Morgunblaðið - 01.09.1972, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1972
„Bretarnir
kunnu ekki
að teflau
Ólafur Valur Sigurðsson rifjar
upp, þegar níu varðskipsmenn
voru fangar um borð í brezka
herskipinu Eastbourne
í septembermánuði árið 1958
Þes&i mynd var tekin af íslensku varðskipsmönnunum, sem voru í haldi um ÍMtrð í East-
bourne í 11 daga.
AÐALFRÉTT Morgunblaðsins
3. september 1958 var um
þann atburð, er brezkt her-
skip tók íslenzka varðskips-
menn höndum, þar sem þeir
voru að lögrg'æzlustörfiim um
borð í brezkum togara.
Aðeins einn þeirra níu
manna, sem fluttir voru
um þann atburð, erb rezkt lier-
starfar enn hjá Landhelgisgiezl
unni. I>að er Ólafur Valur Sig-
urðsson, sem að undanförnu
hefur verið stýrimaður og skip
herra á flugvélum gæzlunnar.
Mbl. hitti Ólaf Val og bað
hann að segrja frá þessum ein-
stæða atburði.
— Þegar við hugðuimst sttga
um borð í brezka togarann
Northem Foam voru togara-
menn mjög vigreifir og gerðu
si/g lilkiiega til að ta'ka á móti
oktour. En þeir varðskips-
menn, sem um borð fóru voru
mjög vel samæfðir og vanir að
taka togara og komust fram hjá
skipverjum og í brúna og tóku
tagarann í einu vetfangi.
Nokkru siðar kom brezka her-
skipið Eastbourne að og setti
menn um borð i togarann. Bret
arnir stukku um borð i hala-
rófu og siðan var sjöliðuim
stillt upp í einfalda röð á dekk
inu, meðan yfirmenn fóru i
Ólafur Valur Sigurðsson.
brúna. Bretarnir höfðu stál-
hjálma og kylfur, en yfirmenn-
irnir skammbyssiur. Við vorum
allir óvopnaðir. 1 brúnni urðu
síðan nokkur orðaskipti, en
ekki önnur átök og lyktaði
þeim með þvl, að við vorum
færðir um borð i herskipið, þar
eð skipherrann á f>ór, Eiríkur
Kristófersison, neitaði að taka
við okkur aftur og krafðist
þess, að við yrðum látnir
óáreittir við Okkar lötggeezlu-
störf um borð í togaranum.
Aðbúnaður okkar um borð í
herskipinu var hinn sami og
skipsmanna þar, sitýrimennirn-
ir borðuðu og sváfu í vistar-
verurn yfirmanna herskipsins,
en við hásetarnir með brezku
hásetunum. Tvisvar vorum við
iokaðir inni, þegar skipsmenn
voru kallaðir út til að vera fcil-
búnir til orrustu, en í þau
skipti var herskipið að stugga
við ísilenzku varðskipunum.
Um borð í skipinu var veQtferð-
arfélag, sem var félag undir-
manna, og kom það því til leið-
ar, að okkur var heimilað að
kaupa tvo bjóra á dag í skips-
búðinni, af peningum þeim, sem
okkur voru skammtaðir, en
þeir voru jafnmiklir og stríðs-
fangar fá. Ekki fengum við
hins vegar rommskammt kl. 6
eins og Bretarnir. Þriðja hvern
dag var okbur skammtað te og
nokkrar aðrar vörur, sem
venja mun að skammta í brezka
sjóhernum. I skipinu fundum
við tacfa i einum klefanum, en
í ljós kom, að enginn skipverja
kunni að tefla. Við kenndum
þeim að tefla og þegar við yf-
irgáfum skipið hafði algert
skákæði gripið um sig um borð.
Ekki held ég, að yfirmenn hafi
verið mjög hræddir um að við
hyirðum á skemmdarverk eða
eitthvað þess háttar, miklu
frekar held ég, að þeir hafi ver
ið hræddir við snarvitlausan
íra, sem þarna var hásetd.
Hann kom stundum í heimsókn
til okkar og vildi ólmur
sprengja skiplð i íoft upp.
Okkur var haldið í skipinu
í 11 daga. Þá tilkynnti Ander-
son skipherra okkur það, að
eftir 2—3 daga mundi skipið
halda til Londonderry og hann
vildi helzt koma okkur í land,
en annars yrði hann að sigla
með okkur þangað og hleypa
okkur i land þar. Sigldi hann
síðan í myrkri upp að landi við
Keflavik og þar var settur út
áiraibátur og okkur skipað að
fara uim borð í bátinn og róa
i land. Við töldum eftir atvik-
um rétt að fara um borð í bát-
inn og róa til lands, en það
tök um tuttugu minútur.
Þegar litið er til baka á
þessa aitburái má e.t.v. sagja að
þeir séu ævintýri líkastir. Þessi
reynsla hafði mjög misjöfn
áhrif á okkur sem einstaklinga,
en ég held, að við höfum allir
verið sannfærðir um að við vor
um að gera það, sem af okkur
var sattazt. Og við héCidum allir
áfram störfum hjá gæzlunni eft
ir þennan atburð, þótt nú hafi
flestir snúið sér að öðrum störf
um.
— Hvaða áhrif telur þú, að
þessi atburður hafi haft?
— Þessi atburður var vafalaust
mjög jákvaður fyrir okkar mál
stað og hefði ek-ki verið
jákvæðari, þótt meiri hörku
hefði verið beitt af okk-
ar hálfu.
— Þú minnttst á að varðskips-
menn hefðu verið mjög vel sam
æfðir. Voru þeir undir svona
lagað búnir?
— Já, þetta voru geysivel
þjálfaðir og samæfðir menn og
likamlega vel undirbúnir. T.d.
höfðum við verið mikið í leik-
fimi og róðraæfingum, sem hef-
uir siitit að segja varðandi sam-
stillingu. Ég held þetta hafi
lika á.tt sinn þáfct í því, hve
lengi áhafnir varðskipanna
gátu staðið i þessu þrefi, þetltr
var stanziaus eltingaleikur við
togarana. Það er óhætt að
segja að þetta hafi verið mjög
góðar áhafnir.
Annars er mjög þroskandi
fyrir unga menn, sem ætla að
verða sjómenn að kynnast störf
um á varðskipunum. Þeir fá
fyliri skilning á þrotlausu
starfi landhelgisgæzlunnar við
að gæta landhelginnar, þessara
mestu hagsmuna þjóðarinn-
ar. Það ætti að geta veitt öíil-
um mönnum meiri styrk og
fyllra líf.
■
Og SIMRAD er 19 ára á íslandi. SIMRAD fiskileitartækin hafa á þessu tímabili átt veru-
legan þátt í að byggja upp skipastól okkar eins og hann er í dag.
Og nú hefst nýr sögukafli fyrsta september þegar fiskveiðilögsagan verður færð út í 50
sjómílur.
Og áfram getum við treyst SIMRAD-tækjunum við fiskileit, í tilefni 25 ára tímamóta fyrir-
tækisins voru sýndar 12 nýjar gerðir fiskileitartækja frá SIMRAD á sýningunni í Þránd-
heimi í ágúst síðastliðnum.
Hönnunarkostnaður við þetta tiltak varð 135 milljónir króna, en árangurinn er undraveður
bæði í verði og tæknifullkomnum fyrir allar stærðir fiskiskipa.
SIMRAD UMBOÐIÐ BRÆÐRABORGARSTlG 1. SlMAR 14135 og 14340
FRIÐRIK A. JÓNSSON