Morgunblaðið - 16.09.1972, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.09.1972, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, L.AUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1972 BILAIEGA CAR RENTAL n 21190 21188 14444 25555 [v mim/R BÍLALEIGA - HVEFISGOTU 103 14444 ‘2? 25555 FERÐABÍLAR HF. Bílaleiga — simi 81260. Tveggja manna Citroen Mehari. Fimm manna Cítnoen G. S. 8—22 manna Mercedes-Benz hópferðabílar (m. bílstjórum). BÍLALEIGAN A KBJiA UT r8-23-á7 sendum SKODA EYÐIR MINNA. LEIGAN AUÐBREKKU 44- 46. SÍMI 42600 Óvissa um næsta formann SFV Landsfunður Samtaka frjáls lyndra og vinstrl manna verð ur halðinn i lok þessa mánnð- ar. Hannibai Valdimarsson, félagsmálaráðherra, hefur ver iS formaður samtakanna frá stofnun þeirra 1969, en lanðs fundurinn, sem nú stendur fyrir dymm er sá fyrsti, sem haldin er eftir stofnfundinn. Allt er enn á huldu um það, hvort Hannibal Valdimarsson gefur kost á sér til endur- kjörs sem formaðtir, Hvorki stuðningsmenn hans né and- stæðingar innan samtakanna vita, hvað Hanniba) hyggst fyrir i þeim efnum. Ekki get- ur þó liðið á löngu, þar til línur fara að skýrast í þessu máli. Eins og kunnugt ér eru Samtök frjálslyndra og vinstri manna klofin i tvær fylkingar. Annars vegar er Reykjavíkurdeildin, sem svo hefur verið nefnd, og hluti fé laganna í Reykjaneskjör- dæmi. Þessi armur lýtur for- ystu Bjarna Guðnasonar. Á hinum vængniun er lands byggðarfóikið og ýmsir laun- þegar á höfuðborgarsvæðinu, sem andvígir eru mennta- mannahópnum. Þessi armur fylkir sér um Hannibal Valdi- marsson og Björn Jónsson. Fari svo, að Hannibal gefi ekki kost á sér til endurkjörs, eru mestar likur til, að Bjarni Guðnason verðl næsti for- maður samtakanna. Er Hannibal húsbóndi á sínu heimili? Fyrir landsfund Samtaka frjálslyndra og vinstri raanna verða lögð drög að stefnuyf- iriýsingti varðandi hugsan- lega sameiningu samtakanna og Alþýðuflokksins fyrir næstu kosningar. Sameiningarmálið, sem svo hefur verið nefnt, var lengi vel eitt liöfuð baráttumálefni Samtaka frjálsiyndra og vinstri manna. Nú er málutn hins vegar komið svo, að fylk ingarnar tvær eru algerlega á öndverðum meiði um sam- eininguna, sem áður var æðsta hugsjón. Fylking Bjarna Guðnasonar og hans félaga er aigerlega á móti sameiningu. Þessir að- ilar létu m.a. málgagn sam- takanna Iýsa yfir því í sumar, að sameining væri dskynsam- leg. Sá armur, sem iýtur for- ystu Hannibals og Björns Jónssonar berst á hinn bóg- inn mjög ákaft fyrir sainein- ingu. Alveg er óljóst nú, hvor armurinn verður sterkari, þegar á landsfundinn kemur. En hvað «em því líður mun reyna á það, hvort Hannibai er húsbóndi á sinu heimili eða ekki. Gagnrýnin á Ólaf fer vaxandi Ólafur Jóhannesson hefur alla tið verið nmdeildur sent formaður Framsóknarflokks- ins og notið mjög takmark- aðs trausts flokksmanna sinna. Fyrir kosntngamar 1971 var komin upp mikil ó- ánægja með flokksforystu hans og ýmsar raddir kröfð- ust endurnýjiinar. Úrslit kosu inganna urðu þau, að Fram- sóknarfiokkurinn tapaði veru legu fylgi í öðrum kosningun- um í röð og þingsæti í kjftr- dæmi flokksformannsins. Aðstæður hftguðu því þann ig, að Ólafur varð forsætisráð herra, eftir kosnlngarnar; það bjargaði hans skinni um sinn. En á nýjan léik gætlr nú vax- andi óánægju með störf hans sem forsætisráðherra og fiokksformanns. Hann þjrklr ekki sýna þá forystu, sem krafizt er. Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri; Hollan hendun-gn: æn gnös „Skönnm er ævi blómsins, en það kveður þig, eins og þú sért að fara.“ NÆTURFROSTIN um síð- ustu helgi hér sunnan- og vestanlands og snjókoman fyrir norðan og austan, taka fyrir frekari blómgun á þessu sumri. Stutt sumar mun okk- ur flestum finnast og við tök- um undir með Jóni úr Vör, að „skömm er ævi blómsins“ og þó vitum við með vissu, að ævi flestra blómanna í garðinum okkar er ekki lokið. f>au hverfa aðeins í moldina og bíða eftir nýju vori. Við vonum, að okkur auðn- ist sjálfum að lifa nýtt vor og sjá blómim vakna að nýju til Mfsins. Þess vegna hlúum við að gróðrinum í beðunum okkar, til að veita þeim vöm fyrir frostkulda vetrarins. En áður en gróðurinn fell- ur, er rétt að huga að fræ söfnun. Fuglarnir hamast nú í reynitrjánum og háma í sig berin. Ekki er ástæða til að telja eftir fuglunum næring- una, en við ættum þó að safna nokkrum berjum og hirða þar með nokkur fræ til að sá og rækta upp ný tré, sem síðar bera ávöxt fyrir fuglana. Bezt er að sá öllu fræi sem við söfnum, strax í haust. Til þess þurfum við að hafa kassa úti eða gróðurreit. Fyrir miðjan október þurf- um við að hafa lakið við að gróðursetja haustlauka, svo þeir blómstri tímanliega næsta vor. Laukarnir eru um þessar mundir að koma á markaðinn og eru seldir í flestum blómaverzlunum. Þá má benda á, að þeir sem hafa verið að setja i stand lóðir i sumar, gætu lokið gróður- setningum x trjábeð á þessu hausti, því reynslan hefur sýnt, að það getur gefizt vel. Ennþá er mögulegt að sá grasfræi, en viðbúið að svo geti farið, að það spíri ekki fyrr en að vori. Sé sáð nú í haust, er ekki vert að nota nema hálfan skammt af fræi, en bæta heldur við með end- ursáningu snemma næsta vor. Grasþökur má ieggja meðan jörð helzt ófrosin, en rétt er að valta yfir snemma að vori. Þeir sem hafa trassað gras- slátt að undanförnu, ættu að forðast of loðna grasflöt fyr- ir veturinn og slá fyrir frost- in, svo grasi ð verði ekki a<3 sinu eða leggist i lag yfir grassvörðinn og myndi fúa í grasflötinni. Öll blómabeð með fjölærum plöntum þúrfa að standa það hátt, að vatn geti sigið frá þeim. Rótum plantnanna staf- ar mest hætta af of miklum vetrarraka, sem orsakar rót- arfúa hjá plöntunum. Þar sem jörð er leirborin er gott að setja sandlag yfir beðin til varnar þvi, að holklaki lyfti plöntunum upp úr jarðvegin- um. Ungum trjápíön.tum ætti undantekningalaust að veita stuðning með spýtum, sem þær eru bundnar við, svo að ekki reyrxi of mikið á rætur þeirra í vetrarveðrun- unx. Að mörgu þarf að hyggja hjá garðræktendum áður en vetur gengur í garð, en öll umhyggja borgar sig marg- faldlega í betri ræktunar- árangri. Hraðbátur Hjartans þakkir fæ-ri ég vinum minum og ættingjum sem gióddu mig með gjöfum, skeytum og blómum ásamt heim- Óskum eftir að kaupa hraðbát um 18 til 22 feta. sóknum á 80 ára afmælt mínu, 7. september. má vera vélarlaus. Tilboðum skal skilað til afgreiðslu blaðsins fyrir 1. október Gtið blessi ykkur öú. merkt: „Sport 73 — 9875'. Guðbrandur Guðmundsson, Laugavegi 138- Beinn sími í farskrárdeild 25100 Einnig farpantar.r og upplýsingar hja ferða skrifstofunum Lartdsýn simi 22890 - Ferðaskrifstofa rikisins simi 11540 - Surina simi 25060 - Feróaskrifstofa Úlfars Jacobsen simi 13499 - Úrval simi 26900 - Útsýn simi 20100 - Zoega simi 25544 Feröaskrifstofa Akureyrar simi 11475 Auk þess hjá umboósmönnum umalltland LOnWBIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.