Morgunblaðið - 23.01.1973, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.01.1973, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐÍÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 19^73 3 „Vona bara að maður komist heim aftur sem fyrst66 Spjallað við nokkra V estmanna eyinga á Reykjavíkurflugveili I»EGAIt fréttamenn Mbl. kemu út á Reykjavíkurfkug- víll var ein af Fokker-flug- vélum Flugfélagsins, sem hélt uppi loftbrúnni milli lands og Eyja, að aka upp að flug- stöðvarbyggingunni. Mikill fjöldi fólks var á staðnum til að leita að ættingjum sínum og var ekki laust við að sum- ir væru ærið áhyggjufullir á svipinn. Fólkið, sem steig út úr véKnni, var á öllum aldri og það virtist hálf hissa á öDu tilstandinu, Ijósinu frá sjónvarpsmyndavélunum og flassljósum Ijósmyndara. Við náðum tali af nokkr- ura Vestmannaieyinguim, sem fara hér á eftir. Kristinn Pálsson, Hásteinsvegi 36 kora út úr flugvéitnni með litla dóttur sína Elisabetu í fang Inu. Sú litia var eðlilega s’tein- hissa á ðilu amstrimi í kringum stg o.g stai'ði á fólMð, Fjóla Sigurðardóttir. IVHSSæi AF SíftASTA BáTMM Kristhm sagöf okkur að hringt hefði verið í sig rúmlega hálftvö og sér sagt að eldgos væri í eynni. „Maður gérði sér ekki almenni lega grein fyrir því sem var að gerast, en svo kom tilkynn- ing frá lögreglunni um að við ættum öll að fara niður á höfn og fara um borð í bátana. Við brugðum auðvitað skjótt við og tókum börnin okkar tvö, pökk- uðum niður í töskur helztu flík- um og fórum niður á höfn. Þeg- ar við komum þangað var siðasti báturinn að leggja frá bryggju og höfnin var tóim, nema bara smábátar. Við lögðurn þá af stað upp á flugvöil og þá var komið nokk- uð þykkt öskulag á götumar og stórir gjallhlunkar famir að falla. Við komumst svo um borð í flugvélina og það var eiginlfega ekki fyrr en þá að maður gerði sér grein fyrir þvl sem var að gerast, þegar maður sá gosið fyr ir neðan sig um leið og flugvél- In fór frarnhjá. Maður verður bara að vona að maður komist heima sem fyrst“ sagði Kristinn að lokum. BÆRINN I EJÓSUM EOGUM Fjóla Sigurðardóttir: „Ég á hjeima i austurbænum og var vakiii uipp um hálfltvölieytið og. þegar ég leit út um gfuggann var eins og bœrinn væri hrein- lega í Ijósum logum. Auðvitað brá mér óskapiega og ég er nú varla búin að gera mér grein fyr ir þessum ósköpum. Fólkið i bæt um var trltöiulega rólegt, þett.i gekk allt skiputega fyrir sig. Við Eórum flj<3tlega upp á flugvöll og erum bara með nokkrar flik ur með okkur. Það var alveg hrylTitegt að vakna upp við þetta. Við eigum þrjú börn, er- um með tvö með okkur, en upp- kominn sonur minn hefur Iíkfega farið með kærustuna stna í ein- bvern bátirm. GJAIXHLUNKAB Eimar Jónsson, Vesturvegi S,. sagði: „Ég vaknaði upp kl. 2 við einlrver teeti. Ég tert ekkert út strax, en svo kom kunningi minn og bankaði i gluggarm hjá mér og þegar ég lieit út var eins og hálfur foærinn væri í ijósum log- urn. Maður var nú heWur snö@g ur að koma sér í fötin og við keyrðum eins langt og við kóm- umst í áttina að gosstaðnum. Það an fórum vi® svo niður að höfn og þar var mikill mannfjöldi. Það var mikiii uggiuar í iólk- inu. Lögreglan sagðí okkur að fara í einhvern báltiinn, en við vifldum hinkra svoiítið við. Við ókum um bæinn og þá var kom- Ið talsvert gjall á göturnar. Við fórum svo heim aftur, en skömmu seinna komu menn í blökkina, þar sem ég bý og sögðu okkur að það biðu Framhald á bls. 11. Efsta myndin er af Kristnl og Elísahetu, þá koma Una Þórðardóttir og börn hennar, næst Ingólíur og Jöhanna og neðst Una og Jón Stefánsson með frændsystkini hennar. Ljósmyndir Mbl. Valdís.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.