Morgunblaðið - 26.11.1972, Blaðsíða 6
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1972
Eg berst á
fáki fráum...
Eldri sem yngri njóta skemmtilegrar samveru við hesta
jafnt sumar sem vetur.
Eitt af mörgu, sem menn
gera sér til ánægju úti við
— nm vetur jafnt sem sum-
ar — er að bregða sér á hest
bak. íslenzld hesturinn hef-
ur fengrið nýtt og verðugt
hlutverk, hann er ekki leng-
ur þarfasti þjónninn eins og
áður fyrr, en mörgum er
hann vafalaust hinn þarfasti
vinur. Biikkbeljurnar svo
nefndu hafa tekið við þjóns-
hlutverkinu, en ekld er það
sérlega vænlegt til heilsubót
ar að sitja alla daga í bif-
reið og því gott að leita holl-
ustunnar með aðstoð hests-
ins.
Hestamaíinafélagið Fákur i
Reykjavík telur nú rúmlega
600 félagsmenn innan sinna
vébanda, aö' því er Rergur
Magnússon framkvæmda-
stjóri félagsins upplýsir.
Sjálft hefur félagið hesthús
fyrir 450 hesta og sér um
fóðrun og hirðingu alla fyrir
eigendur þeirra. Þar fyrir ut
an er aðstaða til að
hafa 6—700 hesta á
landsvæði félagsins i Víði-
dal, sunnan í Seiásnum. Þar
hafa einkaaðilar hesthús,
sem þeir hafa sjálfir séð um
að reisa og þar sem þeir sjá
sjálfir um fóðrun og hirð-
ingu, heyöfliun og þar fram
eftir götunum.
Bergur sagði, að á vetuma
færu hestamenm félags-
ins mest um nýja skeiðvöll-
inn en þeir, sem færu út úr
bænum, legðu aðallega leið
sina upp að Geithálsi og
Lækjarbotnum, þangað upp-
eftir er ágætur reiðvegur.
Reiðskóli verður starfrækt
ur hjá Fáki í vetur eins og
áður, hefst um mánaðamótin
fetorúar-marz og starfar fram
í júní eða júlí. Hann hefur
notið mikilla vinsælda og
eru nú þegar famar að ber-
ast pantanir fyrir veturinn.
Skólinn er fyrst og fremst
ætlaður bömum og ungling-
um en þar fyrir utan
mun félagið halda í vet-
ur námskeið fyrir fullorðna,
sem óvanir eru — verða það
væntanlega nokkurra daga
kvöldnámskeið. Sömuleiðis
stendur til, að sögn Bergs, að
halda nokkra fræðslufundi
uim hestamennsku í fé-
lagsheimilinu en starfsemi
þess verður að öðru
leyti með sama sniði og und-
anfarin ár.
í Kópavogi starfar einnig
öflugt hestamannafélag —
Gustur heitir það og eru fé-
lagsmenn ekki eingöngu úr
Kópavogi heldur einnig úr
Reykjavík, Garðahreppi og
af Seltjamamesi. Félags-
menn eru nú nálægt 240 og
aðstaða er á fimm hekturum
lands í Smárahvammslandi.
Þar er óðum verið að byggja
hesthús, þegar komin 25 hús,
sem ætluð munu 20 hestum
hvert, og fleiri eru í bygg-
ingu. Verður þama aðstaða
fyrir allt að 800 hesta þegar
svæðið er fullbyggt, að því
er Bjöm Sigurðsson, lög-
regluþjónn í Kópavogi, for-
maður félagsins, fræddi okk
ur um. Hann sagði, að svæð-
ið væri á ábyrgð félagsstjóm
ar hverju sinni og útbýtti
hún lóðum. Þegar hefði öll-
um byggingarlóðum verið
ráðstafað. Hann sagði, að fé-
lagið hefði sótt um viðbótar-
land tU Kópavogskaup-
staðar og væri það til athug-
unar hjá bæjaryfirvöldunum.
Á þessu svæði sjá menn
sjálfir um byggingu hesthúsa
og hirðingu hestanna. Hins
vegar sagði Bjöm, að I bí-
gerð væri, að félagið byggði
þrjú stór hús, þar sem hægt
væri að leigja út að-
stöðu þeim, sem ekki hefðu
tök á að byggja sjálfir. Fé-
lagið hefur einnig fengið dá-
Mtið félagsheámilí. — „Þeir
voru okkur innan handar hjá
Kópavogskiaupstiað — sagði
Bjöm — og gáfu okkur lítið
ibúðarhús, sem við fluttum
þama upp eftir og dubbuð-
um upp. Hugsum við okkur
að hafa þar geymslu og veit-
ingasölu, ennfremur aðstöðu
fyrir reiðskóla en hann verð
ur rekinn í vetur eins og áð-
ur. Sagði Björn, að reiðskóli
Gusts hefði í fyrravetur ver
ið hinn stærsti á landinu en
næst stærstur í ár; þá hefði
Fákur átt vinninginn. Skól-
inn i Kópavogi er rekinn í
samráði við Æskulýðsráð bæj-
arins.
Helztu reiðleiðir hjá Gusti
sagði Bjöm, að væru upp
með Vifilsstaðavatni. „Við er
um búnir að tengja okk
ur við nágrannana með reið-
braut niður á Fióttamanna-
veg,“ sagði hann.
En hestamennska er stund
uð víðar en á höfuðborgar-
svæðinu. Áhugi á þess-
ari hollu og skemmtilegu
iþrótt fer vaxandi með
hverju ári alls staðar á land
inu — hvarvetna njóta menn
þess að hrista af sér hvers-
dagsdrungann og berast
á fáki fráuim — jafnt um
hjam og snævi þaktar hlíð-
ar sem grösug holt og sum-
argræna móa.
Öll gluggutjöld verzlunurínnur verðu seid með
ullt uð 50% ufslætti til jólu
Gefum 10% staðgreiðsluafslátt af
gólfteppum sem slá í gegn
/
Gólfteppin frá okkur eru í sérflokki og
frumleidd úr íslenzkri ulull
Austurstræti 22