Morgunblaðið - 23.01.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.01.1973, Blaðsíða 12
12 MORGUNÐLAÐIÐ, í>RIÐJUDAGUR- 23. J-ANtJAR 1873 „Nú þegar verði reist lög- í Breiðholti“ Samhljóða ályktun almenns borgarafundar um löggæzlu í Breiðholti, sem Hverfissamtök sjálfstæðismanna í Breiðholti stóðu fyrir „LÖGGÆZLA í Breiöholti var umræðuefnið á almennuim borgarafundi, sem Hverfissam töik sjálfstæðismanna í Breið- hotti gengust fyrir í veitinga- húsinu í Glæsibæ sl. laugar- dag. Frummælendur voru þau Bima Bja mle ifsdó tti r og Magnús L. Sveinsson og þeir Ólafur W. Stefánsson, skrif- stofustjóri i dómismálaráðu- neytinu, Bjarki EBasson, yfir- lögregluþjónn, og Ólafur B. Thors, borgarráðsmaður, svör uðu fyrirspurnum fundar- manna. Fundurinn var vel sóttur og voru bomar fram margir fyrirspurnir að lokn- um framsöguræðum, og stóð fundurinn í hálfa þriðju klukkustund. 1 lok hans var samþykkt ályktun, þar sem lögð er höíuðáherzla á að nú þegar verði reist löggæziustöð í Breiðholti. Birna Bjarnleifsdóttir fjall- aði í ræðu sinni um málefni Breiðholitshverfanna út frá sjónarhóli húsmóðurinnar og lagði mikia áherzlu á þanin skort á þjónustu, sem ibúar hvea'fiamna ættu við að búa. Siðan rseddi hún um það mikla starf, sem ýmis félög og félagasamtök gætu leyst af höndum i hverfunum til að ieysa ýmsan vanda og hvatti Breiðholtsbúa til að leggja þeim lið eftir megni. Að lok- um beindi hún þeim tiknæJ- um til yfirvalda, að þau sofn- uðu ekki á verðinuim, heldur héldu vöku sinni og þá jafnt í löggæzlurnálium sem öðrum máillum, er vörðuðu íbúa Breið holtshverfa, „þvi að við leggj- um allt okkar traust á ykk- ur.“ Magnús L. Sveinsson gerði í ræðu sinni grein fyrir helztu forsendum þess, að fremur þyrfti að hafa löggæzlustöðv- ar í nýjuim hverfum eins og Breiðholti en í þeim gömlu; þar væri um að ræða fjarlægð þeirra frá miðborginni og að- allögreglustöðinni, skort á simaþjónustu, ónóga lýsingu og oft á tíðum erfiðar sam- göngur vegna snjóþyngsla. Magnús sagði siðan, að í Breiðholti byggju nú um 10.000 manns eða um 12% íbúa borgarinnar og h'lutfalls lega ættu því að vera 20 lög- regluþjónar við gæzlu í Breið holtinu, þar sem í Reykjavik væru um 200 lögregluþjónar. Það væri þó ekki fjölidi lög- regluþjónanna sem skipti höf uðmáli, heldur fyrst og fremst staðsetning lögreglu- stöðvarinuar og ítrekaði hann því kröfu alJra Breiðfholtsbúa, „að þeim sé svo fljótt sem auðið er tryggð aukin lög- gæzla með staðsetningu lög- gæzlustöðvar i sjálfu hverí- Lnu.“ Hófust síðan almennar um- ræður um þessi mál og voru margar fyrirspurnir bornar fram. >eir, sem tóku tii máls, voru: Dr. Gunnlaugur Þórftar- son, Ketill Hannesson, Gísli Helgason, Teitur Þorleifsson, Giiömundur J. Guðmundsson, Jón Guðmundsson og Úlfur Markússon. Lögðu þeir þunga áherzlu á nauðsyn þess, að lögreglustöð yrði hið snarasta komið upp í Breiðhodtshverf- um. Þá lýstu þeir andúð sinni á þeim fréttaflutningi fjöl- miðla, er einkum beindist að þvi að sverta Breiðlholifcshverfi og íbúa þeirra í augum ann- arra, og var eitt dagblaðanna sérstaklega gagnrýnt fyrir þá stefnu. Lýstu menn þeirri skoðun sinni, að íbúar Breið- holtshverfa væru hvorki betri né verri en annað fóik og þvi ætti slíkur fréttaffliutningur engan rétt á sér. Einmig varð mönnurn tíðrætt um þann nuargvíslega skort á þjónustu, sem íbúar Breiðholtshverfis þyrftu að búa við. Bjarki Elíasson, yfirlög- regluþjónn, svaraði nokkrum fyrirspurnum, sem til hans var beint, og kom þá m.a. fram, að útköll lögregiunnar í Breiðholtshverfi væru sízt fleiri en í önnur hverfi borg- arirmar og að umferðarslys væru þar færri en víðast hvar annars staðar í borginni. Einnig fcóku til máls þeir Ólaf- ur W. Stefánsson, skrifstofu- stjóri og Ólafur B. Thors, borgarráðsfuBtrúi, og að lo<k- um sagði Birgir Isleifur Gunn arsson, borgarstjóri, nokkur orð. Hann kvaðst vilja taka undir orð fyrri ræðumanna og þakka Hverfissamtökum sjálfstæðismanna í Breiðholti fyrir að hafa staðið fyrir þess uim fundi, sem hefði verið mjög mikiivægur og gagnleg- ur, ekki sízt fyrir sig og aðra þá, sem í starfi slnu fjöliuðu um málefni Breiðholtshverfa. 1 lok fundarins var sarn- þyikkt samhljóða tillaga um ályktun, sem stjórn hverfis- samtakanna hafði borið fram og var svohljóðandi: „Aiimennur borgarafundur, haldihn að frumikvæði Hverf- Lssamtaka sjálifstæðismanna í Breiðholti, laugardaginn 20. janúar, leggur höfuðáherzlu á að nú þegar verði reist lög- gæzlustöð í Breiðholíti. Jafn- f.ramt skorar fundurinn á yf- irvöld þau, sem með löggœzLu mál fara, að sjá svo um, að slíkri stöð sé jafnan séð fyrir nægilegum mannafla til að tryggja eðlilega iöggœzlu í svo fjölmennum hverfum sem Breiðholtshverfin eru.“ Fruumiaelendurnir, Magnús L. Sveinsson og Birna Bjarnleifs- dóttir, og Sveinn Seheving, formaður stjórnar Hvei-fissamtak- anna. Guðinimdnr J. Guðmundsson, varaformaður Dagsbrúnar, (lengst t.v.) sótti fundinn og hélt þar ræðu — og Iagði á- herzlu á, að menn stæðu saman í þessu máli og að það væri hafið yfir flokkadeiiur og ágTeining. Þeir sátu fyrir svörum: Ólafur W. Stefánsson, skrifstofu- stjóri í dómsniálaráðuneytlnu, Óiafur B. Thors, borgarráðs- maðtir, og Bjarki Eliasson, yfirlögTegluþjónn. Séð yflr fundarsalinn. (Ljósm Mbl. Öl. K. M.) Hjörtur Jónsson: L0KA0RÐ FÉLAGS ÍSL. STÓRKAUPMANNA 1 LAUGARDAGSBLASI Morg- uniblaðsirus, 20. janúar sl., birtir F.Í.S. athugasemdir við grein, sem ég skrifaði í Morgumblaðið þanin 17. þ. m. 1 athugasemdum þessum skýr- ir heildsalan aðdraganda og gang verðiagsmála í sambandi við lælkkun á ve rz i uinarál ag n - inigu, sem ákveðin var með til- kyniningu þann 21. desember sl. Athugasemdir þessar skýra að sjálfsögðu sjónarmið heildsala og er allt gott um það að segja. Þaer staðfesta sannleiksgildi þeirrar eínu setmingar í minni grein, þar sem heildsala var nefnd á nafn, og þó örlítillar ó- mákvasmni gæti hjá greinarhöf- undi í frásögn af atburðarásinni þá er áistæðulausit að elta ólar við það. Það var því óþarfi af F.Í.S. að skrifa þetta niður vegna greinar mimnar, enda var hún ádeila á verðlagsyfirvöld en ekki heildsala. Ekki hefði því verið ástæða til þess af minmi hálfu að gera at- hugasemdir við athugasemdir F.Í.S., ef greinarhöfumdur hefði stillt sig um að skrifa lokaorð með greininmi, en þá virðist sem yfirvegunarhæfileiki hans hafi verið á þrotum. í lokaorðum F.Í.S. segir: 1. „Félag ísl. stórkaupmanna harmar að áðumefnd grein Hjartar Jónssonar skuli rituð á þanm hátt að leiðréttimga og skýringa sé þörf.“ F.Í.S. þarf eklki að láta sér leið- ast þetta, því að það var engin þörí á neinum leiðréttingum eða Skýringum við míma grein, Lesi memm bara greinarnar og beri þær saman. 2. 1 öðru lagi segir þar: „Ef kvarta þarf um lága álagn ingu eða skerðingu hemmar, hefði verið eðlilegra að silík kvörtun hefði komið fram opiniberlega úr röðum heildsala, þar sem smá- salan fékk nokkra leiðréttimgu sinma mála á sl. sumri, en heild- salam enga.“ Þessi fuliyrðing er nú hæpim, og gefur vissuiega tilefni til ýmislegra hugleiðinga. Ef til vill væri fróðlegt að gera samanburð á tekjumöguleikum og kostnaði smásölu og heildsölu í ýmsum vörufJolkkum, en það getur beð- ið betri tíma. Em það var afstaða heildsala sem gerði það mögu- legt að lælcka verzlumarálagn- inigu þann 21. desember. Og j afnvel þó þess hefði mátt væmita, að lækkum hefði verið lögfest emgu að síður, þá var þesisi afstaða óheppileg, þar sem öll verzlun liamdsmanma áfcti í hlut. Tveir söludagar, sem eftir voru til jóla, gátu varla réttlætt þetta. 3. Enm segir: „Þá (þ.e. sl. sumar) bauð F.Í.S. upp á samræmdar aðgerðir, sem ekki fenigu hljómigrunm hjá full- trúum kaupmanma." Vilja forsvarsmenm F.Í.S. virkilega vekja upp umræður um það sem þeir kalla tilboð um samræmdar aðgerðir frá sl. siumri. Það getur varla talizt hyggilegt af þeim. 4. Og enm segir: „F.Í.S. telur ólheppilegt að skiptast á skoðumium um hags- muinamál verzlunarinnar á opin- berum vettvamgi.“ Hér er umdirritaður á allt anmarri skoðun em. Félag isl. stói'ka upmanna. Það hefur háð verzlum í landinu mjög mikið hve títið er um hama rætt opin- berlega af þekkimgu og vitL Fólkið í landiinu þarf að rnyrnda sér skoðamir um þennan atvinmu veg ekki síður en aðra. Ranigar hugmyndir um þýðimgu verzlun- ar og ónóigt mat á verzlumarhátt- um er í raun og veru grumdvall- arástæðan fyrir því að íslend- inigar hafa dregizt aftur úr á þesisu sviði. Ef aimennin-gur í landinu gerði sér grein fyrir því að hanm nýfcur elkki beztu verzl- umarkjara vegina þess kerfis, sem hér er enmþá notað, mundi því verða breytt. Lolks bjóða heildsalar upp á samvinmu, og mun ekki standa á kaupmönnum að taka slíku boði. Bg á þó ekki von á því að einhver í röðum F.Í.S. haldi því fram í alvöru að Kaupmamma- samtök íslands hafi verið treg til samstarfs síðustu árin. En ef samistarf í framtiíðinmi á að verða reglulega árangursríkt og gott milli Kaupmannasamtaka íslands og Félags ísl. stórkaup- manma, þá verða forsvarsmenn F.Í.S. að ganga til þess með svo- Mtið öðruvisi hugarfari en fram kom í átökunum urn verðlags- málin tvisvar á sl. ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.