Morgunblaðið - 08.03.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1973
17
Samkeppnisaðstaða íslend-
mun
Nýtanlegt vatnsafl minnkar
vegna umhverfissjónarmiða
inga um orkuverð
ÞAÐ er einkenni á uppbyggingu
orkuframleiðslukerfisins, að hún
á sér stað í stórum áföngum. —
Meginákvarðanir i þessum efn-
um eru því teknar á nokkurra
ára fresti, og gefur hver nýr á-
fangi tilefni til að meta stefn-
una í orkumálum að nýju í ljósi
breyttra aðstæðna og með líklega
framtiðarþróun þjóðarbúskapar-
ins í huga.
Islendingar eru nú einmitt
komnir á áfangastað í orkumál-
um. Búrfellsvirkjun var að fullu
lokið á sl. ári, og aðeins vantar
herzlumun, að einnig sé nú lokið
gerð miðlunarmannvirkja við
Þórisvatn og lagningu annarrar
háspennulínu frá Búrfelli til
Reykjavíkur. Með þessum á-
fanga lætur nærri, að framleiðslu
geta raforkuvera hér á landi hafi
þrefaldazt, og með álbræðslunni
hefur stórfelldur, nýr, orkufrek
ur iðnaður komið til sögunnar.
Nú er þegar svo komið, að lang-
mestur hluti framleiðslugetu Búr
fellsvirkjunar verður nýttur á
þessu ári, en fullnýtingu virkjun
arinnar verður náð veturinn 1975
—1976.
Framundan er nú annar stór
áfangi i orkuframleiðslu, bygg-
ing Sigölduvirkjunar í Tungnaá.
Undirbúningi Sigölduvirkjunar
er nú mjög lanigt komið. Útboðs-
gögn voru send út seint á síðasta
ári og verða tilboð opnuð í þess-
um og næsta mánuði, og er í
þeim gert ráð fyrir, að fyrsta vél
virkjunarinnar hefji framleiðslu
á miðju ári 1976. Unnið hefur ver
ið að undanförnu að öflun láns-
fjár til virkjunarinnar, og eru nú
góðar horfur á því, að Alþjóða-
bankinn muni taka verulegan
þátt í fjármögnun hennar. Loka
ákvarðanir um þessa miklu fram
kvæmd eru því skammt undan,
og hefur því verið lögð mikil
vinna i það að meta hagkvæmni
hennar og hlutverk í islenzkri
orkuframleiðslu. Hefur þetta gef
ið tilefni til margvíslegra athug-
ana varðandi líklega þróun orku
framleiðsiu í framtíðinni, markað
fyrir raforku, uppbyggingu orku-
freks iðnaðar og fleira.
Athuiganir á þjóðhagslegri arð
gjöf Sigölduvirkjunar hafa mið-
azt við tvo kosti, sem um er að
velja'
Fyrri kosturinn er sá, að
virkjunin þjóni aðeins þeim
markaði, sem nú er fyrir í
landinu, þ.e.a.s. aukinni orku-
þörf á orkuveitusvæði Lands
virkjunar og á Norðurlandi,
eftir að háspennulína hefði
verið lögð yfir hálendið, auk
20 MW stækkunar kerjaskála
II í álbræðslunni.
í síðari kostinum er reikn-
að með því, að auk núverandi
markaðs komi til nýr, orku-
frekur iðnaður, er taki allt að
400 millj. kílówattstundir.
Þessar athuganir hafa leitt í
Ijós, að jafnvel án nýs orkufreks
iðnaðar megi telja Sigölduvirkj-
un hagkvæmustu leið til orkuöfl
unar hér á landi á næstu árum.
Engu að síður yrði fjármögnun
virkjunarinnar og rekstur fyrstu
árin erfiðleikum bundin, ef ekki
fengist meiri markaður fyrir ork
una. Sé hins vegar hægt að ná
viðunandi samningum um frek-
ari stóriðju, mundi það stórlega
létta rekstur virkjunarinnar og
auka arðgjöf hennar. Hefur þvi
mjög verið unnið að því að und
anförnu á vegum iðnaðarráðu-
neytisins að kanna, hvaða orku-
frekur iðnaður mundi verða hag
kvæmastur hér á landi, og hvort
unnt yrði að koma slíkum iðnaði
á fót um það leyti, sem Sigöldu-
virkjun tekur til starfa, en það er
ráðgert sumarið 1976. Þessar at-
huganir hafa verið í höndum við
ræðunefndar um orkufrekan iðn-
að, og tel ég óhætt að fullyrða,
að horfur í þessum efnum séu
mjög jákvæðar þótt enn sé ekki
komið að lokasamningum við
neinn þeirra aðila, sem við hefur
verið rætt.
Verði ráðizt í nýjan, orkufrek-
an iðnað, kailar það hins vegar á
mun örari þróun orkukerfisins í
framtíðinni. Sigölduvirkjun mun
þá endast nokkrum árum skem-
ur, svo að búast má við þvi, að
ný stórvirkjun þurfi að vera full
gerð ekki síðar en árið 1979 eða
1980. Auk þess er varla álitlegt
að byrja á nýjum iðnaði, nema
möguleikar séu til stækkunar til
tölulega fljótlega. Hér er því um
að velja, hvort eigi að halda á-
fram þeirri öru þróun raforku
framleiðslunnar, sem hófst með
byggingu Búrfellsvirkjunar sam-
fara þróun orkufreks iðnaðar,
eða staldra nú við og láta okk-
ur nægja að fullnægja orkuþörf
þess markaðs, sem þegar er fyr
ir hendi í landinu.
Það hefur ekki farið fram hjá
neinum, hve gífurleg breyting
hefur orðið í orkumálum alls
staðar í heiminum undanfarin
eitt til tvö ár. Gjörbylting hefur
orðið á skoðunum manna varð-
andi iíklega þróun orkuverðs og
orkujafnvægis í framtíðinni. Full
ástæða er þvi til þess fyrir okkur
íslendinga að reyna að gera okk-
ur grein fyrir því, hvar við stönd-
um í þessu efni, áður en þessi nýi
áfangi hefst í raforkuframleiðslu
og iðnþróun hér á landi. Og það
er einmitt tilgangur þessa er-
indis að leggja nokkuð af mörk-
um til þessa mats.
Ég rnun þá fyrst fara nokkrum
orðum um orkuþróun erlendis og
áhrif hennar á samkeppnisað-
stöðu í orkufrekum iðnaði. Síðan
mun ég snúa mér að því að
meta möguleikana til raforku-
framleiðslu hér á landi og bera
þá saman við orkumarkaðinn
með og án nýrrar stóriðju.
ORKUÞRÓUN ERUENDIS OG
SAMKEPPNISAOSTAÐA
ÍSLENDINGA
Mjög mikil breyting hefur orð
ið á allra síðustu árum á þróun
orkumála og hugmyndurr. manna
um orkuverðlag í framtíðinni.
Fyrir aðeins örfáum árum voru
flestir sérfræðingar sammála um
það, að framleiðslukostnaður raf
orku mundi standa í stað eða
jafnvel fara lækkandi næstu einn
til tvo áratugi. Byggðust þessar
skoðanir ekki sízt á því, að mikil
bjartsýni ríkti þá um það, að
framleiðslukostnaður raforku í
kjarnorkuverum myndi fara
jafnt og þétt lækkandi. Þetta
hefur þó farið á annan veg. Hin
ar miklu áætlanir stórþjóðanna
um byggingu kjarnorkuvera
hafa ekki komizt í framkvæmd,
nema að nokkru leyti, og orkan
reynzt -mun dýrari en við var
búizt. Þetta hefur aftur valdið
því, að meginhluti raforku iðn-
aðarþjóðanna mun um langt
skeið vera framleiddur i kola- og
Fyrri hluti
erindis, sem
Jóhannes
Nordal flutti
um nýtingu
vatnsafls
og' stefnuna
í orkumálum
olíukyntum aflstöðvum, sem
greiða þurfa síhækkandi verð fyr
ir eldsneyti.
Ein skýringin á þessum
breyttu viðhorfum liggur I því,
að spár um tæknilegar framfar-
ir í byggingu kjarnorkuvera hafa
ekki rætzt. Hafa þessar stöðvar
reynzt bæði dýrari í stofnkostn
aði og rekstri en við hafði verið
búizt. Einnig virðist þróunin til
nýrrar og fullkomnari gerðar
kjarnorkuvera hafa tekið mun
lengri tíma en ætlað var.
Önnur veigamikil orsök hækk-
andi orkukostnaðar liggur i hin
um gerbreyttu viðhorfum al-
mennings alls staðar í heiminum
í umhverfismálum. Kröfur um
eyðingu mengunar frá eldsneytis
stöðvum hafa aukið verulega á
framleiðslukostnað og á það eftir
að koma enn betur í ljós á næstu
árum, þar sem nýjar reglur eru
enn ekki nema að litlu leyti
komnar i framkvæmd. Þessi við
horf hafa þó haft ennþá meiri
áhrif á kjarnorkuverin, og hafa
mengunarvarnir aukið mjög
stofnkostnað þeirra. Einnig er
nú orðið mjög erfitt að finna
nýjum kjarnorkuverum stað,
sem almenningur getur sam-
þykkt, og hefur bygging margra
kjarnorkuvera tafizt árum saman
af þeim sökum. Hefur þetta jafn
vel leitt til þess, að beinn orku-
skortur vofir nú yfir víða í þétt
býlustu hlutum heimsins, t.d.
austurhluta Bandarikjanna. —
Vissulega er ennþá mikið af ó-
nýttri vatnsorku í heiminum, en
mikill hluti hennar er í þróunar
löndunum, þar sem stjórnmála-
legar og efnahagslegar ástæður
hamla nýtingu hennar til stór-
iðju. Á þeim svæðum heimsins,
sem helzt keppa við Island í
þessu efni, virðast aðstæður nú
breytast ört. Til dæmis um það
má taka Noreg og norðvestur-
hluta Bandaríkjanna.
Norðmenn hafa haft stefnu
sína I orkumálum og stóriðju
mjög tii endurskoðunar að und-
anförnu. Hafa verið gerðar nýjar
yfirlitsáætlanir um nýtingu vatns
orku og eftirspurn eftir raforku.
I orkuframleiðsluspánum hefur
verið tekið tillit til þess, að um-
hverfissjónarmið hljóti að ráða
miklu meira í framtíðinni um
staðsetningu orkuvera og nýt-
ingu vatnsorku. Hafa því fyrri
hugmyndir um nýtanlega vatns-
orku í landiuu verið færðar veru-
lega niður. í meginatriiðum hafa
þessiair aithuganiir leitt til þeirrar
niðursitöðu, að vatnsorka geti
ekki fulllnægt orkuþörfum Nor-
egs nisma u.þ.b. 10 ár emin.þá. Fyr-
ir miðjan næsta áratug m.uni því
þurfa að byggja sitórar eldsmieyt-
is- eða kjarnorkustöðvar í Noregi.
í saimtengingu við Svíþjóð og
Danmörku munu Norðmenn hins
vegar fá betri nýtimgu á vatms-
orku siinni og víðari markað.
Með hliðsjón af þessari þróun
er nú talið víst, að Norðmenn
muni ekki á næstu árum sernja
um byggimgu neiinna nýrra stór-
iðjuvera, nema alveg sérsitakar
ástæður séu fyrir heindi. Stóriðju-
ver, sem þegar eru fyriir í liamd-
inu, ættu þó enn að geta fengið
nokkra orku til stækkunar, en
jafnvel þeir möguleikar verða
tvímælalaust úr söguinm.i í lok
þessa áratugar. Jafnframt hafa
Norðmenn i hyggju hækkun á
raforkuverði í nýjuim stóriðju-
samninigum, en ákverðanir um
það hafa enn ekki verið tekmar.
Þetta þýðir í reynd, að Norð-
menin mumiu ekki verða raiunveru
legir keppendur ísilendinga um
staðsetimmgu nýrra, orkufrekra
iðjuvera, nema örfá ár til viö-
bótar.
Á vesturströnd Bandaríkjanna
í rikjunum Oregon og Washing-
ton hefur einnig verið hægt að
fá raforku til stóriðju á mjög
hagstæðu verði fram til þessa.
Megimhluti þessarar orku fæs.t
úr virkjunum við fljótið Colum-
bi'a og þverár þess. Nú er fyrir-
sjáan.legt, að nýtanleg vatnsorka
á þessu svæði mun'i ganga til
þurrðiar innan fárra ára. Auk
þess hefur þetta svæði nú verið
tenigt miklum háspenniulínum við
þéttbýiili landsihl'uta sunnar með
vesturströnd'iinni, sem greitt geta
muin hærra verð fyrir raforku.
Þess er því ekki langt. að bíða,
að þetta svæði hætti að vera sá
keppinautur um orkufrekan iðn-
að, sem það hefur verið siíðustu
áratugina. Hafa raforkuyfirvölid
á þessu svæði þegair tiiikyn.nt um
25% hækkun raforkuverðs í nýj-
uim, löngurn siaimmvnigum, og er
búizt viö frekari hækkunum inn-
an fárra ára.
Þegar á það er litið, að Noreg-
ur og Bamdarikin hafa verið þau
lönd, sem fyrintæki, sem áhuga
| hafa hsift á stóriðju hér á landi,
hafa einkum haft til samanburð-
ar, ætti að vera óhætt að segja,
að samkeppnisstaða ísleindinga
um orkuverð hlýtur að fara batn
andi á næstu árum. Þótt fjar-
lægð írá mörkuðum og aukinn
fl'utimmigsikostniaðiur komi hér að
nokka-u á móti, ætti aðstaða okk-
ar í orkufrekum iðnaði í heild
engu að síður að batrjp, sérlega
eftir að við föru-m einmig að njóta
h'aigs af þeim saimininigum, sem
nú hafa verið staðifesitiir milli Is-
lands og Efnialhaigsibandaiagsins.
Hafa viðræður við erlernd fyrir-
tæki í þessum gireinum að und-
anförnu rennt S'toðum undir
þessar skoðianir. .
Sé þessi skoðiun rétt, er þá
næsit að ræða um orkufram-
lei'ðsiliu hér á land'i og hvaða svig-
rúm við höfum til aukinnar orku
sölu td'l stóriðju.
ÁÆTLANIR UM
RAFORKUÖFLUN A ÍSLANDI
Talið hefur verið, að íslenzk
fallvötn búi yfir orku, sem nemi
stærðargráðunni 35 þús. millj.
kílówattstunda í ársframleiðslu,
eða 35 tera'wattstundir á ári. Af
þessairi orku mun lík'lega hag-
kvæmit að beizia um 28 terawatt-
stundiir, ef einigöngu er litið á
framleiðslukos'tnað. Um heliming-
ur þess'arar orku er á vatinasvæði
Þjórsár og Hvitár. Gerðatr hafa
veirið á siðustu tveimur áratug-
um þrjár yfMiitsiáætlainir um
notkun vatnsorku á þessu svæði.
Síöastia og raunihæfasita áætlunin
er gerð af Sigurði Thoroddsen,
en hemni var lokið árið 1967.
Samkvæmt henni er nýtamlegt
vaitnsafl á þesisu svæði 13—14
terawattstundir á ári.
Því miður getuir enigiin þessara
áætlainia lenigur talizt fuilkomlega
rauinhæf. Hinn mikli og vaxandi
áhugi á náttúruvernd og um-
hverfismál'um hefur borizt til Is-
lands og þegar haft áhrif á af-
stöðu manna til virkjunarfram-
kvæmda, svo sem dæmin sanina.
Er enigum blöðum um það að
fletta, að taika verður áætlanir
um nýtanlega vatnsorku i land-
iniu tiil gaigngerðrar endurskoðun-
ar, þar sem fullt og eðiMegt tillit
verði tekið til verndumair nátitúru-
verðmæta. Hefur Landsvirkjum
miikinn áhuga á gerð endurskoð-
aði-air áætlunar aif þessu tagi fyr-
ir Þjórsár- og Hvitársvæðið í
samráði við orkumálastjóra.
Verður þá einnig að taka tillit
til ýmissa fleiri vandamála, sem
mönnium eru nú ljósari en áður,
t. d. nauðsynjar þess að
dreifa mannvirkjum, svo
að dregið verði úr þeim
tjónum, sem orðið gætu
hverju si.nira af völdum náttúru-
hiaimfam, svo sem jarðelda og
landskjálfta. Vil ég þó ekki fara
frekar út I þá sálma hér.
Það er vitaskuld ekki unnt að
gera sér á þessu stigi nægilega
vel rökstudda grein fyrir þvi,
hversu mikið nýtamiegt vatnsafil
hér á landi mundi minn'ka, ef tek-
ið er tillit til umhverfi-ssjónar-
mjða á eðlilegain hátt. Líklegt er,
að fyrirætlamir um gerð miðluiv
armamnvirkja, sem sökkva stór-
Framhald á bls. 20 ,
Frá fundi Sambands íslenzkra rafveitna. .lóhannes Nordal situr þriðji frá vinstri. Jakob Gíslason,
fyrrv. orkumálastjóri, í ræðustóli.