Morgunblaðið - 06.12.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.12.1972, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1972 17 i 1“ BÓKMENNTIR „Við hvíta sanda bregð- ur ljóma á landið64 Ingólfur Kristjánsson: Dagur og- ár. Alnienna bókafélagið. Reyk.javík 1972. INGÓLFUR Kristjánsson er ekki nýr maður í hópi íslenzkra rit- höfunda. Þetta er þrettánda bók hans, og sú fjórtánda kemur út innan skamms. Sex af bókunum heyra ekki til þeim bókmennta- greinum, sem kallaðar hafa ver- íð fagrar bókmenntir. Fyrir seytján árum gaf hann út við- töl, sem hann hafði átt við ís- lenzk skáld, tónskáld og mynd- listarmenn. Hann ritaði og stóra bók, sem hefur að geyma sögu Siglufjarðar, en áður hafði hann skrifað sögu tvegigja tónskálda og ennfremur bókina Á stjórn- pallinuim, sem er saga hins víð- kunna skipherra, Eiríks Kristó- ferssonar, sem staðið hafði í hinu frsekilega þorskastríði, en bókin, sem von er á bráðlega, er ævisaga Þórarins sonar hins mikla og afbrigðilega orðsnjalla sögumanns, séra Árna Þórarins- sonar. Þrjú smásagnasöfn hafa komið frá hendi Ingólfs, og eru í þeim nokkrar vel gerðar söig- ur — oig ein þeirra er í hópi hinna bezt skrifuðu og formuðu íslenzkra smásagna. En þetta er fimmta ljóðabók Ingólfs. Af þeirri fyrstu, sem út kom 1941, varð ekkert ráðið um hann sem skáid og rithöfund, en Birkilauf (1948), Og jörðin snýst (1957) og Strokið um strengi (1966) sýndu ekki aðeins, að þarna væri smekkvís hagyrðing- ur á ferð, heldur vaxandi skáld. En þó að sum kvæðin í þessum bókum hans séu allgóð og hag- lega gerð, jafnast þær engar á við þá, sem hann hefur nú sent frá sér. Þetta er ekki stór bók, tæpar fimm arkir í hinu snotra formi, sem Almenna bókafélagið hefur notað á fiestar af þeim Ijóðabók- um, sem það hefur gefið út síð- ustu árin. í bókinni eru einun-gis þrjátíu og fimm ljóð, en höfund- urinn hefur vandað mjög til þeirra, jafnt málfars sem ann- arrar gerðar. Sum þeirra eru rimuð og eitt svo mjög, að það sýnir mikla hagmælsku, í öðrum gætir ríms að nokkru, án þess þó að heildarblær ljóðsins rofni, og i allmörgum ljóðanna notar skáldið alls ekki rim. Virðist Ingólfi ekki láta eitt þessara forma öðru betur, enda formið yfirleitt haglega fellt að efni hvers ljóðs. Það er enginn sýndarbragur á þessum ljóðum og engin hvöt til að setja fram tilfinningar og við horf í sem torræðustum og and- hælislegustum búninigi. En ekki sbortir í ljóðin haglegar lík- ingar og lifandi myndir, sem all- ir eðlilegir og sannljóðelskir menn eiga að geta notið. Skáldið er mikið náttúrubarn, og ekki sízt glitrar og kvikar í ljóðum hans það líf, sem nærist í fjöru og fjalli átthaganna, þar sem „við hvíta sanda bregður ljóma á landið“, — og á dimm- uim vetri dreymir hann unað vors og sumars: „ . . . . þá urta kæpir við ósa og æðurin hrciður býr, tjaldur í tilhugalífi tiplar um fjörur og sker, lambadrottning í lyngmó leibur í morgunsól, lóa a engi og abri ærfir sitt dírinddí, spói og bjói kýta um konungdóm yfir mýri, og máríerlumamma maðka dregur í bú . . . En haustkvöldið getur líka verið fagurt: „Hauströkkvuð holtin i ljóma heiðnæturbjarmans standa. Skrautvagn i skýjum fer, skuggar um hlíðarvanga. . . .“ Það falska, andstæða hins eðlilega, það, sem ekki er lengur í samraemi við öfl gróandans, er honum þyrnir i augurn, svo al- gengt sem það er orðið, og hann minnist nýju fatanna keisarans og segir: „Litla barnið úr ævintýrinu er löngu fullorðið og enginn ljóstrar þvi upp framar að hann sé nakinn." Og þrátt fyrir hið jákvæða eðli Ingólfs hefur honum stund- um orðið ærið myrkt fyrir sjón- um, þegar honum hefur dunað í eyrum gnýrinn frá hinu æsi- lega kapphlaupi samtímans um fullnægju, sem ekki verður höndluð, án þess að maðurinn viti eitthvað sjálfum sér meira og æðra. Eitthvert snjallasta ljóðið í bókinni, hið órímaða Vitjun, tjáir eftirminnilega, hvað hefur valdið því, að bjarma lífs og ljóss hefur síðan bruigðið yfir hið náttmyrkvaða svið. Ég lýk svo orðum mínum um þes-sa litlu, en fáguðu og geðþekku Ijóðabók með rírnuðu ávarpi skáldsins til hinna flöktandi, fálmandi og allt að þvi landlaus-u Ingólfur Kristjánsson. meðal þjóðar hans, sem þrátt fyrir allt virðist nú einhuga um að heimta rétt sinn úr höndum stórþjóða, sem einmitt í krafti mörg hundruð ára ránshefðar og byggðum eyðandi yfirgangs þykjast svo sem skáka í hróks- valdi: „Hví gekkstu villtur öll hin liðnu ár um óravegi fjarri kunnum slóðum, 'fyrst sonur ertu undurfag-urs lands, sem ómar þér í tónum, sögn og ljóðum? í langferð þinni um lönd otg ókunn höf þér ljómar fyrst og síðast ströndin bjarta. Þi.g dreymir heim i bláan fjallafaðm og finnur landið búa í þínu hjarta.“ Sundurlaus ævisaga Gunnar M. Magnúss: DAGAR MAGNÚSAR Á GRUND Bókaforl. Odds Björnssonar. GRUND í Eyjafirði og ábúendur þar hafa orðið fræðimönnum drjúgt viðfangsefni. Séra Benja- mín Kristjánsson skrifaði þátt af Ólafi timburmeistara á Grund og annan ura vígslu Grundar- kirkju og birti í Eyfirðinigabók- um sínuim. Nú kemur saga Maign- úsar Sigurðssonar, skrifuð af Gunnari M. Magnúss, hátt í þrjú hundruð síðna bók. Höfundur segir í formála: „Þetta er ekki rígbundin ævisaga. Ritið um Magnús á Grund hlaut að ná út fyrir landamæri Grund'air og út yfir sýsluimörkin, enda varð hann víðkunnur á sinni tið.“ Skiljanlegt er, að höfundur sbuli slá þennan varnagla. Bóbin er ruslakista, þar sem nrúgað er fróðleik á fróðleik ofan — ef fróðleik skyldi kalla. Koma þau slitur misjafnlega mikið við sögu bóndans á Grund, sum alls ekki. Svo virðist, sem höfundur hafi sópað til sín sunduleitustu heim- ildum, sem á vegi hans hafa orð- ið, nýtum sem ónýtum, og verð- ur úr þessu hauigur mikill, óskipuleg'ur í meira lagi. Tilfæri hér smádæmi: „Um veturinn hafði „landsins forni fj'andi“ þrúgazt að Norður- landi, upp í voga og víkur, og í maibyrjun var hafísinn enn fyr- ir öllu Norðurlandi og Austur- landi. Fyligdu þó höpp nokkur, svo sem að 50 hnisur náðust á Langanesi, 92 höfrungar við Axanfjörð og 30 til 40 við Eyja- fjörð. Tvítugan hval rak á Tjör- nesi og annan fertugan á Höfða- strönd." Hvað á þessi hvalsaga öll að þýða? Hugsanlega skaðaði ebki að auka bókina með svo sem ein- um kafla um.aldarfar, landshagi og þvi um líkt í tíð Magnúsar. En þess-u og þvíliku er dreift um alla bók, sums staðar í lausum tengslum við ævisögu Magnxis- ar, annars staðar alls engum. Hér og þar virðist manni sem aðalviðíangsefnið sé endanlega gleymt höfundi, hann sé kominn út í allt aðra sálma. Bersýnilega hefur hann ekki gefið sér tíma til að vinna úr heimildum sínum og vanda verk sitt. Meira að segja staðreynd- irnar, sem ættu þó að vera hinn rauði þráður verksins, vilja far- ast fyrir, gufa upp i málæði; til- færi dæmi: „Á þessum árum gerðust at- burðir í sambandi við andbýling Magnúsar á Grund, séra Siigur- geir Jakohsson, sem áttu eftir að hafa örlagarik áhrif á Grundar- fólk og enn fleiri. Það hafði hallað mjög undan fæti hjá séra Sigurgeir. Hann var nú dæmdur maður.“ Hvaða ávirðingar urðu séra Sig'urgeir að falli? Að því er að vísu vikið, en alls ekki svo ljóst, að ófróður lesandi geti rennt Framhald á bls. 23 Frá höf ðingjum og kotungum MANNLÍF OG MÓRAR I DÖLUM. Safnað hefir Magnús Gestsson. Skuggsjá, Hafnarfirði 1972 MANNLÍF og mórar í Dölum er eins og naínið bendir til sagna- fróðleikur úr Dölum. Undanfar- in fjög'ur sumur hefur Magnús Gestsson frá Ormsstöðuim skrif- að uipp eftir gömlum Dalamönn- um margskonar sögur og sagnir. Útkoman er skemmtileg bók og fjölbreytileg. Mannlíf ag mórar í Dölum skiptist í eftirfarandi kafla: Frá skáldum; Atburðir; Duli’æn- ir fyrirburðir og Hulduifólk. í bókarlok eru skrár yfir sögu- menn, mannanöfn og örnéfni og önnur sérheiti. Bókin er snyrti- lega úr garði gerð eins og títt er uim bækur frá Skuiggsjá. Skrárn- ar eru til dæmis bókinni mjög til 'gildisau'ka, enda nauðsynlegt að ítarlegar skrár fylg’i bóbum af þessu tagi. Kostir þessara sagna eru marg ir, en utn heimildangildi þeirra er undirritaður aftur á móti ekki fær að dæma. Ég þýst við, að mangt sé látið flakka, sem orkar tvímælis. Hin þjóðkunna viðkvæmni , íslendinga fyrir minmngu látinna ættingja gerir eflaust vart við sig hjá ýmsum lesendum bókarinnar. Um það verður Magnúsi Gestssyni ekki kennt. Hann verður að sætta sig við eins og aðrir sagnamenn að uppskera ýmist þakklæti eða vanþakklæti. Um nafngreinda menn er 4ormst nokkuð djarf- lega að orði á stöku stað og sum- ar vísurnar eru svo klénar, að ekki var ástæða til að birta þær. En allt segir i rauninni sína söigu í þjóðlífsþáttum, hvaða augum, sem menn annars líta það. Eitt fannst mér áberandi í Mamralífi og mórum í Döluim. Það er gerður mikill greinarmuraur á stórbóndum og kotbóndum, hverskyns höfðingjum og þeim, sem minna mega sin. Um fakt- orinn hjá Riis kaupmanni á Borðeyri, Þorvaid Ólafsson, er tekið íram, að hann hafi einnig verið „stórbóndi og af heldra fólki kominn". Fyrsti; kafli bók- arinnar heitir beinlínis Frá höfðiragjum, eins og fyrr er get- ið. í formála Magnúsar Gests- sonar er greint frá því að ekki séu í bókinni frásagnir af Bjarna í Ásigai'ði: „Slíkur höifðiragi fyll- ir út í heila bók, sem fyrirhugað er að komi út á næsta ári.“ Þá er að ^bíða þess. Eins oig segja má uim aðra ís- lenska sagnaþætti eru það oftast írásagnir af óvenjulegum atvik- um og hnyttnum tilsvörum, sem gæða bók Magnúsar Gestssonar liifi. Jóhannes stórisannleikur hetfur verið eins konar íslenskur Munchhausen; ein saga hans hermir frá þvi þegar hann fann hest sinn á suridi í vok og komst hest'urinn ekki upp úr. Jóhannes kunni ráð við því. Hann brá sér niður í vökina og lyfti hestinum uipp úr. Þegar Jóhannes kom heim með hestinn fór hann með hann inn i baðstofu og hellti of- an- í hann lútsterku kaffi. Þá fékk hesturinn svo mikinn skjál'fta, „að hann kastaðist ann- að slagið u.pp í mæni á baðstof- unni, svo að brakaði í hverju Magnús Gestsson tré“. Sagt er frá lagni Stefáns skálds frá Hvitadal við að slá peniraga hjá Ágústi Þórarinssyni, versiunarstjóra í Stykkishólmi. Um kynlegar yísu.r Sigurbjörras á Svarfhóli er fjallað og greint frá ath'ugasemd Margrétar Krist- jánsdóttur, sem i bex-nsku sinni sagði um vísubotn eftir Sigur- björn: „Ósköp er visan ski'itin að aftanverðu." Þanniig mætti lengi tína til skemmtileg dæmi úr Manniifi oig mórum í Dölum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.