Morgunblaðið - 26.11.1972, Síða 28

Morgunblaðið - 26.11.1972, Síða 28
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUÐAGUR 26. NÓVEMBER 1972 JOlMOTURNflR FRÁ S6 - HIJOMPLÖTUH SVANMLDUR Hin kunna söngkona Svanhildur syngur á þessari plötu þrettán jólalög. Flest ný og skemmtileg, önnur gamalkunn og þá eru einnig með jólasálmarnir Heims um ból og í Betlehem, sem telpna- kór syngur sérstaklega fallega með Svanhildi. Þetta er falleg jóiaplata fyrir hlustendur á öllum aldri. GUÐRIÍN A. SÍMONAR Guðrún hefur verið ómissandi á skemmtunum síðustu árin, þar sem hún hefur sungið hin fallegi íslenzku sönglög af hreinni snilld. En svo undarlega bregður við, að þegar fólk æltar aö kaupa plötu með Guðrúnu, þá kemur í Ijós að hún hefur ekki sungið inn á plötu í meira en áratug. Nú er úr þessu bætt og hér kemur Guðrún með fjórtán íslenzk sönglög eftir fjórtán tónskáld og hefur hún að allra áliti aldrei sungið betur en nú. EINSÖNGVARA KVARTETTINN Kvartett þessi kom fram í sjónvarpsþætti hjá Svavari Gests fyrir tveimur og hálfu ári og vakti þá fádæma hrifningu. (Þá var Guðmundur Guðjónsson reyndar með i stað Sigurðar Björnssonar). Á plötunni syngur Einsöngvara-kvartettinn lög úr hínni gamalkunnu söngbók, Glaumbæjargrall- aranum, sem þeir Emil Thoroddsen og Magnús Ásgeirsson gáfu út og nú fáum við loksins á plötu hina snjöllu texta Ameríkubréf, Kvæði um einn kóngsins lausamann og fleira og fleira. _ KARLAKÚR REYKJAVlKUR Þetta er þriðja platan í útgáfuflokki SG-hljómplatna, þar sem kórinn syngur lög efíir gamalkunn, íslenzk tónskáld. Hér eru hin sígildu lög Bjarna Þorsteinssonar: Ég vil elska mitt land, Sveitin mín, Systkinin og mörg fleiri að ógleymdu Sólsetursljóðinu, sem hér er í nýrri útsetningu Páls Pálssonar sem gefur laginu aukið gildi. Einsöngvarar eru Guðrún Tómasdóttir og Sigurður Björnsson. Beint útvarp úr MATTHILDI Hér hefur verið valið það allra bezta úr útvarpíþáttum MATTHILDAR og sett á eina plötu. Og það má svo sannarlega segja, að hér fari Þórður Breiðfjörð á kostum. Ekki sakar að geta þess, að þeir Davíð Oddsson, Hrafn Gunnlaugsson og Þórarinn Eldjárn lögðú Þórði lið á plötunni ásamt tólf þekktum útvarpsmönnum og leikurum. Þetta er svo sannarlega plata fyrir fólk frá 8 til 88 ára. :: beint 0!vap úr MATTHILÐ! , örvd 7!-72 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.