Morgunblaðið - 26.10.1972, Blaðsíða 17
MORGUNBLA.ÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKTÖBER 1972
17
Ásberg Sigurðsson borgarfógcti:
Minkarækt í
by rj unarör ðugleikum
Óvænt áföll skapa vanda, seni leysa þarf
ÝMSIR I5YR.II; N.VR-
ERFIÐLEIKAR
Það eru nú rösk tvö ár
síðan minkarækt var hafin
að nýju hér á landi. Margvís
legir byrjunarerfiðleikar
hafa hrjáð þessa nýju bú-
grein íslenzks landbúnaðar,
en slíkt er ekkert einsdæmi
með nýjar atvinnugreinar.
Stofnkostnaðar minkabúanna
hér er hærri en í nokkru
öðru landi, vegna mjög
strangra reglna íslenzkra
laga um vandaðar byggingar
og öflugan öryggisútbúnað.
Þessi mikli stofnkostnaður
og skortur á hæfilegum stofn
lánum hefur valdið því, að
ekki hefur verið hægt að
búa minkabúin þeirri að-
stöðu og tækni, sem æskilegt
hefði verið til að skapa ódýr
ari og hagkvæmari rekstur
þeirra.
Alvarlegasta vandamálið
hefur þó verið, að þessi bú-
grein hefur ekki átt kost á
neinni leiðbeiningar- eða
ráðunautaþjónustu, eins og
aðrar búgreinar landbúnaðar
ins. Þetta stafar fyrst og
fremst af þvi, að hér á landi
hefur enginn maður þá vís-
indalegu þekkingu, sem til
slíks starfs þarf. Minkarækt
in hefur verið það smá í snið
um enn sem komið er, að
ekki hefur af hinu opinbera
þótt ástæða til að fá erlend-
an ráðunaut til landsins.
BATNANDIHORFUR —
HÆKKANDI VERÐLAG
Þrát't fyrir þessa anmm'arka,
voru allar horfur á því, að
þessi búgrein myndi komast
hjálparlaust yfir byrjunarerf
iðleikana, vegna þess, að
framleiðslukostnaður minka-
skinna er hér verulega lægri
en í öðrum löndum. Hefur
komið í ljós, að þar sem að-
staða er bezt til fóðuröflun-
ar hér, er fóðurkostnaður að
eins helmingur þess, sem hann
er á Norðurlöndum. En þar
er fóðurkostnaður talinn
, vera um 50—55% aí fram-
leiðslukostnaði minkabúanna.
Sýnir þetta ljóslega þá miklu
möguleika, sem minkaræktin
hefur hér i framtíðinni.
Eftir hið mikla verðfall,
sem varð á minkaskinnum
1970—1971 og kom mjög hart
niður á fyrstu min'kabúunum
fór verðlag á minkaskinnum
nokkuð hækkandi á s.l. vetri
og er talið, að það muni jafn-
vel hækka enn meira. ATiar
líkur voru því til þess, að
minkaræktin gæti á þessu
ári styrkt stöðu sina með þvl,
að bæta tækni á búunum og
hafið undirbúning að frekari
stækkun þeirra, sem er mikil
nauðsyn til hagkvæmari
reksturs.
ÓVÆNT AFÖLL
Vorið 1971 gekk gotið á
minkabúunum mjög vel. Þá
freddust fleiri lifandi hvolp-
ar á búunum en almennt er
talið meðailag. Hins vegar
bar nokkuð á meiri vanhöld
um hvolpa siðar á áririu, en
eðlilegt mátti telja. Afkoma
búanna á árinu varð þó ekki
verri en það, að helmingur
minkabúanna hafði nokkurn
rekstursafgang.
Á s.l. vori urðu flest
minfcabúin hin.i vegar fyrir ó-
væntum áföllum í sambandi
við gotið. Stór hluti hvolp-
anna fæddust annað hvort
dauðir eða komust aldrei á
spena. Við það bættist svo,
að óeðlilega mikið af læðun-
uim eignaðiist enga hvolpa.
GlFURLEGT AFURÐA-
OG f-iArhagst.tón
Af þessum sökum er ljóst,
að minkabúin fá í ár a.m.k.
10 þúsund færri skinn til
sölu, eða um 20 þús. skinn í
stað 30 þús. skinna, sem eðli
legt var að reikna með. Af-
urðatjón, sem nemur um 33%
er svo alvarlegt, að öruggt
má telja, að flest minkabúin
verði að hætta starfsemi sinni
á næstu mánuðum, nema mjög
veruleg fjárhagsaðstoð verði
veitt hið fyrsta, í formi hag-
stæðra lána eða styrkja,
vegna þessara áfalla.
Svo stórfellt afurðatjón
myndi heldur enginn islenzk
ur atvinnuvegur þola bóta-
laust i dag, hvað þá heldur
atvinnugrein, sem er að byrja
starfsemi sína. Talið er að
aflamagn útgerðarinnar og
frystihúsanna hafi á þessu
ári minnkað um 12—15%.
Þessir gamalgrónu atvinnu-
vegir hótuðu tafarlaust stöðv
un, ef þeir fengju ekki opin-
bera aðstoð til áframhaldandi
reksturs. Þeir fengu líka
strax fyrirheit um allt að 90
—100 miilj. kr. aðstoð til ára
móta úr verðjöfnunarsjóði.
Minkaræktin á hvorki bak-
hjarl í varasjóðum eða skuld
litlum eignum. Hún get-
ur ekki hótað neinni stöðv-
un. Hún virðist ekki eiga
neins staðar heima í uppbóta-
eða bjargráðakerfi atvinnu
vega landsins, allra sizt land
búnaðarins.
AÐ SÝNA VIL.TA I VERKI
Mjög er talað fjálglega um
nauðsyn þess, að gera at
vinnulífið f jölbreyttara, sér-
staklega með þvi, að efla nýj
ar útflutningsatvinnugreinar.
Minkaræktin er nýr þáttur
íslenzks landbúnaðar, — út-
flutnings- og dreifbýlisat
vinnuvegur, — sem víst er,
að hægt er að reka án
styrkja- og útflutningsupp-
bóta, ef hún fær ráðrúm til
að styrkja stöðu sína.
Hér er kjörið tækifæri til
að sýna viljann i verki. Því
verður ekki að óreyndu trú-
að, að minkaræktin verði
drepin niður í annað
sinn. Því eins og kunnugt er
var minkarækt bönnuð með
Asberg Sigurðsson.
lögum á íslandi árið 1951.
Þetta bann við arðsömum at-
vinnuvegi vakti furðu víða
um heim. Ef minkaræktin
legðist nú niður aftur vegna
skilningsleysis valdhafa, væri
það íslendingum sízt til álits
auka.
MINKARÆKT ARDSÖM
A NORDURLÖNDUM
Það var einmitt upp úr
1950, sem frændur okkar á
Norðurlöndum fóru fyrir al-
vöru að efla sína minkarækt
með öflugum stuðningi ríkis-
valdsins, sem kostaði til-
raunastöðvar í minkarækt
undir forystu færustu vís-
indamanna. Norðurlöndin
hafa verið í fararbroddi í
þessum atvinnuvegi í heimin
um undanfarna tvo áratugi,
enda hefur hann verið þar
þýðingarmikiU gjaldeyris-
og útflutningsatvinnuvegur,
jafnvel á mælikvarða þessara
stóru þjóða. Þannig hafa
Danir flutt út minkaskinn ár
lega fyrir um 300 millj. d. kr.
eða 3500—4000 millj. ísl. kr.
Atta minkabú
A ÞREM ARUM
Strax og minfcarækt var
leyfð hér á landi árið 1969,
fóru nokkrir ungir menn, al-
gerlega á eigin vegum til
Norðurlanda, sérstaklega
Noregs, til þess að kynna sér
minkarækt m.a. með því að
vinna á viðurkenndum minka
búum í eitt ár, eins og lögin
gera ráð fyrir, sem skilyrði
þess að mega veita minkabúi
forstöðu hér á landi.
Og áður en ár var liðið frá
gildistöku laganna, tók
fyrsta minkabúið til starfa.
Var það minkabú Loðdýrs
h.f., að Lykkju á Kjalarnesi,
sem fékk 900 minkalæður loft
leiðis frá Noregi um miðjan
apríl 1970.
Á þeim rúmlega þremur ár
um, sem minkarækt hefur ver
ið leyfð, hafa verið stofnuð
hér 8 minkabú með rúmlega
8 þús. læðum. Eru fjög-
ur þeirra í nágrenni Reykja-
víkur, eða I.oðdýr h.f., að
Lykkju á Kjalarnesi, Pólar-
minkur h.f., að Skeggjastöð-
um i Mosfellshreppi, Dalsbú
h.f. að Helgadal í Mosfells-
hreppi og Fjarðarminfcur h.f.
Hafnarfirði. Úti á landi eru:
Articminkur h.f. Akranesi,
Loðfeldur h.f. Sauðárkróki,
Grávara h.f. Grenivik og
Minkabú Þorsteins Aðal-
steinssonar, Dalvík. Má
segja, að hér hafi verið mynd
arlega af stað farið, en þó
með fullri gát.
HLUTHAFAR 100—500
Það er athyglisvert og á-
nægjulegt, að minkabú þessi
eru reist fyrir þátttöku og
framlög frá fjölmörgum ein-
staklingum, sem stofnað hafa
hlutafélög til að koma þess-
ari nýju búgrein upp. Þann-
ig munu hluthafar í fyrsta
minkabúinu, búi Loðdýrs h.f.
vera um 130 einstaklingar.
AUs er talið að hluthafar í
minkabúunum séu á milli 400
—500 einst'aklmgar. I»að er
f.vrir bjartsýni og stórhug
þessa fólks sem minkaræktin
hefur náð fótfestu hér á
landi á ný.
HLUTAFÉ UM 50% AF
STOFNKOSTNAÐI
Öll þessi hlutafélög eru
með mikið hlutafé, yfirleitt
um 5—7 miUj. króna eða um
50% af stofnkostnaði minka-
búanna. Svo mikið eigið fé í
hlutafélögum mun algjört
einsdæmi hér á landi. Þetta
eru því engin málamynda
hlutafélög, sem svo mjög eru
tíðkuð hér.
Stofnendur minkabúanna
lögðu fram mikið hlutafé í
trausti þess, að lánástofnan
ir þjóðfélagsins veittu þess-
ari útflutningsbúgrein eðlileg
stofnlán eða a.m.k. 50—67%
af heildarstofnkostnaði
þeirra. En þvi er ekki að
heilsá. Stofnlán til minkabú-
anna hafa verið um 30—33%
af heildar stofnkostnaði, en
stofnlán til báta- og togara-
haupa eru 85—90%.
Þessi lágu stofnlán stafa
fyrst og fremst af þvi, að eng
in lán er hægt að fá vegna
kaupa á lífdýrastofniinum,
sem flytja varð með sérstök-
um flugvélum til landsins með
ærnum kostnaði. Mun láta
nærri, að lifdýrakaupin hafi
verið um 1/3 hluti stofnkostn
aðar þessara fyrstu minka-
búa. Þessi innflutningur á líf
dýrum er mikill og sérstakur
aukakostnaður fyrir fyrstu
minkabúin, sem ekki kemur
til við áframhaldandi upp-
byggingu atvinnuvegarins.
Má reikna með að hver inn-
flutt minkalæða hafi kostað
um 2 þús. krónum meira en
minkalæða alin upp hér á
landi. Ekki verður séð, að
það geti orsakað nein alvar-
leg fordæmi, þó hófieg stofn
lán væru veitt eða önnur fyr
irgreiðsla, vegna innflutn
ings á kynbóta- og lífdýrum
til minkabúanna. Hvað verð-
ur t.d. um fyrirhugaðar kyn-
bætur í sambandi við Gallo-
way-holdanautin. Er ekki
reiknað með að rikið kosti
þær algerlega og stofnsetji
sérstaka einangrunarstöð fyr
ir þá starfsemi? Það er ekki
sama, hvort menn stunda
nautgriparækt eða minka-
rækt, en þó er sú síðar
nefnda ólikt hagkvæmari fyr
ir þjóðarbúið.
VANDAÐAR BYGGINGAR
— ÚRVALS LÍFDÝR
Erlendum sérfræðingum,
sem hér hafa verið á ferð, ber
saman um, að byggingar
minkabúanna séu í algerum
sérflokki hvað frágang og
traustleika snertir. Þá telja
þeir, að hér sé mikið af úr-
vals lifdýrum sem gefi góðar
vonir um afburðagóðan líf-
dýrastofn í framtíðinni, ef
rétt er að farið. Það væri
því hörmulegt glapræði, ef
minifcarækt legðist nú niður,
vegna skammsýni og aðgerð
arleysis yfirvalda.
Það er búið að fjárfesta i
þessuim atvirmuvegi um 100
millj. kr. Þar af hafa fjöl-
margir einstaklingar lagt
fram um 40—50 millj. kr. 1
hlutafé og Stofnlánadeild
landbúnaðarins lánað um 30
millj. kr. Ef atvinnuvegurinn
legðist niður er þetta fé
nær algjörlega tapað, þvx
byggingar minkabúanna eru
lítils virði til annarra nota.
Þá múndu lífdýrin, sem hafa
verið keypt fyrir um 30 millj.
kr. leggja sig á 8—10 millj.
kr., ef þeim væri slátrað og
skxmnin af þeim seld.
Ungu mennirnir, sem fónx
á eigin kostnað til útlanda,
hafa nú aukið reynslu sina
og þekkingu og eru í vax-
andi rnæli, að ná góðum tök-
um á þeim vinnubi'ögðum,
sem þessum atvinnuvegi er
samfara. Það væru hálfgerð
svik við þessa menn og hina
fjölmörgu hluthafa minkbú-
anna að láta þessa búgrein
lognast út af, þó óvænt
óhapp hafi átt sér stað i vor.
í»að er ekkert nýtt að nýjar
atvinnugreinar á íslandi hafi
átt við byrjunarerfiðleika að
stríða. Það niá heita undan-
tekningalítil regla, en jafnan
hafa stjórnvöld leyst málin
með einliverjtim hætti.
ATVINNUVISGUR
LANDSBYGGÐARINNAR
Minkarækt er atvinnuveg-
ur, sem íslendingar eiga að
geta stundað með mjög góð-
um árangri. Allar aðstæður
eru hér mjög hagstæðar, sér-
staklega í útgerðarbæjum úti
á landi í sambandi við frysti-
húsin. Þar er líka mest nauð
syn á að auka f jölbreytni at-
vinnulífsins, en ýmsum erfið
leikum bundið að koma þar
upp öðrum útflutningsiðnaði.
Sú reynsla, sem þegar hefur
fengizt af minkarækt úti á
landi bendir tvímælalaust til
þess, að þar séu aðstæður
heppilegastar. Sú hefur líka
raunin orðið á Norðurlönd-
um, að minkaræktin hefur
bliómgazt bezt í námiunda við
fiskibæina.
Komið hefur í Ijós nú þeg
ar, að fóður-kostnaður þar er
aðeins um 25—30% af fram
leiðslukostnaði, þegar hann á
Norðurlöndum er 50—55%.
Hér er þvi fóðurkostnaður-
inn aðeins hálfur á móti þvi
sem þar er. Þá eru vinnulaun
ekki hærri hér á landi og ytri
aðstæður, eins og loftslag sízt
lakara. Samkeppnisaðstaðan
er þvi mjög góð, ef búin eru
af heppilegri stærð og búin
nauðsynlegri tækni.
UPPBYGGTNG VRÁÆTLIN
Það má þvi ekki leggja ár-
ar i bát, þó að á móti blási i
bili. Heldur á nú þegar að
gera áætlun til næstu 5—10
ára um uppbyggingu minka-
ræktar úti á landsbyggðinni,
og ætla til þess hæfilegt fjár
magn, svo hægt sé að byggja
þessa útflutningsbúgrein upp
á skynsamlegan hátt miðað
við ströngustu kröfur um hag
kvæmni og tækni. Minkabú-
in þurfa að vera nokkuð
stór á hverjum stað, svo
hægt sé að koma við eðlilegri
verkaskiptingu og hagræð
ingu í reksti'i þeirra. Alveg
sérstaklega þarf þó að koma
upp leiðbeininga- og ráðu-
nautaþjónustu i þessum at-
vinnuvegi á vegum hins op-
inbera, eins og í öðrum grein
um íslenzks landbúnaðar.
Ef minkaræktin yrði sett
við svipað borð og aðrir út-
flutningsatvinnuvegir lands-
manna, hvað stofnlán og aðra
fyrirgreiðsliu snertir, þyrfti
engu að kvíða um framtíð
minkaræktar á Islandi.