Morgunblaðið - 16.12.1972, Page 12

Morgunblaðið - 16.12.1972, Page 12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. DESEMBBR 1972 Hið nýja Listasafn Norður-.Tótlanfls gert eftir teikninííum AI vars Aalto ásanit konu hans og aðstoðarmanni, Dananum Jea n Jaques Baruél. Á síðastliðnu sumri átti sér stað merkur myndlistarviðburð ur á Norður-Jótlandi, en þá var þar tekið í notkun nýtt myndlistarsafn í Álaborg, byggt eftir verðlaunateikning- um Alvars Aalto og Elissu konu hans, svo og Danans Jean Jaques Baruél. Daninn hafði verið samverkamaður þeirra hjóna á árunum 1948—‘54 og gerðist félagi þeirra í sam- bandi við hina samnorrænu byggingarsamkeppni 1957. Var hugmynd þeirra valin úr 144 innsendum tillögum. Vígsla þessa glæsilega safn- húss þótti viðburður, sem get- ið var í flestum helztu blöðum á Norðurlöndum og það mjög svo veglega í sumum þeirra. Þótti mér Islendingar vera þar afskiptir um merkan menning- arlegan viðburð, þar eð þessa var að engu getið í hérlend- um dagblöðum, að því er ég bezt veit. Staddur i Kaup- mannahöfn nýverið ákvað ég að gera mér ferð til Álaborg- ar til að Iíta eigin augum hina þegar nafntoguðu byggingu og myndlistarverk þau, er/ hún hýsti. Jafnframt hugðist ég á heimleiðinni skoða annað til- tölulega nýlegt myndlistarsafn í Árósum (fullbyggt og opnað 1967) og bregða mér um leið til Silkiborgar, sem þar er skammt frá, og líta á safn og framtíðaráætlanir Asger Jorn, ásamt því að skoða hið ein- stæða og fræga svonefnda mýra lík frá Tollund á borgarsafn- inu þar. Allt þetta stóðst og varð þetta tveggja sólarhringa ferðalag um Jótland í senn fróð legt og skemmtilegt, en all strangt. Ósennilegt hefði mér fundizt, fyrir nokkr- um árum, að ég ætti eftir að hafa ærna ástæðu til að leita á vit heimslistarinnar meðal Jóta, en þeir virðast með þess- um þrem söfnum ætla að taka af allan efa í framtiðinni um sinn myndræna þroska á háu stigi. Bygging Alvar Aalto og félaga er mjög stílhrein og líkist þre'pa pýramída, sem rís frá dalbotni í sterkri meðvitaðri andstæðu við skógi klæddar hliðar, en að því er stíl áhrærir er hún að nokkru framhald af funk- sjónalisma fyrirstríðsáranna, er mjög áhrifarík og virkar hvor- tvegg.ja tíðarákvarðandi sem óháð tíma. Að utan er bygging in klædd hvítum Carrara-mar- mara og áhrifanna svipar til kaldrar geometríu, mildaðri með einingaríkri fjolbreytni i byggingarformi. Að innan eru veggir hvítmálaðir og kemur nákvæm múrsteinshleðslan vel fram, áhrifin verða létt og loft ræn, en andrúm nokkuð kalt, sem myndum á veggjum og gólfi mun ætlað að vega gegn. Með sérstökum útbúnaði eru myndirnar látnar hanga nokk- uð frá veggjunum en það ávinn ur rúmtilfinningu og loft um- hverfis þær. Hjónin Aalto og Baruél hafa sameinað hér margar góðar hug myndir, en þær eru ekki alltaf formaðar á jafn einfaldan hátt og grundvallarhugmyndin. Þau br,-tu t.d. heiiann stift og m’kið yfir vandamá’um lýsmgar innar, og um það ber form bygg ingarinnar órækt vitni. Baru- él hefur látið hafa eftir sér op- inberlega, að þeir hafi litið svo á, að þeim bæri að taka þá stefnu varðandi bygg- inguna, að iýsing fyrir listasafn hlyti að hafa sömu þýðingu og hljómburður fyrir hljómleikahöll. Undir gluggum þaksins hanga stórir endurgeislandi fleygbogaskermar, sem eiga að miðla óbeinu ljósi, en sem jafn- framt virka líkt og áhugaverð- ur skúlptúr í innréttingunni. I gangi á milli hinna mörgu sala hliðarljósa flæðir ljósið inn með aðstoð endurgeislun- ar veggflata. Auðsjáanlega hef ur ekki með öllu verið mögu- legt að reikna út áhrifin, því að í ganginum nær ljósið ekki nægilega langt niður og stað- næmist fyrir ofan málverkin, sem um leið verða i hálfrökkri. Hannandi flevgbogaskermar í ofanljóssölunum orsaka stöð uga, fína og jafna dreifingu ljóssins, sem verður því ekki of sterkt þar sem það fellur ekki beint, og á vissum stöðum sleppur ljósið i gegn og varp- ar sterkum og óhömdum sól- blettum á sumar myndirn- ar. En þetta ætti að vera hægt að umbæta. Árangur bessara flóknu útreikninga ljósgæða koma þó víða vel fram, t.d. á þann Veg, að góðar myndir fá notið sín til fulls, en binar lé legri afhjúpast. Salargólf og gangar eru lagðir teppum, sem einkar þægilegt er að ganga á, og sé stigið út fyrir þau á marmaragólfið, uppgötv ar sá hinn sami að marmari er JThfnð Hns sv’onefnda nvýrar- lílts Þ'á Tollund. st''”>.un riýkri nð ganga á en ’iHnr> Uú.sið er ein hæð og kiallari, uppi eru myndlistarverk og stör kammermúsiksalur, iðri eru tveir fundarsalir, verk stæði fyrir safntæki, geymslur; upplýsingamiðstöð og rúmgóð kaffitería. Þá er ’-fii'byggt stæði fyrir 100 bifreiðir enn- fremur stór og veglegur skúlp Loftmynd af Listasafni Norður-Jótlands í Álaborg. Til vinstri ofanljóssalirnir sem hvíla á súlum. Fremst sést innganguri nn og aftast liringleikhúsið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.