Morgunblaðið - 12.12.1972, Page 1
1 54
/_
MORGUiNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1972
Guðmundur S. Alfreðsson stud,
jurivS, skrifar frá Washington:
Viðtal við
Guðmund í.
Guðmundsson,
sendiherra
Nýlejra var frá því skýrt
opinbeilega, að flytja ætti til
tvo islenzka sendiherra,
þannig að Guðmundur í. Guð
mundsson færi til Stokk-
hólms en Haraldur Kröyer til
Washington. I tilefni af þess-
um Dreytingum átti ég viðtal
við sendiherraina, og hér fer
á eftir viðtalið við Guðmund,
tekið á fallegu heimili hans
og konu hans, Rósu Ingólfs-
dóttur, í Washington. Feril
Guðmundar i stjómmálum
þarf naumast að rekja, ai-
þingismaður í áratugi, utan-
rikisráðherra 1956—‘65 og
margt fieira mætti telja, nú
siðast serdiherra í Bandaríkj
unum og Kanada.
— Nú eruð þið að flytja til
Svíþjóðar. Hvemig hefur
ykkur liðið í Washington og
hvað finnst ykkur um nýja
dvalarstaðinn?
— Okkur hefur liðið vel i
Washington. Þetta er falleg
borg og Bandaríkjamenn gott
fólk, bæði vingjarnlegt og
hjálpsamt. Lika mynda Is-
lendingamir á staðnum sam-
valinn hóp. Við hefðum gjam
an viljaf vera hér áfram, en
tíðir flutningar eru nú einu
sinni i verkahring diplómata,
og okkur lízt vel á Stokk-
hólm og Svíþjóð.
Hver eru helztu verkefni
sendiráðsins í Washington?
— Hiutverk þess er að gæta
hagsmuna Islenzka rikisins
og rikisborgara og flytja er-
indi ríkisstjómarinnar við
bandarísk stjómvöld, greiða
götu Islendinga, ýmist þeirra,
sem hér eru búsettir eða á
ferð, svara fyrirspumum um
landið, þjóðina og viðskipti
og koma almennt fram fyrir
hönd landsins.
— Hvað vinna rnargir í
sendiráðinu?
— Við erum þar f jögur. Auk
mín vinna þar Hörður Helga
son sendifulltrúi og Svava
Vernha; ðsdóttir og Hanna
Maria harlsdóttir ritarar.
— Hver er húsakosturinn?
— ísler.zka ríkið á hér tvö
hús, skrifstofuhús og sendi-
herrabústað, bæði keypt
kringum 1967 eftir komu Pét-
urs Thoi steinsson sem sendi-
herra tii Washington eftir lát
Thor Thors. Bústaðurinn var
áður í eigu frú Shangkai-
sjeks.
— Gildir ekki sama regl
an hérr.e og á íslandi, að ný-
komnir sendiherrar gangi á
fund þjóðhöfðingja?
— Jú, ég fór til Nixons til
að afhenda mína pappíra.
— Hvernig fer sú athöfn
fram?
— Hún er miklu óformlegri
hér en víðast annars staðar.
Löngu fyrir athöfninia skilar
maður til utanríkisráðuneyt-
isins afriti ræðunnar, sem á
að flytja, og fær skömmu síð
ar afrit af ræðu forset-
ans. Við sjálfa athöfnina af-
hendir svo sendiherrann for
setanum pappíra sína og ræð
una skrifaða, og hann af-
hendir sendiherranum sína
ræðu. S'ðan setjast þeir nið-
ur og spjalla saman.
— Hversu lengi og um hvað
rædduð þið Nixon?
— Við spjölluðum nokkuð
lengi saman miðað við það
sem venjulega gerist. M.a.
rifjaði Nixon upp að við höfð
um hitrt áður og þá á þann
hátt, að hann mundi greini-
lega eftir þvi. Það gerðist,
þegar hann í sinni varafor-
setatið lenti á Keflavíkurflug
velli í mikilli snjókomu. Ég
tók á móti honum, og við fór
um samsr til Bessastaða. Allt
af hélt áfram að snjóa, og all
ir voru n nálum nema Nixon
sjálfur, að hann mundi fenna
inni. En suður eftir komumst
við um nóttina.
— Hvemig eru samskipti
sendiráðsins við Bandaríkja-
stjórn?
— Þau eru með ágætum. Við
leituðum oftlega til þeirra, og
viðbrögðin eru alltaf á einn
veg, að greiða götu okk
ar sem bezt þeir geta.
— Hver er afstaða Banda
rikjamanna í landhelgismál-
inu?
— Afstaða þeirra er mikið
brevtt frá 1958. Þá voru þeir
miklir fylgjendur 3ja mílna
landhelgi, andmæltu útfærslu
okkar þá i 12 mílur og höfðu
forystu gegn útfærslustefnu
á Genfarráðstefnunum 1958
og 1960. 1 dag er ástandið
allt öðru vísi. Mér er ekki
kunnugt um, að Bandaríkin
hafi mótmælt útfærslunni í
50 milui'. 1958 var almenn-
ingsálitið hér i landi síður en
svo hl’ðhollt íslendingum,
en siðan þá hafa þeir lært
af eigin reynslu, að vernd-
un fiskin- iða er nauðsynleg.
— Hefur landhelgismálið
vakið einhverja athygli
í Bandarikjunum?
— Ég fór í langt ferðalag
um Rardarikin í sumar, og þá
varð ég þess greinilega var,
að málið hafði vakið tals
verða athygli einkum á
strandsvæðum, og þar naut
málstaður Islendinga al-
mennrar samúðar og var litið
til okkar sem fyrirmyndar.
Þetta kom skýrt fram, því að
ég fékk alltaf jákvæðar und
irtektir, en aldrei andmæli
eða gagnrýni, þegar viðtöl
voru tekin fyrir blöð og út-
varp eða á mannamótum. Meg
inástæðe þessara breyttu við
horfa er sú, að bæði út af
vestur- og austurströndinni
er ofveiði að eyða fiiskstofirú
um, svo að til stórvandræða
horfir
— Kefur herstöðvarmálið
borið á góma í viðskiptum
sendiráðsins við Bandaríkja-
stjóm, siðan vinstri stjórnin
tók við heima?
— Nei, mér hefur ekkert
verið falið að ræða þau mál
við stjórnina, og ég hef ekki
heldur gert það.
— Er einhver samvinna milli
íslenzka sendiherrans og
annarra diplómata hér?
— Það er engin sérstök
samvinna á milli þeirra, en
yfirleitt ágætt samband.
Sendiherrar Norðurlandanna
fara nokkuð oft og reglulega
saman til hádegisverðar og
nota þá tækifærið til að ræða
málin.
— Það orð hefur löngum
legið á diplómötum, að þeir
gerðu íátt annað en sitja í
kokteilboðum. Er þetta rétt?
— Það er ekki eins mikið
um þetta og almenningur
heldur. Að visu líður varla
svo dagur, að ekki berist
nokkur boð, en það er undir
hverjum einstaklingi komið,
hvað hamn sækir mörg þeiirna.
Og það hefur enga þýðingu
fyrir þjóð af okkar stærð að
eltast við slík boð, nema þau
þjóni einhverjum tilgangi fyr
ir íslenzka hagsmuni.
— Eit’ margir íslendingar í
Washington?
— Það er furðanlega stór
hópur. Talsvert um kon-
ur, sem hafa gifzt Bandarikja
mönnum, auk annarra Is
lendinga, sem hafa setzt hér
að. Þetta er einstaklega gott
fólk, hugulsamt og vingjam
legt, ekki ein einasta leiðinda
skjóða í hópouim. SI. 17. júní
komu á fimmta hundrað
manns í móttöku okkar fyrir
ísiendinga í sendiherra-
bústaðnum, og í jólaboð hjá
Rósu komu um 150 islenzkar
konur cg böm. Hér er einn-
ig stai fandi Islendingafélag,
sem heldur kynningarfundi
og þorrablót. Formaður þess
er Sigrún Rockmaker.
— Hvað heldurðu, að séu
margir Islendingar alls i
Bandarík j unum ?
— Þeir skipta þúsundum, en
ég þori ekki að nefna ákveðn
ari tölu. Það er sama, hvert
við höfum farið um landið, að
við höfum alls staðar rekizt
á Islendinga.
— Eru til allsherjarsamtök
með íslendingum vestanhafs?
— Nei, en á mörgum stöð-
um hafa þeir með sér félög,
og séu þeir ekki nógu marg-
ir til að mynda félag þá hafa
þeir oftast samband sín á
milli.
— Er Lögberg-Heims-
kringla útbreidd meðal þessa
f ólks 7
—- Já, mér hefur virzt það
á mínum ferðalögum. Því mið
ur á blaðið í fjárhagserfið-
leikum, er. ég tel það mjög
gagnlegar, vettvang og tengi
lið.
— Hvernig vegnar Islending
um hérra?
-— Yfirieitt mjög vel. Og eitt
er öðru fremur ánægju-
legt, að landarnir, bæði svo
kallaðir Vestur-Islending-
ar og siðar komnir, hafa ein
staklega gott orð á sér, og á
ferðalögum minum hef ég
greinilega tekið eftir því,
hversu góðs álits þeir njóta.
Á þenran hátt eru þeir Is-
landi ómetanleg landkynning.
— Á ísland fulltrúá víðar
í N-Ameríku en í Washing-
ton?
— Já. við höfum 14 ræðis-
menn í Bandaríkjunum og 8
í Kansda.
— Hvers lenzkir eru ræðis
menn venjulega, og hvemig
eru þeir valdir?
— Ræðismenn eru yfirleitt
borgarar viðkomandi lands.
Þeir ei’u valdir þannig, að
þeir hafi einhver tengsl við
ísland. annað hvort af ís-
lenzkum ættum eða í viðskipt
um við landið.
— Eru ræðismenn launaðir?
— Það er enginn þeirra
launaður. nema ræðismaður-
inn í New York. Þeir eiga
að fá gieidd bein útgjöld, en
fylgja því mjög takmarkað
eftir.
— Eftir svona viðburðarík
an og langan feril sem stjórn
málamaður, embættismaður
og málflytjandi, ertu ekki að
skrifa ævisöguna.
— Ég get ekki sagt, að ég
sé gagngert að skrifa neitt
slíkt, en ég á dálítið af dag-
bókum og punktum.
£ða DUNLOP
Colfvörur
til
jólagjafa
A* AlfSTURBAKKI I
SIM|: 38944
VIÐARKLÆÐNIMG
Ný sending komin of ódýrn vegg- og
loftklæðningunni
Fnnnlegir litir nú eru:
HNOTA, EIK, ASKUR og MAHOGNY.
PANTANIR ÓSKAST SÓTTAR STRAX.
J. Þorláksson & Norðmann hf.