Morgunblaðið - 01.09.1972, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1372
^ *
Sigrum með tímanum
Samdóma álit sjómanna
„Afli
minnkaði
um helm-
ingáfimm
árum“
Glettingur var að leggjast að
við Grandagarð, þegar við vor-
um þar á ferðinni, og i brúnni
hittum við Bjarna Þórarinsson,
skipstjóra, sem sagðist vera
hinn hressasti yfir útfærslunni.
— Við hðfum verið á humar-
veiðum í sumar og erum nú hætt
ir. Það hefur gengið frekar illa.
— Ég held að útfærslan komi
til með að hafa lítil áhrif á afla
humarbáta. Þarna voru að vísu
íjórir belgískir togarar, en þeir
voru auðvitað allir utan við 12
milna mörkin, svo að þeir hafa
lítil áhrif. Hún mun hins vegar
hafa mikil áhrif á afla annarra
báta.
Bjarni Þórarinsson, skipstjóri.
Ég er ekki viss um að það
verði erfitt að verja nýju land-
helgina. Það þarf ekkert að
verja hana meira en 58. Þetta
gæti þó tekið eitt til tvö ár.
— Það var ágætt að fá menn
á bátana i vor. Við erum fjórlr
á þessum bát, sem er 156 tonn.
— Ég held að rækjuafli hafi
minnkað um helming síðan fyrir
fjórum til fimm árum.
„Sigrum
með þolin-
mæðinni“
— segja skip-
verjar
á Arney
Um borð í Arney, sem lá við
Grandagarð, hittum við þrjá
skipverja, þá Viðar Björnsson,
Sturlaug Albertsson og Svavar
Edílonsson, við vinnu. Þeim
leizt vel á útfærslu landhelginn
ar.
— Þeir hefðu bara mátt gera
þetta fyrr. Þetta kemur að vísu tii
með að hafa lítil áhrif á þær velð-
ar, sem við stundum, en það eru
humarveiðar. Þær hafa minnkað
mikið en það er aðallega vegna
þess að það eru of margir stór-
ir bátar, sem stunda þær. Ann-
ars getur útfærslan örugglega
komið betra skipulagi á nýtingu
afla.
— Okkur finnst þessi yfirlýs-
ing Haag dómstólsins nokkuð
skrítin, það er auðséð að þeir
eru algjörlega með Bretum. Það
sem við getum einna helzt gert
til að verja landihelgina er að
skrifa togarana upp, ef þeir
veiða fyrir innan mörkin
og taka þá svo þegar þeir leita
hafnar. Ef þeir senda herskip,
getum við ekkert gert. Annars
mun framkoma þeirra koma
þeim í koll og við munum sigra
þá með þolinmæðinni, sögðu
þeir félagar að lokum.
„Með-
höndlum
sjóræn-
ingja sem
slíka“
Við hringdum í Guðmund Guð,
mundsson á Isafirði, foi'mann út
vegsmannafélags Vestfjarða, og
báðum hann um álit á útfærsl-
unni.
— Þetta leggst mjög vel i mig
og okkur hér. Þessi útfærsla
þýðir stóraukna friðun fyrir
linuveiðar og við bindum mikl-
ar vonir við þessar hömlur gegn
ofveiði. Agangur togara hér fyr-
ir Vestfjörðum er orðinn gifur-
legur.
Ef Bretar ætla að haga sér
eins og sjóræningjar, þá verð-
um við auðvitað að meðhöndla
þá sem slíka, þegar þeir leita
hafnar. Þeir geta ekki haldið
uppi veiðum hér fyrir Vestfjörð
um án þess að leita þjónustu úr
landi og svo verða bæði radar-
og véiarbilanir. Þetta verð-
ur voniaust fyrir þá. En við er-
um spenntir að sjá, hvort þeir
sjá það sjálfir.
Þetta verður erfitt fyrir Land-
helgisgæzluna fyrst í stað. En
starfsmenn hennar kunna sitt
fag og munu áreiðanlega gera
það sem bezt er' og rétt á hverj-
um tíma og við hverjar þær að-
stæður, sem upp kunna að koma.
Þeir geta tekið þetta þeim tök-
um, sem með þarf.
,Óefnilegt
ef ekki
tekst að
friða4
— segja út-
gerðarmenn
á Akureyri
Morgunblaðið hringdi í tvo út
gerðarmenn á Akureyri, þá
Bjarna Jóhannesson hjá útgerð-
arfélagi KEA og Vilhelm Þor-
steinsson hjá Útgerðarfélagi Ak
ureyringa.
Bjarni Jóhannesson sagðist
halda að erfitt yrði að standa
við útfærsluna fyrst, en þetta
mundi vinnast með tímanum. —
Menn búast við öllu illu og ég
held, að brezkir togarar, sem
gerzt hafa brotlegir verði ekki
afgreiddir hér, ef þeir koma i
höfn. Bretarnir geta sjálfsagt að
mestu leyti farið sínu fram
í landhelginni til að byrja með,
en þeir hljóta að gefast upp
vegna vondra veðurskilyrða og
slæmrar aðstöðu við veiðarnar.
Þeir geta ekki endalaust veitt í
hópum. Annars fer afli allra tog
ara sífellt minnkandi og þetta
er hreint ekki álitlegt, ef ekki
verður fært út i 50 mílur, sagði
Bjarni að lokum.
Vilhelm Þorsteinsison hiá Ú.A.
sagði að ekki væri enn búið að
ákveða um undanþágur fyrir ís-
lenzku togarana, en fyrirtæki
lans gerir út 5 togara, og gerði
hann ráð fyrir minni afla hjá
þeirra togurum fyrst eftir út-
færsluna.
— Annars horfir ekki efni-
lega með togaraútgerð, togararn
ir hafa ekki fengið þorsk, og
afli er verulega minni í ár en
áður. Okkur er lífsspursmál að
friða fiskimiðin og við ætlumst
til að útfærslan verði virt og
trúum því ekki að hún verð
ekki virt. Við verðum að vona
að þessi aukna friðun og minnk
andi sókn á okkar landgrunn
muni verða þess valdandi að
afli aukist á ný með tímanum og
við vonum að aðrar þjóðir
skilji þessi sjónarmið okkar.
„Enga
undan-
lát-
semi“
Skipstjóri á Arnaimesi GK er
Þórarinn Bjarnason og við tók-
um hann tali um borð í bátnum
og spurðum um álit hans á land
helgisútfærslunni og hugsanleg-
um átökum.
— Það verður auðvitað að
standa fast við 50 mílurnar, en
það má búast við svipuðu þrasi
og 1958. Bretarnir gefa sig varla
fyrr en eftir hafréttarráðstefn-
una, en ég hef engan hitt, sem
er fylgjandi undanlátssemi af
okkar hálfu í þessu máli, þetta
vinnst með tímanum, getur tek-
ið 1—2 ár.
Hins vegar verður örugglega
erfitt að verja þetta fyrst i stað,
enda sjálfsagt erfitt að staðsetja
skipin úti við 50 milurnar. Mér
finnst prýðishugmynd að reyna
að nota hvalveiðibátana til land
helgisgæzlu, en ef Bretar gerast
brotlegir við þessi nýju lög, tel
ég ekki koma til mála, að skip
þeirra verði afgreidd hér í höfn
um, nema ef um slys verður að
ræða.
Ég held, að skilningur sé að
aukast meðal sjómanna á nauð-
syn friðunaraðgerða, en auðvit-
að er það svo, að enginn vill
missa neitt af sínum míðum. En
aflinn fer alltaf minnkandi og
Þórarinn BJarnason uni borð í
Arnarnesinu.
þá verður að taka í taumana.
T.d. í humrinum, sem við höf-
um verið að veiða, þangað er
búið að hleypa allt of stórum
skipum, að ég tel. Það verður
að friða fleiri svæði, líka fyrir
^etabátum.
„Stöðv-
um rán-
yrkjuna“
í Reykjavíkurhöfn lá rækju-
báturinn Hafsúlan RE og þar
hittum við skipstjórann, Halldór
Sveinsson, sem búinn er að vera
eigandi bátsins i eitt ár. Hann
Halldór nm borð í bát sínuiri.
féllst á að segja okkur sínar
skoðanir á landhelgismálinu.
Það verður bara að reyna
að tefja veiðarnar fyrir Bret-
unum eftir föngum og svo held
ég, að Bretar hafi engar taug-
ar til að standa í veiðum i vond
um vetrarveðrum án þess að fá
nauðsynlega þjónustu úr landi.
Veðrin hjálpa okkur. Við vinn-
um þetta mál, enda þótt það geti
tek'ð nokkur ár, kanmski 2—3
ár.
Hitt er annað mál, að við verð
um líka að vernda fiskinn fyr-
ir okkar eigin bátum og hafa
eftirlit með þeirra veiðum. En
veiðin hlýtur nú að skána hjá
a.m.k. okkur í rækjunni við út-
færsluna. Stóru togararnir
liggja fyrir utan miðin og
hindra fiskinn i að ganga á mið-
in. Ef þetta hættlr h’ýtur aflimn
að aukast. Aðalatriðið er
að stöðva rányrkjuna. Ég er alls
ekki svartsýnn á útgerðarhorf-
ur i framtíðinni, ef það tekst.