Morgunblaðið - 01.09.1972, Side 7
MOftGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1972
Varðfckipin Ægir, Arvakur og Albert í Reykjavíkurliöfn.
lendingar óskuðu sjálfir eftir
að taka hana í sínar hendur.
Gæziustörf Dana þðttu þó ekki
fuOJnægjandi og var ýms-
um það líka metnaðarmái, að
Islendingair verðu landhelgi
sina sjálfir. Árið 1920 kom til
landsins danskt hafrannsókn-
arskip, „Thor“, rúml. 200 lest-
ir, sem Björgunarfélag Vest-
mannaeyja hafði keypt til að
vera vélbáitaflotanum við Eyj-
ar til aðstoðar. Hlaut skipið
nafnið Þór og var fljótlega tek
ið til gæzlustarfa öðrum þræði.
f>að var vopnað falibyssu 1924
og er fyrsta vopnaða skipið i
eigu íslendinga. Með kaupun-
um á Þór hófst raunverulega
innlend landhelgisgæzia. Árið
1926 tók ríkið yfir þetta skip
og lét smíða annað skip, Óðin,
til landhelgisígæzlu. Varðskipið
Ægir var byggt 1929, en sama
ár strandaði Þór og eyðilagð-
ist.
Fyrstu árin eftir að ríkið tók
að sér 1 andheigisgæzluna fór
skrifstofustjórd dómsmálaráðu-
neytisins, Guðmundur Svein
björnsson, með útgerðarstjóm
gæzlumiar, en 1930 var hún fal
in Skipaútgerð rikisins, sem þá
var undir stjóm Páima Lofts-
sonar. Landheigisgæzlan var
sett undir sérstaka stjórn 1952
Ægir (I.)
|g-.'ý. .Ví> ' ^ ■
Rssfí'' r>
Óðinn (I.)
Þór (L)
og hefur Pétur Sigurðsson
veitt henni forstöðu síðan.
Þótt íslendingar kæmu sér
upp nokkrum skipakosti til
gæzlu eftir að þeir urðu íull-
vakla þjóð, voru dönsk
herskip hér við land til aðstoð-
ar við þessi störf enn um hrið.
Siðasrt: kom hingað danskt skip
í þvi skyni 1939.
LAXDHELGISGÆZLAN A
SÍÐARI AREM
Landhelgisgæzlan hefur efizt
mjög með timanum. 1930 fékk
hún nýjan Þór, 1937 varðskipið
Sæbjörgu og 1938 nýjan Óðin,
sem siðar hlaut nafnið Gautur.
Auk þessara skipa hafði gæzl-
an fjölda leigubáta á sínum
snærum á þessum árum.
Þór var seldur 1946 og nýr Þór
byggðuir 1951. Árið 1958 áttí
gæzlan sex skip, Þór, Óðin,
Ægi og Sæbjörgu, sem áð-
ur eru nefnd og auk þess
Maríu Júlíu, sem þyggð var
fyrir gæziluna 1950 og Albert,
sem byggður var 1957.
Skip gsezlunnar eru nú
þessi: Ægir, smíðaður 1968,
1150 iestir, gengur 19 hnúta,
skipherra er Guðmundur
Kjærnested; Óðinn, smíðaður
1960, 1000 lestir, gengur 18
hnúta, skipherra Sigurður
Árnason; Þór, 920 lestir, geng-
ur 17 hnúta, skipherra Þröst-
ur Sigtryggsson; Árvakur, smíð
aður 1962, 400 lestir, skipherra
Heigi Hallvarðsson; og Aibert,
sem er 200 lestir, en skipherra
er Bjami Helgason.
við land tii þess að hafa eftir-
lit með fiskiskipum og vama
þeim að vedða í landhelgi."
Landhelgisgæzlan fékk sína
fýrstu fflugvél 1956, Catalina-
fflugbátinn RÁN, en síðar Sky
master-vélína SIF. Nú í sumar
fékk gæzlan vél af gerðinni
Fokker Friendship, TF-SÝR.
Þá fékk gæzian í sumar ný-
lega þyriu af Sikorsikygerð og
á væntanlegar tvær minni þyrl
ur. Skipiherra við flugið nú er
Gunnar Ólaf sson.
ÍSLENZK VEIÐARFÆRI
STANDAST FYLLILEGA
ÞÆR MIKLU KRÖFUR,
SEM FISKVEIÐAR VIÐ
HINAR ERFIÐU AÐSTÆÐUR
VIÐ STRENDUR ÍSLANDS
GERA TIL VEIÐARFÆRA.
ENDINGARGÓÐ
FLUG í ÞJÓNUSTU
LANDHELGISGÆZLUNNAR
Skipulögð gæzla með flug-
vélum hófst 1952 og voru í
upphafi eingöngu notaðar
venjulegar farþegaflugvél-
ar, sem fengnar voru á leigu.
Hugmyndin um notkun fiug-
véla til landheigissrtarfa er
hins vegar mun eldri og raun-
verulega jafngömul fluginu á
Islandi, og þvi heldur eldri en
sjálf innlenda landhelgisgæzl-
an.
Fyrsta flugvéiin, sem flaug
hér á landi, kom hin-gað árið
1919 og árið eftir ritaði flug-
maður hennar, Fran Fred-
eriksson, grein í Morgunblaðið,
en þar seigir, að nota megi
„flugbáta til strandvarna hér
nucLvsincnR
€l«-»22480
BOTNVÖRPUGARN OG BOTNVÖRPUNET
UR FLÉTTUÐU POLYETHYLENE.
HF HAMPIDJAN
STAKKHOLTI 4 — REYKJAVlK
SlMI 11600