Morgunblaðið - 08.03.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.03.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1973 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyiólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Biörn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóri og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22-4-80. Áskriftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasólu 18,00 kr. eintakið. F’járhagsnefnd neðri deildar * Alþingis barst merkilegt bréf á dögunum. Bréfið var frá Alþýðusambandi íslands og efni þess að tilkynna þing- nefndinni, að miðstjórn ASÍ hefði gert einróma samþykkt þess efnis, að skora á hátt- virta þingmenn að fella frum- varp, sem ríkisstjórnin lagði fram fyrir nokkru um breyt- ingar á vísitölunni. Nú er það að vísu ekki einsdæmi, að Alþýðusamband íslands skori á Alþingi að fella stjórnarfrumvarp. En að þessu sinni stendur sérstak- lega á. Við völd í landinu er ríkisstjórn, sem hefur sjálf gefið sér nafnið „stjórn hinna vinnandi stétta“. Þegar þessi ríkisstjórn tók við völdum lýsti hún því yfir, að hún mundi stjórna í samráði við verkalýðshreyfinguna og hafa náið samstarf við verkalýðs- félögin um allar meiriháttar aðgerðir, sem varða hag laun- þega í landinu. Frarnan af stjórnartíma núverandi ríkis- stjórnar hafa talsmenn henn- ar óspart haldið því fram, að vinnufriðurinn í landinu byggðist á því, að ríkisstjórn- in væri hliðholl verkalýðs- hreyfingunni o.s.frv. o.s.frv. En nú bregður svo við, að miðstjórn Alþýðusambands íslands samþykkir einróma að skora á Alþingi að fella frumvarp, sem „stjórn hinna vinnandi stétta“ hefur lagt fyrir þingið. Og hvaða menn skyldu það vera, sem skipa miðstjórn ASÍ? Það nægir að nefna nöfn nokkurra þeirra manna, sem standa að þessari áskorun til þess að skýra fyr- ir fólki, hvað hér er á seyði. Einn þeirra manna, sem sendu þessa áskorun til Alþingis, er Eðvarð Sigurðsson, þingmað- ur Alþýðubandalagsins, ann- ar er Jón Snorri Þorleifsson, varaþingmaður Alþýðubanda- lagsins, sem sat á þingi, þeg- ar vísitölufrumvarpið var lagt fram, þá má nefna Snorra Jónsson, varaforseta ASI, sem er einn helzti leið- togi Alþýðubandalagsins í verkalýðshreyfingunni, enn- fremur alþekktan kommún- ista, Einar Ögmundsson. Úr röðum fyrri stuðningsmanna Hannibals Valdimarssonar, sem skora á þingheim að fella frumvarp, sem hann stendur að, eru Björn Jónsson, for- seti ASÍ, og Margrét Auðuns- dóttir, formaður Sóknar. Þessi nöfn nægja til þess að sýna, að í þessari áskorun á Alþingi felst í raun og veru alger uppreisn verkalýðsarms tveggja stjórnarflokkanna gegn ráðherrunum og ofríki þeirra. Bersýnilegt er, að leiðir hafa skilið milli „stjórnar hinna vinnandi stétta“ og verkalýðshreyfingarinnar. Til þess liggja augljósar ástæður og ekki er með nokkuri sann- girni hægt að halda því fram, að sökin sé verkalýðsforingj- anna. Þvert á móti er það rík- isstjórnin, sem ábyrgðina ber. Forseti ASÍ hefur upplýst, að „stjórn hinna vinnandi stétta“ hafi gert hvorki meira né minna en 8 tilraunir til þess að breyta eða skerða gildandi kjarasamninga. Það liggur fyrir, að „stjórn hinna vinn- andi stétta“ lagði vísitölu- frumvarpið fram í fullri vit- und um, að kjararáðstefna ASÍ hafði lagzt gegn þeirri breytingu á vísitölunni, sem frumvarpið gerir ráð fyrir og án þess að skýra þingflokkum stjórnarliðsins frá því. Það er einnig upplýst, að „stjórn hinna vinnandi stétta“ hafði samband við leiðtoga stjórn- arandstöðunnar áður en hún skýrði forseta ASÍ frá þeim fyrirætlunum að fresta kaup- hækkunum fram á haustið, skerða vísitöluna og banna verkföll. Loks hefur forseti ASÍ skýrt frá því, að „stjórn hinna vinnandi stétta“ hafi ekkert samráð haft við sig um gengislækkunina á dögunum. Þetta er aldeilis ótrúleg saga um samskipti verkalýðs- hreyfingar og „stjórnar hinna vinnandi stétta“. Hvar er nú samstarfið við verkalýðs- hreyfinguna? Hvar er sam- vinnan milli samtaka alþýð- unnar og hinna sjálfskipuðu fulltrúa hennar í ríkisstjórn? Bersýnilega er ekkert sam- starf og ekkert samráð. Öllum, sem þekkja til ís- lenzkra stjórnmála, er ljóst, að lífæð vinstri stjórnar er sambandið við verkalýðs- hreyfinguna. Rofni þau tengsl, er úti um vinstri stjórn. Þessi lífæð vinstri stjórnar Ólafs Jóhannessonar hefur rofnað. Milli verkalýðs- hreyfingarinnar og ríkis- stjórnarinnar er komin upp tortryggni og vantrú, verkalýðshreyfingin trúir ekki lengur á ráðherrana. Og innan Alþýðubandalags- ins og SFV er kominn upp heiftarlegur ágreiningur milli verkalýðsforingja og ráð- herra, milli Eðvarðs, Jóns Snorra og félaga þeirra ann- ars vegar og Magnúsar og Lúðvíks og hirðar þeirra hins vegar. Og ekki fer á milli mála, að samstarf Hannibals Valdimarssonar og Björns Jónssonar er með öðrum hætti en áður var. Líftaugin — sambandið við verkalýðinn — er brostin, og þá er skammt eftir. LÍFTAUG VINSTRI STJÓRNAR HEFUR R0FNAÐ 'NeitrJIorkShtte^ \\ Eftir James Reston Munaðarleysingj- ar styrjaldarinnar Bandarískum hermönnum í Víet- nam hefur níi fækkað í um 11.000, og þrátt fyrir nokkrar tafir eru stríðsfang'arnir að losna úr haldi, en ekkert hefur verið gert varðandi munaðarleysing.ja styrjaldarinn- ar, og á það ekki hvað sizt við um þau börn, sem bandariskir hermenn hafa getið og yfirgrefið í Vietnam. Þetta er sá harmleikur styrjaldar- innar, sem enn er ekki lokið. Utan- ríkis- og varnarmálaráðuneytið segj- ast ekki hafa neinar opinberar töl- ur um fjölda óskilgetinna bama, sem bandarískir hermenn skilja eftir sig í Vietnam, og að engin leið sé til þess að fá áreiðanlegar upplýsing- ar um þetta vandamál, en gizkað er á að börnin séu allt frá 15 þúsund- um og upp í rúmlega 100 þúsund. Jafnvel þótt bandarískur hermað- ur vilji fá að taka með sér heim til Bandaríkjanna óskilgetið barn sitt, á hann við mjög erfitt vandamál að stríða. Óskilgetið barn fætt í Bandaríkj- unum öðlast við fæðingu fuli borg- araréttindi vegna fæðingarstaðarins, en bam fætt erlendis verður að vera hjónabandsbarn, því annars eru nærri óyfirstiganlegar hindranir í vegi þess áður en það fær heimild til að fara til Bandaríkjanna. Lögum samkvæmt verður faðirinn einnig að hafa verið búsettur í Bandaríkjunum í 10 ár fyrir fæð- ingu barnsins, og í að minnsta kosti fimm ár eftir 15 ára aldur, ef til greina á að koma að heimila barn- inu að koma til Bandaríkjanna. Harry J. Hennessy frá New York hefur skrifað um siðferðilega hlið þessa vandamáls. Þar segir hann með al annars: „Afkomendur hermanna okkar og vietnamskra stúlkna eru oft útskúfaðir kynblendingar í viet- nömsku þjóðfélagi. Vegna ætternis sins eiga þessi börn þó jafn mikla kröfu á borgararétti í Bandaríkjun- um og í Vietnam. Höfum við Banda- rikjamenn ekki skyldur, knýjandi siðferðiiegar skyldur, gagnvart þess um börnum? í mínum augum eru þau átakanlegustu fórnarlömb styrj- aldarinnar." ÞesSi ummæli eru að sjálfsögðu um deilanleg, en þau eru tímabær. Nixonstjórnin er um þessar mundir að ganga frá lagafrumvarpi um efna hagsáðstoð við bæði Norður- og Suð ur-Víetnam, og verði ekki athygli al mennings vakin á þessu vandamáli nú, er hætt við að það geti gleymzt í umræðunum um allar aðrar hliðar aðstoðarinnar við Vietnam. Meðal atriða, sem taka þarf af stöðu til, eru þessi: — Ætti ekki bandariska stjórnin að krefjast þess að hluti efnahags- aðstoðarinnar verði sérstaklega ætl- aður til hjálpar yfirgefnum börnum bandarískra hermanna i Suður-Viet- nam? — Ætti að gera breytingar á regl- um og lögum bandariska hersins til að auðvelda hermönnum að taka heim með sér eiginkonur sínar og börn? — Á ekki sama að gilda fyrir þá hermenn, sem vilja taka á sig ábyrgð ina á uppeldi óskilgetinna barna sinna? — Á sama tíma og eftirspurnin er meiri en framboðið i Bandaríkjunum eftir fósturbörnum, ætti þá að breyta innflytjenda- og fósturbarna lögunum í þeim tilgangi að leysa þetta sérstaka vandamál yfirgefinna barna í Vietnam? Stjórnin í Suður-Vietnam hefur sett strömg skilyrði fyrir þvi að börn bandarískra hermanna fái að fara úr landi, og hún er einnig andvig því að þessum hálfbandarísku börnum verði veitt sérstök aðstoð, nema sú aðstöð verði einnig veitt þeim viet- nömskum börnum, sem misst hafa for eldra sína í styrjöldinni. Þrátt fyrir þetta er tii fordæmi um lausn á svona vandamáli. Eftir að franski herinn var hrakinn frá Viet- nam árið 1954 bauð franska stjórnin James Reston óskilgetnum börnum franskra her- manna borgararéttindi og menntun- araðstöðu. Bandaríska sendiráðið i Saigon, sem er nær vandamáli yfirgefnu barnanna en yfirvöld í Washington, hefur hvatt stjórn Suður-Vietnams til að taka upp nýjar reglur varð- andi fósturbörn, þannig að banda- rískar fjölskyldur gætu fengið að taka óskilgetin vietnömsk börn í fóst ur án þess þó að réttur barnanna væri á nokkurn hátt skertur. Jafnvel þótt þetta yrði gert, þá ná bandarísku lögin, sem sett voru við eðlilegar aðstæður árið 1952, ekki til þessara sérstöku aðstæðna í sambandi við styrjöldina og mann- legra afleiðinga hennar. Af þessum sökum ber nú að taka þetta vanda- mál upp á opinberum og almennum vettvangi. Menn mun greina á um þá niðurstöðu skáldkonunnar Pearl Buck að „við Bandaríkjamenn verð- um að taka á okkar herðar ábyrgð- ina, af því við áttum hlut að því að koma þessum börnum í heiminn," en um vandamálið verður að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.