Morgunblaðið - 16.09.1972, Síða 16

Morgunblaðið - 16.09.1972, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1972 Otgsfandi hf Árvakuí, Reyfcijavfk Frarríkvaomda atjó-ri HaraWur Svein sson. Rrbatjórar Matbhías Johannassan, Eyfólifur Konráð Jónsson. Aöstoöarrítstjóri Sityrmir Gurmorsson. RrtS'tjórmrftHftrúi Þiorbijönn Guðnrvundssofl. Fréttastjóri Björn Jólhanooson. Auglýsingastjóri Ámi Garöar Kristinsson Rrtstjórn og afgreiðsia Aöajstræti 6, sfmi 1Ó-100. AugTýsingar Aðafstræti 6, sími 22-4-CO Áskrrftsrgjafd 226,00 kr á mánuði innanlands 1 teiusasöfu 15,00 Ikr eintakið Qkattaáþjánin, sem ríkis- stjórnin innleiddi, er nú farin að segja til sín með áþreifanlegum hætti. Allur almenningur í landinu á nú í erfiðleikum með að standa undir hinum gífurlegu skatta hækkunum, en mestur þungi leggst á herðar gjald- enda nú seinni hluta ársins. Ekki er óalgengt, að fólk greiði 40 til 50 af hundraði tekna sinna í skatta. Eftir að áhrifa af stefnu núverandi ríkisstjórnar tók að gæta, reið yfir dýrtíðaralda. Af eðlilegum ástæðum hafa fjöl- margir því lagt á sig ærið erfiði við að afla viðbótar- tekna umfram hin venjulegu dagvinnulaun. Skattastefna ríkisstjórnarinnar hefur á hinn bóginn leitt til þess, að allt að 60 af hundraði við- bótarteknanna renna til hins opinbera. Þessi skattastefna leiðir ugglaust til þess, að fjöl- margir hugsa sig tvisvar um áður en þeir leggja á sig það erfiði að afla viðbótartekna umfram venjuleg dagvinnu- laun. Þannig hefur það ósjálfrátt letjandi áhrif, þeg- ar megnið af þessum tekjum er tekið beint í hít ríkis- sjóðs. Allt bendir þó til þess, að þetta muni ekki valda ríkis- sjóði teljandi vandræðum á næstunni. Ástæðan er sú, að skattafargið, sem ríkisstjórn- in hefur lagt á fólkið í land- inu, er svo gífurlegt, að menn vérða nú að afla sér auka- tekna með einhverjum ráð- um. Að öðrum kosti geta menn ekki staðið undir álög- unum. Ríkisstjórnin bókstaf- lega þvingar fólk til þess að afla sér hærri tekna með aukavinnu, svo að það geti staðið undir skattgreiðslun- um næstu mánuði. Ef menn hverfa ekki að þessu ráði, verður lítið eftir af laununum til þess að framfleyta fjölskyldu, og í mörgum tilvikum sjá menn fram á að gengið verði að íbúðum þeirra. Enn er næg atvinna víðast hvar á landinu. Að vísu horf- ir mjög þunglega í þeim efn- um og stöðvun veigamikilla atvinnugreina blasir við. En stjórninni er fullljóst, að vinna er næg um þessar mundir og á það treystir hún. Hún treystir því, að fólk ið afli sér nú viðbótartekna til þess að standa undir skatt- greiðslunum. Þannig reiknar hún með að innheimtan verði hlutfallslega jafn góð og ver- ið hefur og fjármagnið streymi í ríkissjóðinn. Ráðherrarnir reikna með, að ríkisstjórnin sitji áfram næsta ár. Þá hefur þeim tek- izt að fullkomna skattasvika- mylluna. Ástæðan er sú, að tekjur manna hækka mjög mikið á þessu ári, og það hefur í för með sér, að óbreyttum skattalögum, að skattarnir hækka enn meir á næsta ári en þeir gerðu í ár. Ekkert bendir til þess enn, að ríkisstjórnin hafi í hyggju að hverfa frá þessari skatta- stefnu, og því má fastlega gera ráð fyrir að haldið verði áfram á sömu braut. Tals- menn stjórnarinnar eru jafn- vel en að lýsa ágæti hennar, en sú lýsing hófst með því, eins og kunnugt er, að dag- blaðið Tíminn fullyrti, að skattar myndu lækka á þorra gjaldenda. Á næsta ári mun þessi saga svo endurtaka sig. Að óbreyttum ástæðum má reikna með, að skattaálagið verði svo mikið, einkanlega síðari hluta ársins, að hver sem vettlingi getur valdið verði að leggja á sig feiki- lega aukavinnu tiil þess á nýjan leik að geta goldið í ríkissjóðinn. Ef svo fer má reikna með ei^n hærri tekj- um og stjórnin getur þá haldt- ið svikamyllu sinni áfram. Á hinn bóginn hefur ríkis- stjórnin sennilega ekki hug- að að því, að efnahagsstefna hennar hefur leitt til þess, að samdráttur er fyrirsjáanleg- ur í mörgum atvinnugrein- um. Ástandið í sjávarútveg- inum er með þeim hætti, að ekki er ólíklegt að komi til stöðvunar. Þessi atriði geta vissulega tórveldað ríkis- stjórninni að gera skatta- svikamylluna að veruleika. Minnkandi atvinnumöguleik- ar koma e.t.v. til með að draga úr tekjum fólksins. Vinnubrögð stjórnarflokk- anna fram til þessa sýna þó ótvírætt, hvernig stefnt er að því að draga fjármagnið frá fólkinu í landinu og at- vinnufyrirtækjum einstakl- inga og félaga yfir í ríkis- sjóð. Þetta er aðferð komm- únista og sósíalista til þess að skerða fjárhagslegt sjálf- stæði borgaranna og efla mið stjórnarvaldið. Framsóknar- menn og Samtök frjálslyndra og vinstri manna hafa fylgfc þeim eftir á þessari braut fram til þessa. — Eitt brýn- asta verkefni næstu ríkis- stjórnar verður að snúa þess- ari þróun við. SKATTASVIKAMYLLA RÍKISSTJÓRNARINNAR Matthías Johannessen: Hugs j ón þeirra er eldur... Oberammerg'au, sept. — Sama dag og Olympíuleikunum var haldið áfram eftir harmleikinn mikla í Olympíuþorpin'U, þegar „Svarti september" sló hrammi sinum með alkunnum afleiðing- um, var það einkum tvennt sem vakti athygii, og hvorugt til bóta: þrír arabísku hefnd- arverkamannanna höfðu ver- ið handteknir og nú kröfðust samherjar þeirra þess, að þeir yrðu l'átnir lausir og lík hinna iátnu félaga þeirra afhent — að öðrum kosti yrði aftur stegið. Að hinu varð ég áhorfandi. Það var þegar bandariski blökkumaðurinn Matthews stóð uppi á verðlaunapallinum á að- aileikvanginum eftir sigurinn í 400 m hlaupinu og talaði kæru leysislega v!ð ianda sinn, silfur- hafann Coliett, meðan banda- riski þjóðsöngurinn var leik- inn. Sá síðarnefndi er einnig blökkumaður. Síðan sveiflaði Matthews kæruleysislega gull- peningnum og engu líkara en honum væri skitsama um þetta allt, enda fuilkomin ástæða til, svo lélegur sem tíminn var. Með an iþróttafóik var að setja Olym píu- og heimsmet allt i krin-gum þá félaga, voru þeir eins og staðir hestar, ef tekið er mið af heimsmetinu. Ekki lét Milburn svona, svarti skeggjaði sigurveg arinn i 110 m grindahlaupinu, og jafnaði hann þó heimsmetið ef ég man rétt. Enginn vafi lék á því að hér áttu sér stað einhvers kon- ar mótmæli, enda baulaði mann- skapurinn óskaplega á þá fé- laga, a.m.k. fannst mér það mik- ið baul þar sem ég sat. Og eitt er víst: að verðlaunaafhend- in-gu lokinni gekk Collett í átt- ina tid svertingjahóps sem sat nokkuð ofar en við Islending- arnir, þeir stóðu upp og voru allir steyptir í móti Angelu Dav- is sýn-dist mér, hrópuðu og steyttu sína svörtu hnefa, og Collett svaraði þeim með sínum sterka armi: hann brosti og þar sem hann var rétt hjá okkur sá ég í þessu brosi bæði stolt og — það sem verra var — ein- hverja tegund af hatri sem við íslendingar hvorki skiljum né getum skilið, hversu gáfaðir sem við erum. En svertingjarn- ir komust ekki upp með neitt múður: þeir voru púaðir niður af öllum kröftum af fjöldanum í kring. Og var þetta aillt hið eft- irminnilegasta sjónarspil. Alil- ir voru búnir að fá sig ful.1- sadda af mótmælum. Ekki veit ég hvort heimska eða kiaufaskapur réð því að svertingjarnir reyndu að mót- mæla á þessari stund, en verri tíma gátu þeir varla kosið. Erng tum heilvita manni gat dottið í hug, eins og á stóð, að breyta Olympíuleikunum i mótmælaher- ferð, allra sízt á þeim sama leik- vangi sem sorgarathöfnin hafði farið fram með svo virðulegum hætti daginn áður. En Matthews eru mótmæii engtn nýlunda. Hann var i 400 m boðhlaups- sveitinni bandarísku i Mexikó er mér sagt og þar ku hann hafa steytt hnefann, enda tízka bandarískra biökkumanna þá um stundir. Nú mátti sjá að þessi tízka átti litlu fylgi að fagna, og sérstak- lega þótti mér það athyglisvert hve íþróttafól'kið frá kommún- istalöndunum virti þessi mót- mæli gersamlega að vettugi. úétu þau alveg fram hjá sér fara, enda er þetta fólk vel upp alið eins og kunnugt er. Svo er mér nær að halda að íþróttamenn frá Austurblo'kkinni séu komn- ir á Olympíuleika til að keppa, en ekiki mótmæla. Sízt af ö'lilu eftirsóknarvert að koma aft ur heim eftir slík mótmæli, eins og kunnugt er. Aftur á móti hef- ur hitt vakið athygli hér í Þýzkalandi að Rússarnir voru ekki viðstaddir minningarathöfn ina um ísraelsmennina á Olym- píul'eikvainigiin'um, kannski ekki verið búnir að fá fyrirmæli að heiman. En Rússar mótmæltu of- beldinu opinberlega og hættu enn orðstír sinum í Arabalönd- unum, það var þeirn tii sóma. Við skulum þó ekki gleyma þvi að ofbeldi er afstætt hugtak eins og allt annað: það er til gott ofbeldi, eins og kunnugt er, en svo er einnig til vont ofbeldi. Þetta þótti kommúnistum vont ofbéldi eins og á stóð. Matthews og Collett sýndu litinn sálfræðiiegan skilning. Og það var sannast sagna stórlega hvimleitt að horfa uþp á fram- komu þeirra. Að vísu hafa þeir ful'lan rétt á að mótmæla, en staður og stund voru illa valin. Matthews er félagsfræðingur 1 Brooklyn, það hefði átt að hjálpa honum til að „sálgreina" þessa 80 þúsund manna múgsál sem þarna var, en honum brást hrapallega bogaiistin. Kannski þetta hefði gengið betur, etf hann hefði verið minna mennt- aður. Eitt er þó víst: hann gerði sér eftir á grein fyrir að fram- koma hans hafði ekki hjálpað góðum málstað bandarískra blökkumanna, ef nokkuð: þá fremur skaðað hann eins og á stóð. Bros hans fraus þegar jök- ul'köld andúðarbylgja múgsálar- innar lék um hann. Nú reynir hann að bæta úr skák. Hann segir það t.a.m. uppspuna blaða- manna að hann haifi einungis farið ti! Miinehen tii að sigra fyrir sig og fjölskyldu sína. Og bætir við að hann hafi ekki a.m.k. ekki mieðvitað, ætlað að sýna bandaríska fánanum og þjóðsöng lands síns lítilsvirð- inigu. Það hatfi þá verið ómeð- vitað. „Ef til vill höfum við ekki hegðað okkur rétt, en þá ómeð- vitað,“ segir hann. Og hann neit- ar því ekki að í brjósti sínu sé

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.