Morgunblaðið - 01.09.1972, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.09.1972, Blaðsíða 11
MOFtGUN'BLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1972 --------j-------------------------------------- 11 Á þessari mynd sést Hans G. Andersen, sendiherra, ffera grein fyrir sjónarmiðum íslendinga á fundi lag-anefndar Allsherjarþingsins 1958. I sætaröðinni fyrir aftan situr Thor Thors, sendi- herra, og Pétur Thorsteinsson. Breta, jarðsungið þriggja mílna regluna endanlega. Bandarikin komu síðan frarn með nýja tillögu um 6 mílna landhelgi, en þar við bættist svo 6 mílna fiskveiðilögisaga. En þær þjóðir, sem stundað hefðu veiðar á þessum svæðum í tíu ár ættu sögulegan rétt til þess að halda þeim veiðum áfram. Kanada kom þá fram með eina nýja tillögu samMjóða þeirri bandarísku, nema sögu- Jegi rétturinn svonefndi var felldur niður. Þetta ákvæði um sögulega réttinn var mjög ohagkvæmt Islendingum eins og gefur að skilja. Sovétríkin fluttu svo til'lögu um 12 mílna landhelgi. Enginn af þessum tillögum náði hins vegar fram að ganga, þar eð þær fengu ekki tilskil- inn meirihluta atkvæða. Ýms- ir töldu, að árangurinn af störf um ráðstefnumnar hefði orðið lít iH, þar sem ekki náðist sam- komulag um á’kveðnar reglur i þessum efnum. Á það er þó að lita, að Bretum tókst ekki að fá 3 sjómílna regluna viður- l«ennda eins og þeir ætluðu í upphafi. Auk þess fékk 12 mílna reglan meirihluta at- [ kvæða þátttökurikjanna, þó að Artiiur Dean, fulltrúi Bandaríkj anna á ráðstefnunni 1960, var helzti andstæðingur íslendinga. Manningham Buller, fnlltrúi Breita á Genfarráðstefnnnni 1958, jarðsöng þriggja mílna regluna. I.úðvík .lósepsson skálar við fuiltnia brezkra togaraeigenda, í boði hjá handarískn setndi- nefndinni á ráðstofnunni 1960. hún fengi ekki 2/3 hluta. Sú réttaróidssa, er varð við þessi úirslit, gerði því ýmsum þjóðun^iægar um vik að færa út landhelgi sína. S’kömmu eftir að þessari ráð- stefnu .lauk ákvað islenzka rik- isstjói'nin að færa fiskveiðiland helgina út i 12 sjómílur. GENFABBÁÐSTEFNAN 1960 Genfarráðstefnan 1958 sam- þykkti að leggja til við ails- herjarþing Sameinuðu þjóð- anna að kailla saman nýja al- þjóðaráðstefnu um réttarreglur á hafinu. íslendingar vildu enn sem fyrr, að allsherjarþing ið sjálft tæki landhelgismálin til meðferðar. Sú afstaða var enn ítrekuð, þegar allsherjar- þingið kom saman í september 1958. Laganefnd þingsins fékk málið til meðferðar, en þar skýrði Hans G. Andersen, sendiherra, málstað Islendinga. Málalyktir urðu hins vegar þær, að allsherjarþingið ákvað að kveðja saman aðra ráð- stefnu í Genf árið 1960. Þessi ráðstefna kom svo sam an 17. marz þ.á. og sáttu hana fu'lltrúar 90 ríkja. Verkefni hennar var ekki jafn viðtækt og ráðstefnunnar 1958, því að nú var einungis fjal'lað um við- áttu landhelginnar. Fulltrúar íslands voru enn sem fyrr Hans G. Andeirsen, Davið Ólafs son og Jón Jónsson. 1 sendi- nefndinni voru einniig Henrik Sv. Björnsson ráuneytisstjóri, Heigi P. Briem, sendiherra og alþingismennirnir Hermann Jónasson og Lúðvík Jóseps son. Ráðherrarnir Bjarni Bene diktsson og Guðmundur 1. Guð mundsson sátu einnig ráðstefn- una. ÓLÍKIB HAGSMUNIB Þó að viðfangsefni ráðstefn- uninar væri ekki eins víðfeðmt og hinnar fyrri, var enn djúpt á samkomulagi, enda rákust á ólíkir hagsmunir. Viðfangsefni ráðstefnunnar greindist þó í raun og veru í tvennt: annars vegar voru reglur um sjálfa landhelgina og hins vegar um fiskveiðilögsögu. Þau ríki, sem höfðu fiskveiðihagsmuna að gæta eins og Islendingar lögðu fyrst og fremst áherzlu á fisk- veiðilögsöguna. f upþhafi ráðstefnunnar voru lagðar fram fjónar tiliög- ur. Sovétríkin gerðu tillögu um 12 mílna landhelgi eins og 1958 og Méxíco setti fram aM- flókna tillögu, sem m.a. fól í sér rétt til allt að 18 mílna fisk veiðilögsögu. Þessar tvær til- lögur voru fyrirfram taldar voniausar og áttu 'liflu fylgi að fagna. Tillaga Mexico þótti of flókin. Bandaríkin lögðu fram til- lögu eins og áður um 6 mílna landhelgi að viðbættri 6 mílna fiskveiðilögsögu. En gert var iráð fyrir, að þjóðir, sem stund að hefðu veiðar á ytra 6 mílna beltinu frá 1953 til 1958 hefðu rétt til þess áfrasn. Kanada flutti aftur sams konar tiHögu, þar sem sögulega réttinum var sleppt. fslendingar lýsitu stuðn imgi við tillögu Kanada. Fulltrúi Breta studdi hins vegar bandarísku tiWöguna, enda þótt það kostaði Breta miklar fórnir éins óg hann orð- aði það. FOBBÉTTINDI STBANDBÍKIS fislendingar fluttu sérstaka tdTJögu uim forrétitiindi strand- ríkis til veiða utan 12 milna markanma. Þessi tillaga var samþykkt í nefnd með 31 at- kvæði gegn 11, en 46 ríki sátu hjá. Norðmenn greiddu at- kvæði á móti okkur, en Danir með. Svíar og Finnar sátu hjá. Á allsherjarfundi ráðstefn- unnar var tiliaigan hins vegar felíd með 37 atkvæðum gegn 25, en 26 ríki sátu hjá. Ráðstefnan samþykkti hins vegar breytingartillögu um þetta efni frá Brazilíu, Kútou og Uruguay. ísland greiddi at kvæði með þeirri tiHögu. Sú tillaga gekk þó ekki eims iangt og íslenzka tillagan. EITT ATKVÆÐI SKOBTI A TIESKILINN MEIBIHLUTA Þegar dió að lokum ráðstefn unnar drógu Bandarikin og Kanada fyrri tiilögur sínar til baka og fluttu nýja, sem var sama efnis og hinar fyrri, nema gert vair ráð fyrir, að sögulegi rétturinn félli úr gildi eftir 10 ár. ísilendingar snerust gegn þessari tillögu. Sendinefndin flutti breytingartillögu, þar sem lagt var til, að sögulegi rétturinn næði ekki til þeirra ríkja, sem byggðu afkomu sína að mestu leyti á fiskveiðum. Lúðvik Jósepsson og Hermann Jfe.asson liýstu sig þó and- víga þessari breytingartillögu. BreytimgartiHagan var felld með 48 atkvæðum gegn 24; 15 ríki sátu hjá. Bandarífcin höfðu uppi mifcla herferð til þess að tryggja bræði'mgstillögunni fylgi, og skömmu áður en atkvæða- greiðslan átti að heíjast var út lit fyrir, að tiðllagam fengi til- skilinn meirhluta atkvæða. Sú von brást þó. Með henini greiddi atkvæði 54 ríki, en 28 voru á móti; 5 þjóðir sátu hjá. Það vamtaði því aðeins eitt atkvæði til þess að tillagan fengi 2/3 hluta aitikvæða. Arthur Dean, fulltrúi Bamdarikjanha, gerði ítrekaða tilraun til þess að fá atkvæðagreiðsluna endurtekna, en það tókst ekiki. AÐSTAÐA ÍSLANDS STEBKABI EN AÐUB Orslitin voru mikill ósigur fyrir Bandaríkin og vildu sum ir kenna um lélegri frammi- stöðu . aðalíulltrúans. Engar niðurstöður fengust þvi fram á þessari ráðstefnu fremur en hinni fyrri. Að því leyti fór hún út um þúfur. Á hinn bóginn er ljóst, að ráðstefnan var engan veginn árangurslaus með öllu. Bretar voru t.a.m. nauðbeygðir til þess að viðurkenna 12 sjómílna fiskveiðitakmörkin, en þeir áskildu sér þó enn hinn svo- nefnda söguiega rétt. Tilraun- ir til þess að tryggja þennan sögulega rétt mistókust með öllu. Islendingar voru ótvírætt í forystu fyrir andstæðingum þessarar hugmyndar. Málstaður íslands naut tví- mælalaust vaxandi skilnings á ráðstéfnunni. Bjarni Benedikts son, dórmsmálaráðherra, sagði í viðtali við Morgunblaðið að ráðstefnunni lokinni; „Auðvit að hefðu hagsmunir Islands verið bezt tryggðir með þvi að fá viðurkennda alþjóðasam- þykkt. Or því að það tókst ekki, er að taka því. Er og eng inn efi á því, að aðstaða Is- lands er mun sterkari eftir ráð stefnuna en áður. Hin mikla samúð, sem lýsti sér í atkvæða greiðslu nefndarinnar á dögun um um tillögu okkar hefði átt að nægja stórveldunum til skilnings á þvi, að öllum var hollast að viðurkenna sérstöðu íslands." Þ.P. Við viljum vekja athygli yðar á hinum fjölhæfu rafdrifnu klippum.BFIO.frá Muhr&Bender. Til sýnis í verzlun vorri næstu daga. Vélin klippir: 1. Plöturogflatjám 2.Sivaltog ferkantaó stangarjám 3. Geira i flat-og vinkiljárn má breyta i 30 mm lokk 4. Prófila af öllum geróum Sími: 18560 G.J. Fossberg hf., vélaverzlun Skúlagötu 63

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.