Morgunblaðið - 01.09.1972, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1972
Kafli úr ævisögu Einars ríka,
þar sem sagt er frá
töku þýzks
togara
„Sjóorrusta við
V estmannaey j ar “
En erfiðustu störfin og þau,
sem kölluðu á mesta karl-
imennsku, voru togaratökurnar
og eltingarleikur við útlenda
veiðiþjófa. Ekki tókst nú alltaf
svo vel til, að sökudólgurinn
næðist. Flestir sluppu. Einstaka
náðust á miðunum. Nokkrum
sinnum heppnaðist að handsama
landhelgisbrjóta, þegar þeir leit-
uðu hafnar í Eyjum. Áður
höfðu verið tekin af þeim nöfn
og númer. Við togaratökur var
larið með mannsöfnuð um borð,
svo að þjófarnir kæmu síður
vörnum við. Oft urðu samt hörð
ótök, þegar Eyjamenn leituðu
uppgöngu i togara.
Magnús Guðmundsson í Hlíð-
arási sagði mér eftirfarandi af
togaratöku við Vestmannaeyjar:
„Á aðra viku voru togarar
búnir að gera feikna tjón á
veiðarfærum inni á Ál. Ég var
ó sjó eins og fleiri góðir menn
hér í Eyjum, en missti mikið af
veiðarfærum. Þó lenti ég ekki í
versta tjóninu. Þeir toguðu óhik
að yfir veiðarfærin og þarna
voru margir togarar.
Það var áliðið kvölds. Ég átti
ógert að 300 fiskum. Þá kemur
til mín Sigurður Sigurfinnsson,
hreppstjóri, og biður mig að
koma með sér „að taka togara".
Ég sagði strax, að mér litist
ekki á það.
„Ó, jú, Magnús minn, við
skulum reyna, hvað við getum.
Það ætti þó alltaf að vera hægt
að reka þá af miðunuim og kæra
þá.“
Ég sagði, að ég héldi, að nógu
margar kærur væru komnar í
land, því að margir væru búnir
að kvarta og klaga. Þeir gerðu
aliar kúnstir, breiddu yfir núm-
erin, tjörguðu yfir þau, svo að
il.lt væri að festa reiður á þeim.
Stundum fór þó svo, að nafn og
númer á þeirn náðust, Vöruðu
||>eir sig þá ekki á okkur, fyrr
len um seinan.
Þá segir Sigurður: „Það þýð-
ir ekkert að fara með neinar
skræfur. Svo framarlega sem
við fáum menn, þá gerir þú það,
Magnús, að koma."
Sýslumaðurinn hafði komið
með Sigurði og sagði nú: „Þið
fáið gott kaup.“
„Og hver verður fyrir þessari
ferð?“ segi ég.
„Það verð ég,“ segir Sigurð-
ur.
„Og hvað! Kemur sýslumað-
urinn ekki með?“ segi ég.
„Nei, ekki strax.“
„Verður enginn I einkennis-
búningi?"
„Jú,“ segir sýslumaðurinn,
ég fæ Sigurði minn búning.“
Þeir fóru svo frá mér, að ég
lofaði engu. Svo sé ég, að Sig-
urður kemur aftur nokkru
seinna og sý^iumaður labbandi
dálítið á eftir. Þó var ég búinn
að skurka töluvert í fiskinum.
Sigurður spyr mig, hvort ég
ætli ekki að koma með sér, þetta
sé alveg hættulaus för.
„Hvernig ætlar þú að hafa
þetta?“
„Hugmyndin er að ná skipinu
heim. Ég er búinn að fá sex og
hef kannski von um sjöunda
manninn, en þeir eru tregir til
að fara“.
Það voru Junkarabræðurnir,
Kristinn og Stefán Ingvarssyn-
ir, hann var lengi að ná í þá,
það vissi ég. Þeir vildu helzt
ekki fara í ferðina, þeim leizt
ekki á hana. Guðni Johnsen var
túlkurinn okkar, svo var Ámi
Johnsen, Þorgeir í Skel og Árni
Sigfússon.
„Þú gerir það fyrir okkur að
koma, Magnús,“ segir Sigurð-
ur.
„Ég er hræddur um, að ferð-
in geti tekið nokkuð langan
fwna. Ójú, ætli það sé ekki rétt,
að ég ko»ni.“ Mér þótti hálf leið-
inlegt að neita að fara, það var
eins og ég þyrði ekki. Og svo,
þegar þessir menn beiddu mig,
sem ég virti báða, gat ég ekki
neitað.
Þegar ég kom niður á
bryggju, var allt tilbúið. Ég var
þetta seinn.
Þeir voru með handspækur,
llkastar stýrissveifum á opnum
bát, og átti að nota þær sem
barefli til að lúskra þeim með
og verja okkur. Við höfðum
tvær byssur, Árni Sigfússon
hafði aðra þeirra. Annað höfð-
um við ekki að vopni.
Sveinn Jónsson á Landamót-
um átti bátinn, sem við fórum á,
og var formaður á honum, og
voru með honum fjórir hásetar
hans.
VAR ME» VÖRPUNA ÚTI
Þegar við lögðum af stað,
gerðum við þá athugasemd við
sýslumanninn, að annar bátur
yrði sendur effir vissan tíma,
þegar þá færi að lengja eftir
okkur. Sýslumaður lofaði þessu.
Mér finnst nú, að þeir hafi
vorið blindir, að leggja þannig
á stað með eina ferjukuntu.
Þeim var í lófa lagið að setja
okkur í poka. Ég héld, að ég
hefði ekki látið Vestmanneyinga
fara svona með mig í þeirra spor
um og látið þá taka mig í land-
helgi.
Nú fórum við af stað og héld-
um að sjá á Elliðaey. Skip var
að toga í landnorður af eynni.
Sigurður sagði okkur, er við
vorum komnir skammt norður
af Elliðaey, að koma niður í lúk-
arinn á bátnum. „Ég er að hugsa
um, að við verðum hér allir
niðri í lúkar, skipstjórinn gæti
séð okkur í kíki, en látum há-
seta Sveins vera skinnklædda
uppi á dekki. Þá heldur hann,
að þetta sé bátur að fara i róð-
ur. Við skulum skipa okkur í
fylkingu. Ég ætla að vera i stig-
anum og sjá, hvernig skipinu líð
ur og svo kalla ég: Einn, tveir,
þrfr, og verða þá allir að hlaupa |
í einni svipan beina leið upp á
brú. Hana verðum við að verja
duglega, því að ég geri ráð fyr-
ir, að það verði þegar sótt hart
að okkur. Þið verðið að vera við
því búnir, að skipstjórinn og
stýrknaðurinn séu í brúnni.“
Togarinn var með vörpuna
úti. Við renndum með honum, og
lengi vel dró hvorki sundur né
saman. I bátnum hefur líklega
verið 12 hestafla Dan-vél, svo
að ekki var að búast við mikl-
um hraða. Svo komumst við á
móts við vantinn. Þá kallar Sig-
urður til Sveins að skella sér að
honum. Við vorum þá svo nærri
honum, að í þessum töluðum orð
um kallar hann til okkar: „Einn
tveir, þrár,“ og allir voru í einni
sivipan uppi á dekki og þegar
komnir upp á brú, og vöruðu
skipsmenn sig ekkert á okkur.
Þeir hafa vist halldið, að Sveinn
ætlaði að fara að sníkja fi®k hjá
þeim.
Sigurður skipaði nú Sveini frá
skipinu og sagði, að hann mætti
ekki vera í skotfæri, og fór
hann strax í burtu.
Nú erum við komnir upp og
og kallar þá Guðni og spyr,
hvar skipstjórinn sé. Enginn
anzar. Þá spyr hann, hvar stýri
maðurinn sé, og það er sama,
enginn svarar. Guðni kallar þá
niður í þvöguna, þar sem karl-
arnir eru á dekkinu. Þar var
fullt af fiski, og höfðu þeir ver-
ið að gera að. Loks segir ein-
hver, að þeir muni vera i korta
klefanum inn af stýrishúsinu. 1
því koma tveir menn fram á
brúna, og fer Guðni að tala við
þá.
„Við skulum stjaka þeim
inn í stýrishúsið,“ segir Sigurð-
ur, og gerðum við það. Við vor-
um bara fjórir Eyjamenn; Sig-
urður, Kristinn, ég og Guðni,
því að hann varð alltaf að túlfca
því að Sigurður kunni látið í
. þýzku.
í Skipstjórinn stappaði niður
fótunum, bölvaði og ragnaði, og
skipaði ofckur í burtu, þvi að
hann hefði ráð á skipinu og
þetta væri efckert yfiirvald, í
mesta lagi lélegur lóðs. Það var
ebki svo, að ég skildi þetta, en
ég spurði Guðna að því strax,
því að mig langaði til að fylgj-
ast með öliu. Skipstjórinn hót-
aði að fleygja okkur fyrir borð,
og það gat hann vel, því að á
skipinu voru 25—30 , menn, en
við ekki nema 8. En ég er viss
um, að þeir hefðu átt erfitt með
ökkur, því að þetta voru
hraustir, óhræddir karlar. Einn
þeirra, Kristinn, var tveggja
manna maki, og átti það eftir að
fcoma í góðar þarfir.
Skipstjórinn opnar gluggann
og kallar til hásetanna og skip-
ar þeim að draga fflagg i háilfa
stöng og körfu neðan undir. Þeg
ar Sigurður sér þetta, veit hann,
hvað það merkir, því að hann
var lærður sjómaður.
Þá segir hann: „Magnús og
Kristinn, ég bið ykkur að fara
og skera þetta niður.“
Við • Kristinn fórum strax að
stiganum. Á defckinu voru háset
arnir og með hnifa í höndun-
um úr aðgerðinnd. Þeir hótuðu
að krosssfcera ofckur og mótuðu
fyrir á brjóstinu á sjálfum sér
til að sýna okkur, hver endalok
okkar yrðu, ef við reyndum að
fara niður á dekkið.
Við fórum samt niður og inn
l þvöguna. Ég setti hnefann fyr
ir brjóstið á manni, sem var í
vegi mánum, svo að hann hraut
eftir dekkinu, og stöfck ég svo
fram defcfcið. Kristinn tók í
buxnarassinn og öxlina á öðr-
um og senti honum út að öldu-
stokfcnum. Þá sá ég, að hann
var sterkur. Ég var með stóran
sjálfsfceiðung, sem ég bar alltaf
á mér, og brá honum á linuna,
sem flaggið og karfan höfðu
verið höluð upp á, svo að hvort
tveggja féffl niður. Förum við
svo í skyndi upp í brú aftur.