Morgunblaðið - 28.12.1972, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 28.12.1972, Qupperneq 4
1 ^W'. i ■! v^!1 i'i- —T"" "1" "i-TT.i'' 'J' MORGÚNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1972 22*0*22* RAUÐARÁRSTÍG 31 BÍLALEIGA CAR RENTAL -s- .21190 21188 STAKSTEINAR Ekki viðbjargandi Áramót eru í nánd. Fróð- lejft verður að fylgrjast með störfum íslenzku rikisstjórn- arinnar á næsta ári. Henni tókst að bög-gla saman al- gjörri skammtímalausn á efnahagsvanda rétt fyrir há- tiðar, og tylla þannig saman brotgjörnum stjórnarmeiri- hluta. Auðvitað voru aðgerð- irnar eintóm sýndarmennska og áiika haldgóðar og heftiplástur á skotsár. Allir vita að slík „lækning" er ein- ungis til þess fallin að hleypa drepi i sárið og gera það enn illviðráðanlegra en ella. En stjórnarflokkunum J>ótti rétt að tjasla saman ráðherrunum, sem voru í þann veginn að hlaupa hver í sína áttina, rétt eins og þegar ákveðin dýra- tegund kveðtir sökkvandi skip. Nú fyrir skömmu var rætt við tvo helztu sérfræðinga efnahagsnefndarinnar, hina kunnu hagfræðinga, Jóhann- es Nordal seðlabankastjóra og Jón Sigurðsson hagrann- sóknastjóra. Kom glöggt fram hjá þeim báðum, að þeir töldu ríkisstjórnina enn ekki hafa brugðizt við vandanum, og fjölda spurninga væri enn ósvarað. Þeir sögðu að geng- isfellingin væri haldlitið úr- ræði, ef henni fylgdu ekki þær hliðarráðstafanir, sem raunverulega værti forsenda hennar. TiMdu þeir ekki hægt að ræða nú, hvort vandanum yrði bægt frá, því ríkisstjórn- in hefði enn ekki skýrt frá því hvað hún hygðist fyrir. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að ráðherrar og aðrir talsmenn ríkisstjórn- arinnar stæra sig af, að þeir fari ekki eftir þvi, sem val- kostanefndin lagði til. Bikis- stjórnin skaut öllum umræð- um og ákvorðunum í efna- hagsmálum á frest í fjóra mánuði og bar því við að val kostanefndin starfaði. Og loks þegar sú margfræga nefnd lýkur störfum, þá gorta ráð- herrarnir af þvi, að þeir hafi ráð nefndarinnar að engu. Ósköp væri undarlegt, ef læknir væri sóttur á snjóliíl i aftakafrosti til sjúks manns um langan veg og öll hans ráð væru einskis metin og ekki eftir þeim farið. Líkleg- ast væri í þvi tilviki að sá hinn sjúki gæfi unp öndina áður en langt um liði, og ekki er óhugsandi að þau verði áður en varir örlög þessarar furðurikisstjórnar, sem uni þessar mundir gerir axar- sköft á Islandi. Seðlabankastjórinn og hag- rannsóknastjóriun lögðu báð- ir á það áherzlu, að frumíór- senda þess, að raunhæf lausn fengist, væri, að höggvið vieri á verðbólguhnútinn. En þessi rikisstjórn segist ætla að lesa hnútinn, en ekki höggva á hann. Er ekki ólíklegt að þeim sækist verkið ekki hrað- ar en þeim blessuðum ein- feldningum, sem spreyttu sig á Gordíonshnútnum liér í eina tið. Ráðherrarnir söngla stoltir: Já, þessi gengisfelling er öðruvísi. Nú á gengisfellingin að sjálfsögðu að lia-kka verð- lagið, sem á að hækka kaup- ið, sem á að hækka verðlagið, sem á að hækka kaupið, sem á að .... fella gengið. 14444 ‘2* 25555 14444S25555 spurt og svarad Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hringið í síma 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og biðjið um Eesendaþjónustu Morg unblaðsins. ; LE/GAN AUÐBREKKU 44- 46, I ». >*• SiMI 42600. VALE kralt- tdlíur lyfta grettis- VALD POULSEN HF verzlun Suðurlandsbraut 10 simi 38520 TALKENNSLA í SKÓLUM Ólöf Jónsdóttir spyr: — Eru starfandi tfilkennarar við skyldunámsstigið í skólum í Reykjavík? Ef svo er, taka þá tryggingamar þátt í kostnáði við slíka hjáip? Þorsteinn Signrðsson hjá Fræðslnskrifstofu Keykjavík- ur svarar: — Talkennsla í skólum er ókeypis. Því miður eru aðeins starfaridi tveir talkennarar í vetur, sem anna hvergi nærri verkeínum. Hins vegar er hægt að fá sérkennslu og éf beðið er um hana með tilvísun frá heimilislækni eða sérfræð ingi, tekur Tryggingastofnuin- in þátt í kostnaði. AÐSTOÐ VIO VANGEFNA Ólöf Jónsdóttir spyr: — Hvar á stúlka sem vill verða vangefnum að liði völ á starfi? Hvaða menntun þarf til og hvaða undirbún- ingsmenntun ? Svar: Hún á að sjálfsögðu völ á starfi á þeim ýmsu stofnunum sem hugsa um van gefna. Björn Gestsson, for- stöðumaður Kópavogshælis, segir okkur að menntun fáist á þroskaþjálfaskóla íslands sem er í Kópavogshæl- inu. Námið tekur tvö og hálft ár. Inntökuskilyrði eru gagn fræðapróf, landspróf eða hlið- stæð menntun og aldurstak- mark er 18 ár. MÁ LÁTA HLAUPA 50 HRINGI? Auðbjörg Helgadóttir, Smáraflöt 17, spyr: — Hefur leikfimikennari rétt til að láta börn hlaupa 50 hringi í leikfimisal, eða sem svarar tveim kílómetr- um? Er kennt eftir vissu kerfi á námsskrá barnaskóla, er það t.d. skylda að geta staðið á höndum? Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi, svarar: — Hvað fyrri spurninguna snertir þá eru hlaup hluti af þrek- eða þolæfingum, sem íþróttakennarar nota. Það er hluti af þeirra menntun að þeir viti hvað má bjóða börn unum, hvað er hægt að leggja á þau. Kennari hefur því fullt leyfi til að láta þau hlaupa en verður auðvitað að vega það og meta hvað hver getur lagt á sig. Hvað síðari spurning- una snertir þá er kennt eft- ir vissri námsskrá og þar er meðal annars miðað að því að kenna börnunum að standa á höndum. Það er hluti af lyft- ingaæfingunum. Vilhjálmur Stefánsson, Skólabraut 17, spyr: — Er það virkilega ætlun- in að Kammermúsikklúbbur- inn ætli að bjóða okkur upp á meira af nemendakoncert- um. Þá eru margir styrktar- menn klúbbsins farnir. Þetta er ekki sagt til hnjóðs nem- endum þeim er spila í kamm- ersveitinni, en þeir eiga bara heima á nemendatónleikum. Guðmundur Vilhjáimsson, formaður Kammermusik- klúbbsins, svarar: — Eitt af þeim verkefnum sem Kammermusikklúbbur- inn telur að sér beri að! sinna er að koma á framfæri óþekktum listamönnum fram- tíðarinnar. Hitt er annað að undanfarið hafa verið fleiri tónleikar þar sem nemendur hafa komið fram en að jafn- aði er. Klúbburinn mun áfram telja sér kærkomið að ungir listamenn komi fram á hans vegum, ef hæfileikar og kunnátta eru fyrir hendi, en hins vegar verður það ein- göngu í undanlekningar- tilfellum. J. S. Bach JÓLAORATORÍA -í. " Flytjendur: Pólýfónkórinn, Kammerhljómsveit, flytjendur samtals 140. Einsöngvarar: Neil Jenkins, tenór, Sandra Wilkes, sópran, Ruth Magnússon, alto, Halldór Vilhelmsson, bassi. Stjórnandi: Ingólfur Guðbrandsson. Flutningur oratoríunnar fer fram í Háskólabiói föstu- daginn 29. desember kl. 21,00 og laugardaginn 30. desember kl. 14.00. Uppselt föstudaginn 29. des. — Vinsamlegast vitjið ósóttra pantana 28. des. fyrir kl. 17.00. Aðgöngumiðar að síðari tónleikunum 30. des. kl. 14.00 seldir hjá Ferðaskriðstofunni ÚTSÝN og Bóka- verzilun Sigfúsar Eymundssonar. PÓLÝFÓNKÓRINN. V arnarliðsmaður í gæzluvarðhald — vegna aðildar að smyglmáli á Keflavíkurflugvelli VARNARLIÐSMAÐUR hefur hans að smyglináli, sem skýrt verið úrskurðaður í gæzluvarð- var frá í Mbl. nýlega. Virðist hald á Keflavíkurflugvelli á með- sem hann og annar varnarliðs- an rannsókn fer fram á aðild maður hafi séð um að útvega ým iss konar varning, þ. á m. heim- ilistæki, fatnað, matvæli, áfengí o. fl., fyrir tvo íslenzka starfs- menn hjá verktaka á Keflavíkur flngvelíi, sem síðan smygluðu varningnum út af vellinum. Upp komst um málið í síðustu viku, er 15 bjórkassar fundust i bifreið íslendinganna, er ]æir voru á leið út af vellihum. Þá sitja enn í gæzluvarðhaidi á Keflavíkurflugvellí tveir ungir menn, Bandaríkjarnaður og Hol- lendingur, sem handteknir voru á Keflavikurflugvelli fyrr í þess- um mánuði með teept kiló af hassi í fórum sínúrni Stendur nú yfir rannsókn á ffkriiefnasölu þeirra hérlendis og. X því sam- bandi hafa aHmaégir Tslendingar verið yfirheyrðir. __ ý HÓPFEROIR Til leigu í lengri og skemmri ferðii 8—34 farþega bilar. Kjartan Ingimirsson, sími 32716. FEROABÍLAR HF. Bilaleiga — sími 81260. Tveggja manna Citroen Mehari. Fimm manna Citroen G.S. 8—22 marina Mercedes Benz hópferðabílar (m. bilstjórum).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.