturlöndum — eink um Bretland, sem aldrei hefur átt vinsamleg samskipti við Kína þótt það yrði á meðal þeirra fyrstu sem viðurkenndu Kínverska alþýðulýðveldið — ættu að athuga gaumgæfilega hvaða málefni eru þeim og Kína veldi sameiginleg. Kínversk stjórnvöld eru vinsamleg í okk- a.r garð um þessar mundir og takist okkur að nýta þetta ein- stæða tækifæri til þess að treysta samvinnu landanna gæti það haft heillavænlegar afleið- ingar. Mér þykir líklegt, að við gætum orð'ð Kínverium sam- mála um að halda þurfi út- þenslustefnu Sovétríkjanna í skefjum, um að tryggja þurfi sjálfstæði þróunarríkjanna og um að S.Þ. fordæmi árás eins rík;s á annað, hver sem í h’ut á og hver sem ástæðan k&nn að vera. Baráttan um yfirráðin i Asíu, sem háð er af Kínverjum, Jap- önum og Sovétmönnum virðist sifellt færast i aukana. Eitt af höfuðmarkmiðum vesfrænna ríkja ætti að vera, að koma á fullum sáttum milii þessara rikja því að komi til hemaðar- aðgerða þeirra í milli verður allt mannkyn að taka afleiðing- unum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.