Morgunblaðið - 13.02.1973, Side 18

Morgunblaðið - 13.02.1973, Side 18
18 MORGU'NBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1973 — Dollarinn Framliald af bls. 1 verði teknar á morgun eða mið- vikudag og að gjaldeyrisimflrk- aðir verði lokaðir fram til þesa tíma. Verðbréf í kauphölliinni í New York hækkuðu verulega í verði í dag, þar sem kaupsýsiumenn telja að gengisfelliing Bandaríkja dollarans og hæfekun marksins ög yensins verði til að hleypa nýju lífi í bandarískt efnahags- líf og sfórauka útflutning, og eftirspum á innainlandsmarkaði, er dragi úr innflutn.ingi frá Jap- an og Vestur-Þýzkalandi. Nær allir gjaldeyrismarkaðir á vesturlöndum voru lokaðir í dag, nema i Sviss, en þar féll gengi dollarans enn. 1 öllum op- inberum viðskiptum, svo sem á hótelum og í verzlunum, fengu bandariskir ferðamenn í Evrópu 10—15% minna fyrir dollara sína, en þeir fengu fyrir helgi. Þá neituðu sum spilavíti að skipta dollurum. Anthony Barber, fjármálaráð- herra Breta sagði í brezka þing- inu í dag, eftir að hann sneri heim frá Bonn, ,,að viðræðurnar, til að leysa vandann- meðal hátt- settra fjármálasérfræðinga hafa gengið mjög vel“. Fréttir hafa borizt um það frá París að m.a. hafi verið samþykkt að fella gengi pundsins, en pundið hef- ur verið mjög veikt á gjaldeyris- mörkuðum undanfarna mánuði. — Flutningar véla Framhald af bls. 32 þar ákveðið að taka þessu boði vamarliðsins, og formleg beiðni um aðstoðina afgreidd. Sam- kvæmt upplýsingum frá Al- mannavannaráði mun ráðið v'nna að framangreindum björgunar- störfum í nánum tengslum við eigendur atvinnufyrirtækjanna í Eyjum, bæjarráð og almanna- vamarnefnd Vestmannaeyja og Vestmannaeyjanefnd. HÆTTAN EKKI AUKIZT „Við töldum sjálfsagt að hefj- ast strax handa um að flytja burt þær vélar og tæki, sem auðveldast er að ganga frá til slíkra flutninga og þá jafnframt þær vélar sem fljótlegast er að flytja hingað aftur," sagði Magn ús Magnússon, bæjarstjóri í sam tali við Morgunblaðið í gær. — „Þetta er fyrst og fremst öryggis ráðstöfun, því að við viljum vera viðbúnir hinu versta, enda þótt hraunrennslið hafi ekkert mjak- azt í átt að hafnarsvæðinu síð- asta sólarhringinn. Frostið og norðanáttin hjálpa okkur núna við að stöðva framrás hraunsins, en einnig er stöðugt dælt á það sjó tM kælingar. Og hvort sem það er því að þakka eða ein- hverju öðru hefur hraunstraum- urinn stöðvazt að vestanverðu en hraunjaðarinn hrannast þar upp.“ Hraunjaðarinn er þvi enn í um 80 metra fjarlægð frá hafn argarðinum og eru enn 100—200 metrar í fyrstu fiskvinnslustöðv arnar, sem næst standa á hafnar svæðinu. Þær eru Hraðfrystistöð in, Fiskimjölsverksmiðjia Einars Sigurðssonar, Fiskiðjan og ísfé- laglð en á móti Hraðfrystistöð- inni handan Strandvegar er Raf veitustöðin. Að sögn Magnúsar bæjarstjóra eru nú væntanlegar til Eyja stórar álleiðsluir frá vam arliðinu og dælur frá Björgun hf. og á að dæla utn þær sjó, sem not aður veirður við kælingu hrauns ins. „Eftir því sem reiknað hefur verið dugir eitt tonn af sjó til þess að kæla sex rúmmetra af hrauni niður fyrir storknnnar- mark, eða um 700 gráður,“ sagði Magnús. SÉRHÆFÐIR FLUTNINGA- HERMENN Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið aflaði sér hjá upp lýsingaskrifstofu varnarliðsins i gær voru tvær Herkúlesvélar þá væntanlegar til Keflavikurflug- vallar um kl. 11 i gærkvöldi. — Komu vélarnar frá Langley-her- fkigvelli í Yirginiu í Bandaríkj- unum og með þeim 43 manna flokkur hermanna — 11 foringj- ar og 32 óbreyttir — sem sérhæfð ir eru til alls kyns fiutninga á vegum hersins. Er gert ráð fyr- ir, að flutnngar hefjist í dag, svo framarlega sem veður leyfir, og munu þá Herkúlesvéiamar tvær vera í stöðugum flutning- um milli Vestmannaeyja og Reykjaivíkur, en aðeins lenda á Keflavíkurflugvelli til að taka eldsneyti. Herkúlesvélarnar geta hvor um sig tekið allt að 20 tonn í ferð, en að sjálfsögðu er magn- ið nokkuð háð ytri aðstæðum, svo sem veðri, vegalengd o. fi. Þá skýrði Magnús Magnússon, bæjarstjóri, blaðamanni Morgun- blaðsins frá því að von væri einn ig á 8 þúsund lesta skipi úr flota Bandarikjanna og kemur það frá Norfolk. Hefur skipið innanborðs kranaþyrlur, landgöngupramma og 100 metra langa brú, sem hægt er að leggja í land frá skip inu. Skipið mun eiga eftir um viku siglingu til landsins og á það að verða til taks ef á þarf að halda, en á skipinu eru sér- þjálfaðar sveitir manna til flutn inga. — Búnaðarþing Framhald af bls. 3 annan. Það er ánægjuleg þróun á þessu sviði hér á landi. Svo vel hefur tekizt til með þennan iðnað að hann líkar mjög vel. Ullarpeys ur og kápur úr íslenzkum gærum eru gæðavörur að ógleymdum ull arteppunum. Það er óneitanlega mikill styrkux fyrir landbúnaðinn að til skuli vera innanlands vold- ug og sterk iðnfyrirtæki, sem fylgjast með tízkunni og eru vak andi í viðskiptalífinu innan lands og utan.“ Síðar í ræðu sinni sagði Ásgeir: „Það er íslenzku þjóðinni nauð synlegt að afla eins mikils gjald eyris og unnt er. Og þótt hliutur landbúnaðarins á því sviði sé ekki stór miðað við heildargjald eyristekjur þjóðarinnar, hefur hann eigi að síður mikla þýðingu þar sem við búum við gjaldeyris skort. Þjóðina munar um minna en gjaldeyristekjur á annan mill jarð króna. Útflutningur á landbúnaðar- vörum, unnum og óunnum, var sem hér segir árið 1972: millj. kr. Kindakjöt og innmatur 194,7 Mjólkurafurðir 94,2 Ull 25,9 Gærur, saltaðar 111,0 Húðir og skinn 20,0 Refa- og minkaskinn 15,4 Hross, lifandi 38,8 Ýmislegt 15,6 Afurðir af veiði, selveiði og æðarvarpi 46,6 ísJ. iðnaðarvörur, ioðsútuð skinn og húðir 266,6 Ullarlopi og ullarband 206,0 Ullarteppi 68,5 Prjónavörur úr ull aðallega 210,6 Alils gerir þetta 1.153,9 millj kr. Það eru ekki ýkja mörg ár síð ftn við Islendingar fórum að flytja út iðnaðarvörur, sem byggjast á landbúnaði. Þótt búvörufram- leiðslan sé mest innan þessara marka, þá fáum við fyrir sumar búvörur mjög gott verð og mark aðir þessir hafa farið batnandi. Ég er bjartsýnn á framtíð land búnaðarins. Sem betur fer á land búnaðurinn mikla möguleika. Það er alltaf eitthvað lífrænt og nýtt að gerast hjá þeim, sem umgang ast búfé, yrkja jörðina og stunda veiðar í ám og vötnum.“ BÚNAÐARMENNTUN f ávarpi sínu ræddi Halldór m.a. búnaðarmenntun og sagði: „Síðasta Búnaðarþing fjallaði mikið um búnaðarmenntun. Á sl. ári varð mikil breyting við bændaskólann á Hvanneyri. Guð mundur Jónsson hætti, fyrir ald urssakir, eftir 25 ára skólastjóm þar og 44 ára kennsiu á staðnum. Einnig hætbu kennaramir Gunn- ar Bjarnason og Óttar Geirsson kennslu þar, að eigin ósk og Guð mundur Jóhannesson, ráðsmaður vegna veikinda. Allir höfðu þess ir menn unnið mikið og gott starf í búnaðarkennslu og starfi sinu á Hvanneyri. Sérstaklega Guð- mundur skólastjóri, sem veitt hafði staðnum forustu í aldar- fjórðung og lagt Hvanneyri mest alla sína starfsævi — og þar með sinn landsþekkta dugnað og heil indi í starfi. Ungur maður skipar nú sæti skólastjórans á Hvanneyri. Ég vona að gifta fylgi honum í störf um hans á Hvanneyri, svo og öll um þeim ágætu ungu mönnum, er þar veita nú þessari æðstu menntastofn'un landbúnaðarins forustu. Þeim er ætlað það hlut verk, að vinna að þvi í samvinnu við B.Í., Rannsóknarstofnun land búnaðarins og Háskóla fslands að koma upp að Hvanneyri fulJkom inni búnaðarmenntun á háskóla- stigi. í samræmi við ályktun síðasta Búnaðarþings hefur landbúnaðar ráðuneytið skipað nefnd 5 manna, undir formennsku Jónas ar Jónssonar, aðstoðarráðherra. Auk hans eiga sæti í nefndinni: Skólastjórar búnaðarskólanna, Magnús Jónsson og Haraldur Ámason og bændurnir Hjörtur Eldjárn, tilnefndur af stjórn B.f. og Jón Helgason, Seglbúðum, til- nefndur af stjórn Stéttarsam- bands bænda. Hlutverk þessarar nefndar er að marka heildar- stefnu um búnaðarfræðslu í land inu, og miða við það takmark, sem ég áður greindi. Nefnd er til að undirbúa byggingu bændaskóla á Suður- landi, form. Hj alti Gestsson. Hún á að gera tillögu um hlutverk hans i bændaskólakerfinu, og staðarvali með tiliiti til þess.“ Þá ræddi landbúnaðarráðherra um jarðamálið, sem hann sagði í lok ræðu sinnar að Væri mest þeirra mála, sem fyriæ þinginu liggja. Er það endurskoðun laga um jarðeignir og ábúðalög. Verð ur lagt fyrir þetta Búnaðarþing árangur af störfum þeirrar nefnd ar, sem að endurskoðun hefur unnið, sagði ráðherra. „Frumvörpin eru í þeim bún- ingi, er nefndin gekk frá þeim. Þessi lagafrumvörp verða ykkur fengin til umsagnar og til að gera þær breytingar, sem þið óskið. — En ekki til birtingar. — Nefndin mun taka málið til með ferðar eftir að álit Búnaðarþings liggur fyrir. Það er imegintilgamgur með samningu þessara frumvarpa, að tryggja það að landið verði nýtt á eðlilegan og hagkvæman hátt frá þjóðhagslegu sjónarmiði og að eignarráð á landinu og búseta á jörðum sé sem hagkvæmust sveitarfélögunum og þeim, er landbúnað stunda. í frumvarpinu er nýmæli um svonefnd byggðaráð, sem eiga að vera i hverju héraði. Þau ei,ga að fylgjast með þróun bygigðar. Þannig eiga heimaaðilar að hafa forystu um að leiða þessi mál. í þessum tveim frumvörpum eru sameimuð atriði, sem áðuir var að finna í 5 lagabálkum um þessi efni.“ Búnaðarþingi verður fram hald ið í dag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.