Morgunblaðið - 28.07.1972, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.07.1972, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1972 23 Hulda Bjarnadóttir: Er Fischer heilög kýr? Mörmum hefir orðið tíðrætt um Fischer og hegðun haus í sambaruli við skákeionvigið, og flestir verið sammála um að for- dæma hana. Þó eru til þeir Is- lendingar, svo skoplegt sem það er, sem vart mega vatni halda af einskærri samúð og vorkunn semi með manninum og keppast um að afsaka hann og gerðir hans, taka undir kröfur hans og jafnvel auka við þær, og var þó nóg komið. Þeir rembast við það eins og rjúpan við staurinn að reyna að upphefja yfirmáta frekj'Ulega framkomu Fischers á eitthvert yfirskilvitlegt plan honum til afsökunar. Maður hef ur það á tiifinndngunni að þeir séu komnir með sálina úr hon- um í skjóðu, eins og kerlingin forðum, og hampi henni titrandi höndum segjandi: „inn skal hún samt“. Það er engu líkara en Fischer sé einhver heilög kýr, sem ekki má blaka við. Aftur á móti virðist enginn láta sig hag Chester Fox nokkru skipta. Hann hefir þó, að eigin sögn, lagt allar eigur sinar að veði til þess að geta tekið verðuga kviikmynd af þessu Skákeinvígi aldarinnar. Það er stundu-m skritið þetta með samúðina. Og eftirtektar- vert er, að á meðan ýmsir Is- lendingar eru að bera í bæti- fláika fyrir Fisaher hafa margir landar hans séð sig knúða til þess að biðjast afsökunar á framferði hans. Sannleikurinn er sá, að fram- koma Fischers hefir verið fyr- ir neðan allar hellur og engin ástæða til að draga fjöður yfir það, enda mun hún geymast á spjöldum sögunnar svo lengi sem skáklistin verður í heiðri höfð. Og þó að við Islendingar sé- um bæði fáir og smáir, þá eru takmöíd'k fyrir því hverju við getum kyngt þegjandd og hljóða laust, frá útlendingi, þótt skák sniliingur sé, sem við höfum tek ið á móti með kostum og kynj- um og dekrað við svo með ein- dæmum má teljast. Þetta skákeinvígi er haldið hér á landi einfaldlega vegna þess, að tilboð Islendinga var (hagstæðast fyrir keppendurna eins og komið var, enda tíu sinn um hærra en þekkzt hefir áður í skákheiminum. Skáksamband Is lands hefir gert allt sem í mann legu valdi stóð til þess að gera þetta einvigi. og allar aðstæður í Laugardalshöllinni eins vel úr garði, og ég vil segja betur en nokkum gat órað fyrir, og hafa stórmeis tararn i r hver af öðrum og aðrir kunnáttumenn, bæði erlendir og innlendir, lok- ið upp einum munni um, hve allt væri þar til fyrirmyndar. EJn menn verða að halda leik reglur, jafnvel þótt þeir séu skáksnillingar og helzt að kunna einhverja mannasiði, eins og í öðrum íþróttakeppnum. Skák sambandið greiðir keppendum miklar fjárhæðir og leggur í gíf urlegan kostnað ti'l þess að halda þetta mót, og gefur þar með skákköppum tækifæri til þess að leiða saman hesta sána og láta ljós sitt skína. I stað- inn hlýtur það að vera skýlaus krafa ekki aðeins Skáksam- bandsins heldur og alira Islend- inga, að heimsmeistaraeinvígið í Til sölu Ford Galexei 1966 V 8—289 cobic. Sjálfskiptur, vökvastýri, powerbremsur, sjálfútíherzlur á bremsum, splittað dríf, Vinyl- toppur, ný dekk, útvarp og 8 rása stereo, skoðaður '72. Upplýsingar í síma 30972. Viðurinn iengi lifi Sadolin Verjið við yðar á áranguírsríkan hátt gegn afhöggi, fúa og vatni. Annars eyðileggst hann og tapar sinni fallegu áferð. Veljið: GRUNDTEX til notkunar í fyrsta sinni á nýjan og óunnin við. PINOTEX litlaust og í 13 blæbrigðum til frekari yfirferðar. TOPTEX til lokayfirferðar og viðhalds. Fáið: Ókeypis bækling — „Góð ráð um viðar- vörn“. Sadolin skák fari fram fyrir opnum tjöldum, eins og aðrar hliðstæð- ar íþróttagreinar, en ekki fyrir luktum dyrum, og Che&ter Fox fái að kvikmynda keppnina e'ns og hann lystir. Ef keppendur eru ekki færir um að tefia við þær aðstæður, sem fyrir heindi eru, eru þeir ekki færir um að taka þátt í keppni sem þessari, eða ættu þá að minnsta kosti að gera það á eigin kostnað. Þó að Skáksambandið hafi náð svo góðum viðskiptasamn- ingi við Chester Fox, að hann hafi hálfan vinninginn en allt tapið, vegna þess að enginn hef- ir búizt við þessu kvikmynda- vandamáli, sem upp kom, þegar samningar voru gerðir, sérstak- lega þar eð Fischer sjálfur hafði haft af því áhyggjur miklar að sögn, að almenningur I Bandarikjunum gæti ekki fylgzt nægjanlega vel með einviginu hér á hjara heims, væri það ekki vansalaust fyrir Islendinga, ef Fox þyrfti að fara héðan án þess að bera nokkuð úr býtum nema fyrir- höfnina. Vissulega er það ósk flestra Islendinga, að einvígið geti hald ið áfram, en þó þvi aðeins, að það geti orðið með fuilum virðu leik og í sönnum íþróttaánda, þannig, að það verði samnkall- að Skákeinvígi aldarinnar en ekki Skripaieikur aldarinnar. ALLTAF EYKST VÖRUÚRVALIÐ SJÁIÐ SJALF! Blússur úr indverskri bómuil ú stelpurnur • Berjaklasar og alpahufur • Köflóttar unisex-skyrtur • Munstruð herranærröt • Bikininærföt á ungu stelpurnar • Þægilegir frottékjólar • Köflótt kvenjakkaföt • Buxur úr burstuðu denim • Jakkar úr burstuðu denim • Flauelsjakkar • Flauelsanorakkar og blússur • Matrosajakkar og blússur • Flerraskyrtur í úrvali • Dömublússur • Túníkur í stórum stærðum • Fullt af nýjum peysum. OPIÐ TIL KL. 10 í KVÖLD. OPIÐ A LAUGARDÖGUM. Allt í íerðalagið: Tjöld, svefnpokar, gastæk.i o. fl. Sendum í póstkröfu. Símí 30980. ★ Úrval í matvörudeild. Munið viðskiptakortin. ★ Allt á einni hæð. HAGKAUP Skeifunni 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.