Morgunblaðið - 23.01.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1973
hington, gefa tilefni til að
minna á, að sú hætta sem
okkur er búin, ef við gæt-
um ekki öryggis okkar, er
ekki eingöngu fólgin í vopn-
aðri innrás. Líklegt er, að
Sovétríkin mundu smátt og
smátt reyna að auka áhrif sín
á Islandi með ýmsum hætti,
m.a. með gylliboðum um fjár
hagslega aðstoð við stórfram-
kvæmdir, t.d. stórvirkjanir
með lánum til langs tíma og
á lágum vöxtum. Er raunar
ástæða til að ætla, að slíkum
gylliboðum hafi þegar verið
komið á framfæri. Ekki er
að efa, að þeir, sem nú berj-
ast harðast fyrir því, að
bandaríska vamarliðið hverfi
af landi brott mundu verða
mestu baráttumenn fyrir því,
að við tækjum slíkri aðstoð
frá Sovétríkjunum opnum
örmum. En þá væri þess ekki
langt að bíða, að Sovétrikin
beittu nýfenginni aðstöðu
sinni til þess að hafa áhrif á
íslenzk innanríkismál með
sama hætti og þeir hafa gert
í Finnlandi um langt árabil.
Og þá gæti svo farið, að í
Prövdu birtust árásargrein-
ar á fleiri en finnska þing-
menn fyrir að sýna þá ósvífni
að lúta ekki í einu og öllu
vilja Sovétstjórnarinnar.
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
Áskriftargjald 225,00 kr.
i lausasölu 15
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Eyjclfur Konráð Jónsson.
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10-100.
Aðalstræti 6, simi 22-4-80.
á mánuði innanlands.
,00 kr eintakið.
ITm helgina var frá því
^ skýrt, að Pravda, mál-
gagn Kommúnistaflokks Sov
étríkjanna hefði harðlega
gagnrýnt þá þingmenn
finnska, sem greiddu atkvæði
gegn því, að kjörtímabil
Kekkonens Finnlandsforseta
yrði framlengt með einfaldri
lagasetningu á þingi í stað
lýðræðislegra kosninga. Voru
nokkrir finnskir þingmenn
nafngreindir í grein Prövdu
og sérstaklega að þeim
veitzt.
Að vísu er fátt vitað um,
hvernig samskiptum Finn-
lands og Sovétríkjanna er
í raun og veru háttað. Kekk-
onen, Finnlandsforseti, fer í
tíðar og reglulegar heimsókn
ir til Sovétríkjanna og vitað
er að Finnar verða um meiri-
háttar ákvarðanir að sitja og
standa eins og Sovétmönn-
um þóknast. Miklar viðræður
hafa farið fram í Finnlandi
að tjaldabaki um mál Kekk-
onens. Auðvitað er ljóst, að
verið forsenda þess, að Sovét-
ríkin gefi Finnum leyfi til
þess að undirrita viðskipta-
samninga þá, sem þeir hafa
gert við Efnahagsbandalag
Evrópu.
Greinin í Prövdu um helg-
ina er aðeins eitt dæmi um
þann þrýsting, sem Sovétrík-
in beita Finna. Óhætt er að
fullyrða, að Sovétstjórnin
getur ráðið því, sem hún vill
ráða í Finnlandi, þótt sovézk-
ar herbækistöðvar séu ekki
staðsettar á finnskri grund.
Þessi reynsla Finna er ákaf
lega lærdómsrík fyrir aðrar
smáþjóðir. Sovétríkin hafa
sýnt, að þau hika ekki við að
beita hervaldi, ef þeim sýn-
ist svo og er innrásin í Tékkó-
slóvakíu 1968 gleggsta dæmi
um það, en reynslan sýnir
einnig, að þau eru fullfær
um að beita annars konar að-
gerðum til þess að hafa áhrif
sioo og ma nexna morg
þess.
Að þessu hlutskipti Finna
er vikið hér, vegna þess, að
í gær hélt Einar Ágústsson,
utanríkisráðherra, til Banda-
ríkjanna til viðræðna við
bandaríska ráðamenn um
varnarliðið, sem verið hefur
hér á landi frá árinu 1951. Því
hefur margsinnis verið haldið
fram af þeim, sem andvígir
hafa verið dvöl þessa varnar-
liðs frá upphafi og fram á
þennan dag, að það sé til
marks um, að íslendingar séu
ekki sjálfstæð þjóð og ís-
lenzkt sjálfstæði sé ekki til.
Nú er öllum þeim, sem vita
vilja, Ijóst, að fullyrðingar
um ósjálfstæði íslenzku þjóð-
arinnar vegna varnarsamn-
ingsins við Bandaríkin stand-
ast ekki. Við gerðum þennan
samning af frjálsum vilja
sem fullvalda þjóð við aðra
HLUTSKIPTI FINNA
ríkar ástæður eru til þess, að
lýðræðisþjóð eins og Finnar,
grípa til þess ráðs að fram-
lengja kjörtímabii forsetans
án þess að almennar kosning-
ar fari fram. Sú skýring hef-
ur verið gefin, að slík trygg-
ing fyrir því, að Kekkonen
sitji áfram í forsetastóli hafi
í málefnum smáþjóða, sem af
einhverjum ástæðum eru
þeim háðar. Finnar eru háðir
Sovétríkjunum vegna land-
fræðilegrar legu. í löndum,
sem fjær liggja, hafa Sovét-
ríkin smátt og smátt náð
áhrifum ýmist með fjárhags-
legri aðstoð eða hernaðarað-
fullvalda þjóð. Enginn dreg-
ur í efa, að kysum við að
segja þessum samningi upp,
yrði við uppsagnarákvæði
hans staðið af Bandaríkja-
mönnum.
En viðræður Einars Ágústs
sonar, utanríkisráðherra, við
bandaríska ráðamenn í Was-
Nú eiga fiskvinnsluhús-
in okkar að verða svo fín og
fáguð að jafnvel pempíuleg-
ustu forstjórar geti dans-
að þar um gólfin án þess að
á þeim sjáist hreistur eða
hrukka. Mengunarnefnd
Landverndar fjallaði um mál
ið hér í blaðinu um daginn i
nær fimm dálkum af prúð-
mannlegum umvöndunum
og svo svipuðu magni af
myndum af slorhrúgum.
Sjónvarpíð fór lika af stað
eins og nærri má geta: fátt
mannlegt er þvi óviðkomandi
og ekkert sænskt. Það sýndi
okkur spánnýja fræðslumynd
með listrænu handbragði þar
sem tyggigúmmístúlkur tvær
voru fyrst með rassaköstum
og lífsleiðasvip sín á hvorum
legubekknum en hristu svo
af sér slenið að manní skild-
ist og réðu sig í fisk.
Að minnstakosti sú á legu-
bekk A. Mér varð aldrei ai-
minlega ljóst hvaða erindi
hin átti inn i myndina, nema
ef vera skyldi að höfundur-
inn hafi átt tvo iegubekki
hvort eð var og sé nýtinn.
Stöllu hennar skaut aftur á
móti næst upp hjá lækni
nokkrum sem átti meðal ann-
ars að þukla kollinn á henni
tii þess að rannsaka hvort
hársvörðurinn væri hæfur i
fiskvinnsiustöð en að þeirri
eldskírn lokinni birtist hún
loks í fiskvinnslustöðinni
sjálfri þar sem hún var látin
vera í hlutverki nýliðans
sem brýtur allar þær reglur
í hreinlætismálum sem hægt
er að brjóta án þess beinlín-
is að gjöreyða mannkvninu.
Það var til þess að sýna
okkur sem heima sáfum
hvernig ekki á að haga sér.
Maður hafði að vísu grun um
það að maður á helst ekki að
hósta án þess að bera hönd-
ina fyrir munninn, en hitt
vissi ég ekki fyrr en ég sá
það í þessari mynd að í fisK-
vinnslustöðvum virðist fóiki
nú nánast uppálagt að stinga
öllum handleggnum upp í sig
undir svipuðum kringum-
stæðum.
Annars stóð stúlkan sig
vel. Það verður naumast sagt
að hlutverkið hafi verið auð-
velt en hún framdi samvisku
samlega öll þau axar-
sköft sem hún átti að fremja
og jós sóttkveikjunum svo
fagmannlega í kringum sig
að unun var á að horfa. Það
kom líka upp úr dúrnum að
hún var bæði geðþekk og
myndarleg þegar hún var
laus úr viðjum sófans, að
ég nú ekki nefni þegar hún
var líka búin að segja skilið
við tyggigúmmiið. Hún hélt
meira að segja þokka sinum
og hugarró eftir að eftirlits-
fólkið sem var vitanlega allt-
af á hælunum á henni
var búið að pakká henni svo
rækilega inn í vinnugallann
i nafni hreinlætisgyðjunnar
að rétt blátoturnar á stígvél-
unum stóðu niður undan
svuntunni og rétt blfV
broddurinn á nefinu gægðist
út undan skuplunni.
Sannkölluð salarprýði þegar
allt kom til alls.
Það er ljótt að amast við
hreinlætinu (og enda alls
ekki tilgangurinn með þess-
um orðum) og svo er Ásgeir
Jakobsson líka búinn að fara
ofan í þetta i sínu sjómanna
spjalli og eins og stal frá mér
púðrinu. Það sem ég vildi
samt sagt hafa er þetta, að
einhvernveginn fannst mér
sumar af þessum tiltektum í
þessum hreinlætisþætti sjón-
varpsins jaðra við óskhyggju
og dagdrauma. Nýju fötin
keisarans máske með nýju
sniði? Ef Kaninn vill heldur
kaupa af okkur fiskflökin eí
þau eru unnin við heilaskurð
araðstæður, þá hann um
það. Líklega verður ekki hjá
því komist að láta það eftir
honum jafn miskunnarlaus
og samkeppnin er að verða.
En reynum samt ekki að telja
okkur sjálfum trú um að fisk
vinnan sé eitthvert grín.
Fiskur er fiskur. Við getum
flísalagt þangað til blóð-
ið sprettur undan nöglunum
á okkur, en fiskvinnslustöð-
in verður aldrei Tehús ágúst-
mánans. Við gætum rétt eins
reynt að mála Reykjavík
mjallahvíta í þeirri von að
vetrarhimininn hér fyrir of-
an okkur yrði þá eins og tær-
asta iind.
Upphafið er samt til alls
segir nú einhver, en menn
verða líka að halda sönsum.
Eitt vantaði raunar í stöðina
góðu þar sem siðvæðingin var
i algleymingi: það sást eng-
inn fiskur! Maður gat leitað
með logandi ljósi, en það sást
aldrei nema þetta dauð-
hreinsaða flak sem stúlkan
var látin vera að fitla
við þegar hún framdi hrein-
lætisgiæpina. Þetta var nálf-
gert svindl. Ég er hræddur
um að það gangi nokk-
uð meira á í ærlegri páska-
hrotu í Eyjum ellegar þegar
þeir eru að fá'ann hér suður
í Grindavik.
Auðvitað skilur hver heil-
vita maður að það þarf að
búa fólkinu sem vinnur við
fiskinn eins ákjósanleg
vinnuskilyrði og kostur er á.
Vinnan er nógu hörð þó að
húsnæðið drepi það ekki líka,
og ef það gengur út, þá verð-
ur ekki einu sinni dýrtíðin
eftir. Ég er heldur ekki að
mæla því bót að menn séu
eins og Hottentottar til höf-
uðsins —- hvað sem þeir
starfa. En átti þessi kennslu-
stund í heilbrigðisháttum
beinlinis erindi fyrir alþjóð?
Og ef svarið er jákvætt, ætt-
um við samt ekki um sinn að
geyma okkur svona kúnstir:
að nú sé það næst á dagskrá
að taka þessa 5,000 Islend-
inga sem standa við fiskborð
in og teyma þá til læknis-
ins og þar verði hann sem
næst látinn leita þeim lúsa.
Það nálgast ósvífni.
O
Einu sinni kom ég þar að
manni með gífurlegar hrukk-
ur milli augnanna sem stóð
ofan í húsgrunni og glápti á
tærnar á sér. Litlu seinna sá
ég að hann hreykti til höfð-
inu og bretti upp fyrir oln-
boga og byrjaði að þeyta
skoiprörum í allar áttir
eins og hann væri orðinn vit-
stola. Hann var víst yfirsmið-
urinn. Eigandinn hafði aftur
á móti sjálfur viljað fá að
leggja rörin í grunninn (það
heitir að spara sér fé) með
þeim árangri eins og nærri
má geta að þau sem ekki lágu
lárétt þau hölluðu inn í
grunninn en ekki frá honum.
Hann hafði annaðhvort ekki
hundsvit á þessu eða hann
var svona klaufskur; en jafn-
vel ég hefði getað upplýst
hann um að með svona
vinnubrögðum mundi húsið
verða safnþró en ekki
mannabústaður.
Stundum þegar við íslend-
ingar verðum röskastir á
svipinn, þá verð ég líka
smeykastur. Útlendingur
orðaði þetta þannig, að þeg-
ar íslendingar fengju hug-
dettu, þá væri viðbragðið svo
hart að þeir hálsbrytu gjarn
an sjálfa sig i fyrsta skrefi,
svo snöggur væri hnykkur-
inn.
Einhver gerði þá uppgötv-
un fyrir nokkrum árum (svo
að dæmi sé nefnt) að það
þyrfti að greiða fyrir um-
ferðinni í gegnum Kópavog-
inn, og úr þvi er nú orðin
ein ferlegasta reiknings-
skekkjan i fjármálasögu þjóð
arinnar, nánar tiltekið skipa
skurður sem stendur á
þurru landi, steinfóðruð
gryfja sem kunnugir telja að
verði liklega búin að sökkva
góðum 500 milljónum áður en
lýkur. Samtímis þessu eru
sjúkir og bæklaðir á hrak-
hólum, skólafólk þveitist
bæinn á enda í leit að skóla-
stofum og vandræðabörn sem
svo eru kölluð eru hýst í
tukthúsinu í næsta klefa við
síbrotamenn og drykkju-
sjúklinga — sé þeim þá ekki
beinlínis úthýst vegna
þrengsla. Engir peningar,
góðir hálsar.
Verkfræðingur nokkur sem
mun vera maður iítillát-
ur, kvað hafa bent þeim
á þarna suðurfrá að líklega
mætti höggva á umferð-
arhnútinn þeirra með því
einfaldlega að setja umferð-
arljós á staðinn eins og stóri
Fi-amh. á bls. 20