Morgunblaðið - 26.11.1972, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.11.1972, Blaðsíða 9
MORGUNBL.AÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. NÖVEMBBER 1972 37 þér helzt halda hraun hafi runnið um miðja 14. öld. Munnmæli herma að hér hafi Krísuvík upphaflega verið. í>etta mun að vísu að- eins vera tilgáta til að skýra nafn bæjarins, sem eftir hraunflóðið á að hafa verið fluttur á þann stað, þar sem hann nú er, um 4 kílómetra frá sjó og engin vík í landi jarðarinnar. Krisuvík er nú x eyði, bæjarhús fallin, en lít- il timburkirkja stendur. Orð fer af þvi hve ná- grenni Reykjavíkur sé hrjóstrugt. Þar á móti kemur að kannski er hvergi á Is- landi jafn fjölbreytt náttúra. Auik þess eru hér á nœstu grösum margvíslegar minjar Björn Steffensen. frá liðnum öldum, sem gam- an er að kynnast, svo sem seljatóftirnar í hrauntung unni milli Reykjanesbrautar og Krísuvikurvegar, sunnan Kapelluhrauns (Almenning ur), festarjárnin digru á Bás endum, sjóbúðatóftirnar og fiskbyrgin á Sela- töngum, og fallegar fjárborg ir á við og dreif, svo að nokkuð sé nefnt. Er ómaksins vert fyrir þá, sem eiga ráð á bil og eru rólfær- ir, að gefa þessu gaum. Hlíðar Ksjunnar Áki Jakobsson: lögfræðingur í haust sem leið var tíðin rysjótt og fá tækifæri gáfusf til þess að fara í gönguferð í þurru veðri. Sunnudag einn hringdi til mín kunningi minn og spurði hvort ég væri ekki til í að koma í göngutúr. Ég játaði þvi með þökkum og fór í gönguskó og svo lögð- um við af stað. Við ókum upp að Stardal og lögðum bílnum þar en lögðum land undir fót. Gengum við svo til vesturs frá Stardal meðfram undir- hlíðum Esjunnar. Siðan sveigðum við til norðurs og stefndum að Móskarðshnúk- um. Leiðin lá yfir allvíðlend an mýrarslakka, sem grafinn hefur verið í sundur með skurðum, sem virðist vera orðin árátta, þó að ekki eigi að fullrækta. Á leiðinni yfir mýrina, sem var mjög blaut eftir rigningarnar í sumar, og þvi ekki beint þægileg til göngu, rákumst við á mink, sem faldi sig í skurði. Þegar hann varð var mannaferða tók hantn til fótianna og hafði sýnilega engam áhuga á að kynnast okkur frekar. Við veittum honum nokkra at- hygli og virtist augljóst, að þarna væri um hlaupagikk að ræða, nýsloppinn út, enda er þarna skammt frá eitt af hinum nýju minkabúum, sem sfcofnuð voru effcir að minka- bannið var afnumið illu heilli. Við vorum ekki í nein- um minkaveiðihugleiðingxxm og kvöddum hann því og héldum leið okkar. Stefndum við nú á vestasta Móskarðshnúkinn. Veður var bjart þessa stundina, þó ekki sól, en liparítið í hnúk- umuim gerði þetta að sól- skinslandslagi og fjallasýnin var heillandi. Stefndum við nú upp til fjallanna og ekki leið á löngu þar til við kom- um upp á veginn úr Kjós- inni, sem liggur um Svina- skarð. Fylgdum við nú vegin um til vesturs, þar til hann sveigir til suðurs við vestasta hnúkinn. Þá fórum við af veginum og stefndum upp á leið, upp á mjög einkenni- lega klettaborg, sem stend- ur upp úr skriðunum neðan- vert i fjallinu. Nú gerði á okkur skyndilega rign- ingu og er ekki að orðlengja Áki Jakobsson. það, að við urðum holdvot- ir á nokkrum minútum. Við Iétum þetta þó ekki aftra okkur og héldum áfram. Ég er nú ekki orðinn mikill fjall göngumaður, en upp á kletta borgina komst ég þó. Þá bregður svo við, að það er eins og risahönd sópi burt rigningarskýjunum og við fá um sólskin. Við fengum alveg stórkostlega útsýn, eink- um til Esjunnar, en þar blas- ir við auganu hæsti tindur hennar. Þessi fjallasýn var svo heillandi, að mér fannst við í henni einni fá ríkuleg laun fyrir erfiði okkar. Því hefur ekki einhver af mál- urum okkar sett þetta stór- kostlega „mótiv“ á léreft, varð mér á að hugsa. Það get ur nú verið að það hafi ver ið gert, þó að ég hafi ekki séð þá mynd. Sólskinið stóð ekki lengi. Þung rigningarský lögðust að á ný og aftur var komin hellirigning. Eftir þessa útsýn á hamraborg- unum, gerði þetta að sól inni, fannst okkur ekki vera hægt að vænta nýrra ævin- týra í þessari ferð og hröð- uðum okkur nú niður og vildum komast úr rigning- unni sem fyrst. Við fórum niður á veginn úr Kjósinni og fylgdum honum, en kom- um þá að girðingu, sem ligg- ur meðfram veginum og beinir honum í aðm átt en við þurftum að komast. Brugðum við nú á það ráð að fara yfir girðingu þessa, til þess að stytta okkur leið. En við höfðum ekki lengi gengið þegar við geng- um fram á tvö heljarmikil naut. Við höfðum sem sagt lent I nautagirðingu. Við höfðum engan kjark til þess að fara að kljást við naut. Nautin höfðu ekki orðið vör við okkur, svo við læddumst til baka sömu leið og kom- um okkur út úr girðingunni. Við fórum svo krókinn af mestu þolinmæði og komum að bílnum aftur eftir röskra fjögurra tima göngu. Við vor um að visu holdvotir, en höfðum átt mjög skemmti- legan dag. Yfir Sveifluháls Bergþóra Sigurðardóttir: læknir Sveifluháls eða Austurháls nefnist hæðardragið norðan Kleifarvatns og eru hæstu tindar hans tæpir 400 m á hæð. Er hann innan þess svæðis, sem Náttúruvemdar- nefnd Reykjavíkur og borg- arráð leggja til að verði fólk vangur. Reyndar kæmi sér vel fyr- ir okkur gönguglöð, að fá til fylgdar einhvern fótfú- inn, sem sætti sig við að aka okkur í átt að Djúpavatni og bíða okkar síðan i Krísuvik. Gætum við þá gengið þvert yfir hálsinn, sem er þarna um 2,5 km á breidd. En ekk- ert er á móti þvi að ganga í hring og koma niður sömum megin. Við ökum Krisuvikur- veg í átt að Kleifarvatni, en beygjum til hægri áður en við komum í Vatnsskarð, þar sem heitir Móhálsaileið. Ruðnings- vegur liggur yfir hraun- ið með nyrðri hlíð Sveiflu- háls í átt að Djúpavatni. Þar er silungsveiði og snot- urt veiðihús stendur við vatn ið. Yfirgefum við farartækin, þar sem vegurinn sveigir að Djúpavatni. Sveifhxháls er móbergs- hryggur, sem híaðizt hefur upp í sprungustefnu (SV— NA) á sáðasta jökulskeiði. Hann er því lítið rofinn og íandslag tilbreytingarikt. Aðallitir landsins þama eru rauðbrúrm ldtur móbergs- ins og grámi gamburmosans. Göngum við suður og upp á við yfir urð og grjót. I maí sjást þarna í mosa og móa- börðum bleikar breiður, sem Bergþóra Sigurðardóttir. minna fákunnandi á lamba- gras, en þarna skartar vetr- arblómið sínum fegursta skrúða. Er upp á hálsinn er komið er fallegt að sjá til norðurs yfir hraunið og Djúpavatn, en handan þess Grænadyngja og Trölla- dyngja. í suðaustri sjást gufustrókar frá hverum milli Hatfcs og Hettu, en það eru hæstu hnúkarnir á hálsinum í suðri. Á miðjum hálsinum er tjörn, sem Amarvatn nefn ist. Við göngum vestan henn ar í sendnu fjöruborð- inu, en reiðvegurinn til Krísuvikur liggur austan megin. Móbergskambur skýl- ir okkur á aðra hönd, en handan hans tekur við flat- Ient mýriendi og norðaustan þess gnæfir Arnamípa 340 m á hæð. Er yfir mýrina kemur tekur við holt, en síðan fer að halla undan fæti og við sjáum suður á sjálft Atlants- hafið. Lítið fell, Amarfell sunnan Krísuvíkur er fallegt til að sjá. Við sjáum að Grænavatn er rétt- nefni, en það gMtrar eins og smaragður séð frá hálsinum. Við fikrum okkur svo niður gilið að hverasvæðinxx, þar sem hitaveita Hafnar- fjarðar hefur um árabil bull- að út i loftið. Þar sem Grænavatn var svona fallegt til að sjá, hyll- umst við til að skoða það nán ar. Er það rétt sunnan yið akveginn. Grænavatn er dýpsti sprengigígur á lancÞ inu, 44 m á dýpt og á barml þess getum við fundið hnyðl inga úr gabbró. Gestastaða- vatn, vestan vegarins er einnig í gömlum sprengigíg, en aðeins 2,6 m á dýpt. Enn sunnar eru tvær smátjarnir eru Augu nefnast og mynd- aðar á sama máta. Liggur veg urinn milli Augnanna og Ijúkum við þar göngu okk- ar. FRA FLUGFEUUGINU Stnrfsfólh óskast Flugfélag íslands óskar að ráða eftirtalið starfsfólk: Skrifstofustarf. Karlmann til starfa í bókhaldsdeild. Ræsting. Konu til starfa við ræstingu. Heils dags starf. FLUCFELAC /SLAJVDS dAGNAR JÓNSSON, hæstaréttarlögmaður, GÚS7AF Þ. TRYGGVASON, lögfræðingur, Hverfisgötu 14 — sími 17752. í-ögfræðistörf og eignaumsýsla. Tilboð óskast í BMV 2800 árg. 1969, skemmdan eftir árekstur. Bifreiðin er til sýnis hjá. Bílaskálanum, Suðurlands- braut 6 á morgun, mánudag og þriðjudag. Tilboð óskast send fyrir kl. 17 þriðjudaginn 28. þ.m. til Hagtryggingar h.f., Suðurlandsbraut 10. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. HAGTRYGGING h/f. Suðurlandsbraut 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.