Morgunblaðið - 26.10.1972, Blaðsíða 28
28
M^RGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1972
ífrjálsuriki eftir VS. Naipaul
samræður við gestkomandi, sem
þeir álitu vinveitta, bæði til að
æfa enskukunnáttuna og bæta
þekkingarsvið sitt. Bobby varð
hrærður yfir því að hann skyldi
vera valinn, — að drengurinn
skyldi sýna honum þetta traust,
Honum var það kærkomið eftir
það sem hann hafði orðið að þola
þetta kvöld. Og honum sárnaði
við sjálfan sig fyrir að hafa lát-
ið tal ofurstans hafa svo niður-
drepandi áhrif á sig, að við bar
inn hafði hann aðeins séð einn
Afríkumanninn í viðbót, — einn
af fleirum í þjónustuliði ofurst-
ans, — starfsmann á þessu ógeð-
fellda hóteli.
„Þú lesa flata(rmáiisifræði?“
sagði Bobby. „Þú sýna mér,
hvar þú lesa.“
Barþjónninn brosti og tók
nokkur dansskref af kæti. Hann
lagði olnbogana á barborðið og
fletti tveimur eða þremur fyrstu
blaðsíðunum í bókinni með flöt-
um lófanum. Blaðsíðurnar sem
hann fletti voru óhreinar og
snjáðar, hornin uppurin.
„Ég lesa hérna," sagði hann.
Hann iðaði enn af kæti, lagði
lófann yfir opnuna og ýtti bók-
inni til Bobbys.
Bobby lagði bókina á mitt bar
borðið: „Þú lesa hér? Homin í
þrihyrningi eru samanlagt 180
gráður?“
„Ég lesa hér.“ Pilturinn hall-
aði sér á ská yfir borðið. „Þú
kenna mér.“
„Ég kenna þér. Þú gefa mér
blað.“
Pilturinn rétti honum bréf-
þurrku.
„Sjáðu, ég kenna þér. Ég
strika beina línu. Bein lína sama
sem hundrað og áttatíu gráður.
Sjáðu. Ég teikna þrihyrning á
beina linu. Svona. Þetta horn,
þetta horn og þetta gera saman
hundrað og áttatíu gráður."
„Hundrað."
„Þú ekki skilja. Sjáðu,
ég kenna aftur. Ég teikna hring
hér. Hringur gerir þrjú hundr-
uð og sextíu gráður.“
„Hundrað."
„Nei, ekki hundrað, þrjú
hundruð og sextíu. Ég sýna þér
hundrað. Ég draga línu í gegn-
um hring. Hundrað þarna uppi.
Hundrað hér.“
„Ég lesa frönsku."
„Þú lesa mikið. Hvers vegna
þú lesa svona mikið?"
„Ég fara í skóla næsta ár,“
sagði pilturinn hreykinn, horfði
niður á nef sér og rak fram
neðri vörina. Hann tók flatar-
málsfræðina af borðinu með fing
urgómunum. „Ég kaupa margar
bækur. Ég fá fína vitrnnu."
Orðin áttu sér bergmál.
Bobby fannst hann skynja að
hér hefðu aðrir átt leið uan. Æv-
intýri var honum ekki
efst í huga. Sízt hafði hann átt
von á neinu þvílíku þennan dag.
En nú sá hann hilla undir æv-
intýri eftir orðaskiptin við
þennan pilt. Einhver hafði áður
sagt honum til og ævintýrin
urðu oft þegar minnst vonum
varði. Eins og óvænt umbun.
Hann hafði ekki virt piltinn fyr
ir sér á meðan hann var að tala
við hann. Nú renndi hann aug-
unum yfir höfuðið, hárið, klístr-
að af ryki og olíu og sterkleg-
an hálsinn. Pilturinn rýndi í bók
ina og bærði þykkar varirnar.
Hann vissi að verið var
að horfa á hann.
„Hvað þú heita?" sagði
Bobby og skoðaði lögun eyrn-
anna.
„Carolus." Pilturinn leit ekki
upp.
„Það fallegt nafn.“
„Þú kenna mér frönsku."
Franska málfræðin var eftir
irskan prest og gefin út í Ir-
landi. Kápan var fitug og blett-
ótt og blöðin orpin.
„Hvað þú kominn langt? Hing
að? Óákveðin fomöfn?"
„Óákveðin.”
Bobby leit á piltinn og piltur
inn leit niður á bókina
og renndi tungunni hægt yfir
þykkar varirnar.
„Hvenær er barnum lokað?“
spurði Bobby.
„Þú kenna mér ensku,“ sagði
pilturinn. „Þú ekki kenna mér
frönsku. Þú ekki kunna
frönsku."
„Hvenær er barnum lokað."
„Barinn lokaður klukkan
tiu?“
Pilturinn leit ekki upp. „Eld-
húsið lokað.“
„Þú færa mér te. Herbergi
númer fjögur. Þá ég kenna þér
meira. Ég borga þér shilling."
Bobby kreppti höndina og
renndi hnúunum yfir fitugt hár-
ið á piltinum. „Ég borga þér
shilling."
„Eldhúsið lokað."
Bobby lagði lófann aftan á
hnakka piltsins svo hann snerti
bæði hnakkahárið og hörundið.
Svo dró hann andlit piltsins
nær sér yfir barborðið og hvisl-
i í eyra hans: „Ég gefa þér
fimim shi'illin'ga.“
Pilturinn streittist ekki á móti
og Bobby strauk þumallfingriin-
um á bak við eyra hans. Piltur-
inn stóð h rey f ingarlaus.
Tár komu fram í augu Bobbys.
Enda þótt hann horfði á þum-
alfinigurimn á sjálifum sér og fag
urlega lagað eyra piltsins, var
hanm hvorki að hugsa um þenn-
an pilt né hundastóðið eða það
sem i vændum var. Hann var
aðeins á valdi sinnar eigin við-
kvæmni, sem gagntók hann
á slikum stundum.
Skyndilega rétti piiturinn úr
sér með hnykk.
Þjófabjallan í bifreið Bobbys
kvað við með skerandi hljóðum.
Ljós voru kveifet hvert af öðru
í húsagarðinaim og háværar og
hvellar raddir bárust frá hibýl-
um þjánu'stufólksims.
„Pétur,“ kallaði ofurstinn.
„Pétur."
Fátatak barst að úr öllum átt-
um.
Pilturinn horfði skelfdum aug
um á Bobby.
„Pétuir," kallaði ofurstinn aft-
ur.
Bobby fór út á veröndina.
Ljós logaði í herbergi ofurstans
og dyrnar voru opnar.
Bobby fullvissaði sig um að
ekfeert hjólanna vamtaði undir
bílinn oig hjólkoppamir væru all-
ir á sínum stað. BjölffiuhrLngimg-
in varð skrykkjóttari þar
til hún hætti alveg.
Hann fór aftur inn á barimm.
PiMiurinn horfði enn á hann
skelfdum augum. Hann var bú-
inn að kveikja ölfl Ijós á bam-
um.
„Pétur," fcailaði ofurstinn
enn.
Loks sljákkaði hávaðinm fyrir
U'tan.
„Hundur eða köttur hefur
stokkið á bilinn.“
„Varstu sofandi?"
„Sofandi, já.“
„Heimiskimgi."
Eimhverjar kvennanna ráku
upp vein.
„Ég læt setja þig i
bönd. 'limothy! Carolus!"
Pilturinn á barmmm hrökk við
en stóð þó kyrr. Enn var vein-
að svo spuminigar ofurstans
heyrðust ekki, né heldur bljúg
svörin.
„Carolus!"
Þá liofes tók Carolus við sér.
Munnurinn var hálifopinn svo
í þýðingu
Huldu Valtýsdóttur.
varirnar sýndust enn þykfcari
og hreyfinigamar voru þung-
lamalegar. Hann opnaði
dyr bafeatil á barnum, stóð þar
hreyfinigarlaus dálitla stund
með höndina á húninum og sneri
baki í Bóbby. Handan við bmð
an dimmam ganginn sá í hálf-
opna hurð þar sem ljós var Lnni.
„Carolus!"
Hann lofeaði á eftLr sér og
Boþby varð einn eftLr á barn-
um. Þar sýndist alfflt rýmra inmi,
þegar öll ljósin voiru kveifct.
Veinin í konunum bámist emn
að utan, samfelld vein, því eng-
ar tvær virtust draga að sér and
ann samtímis.
Fyrir ofan barinn héfek stór
Ijósmynd af manmi í bát
velvakandi
Velvakandi svarar í síma
10100 frá mánudegi til
föstudags kl. 14—15.
• Jón Karlsson frá
Reykjavík
„Velvakandi!
Bandarlsk hjón Helen og Er
land Johnson, mér ókunnug,
hafa skrifað og beðið um að-
stoð við að fá heimilis-
fang ungs drengs.
Þau segjast hafa verið á ferð
með Fagranesinu um ísafjarð-
ardjúp s.l. sumar og þar hafi
þau hitt 10 ára pilt, Jón Karls
son, frá Reykjavík. Hann var
að fara í sveit til frænda síns
og fór líklega af skipinu í
Reykjanesi.
Jón litli var svo sérstaklega
hjálpsamur og kurteis, að þau
langaði til að hafa samband
við hann aftur, senda honum
myndir o.fl. í þakkarskyni.
Ef Jón eða einhver honum
kunnugur les þessar línur,
þætti mér vænt um að haft yrði
samband við mig í síma 12445,
þessu aðlútandi.
Bernharður Guðrnundsson."
F’reymóðiir Jóhannsson skrif
ar:
„Kæri Velvakandi.
Ef ég man rétt, þá birtist
yfirlýsing í einu dagblaðanna
um daginn, frá B.S.R., um að
enginn bifreiðastjóri á þeirri
stöð stundaði leynivínsölu.
Þökk sé þeim fyrir það.
Ég hef verið að bíða eftir, að
slík yfirlýsing kæmi frá fleiri
bifreiðastöðvum, sem ekki
vildu vera eftirbátar B.S.R.,
en ekki orðið þess var.
Vilja nú ekki fleiri bifreiða-
stöðvar gefa út samis konar yfir
lýsingar, svo hægt verði að
gera sér grein fyrir, hve marg
ar, og þá hverjar, séu sekar í
þessu efni? Varla kemur til
mála, að svo beri að skilja yfir
lýsingu B.S.R., að hún ein sé
sakiaus, en hinar allar sekar."
Það er misskilningur hjá
Freymóði, að téð yfirlýsing,
sem birtist hér í dálkunum,
hafi verið frá B.S.R.-stöðinni
sjálfri. Hér var um að ræða orð
eins leigubifreiðarstjóra á
B.S.R.
• Pétur Pétursson
„Hinum vel metna og fræga
þul okkar hjá ríkisútvarpinu,
Pétri Péturssyni voru nýlega
færðar þakkir fyrir afburða
góðan lestur endurminninga
Eggerts heitins Stefánsson-
ar söngvara. Ég hlustaði á
þennan lestur Péturs og tek
heils hugar undir þakkir til
hans fyrir afbragðs lestur þess
ara athyglisverðu endurminn-
inga.
En fyrst nú er um Pétur að
ræða, langar mig til að þakka
honum enn innilegar fyrir
margar af árdegisstundunum
hans í útvarpinu og þá sérstak
lega fyrir þá rækt og skilning,
er hann hefur sýnt tónsmíðum
ýmissa landa okkar. Án skiln-
ings Péturs og þjóðhollrar um
hyggju hans, hefðu sumar af
þessumi tónsmíðum heyrzjt mjög
sjaldan í útvarpinu og sumar
jafnvel aldrei. Sjálfur hef ég
sérstakar persónulegar ástæð-
ur til þakklætis, þvi margar ai
tónsmíðum þessum, sem orðnar
eru alþjóðareign, komu fyrst
fram, eða urðu jafnvel til þau
árin, er Danslagakeppnir S.K.
T. stóðu yfir og ég var þar í
framkvæmdastjórn. Þykir mér
því vænt um sum af þessum
lögum, eins og væru þau mín
eigin afkvæmi. Ég bið
Pétri allrar blessunar og veit,
að margir mundu vilja táka
undir það.
Freymóður Jóhannsson."
• Fleiri gangbrautir
á Háaleitisbraut
Á.J., sem er íbúi við Háaleit-
isbraut, hafði samband við Vel
vakanda og benti á, að aðeins
ein merkt gangbraut værl á
löngum kafla á Háaleitisbraiut,
nánar tiltekið frá Kringlumýr-
arbraut að verzlunarhúsinu
Miðbæ. Þarna er mikil umferð
gangandi vegfarenda, t.d.
börn, sem ganiga í ÁMtamýrar-
skóla og þurfa að fara yfir
Háaleitisbraut, í hundruðum.
Þarna er því nauðsynlegt að
setja fleiri merktar gangbraut
ir og jafnvel setja upp um-
ferðarljós fyrir gangandi fólk,
eins og gert hefur verið við
Hamrahlíð og víðar.
Ennfremur kvartaði Á. J.,
sem býr í fjölbýlishúsi norðan
við HáaleitLsbraut, mjög und-
an ágengni skellinöðrueigenda,
sem margir hverjir væru í
Gagnfræðaskóla verknáms.
Þeir væru í „skellinöðruleik"
bæði á skólalóðinni, sem væri
ófrágengin, og í kringum fjðl-
býlishús í grennd skólans.
Fiskibótor - Flskibótor
65 lesta hagkvæm kjör.
51 lesta endurbyggður 1969 og '70.
49 lesta endurbygður 1970 og '71 með nýrri vél.
20 lesta nýr frambyggður bátur með trollútbúnaði.
TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR,
Austurstræti 10, 5. hæð,
sími 26560, heima 30156.
Verzlun til sölu
Bóka- og ritfangaverzlun á (safirði er til sölu frá n.k. áramótum.
Húsnæði fyrir verzlunina ásamt góðu lagerplássi fæst á leigu
til langs tíma.
Nánari upplýsingar gefur undirritaður, sem veitir tilboðum
móttöku.
HINRIK MATTHlASSON,
Hafnarstræti 14, Isafirði,
símar 3480 og 3255.
Aðalfundur
VERZLUNARRAÐS ISLANDS verður haldinn að Hótel Sögu,
fimmtudaginn 26. október og töstudaginn 27. október.
Fyrri daginn hefst fundurinn kl. 15.00 og flytur JÓN SIGURÐS-
SON, RÁÐUNEYTISSTJÓRI, þá erindi.
Síðari daginn hefst fundurinn kl. 12,15 og þá með RÆÐU
LÚÐVÍKS JÓSEPSSONAR, VIÐSKIPTAMÁLARÁÐHERRA.