Morgunblaðið - 26.11.1972, Page 8

Morgunblaðið - 26.11.1972, Page 8
36 MORGUN0LAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1972 Skemmtiliegaist finnst ENGA íþrótt — ef íþrótt skyldi kalla — er eins auð- velt að iðka og göngu- ferðir — og þær eru sann- arlega ekki síður skemmti- legar að vetri en sumri. Til þeirra þarf engan út- búnað annan en hlý föt og góða skó en hollustan af þeim er ómæld. Lækn- ar hafa um árabil hvatt menn til gönguferða, ekki einungis vegna þess, að þær eru hollar líkaman- um í heild, heldur og vinna þær gegn hjarta- sjúkdómum, sem eru eins og allir vita, einn tíðasti sjúkdómur meðal sið- menntaðra þjóða. Margir hafa svo sem stundað gönguferðir án þess til þyrfti hvatningar- orð lækna en enginn vafi er, að þær hafa orðið al- mennari á síðari árum eft- ir að fólk fór almennt að gera sér ljóst hvílíkir vá- gestir kransæðastífla og aðrir hjartakvillar er. Þannig hafa fjölmargir kynnzt umhverfi sínu á nýjan hátt, séð staði, sem voru þeim áður ókunnir og einnig séð gamalkunna staði nýjum augiun. Ferðafélag íslands byrj- aði á því í fyrravetur að gangast fyrir gönguferð- um á sunnudögum og fengum við þær upplýs- ingar á skrifstofu félags- ins, að þátttaka í þessum ferðum yrði sífellt meiri, hefðu rúmlega sjötíu geng- ið, þegar mest var. Ferð- irnar eru mismunandi lang ar, eftir því hvert er farið og hvernig viðrar, en mörgum finnst ekki síður gaman að ganga úti, þó að veðrið sé dálítið rysjótt, — enda sögðu þeir hjá Ferða- félaginu, að margir hefðu komið sér upp betri göngu húningi en þeir höfðu í fyrstu. í skammdeginu er venjulega farið af stað kl. 1 eftir hádegi á sunnudög- um og gengið 2—3 klst. og þaðan af lengur, ferðirnar verða styttri eftir því sem daginn styttir og lengjast svo aftur með hækkandi sól. Til gamans höfðum við samband við nokkra menn og konur á höfuð- borgarsvæðinu og báðum þau að segja okkur í fá- lun orðum, hvert þau mundu lielzt halda í gönguferð á góðum sunnu- degi, þegar þau ættu frí frá amstri og erfiði hvers- dagsins. Hlíðar Heiðmerkur Jónas Haralz, bankastjóri: Við sem búum í Reykjavik og nágrenni höfum þá ein- Jónas Haralz. stöku aðstöðu að finna fagurt, tilkomumikið og marg breytilegt landslag eftir 10— 15 mínútna akstursleið —- og jafnvel enn nær bústöð- um okkar. Þarna getum við verið algerlega út af fyrir okkur — er viða sem sjaldn- ast sést nokkur maður á vetr ardegi. Við hjónin notum okkur þetta oft og eftirlætis- staður okkar er með hlíðun- um í Heiðmerkurlandinu. Á Helgafell eða f jörur Halldóra Thoroddsen, skrifstofustjóri: Það er vandi að velja á milli, því að margir skemmti legir staðir eru í nágrenni Reykjavikur og óþarfi að aka Iangt burt úr bænum til að finna fallegar gönguleið- ir. Til dæmis er einkar gam- an að ganga fyrir sunnan Heiðmörkina og Hafnarfjörð og minnist ég þá sérstaklega skemmtilegrar leiðar, sem 'Eysteinn Jðnsson lýsti fyrir nokkrum árum, það er göngu ferð á Helgafell. Ég gekk einu sinni eftir hans fyrir- mér þó að ganga með sjó fram og þá er ekki langt að aka suður í Krísuvík eða Grindavik — nú — svo standa fjörurnar á Stokks- eyri og Eyrarbakka allt- af fyrir sínu. Þessum göngu- ferðum fylgir sá kostur, að maður þarf ekki að kjaga upp eða niður brekkur. Helzt mundi ég þó kjósa á góðviðr is sunnudegi að setjast Halldóra Thoroddsen. á hestbak og ríða inn tneð Esjunni og upp að Trölla- fossi — það er mábuleg sunnudagsferð fyrir mann og hest. Kaldársei Gísii Slgurðsson, varðstjóri: Ég hef haft þann sið frá því fyrir 1930 að ganga um nágrennið og upp úr 1950 fór ég að safna örnefnum hér í kring og hef verið að ganga á þessa staði. Það er þvi um margt að velja. Úr Reykja- vík er til dæmis gott að ganga upp að Elliðavatni og Vatnsendavatni og þar um kring, m.a. í Heiðmörkinni. Svo ég tali nú ekki um að bregða sér í fjöllin í Mos- fellssveitinni, þar er indælt að vera og horfa yfir sund- in, eyjarnar og nesin. Vífilsstöðum, inn á hálsana, inn með Vífilsstaðahlíð, inn i Grunnuvötn og inn á Hjalla. Úr Kópavogi er sjálfsagt að ganga inn úr byggðrnni, upp og umhverfis Vatnsenda hæð, inn í Selás, inn fyrir Geitháls, — ég tala nú ekki um að fara inn á Sandskeið- ið og þar í kring. Við Hafnfirðingar eig- um ekki langt að fara, get- um gengið umhverfis bæinn, um Urðarfosshraunið, Set bergshliðina iinn aið Kaldár- seli og kringum Helga- fell, suður um Ásfjall og þar um kring. Þetta eru svona tveggja til þriggja tima leiðir, sem er gott að ganga eftir hádegi. Þarna er Gísli Sigurðsson. víða ónumið land, sem er ind- ælt til hvilar og göngu- ferða. Mér finnst ekkert taka þeim fram. Gamla Krísuvík Björn Steffensen endurskóðandi: Ferðinni er heitið 1 Hús- hólma til þess að skoða tóít- ir „Gömiu Krísuvíkur“: Ekið er sem leið llgg- ur suður Reykjanesbraut þar til komið er suður fyrir Hvaleyrarholt að beygt er til vinstri, á Krísuvíkurveg. Ek ið um Kapelluhraun og aust- ur jaðar Almennings, yf- ir Vatnsskarð að Kleif- arvatni. Haldið áfram suður með vatninu; farið fram hjá hverasvæðinu við Ketil- stíg og áfram fram hjá Grænavatni. Tæpum 1 kílómetra sunnar eru, til hægri handar, vegamót Grindavíkurvegar. Er ek- ið eftir honum gegnum tún- ið í Krísuvík og áfram, um 4 kílómetra í vestur, þá er komið að austurjaðri Ög- mundarhrauns. Þá er Mæli- fell á hægri hönd. Hér hefst gönguferðin og er þá fyrst farið niður með jaðri hraunsins. Auðvelt er að aka jeppa niður með hrauninu, en við förum þetta gangandi. Þegar gengið hefur ver ið um 2 kílómetra niður með hraunjaðrinum verða fyr- ir tvö vörðubrot á hraun- brúninni. Hér liggur stigur upp á hraunið. Er þessum stig fylgt yfir að hraunrima, sem er sem nasst M> kílómetri á breidd og er þá komið í Húshólma. Húshólmi er gróin spilda, nokkrir tugir hektara að stærð, umlukt apalhrauni, nema við sjó er dálítil fjara. Haldið er vestur yfir Hús- hólmann og stefnt dálítið ská hallt í átt tiil sjávar. Þegar komið er að hraunbrúninni vestan við gróðurspilduna er stefna tekin suður með hrauninu unz fyrir verður gróið túngarðsbrot, sem ligg- ur skáhaM't út uindan hraun- inu. Er þetta brot af tún- garði „Gömlu Krísuvik- ur“. Sunnan við túngarðs- brotið er gengið upp á hraun ið og verða þá fyrir tóftirnar af húsum „Gömlu Krisu- víkur". Hér gefur á að líta. Tóft- ir af bæjarhúsum, sem hraun (Ögmundarhraun) hefur runnið allt I kringum og að nokkru yfir. Ég held að hvergi á Islandi sé hægt að sjá þessu líikt, nema ef vera kynni í Reykjahlíð við Mý- vatn. Talið er að Ögmundar- sögn og er viss um að sú úr Garðahreppi er ein leið svíkur engan. faldast að fara beint inn hjá Matreiðslunemar Aðalfundur Viljum ráða matreiðsiunema frá næstu áramótum. Upplýsingar á staðnum. MÚLAKAFFI v/Hallarmúla. GRENIGREINAR KOiVINAR AÐVENTUKRANSAR NORÐURUÓSAKERTI japönsk kerti, pólsk kerti, HREINS-KERTI. Otii M*. ín.. ?-XI a L a^ — riia* maMSlr mmhm V&Q & Q ® ® G> QGj Samlags Skreiðairframleiðenida verður haldinn í Átt- hagasal Hótel Sögu, föstudaginn 8. desember næst- komandi k! 10 fyrir hádegi. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Lagabreytingar. Reykjavík, 23/11. 1972. Stjómfn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.