Morgunblaðið - 16.12.1972, Page 10

Morgunblaðið - 16.12.1972, Page 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1972 Má nota íslenzk gosefni í húsveggi og gluggatjöld? Það munu rannsóknir leiða í ljós Hörður Jónsson efnaverkfræð ingur. — Viðtal við Hörð Jónsson, efnaverkfræðing Hvaða leikmanni dettur í hug þegar hann sér gosefnin, sem komið hafa upp með eldgosum á Islandi og í hugum manna eru yfirleitt tengd tjóni og skaða á gróðri, að þau geti hugsanlega orðið að trefja þræði í gluggatjöld eða bygg- ingarefni til að bæta okkar byggingarmáta, eða til að spara okkur i skóglausu landi eitthvað af viðarinnflutn ingi okkar. Þetta er ekki vitað enn, því rannsóknir á gosefn- um — aðallega basalti, hrauni, vikri og perlusteini eru á frumstigi, en komnar af stað. Hörður Jónsson, efnaverk- fræðingur hjá Iðnþróunarstofn un Islands, hefur undanfarin ár unnið að rannsóknum á ís- lenzkum gosefnum með það fyr ir augum, að úr þeim megi vinna nýtanleg efni til iðnað- ar og gera að söluvöru á er- lendum og innlendum markaði. Vann hann fyrst að þessu, ásamt Aðalsteini Jónssyni efna verkfræðingi og Guðjóni Sverri Sigurðssyni á veg- um Rannsóknastofnunar iðnaðarins, og skiluðu þeir skýrslu 1971. En upp úr því komst skriður á málið og úr varð starfshópur sérfræðinga er vinnur á vegum iðnað- arráðuneytisins að þessum mál um. 1 þessum hópi eru auk Harðar og Aðalsteins þeir Haraldur Ásgeirsson frá Rann sóknastofnun byggingariðn- aðarins, Stefán Arnórsson frá Orkustofnun og Vilhjálmur Lúðvíksson frá Rannsókna- ráði ríkisins og Þorleifur Ein- arsson frá Raunvísindastofnun Háskólans, en hópurinn hefur átt gott samstarf við Árna Snævarr ráðuneytisstjóra. Er fréttamaður MbJ. ræddi við Hörð Jónsson um þessi mál, kom fram, að rannsókn- irnar beinast nú aðallega að perlusteini úr Prestahnúk, en Prestaiyiúkur er á Kaldadal milli Langjökuls í austri og Oks í vestri. Hnúkurinn er við suðvesturjaðar Geitlands- jökuls, og sker sig frá nálæg- um fjöllum sakir þess hve miklu ljósari hann er yfirlit- um. Möguleikar perlusteinsins hafa verið athugaðir, með til- liti til útflutnings á honum möl uðum og sigtuðum, og einnig að vinna megi úr honum efni til byggingariðnaðar hérlendis og erlendis. En auk perlu- steinsins er byrjað að athuga basalt með tilliti til hugsanlegr ar trefjaframleiðslu o.fl. Þess má geta hér að unnið hefur ver ið að athugunum á vegum ráðu neytisins á þvi hvort hag- kvæmt væri að steypa hérlend is rör og fleira úr basalti. Sýni hafa verið send til Tékkó slóvakiu og er unnið að þess- um athugunum í samvinnu við Tékka. 0 ÞENST SEM POPKORN — Perlusteinn hefur í sér 4—6% af bundnu vatni. Þegar hann er hitaður upp í um 1000 gráður, þenst hann líkt og pop korn, segir Hörður. Einna nær tækast virðist að nýta þær milljónir af perlusteini sem eru í Prestahnúk. Nóg er af góð- um perlusteini þar fyrir okkar þarfir um langa framtið, en rætt hefur verið um útflutning í stórum stíl og þarf því að kanna nánar hve mikið er þar af nægilega góðum perlu- steini. Rætt er um að flytja hann um 50 km leið niður í Hvalfjörð, sigta hann þar og mala og flytja út. Eða þá að þenja hann meðan hann er enn hér á landi og nýta innanlands í byggingariðnaði, þannig að í hann yrði blandað sementi eða plasti og gerðar úr honum plöt ur. Markaðurinn hér á íslandi er að visu takmarkaður, en hann mætti auka og möguleik- ar á útflutningi á slíkum plöt- um ættu að vera fyrir hendi. Á borðinu hjá Herði liggja nokkur plötusýnishorn og við spyrjum hver sé munurinn á þeim. — Plöturnar virðast hafa mestan möguleika, en þar er perlusteinninn bundinn með sementi og styrktur með trefj- um. En úr perlusteini og bas- Eg nota ekkí annað en Castor or SKYRTAN SEM VEKUR ATHYGLI. VINNUFATAGERÐ ISLANDS HF.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.