Morgunblaðið - 18.03.1973, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGU'R 18. MAR2 1973
Gtoorges Slmenon
B
i miklu úrvali með tilheyrandi festi-
stcngum sem spennast sjáffvirkt
mii veggja.
Georges Simenon hættur að skrifa
„Ég hef lif að lífi
söguhetja minna
í 55 ár...“
HANN er fjölmörgum íslenzkum lesendum kunnur, enda
þótt ekki hafi ýkja margar bækur verið þýddar eftir hann
á íslenzku. I bókaverzlunum hér hafa verið á boðstólum
bækur hans á hinum ýmsu tungumálum og því verið greið-
ur aðgangur að skrifum hans fyrir marga aðdáendur hans.
Nú varð hann sjötugur á dögunum, nánar tiltekið
þann 13. febrúar, og hann segist vera hættur að skrifa:
,,Ég hef lifað lífi sögupersóna minna í fimmtíu og fimm
ár— nú langar mig að lifa mínu eigin lífi,“ segir hann. Og
hann bætir því reyndar við, að honum hafi alltaf fundizt
gaman að vera í Vatnsberamerkinu, svo að þeim, sem
áhuga hafa á einkennum stjörnumerkja, kemur það ekki
spænskt fyrir sjónir að hann skuli vera Vatnsberi, svo
dæmigerður sem hann er fyrir það merki á marqan hátt.
Simenon hefur ekki verið
mikið gefinm fyrir að láta
við sig blaðaviðtöl, en í til-
efni afmælisins átti franskur
blaðamaður Herari Charles
Tauxe þó samtal við hann og
fer úrdráttur úr :þvi hér í
lauslegri þýðingu.
Þeir hittust á sjúkra
húsi 'þvi, sem Simenon dvel-
ur mú á, og Tauxe hiafði ekki
spurt fyrstu spumingar-
innar, þegar rithöfundurinn
tók til máls og saigði:
Ég skal segja yður hvað
gerðist innra með mér. t>ann
20. september 1972 gekk ég
niður í vinnuheibergið mitt
í síðasta skiptið. Ég skrifaði
niður drög að skáldsögu,
eins og ég hef fyrir sið. fig
tök fram umsiagið mitt, skrif
aði niður nöfn á persónunun
um og lagði niður fyrir mér,
hvar þær ættu heima. Síðan
fór ég aftur út úr herberg-
inu. Daiginn eftir hugsaði ég
um þetta, Jeit í kringum mig,
horfði á veggina, horfði á
þetta allt sem var mér svo
kunnuglegt eftir öll þessi ár
og ailt í einu fannst
mér þetta svo einkennilega
framandi.
Þrjátíu sinnum á iifsleið-
inni hef ég flutt . . . þetta
er sálrænt einkenni. Sama
dag bað ég einkaritara minn
að sjá um að hafa samband
við fasteignasala og selja
húsið mitt I Espalinges. Og
þetta gekk ósköp fljótt fyrir
sig. Þann 27. oktéber fluttist
ég inn í mitt nýja heimili.
Kannski hafði ég innst inni
tekið Iþessa ákvÖrðun: það er
að hætta að skrifa þegar ég
ákvað að selja í Espaiinges.
Ég hef ekki talað um þetta
áður. En nú finnst mér vera
kominn timi til að leysa frá
skjóðunni. Ég hef verið rit-
höfundur — nú má nán-
ast kaila mig atvinnu-
iausan ...
— Það er erfitt að skilja
hvers Vegna þér tókuð
ákvörðun á borð við þessa?
— Það sem iiggur til girund
vallar er einfaldlega það að
síðustu tvö ár hef ég rekið
mig á að minni mitt er tekið
að dvina. Ég finn ekki alltaf
orðin, sem ég veit að ég vii
hafa. Þess vegna er ég á
spítala. Stundum hafa þessi
minnisleysisköst staðið í
nokkra klukkutíma. Nú hef-
ur þeim hér á sjúkrahúsinu
tekizt að hjálpa mér, svo að
ég er miklu betri. En til að
geta skrifað skáldsögu verð
ur maður að vera mjög vei á
sig kominn, andlega sem lik-
amlega. Þetta er sem sagt
ástæðan til þess að skáldsag-
an „Maigret og Monsieur
Charles" sem ég skrifaði í
febrúar i fyrra verður siðasta
bók min.
Og að sumu leyti er þetta
léttir, heldur Simenon áfram.
Mér skildist að í fimmtíu og
fimm ár hef ég lifað lifi sögu
hetjá minna. Að minnsta
ko§ti annan hvom mán-
uð voru einhverjar persónur,
sem gerðu vart viö sig og
biðu eftir þvi að verða til . . .
Nú vil ég lifa mínu eigin lifi.
Ég hef sem sagt gert sjáilfan
mig frjáisan. Ég er hamingju
samur og í andlegu jafnvægi.
Ég var að verða þræli sögu-
hetja rúinna og það er óbæn-
legt að vera þrsell einhvers
Það er mjög þreytandi. Nú
leyfist þeim ekki lengur að
hrella mig — ég held þeim f
hæfilegri fjarlægð, ef þær
bæra á sér.
Þegar ég var fimmtán ára
gamall, dreymdi mig um að
verða rithöfundur, segir Sim-
enon og tottar pípuna sína.
Ég skrifaði mina fyrstu
skáldsögu skömmu siðar. Og
hélt að skáldsagnahöfundur
væri aðili, sem síðan gengi
rakieitt til útgefandans, af-
henti honum handritið og
fengi hrúgu af peningum fyr
ir vikið . . . síðar varð ég
þess auðvitað visari að svo
einfalt er það ekki.
Það háði mér eftir að ég
var orðinn fullttða að þurfa
að þrefa um peninga . . . Mig
dreymdi um að gera samning
við einhvern, sem vildi
kaupa allt, sem ég skrifaði.
Og ég get ekki kvartað, það
tókst, þótt það gerðist ekki
fyrirhafharlaust, frekar en
annað i þessu iífi.
— Þér hafið orðið eins kon
ar goðsögn — og söguhetjur
yðar sumar lika, eins og Mai-
gret lögregluforingi —
hvemig hefur það verið, hef-
ur það veitt yður ánægju?
— Það er rétt. Ég er ein-
hvers konar goðsögn. Og hún
hefur farið í taugarnar
á mér. Sumir hafa séð mig
sem Maigret eða Maigret sem
mig, þar sem hann hefur ver-
ið söguhetja í tugum bóka
minna. Og ég get ekki leynt
þvi, að stundum hefur
sú hugsun hvarflað að mér,
að við værum eitt. Annað er
vist óhjákvæmilegt.
— Ég hef gefið út
214 bækur, segir hann. — Ég
held að það dugi. Það er
verulega mikill mismunur á
fyrstu bókum minum og þeim
síðari. Áður fyrr gat ég
aidrei skrifað einn einasta
staf, nema taka róandi lyf;
þetta verkaði nú einhvem
veginn þannig á mig, að ég
komst allur í uppnám. Hefði
ég haidið þessum upptekna
nokkrum árum. Sem betur fór
sið, hefði ég drepið mig á
tókst mér að yfirvinna þessa
þörf. Ég meina ekki í beinum
skilningi, heMur symibólsk-
um. Þá hefði ég Uka gengið
fram af lesendum mínum og
misnotað þá. Og það vildl ég
ekki. Vegna þess að mig hef-
ur alltaf langað til að vera
heiðarlegur gagnvart þeim
og gagnvart sjálfum mér.
— Auk þessara ástæðna og
forsendna sem þér nefnið, er
það þá ekki lika að það eru
takmörk fyrir könnun á
manneskjuhni?
— Ég hef vissulega alltaf
reynt að kafa niður í mann-
eskjuna. En eftir að hafa
gert það í 55 ár er ég orð-
inn þreyttur. Þá verður allt
erfiðara, tekur meira á
mann. Ég hef brugðizt iþann-
ig við, að ég greip íil þess
ráðs að vemda sjálfan’ mig.
Og maður verður líka að
þekkja sin takmörk, það er
öldungis rétt . . . Leikari sem
á að reyna að leika Nietzsche
yrði að líkindum brjál-
aður...
— Hefur Nietzsche og kenn-
ingar hans haft áhrif á yð-
ur?
— Ég las aJlar bækur hans
innan við tvítugt og hel
reyndar oft Jesið þær aftur.
Og auk þess er ég mjög hrif-
inn af Gorki og Dostojev-
sky.
— En þér hafið efcki kynnt
yður Nietzsohe sérstaklega?
— Jú víst hef ég gert það.
Og ég hef lifað og hrærzt
með fólki úr öllum stéttum__
ef ég hefði lokað mig inni í
skrifstofunni minni og reynt
að skrifa um fólk, sem
ég vissi engin deili á hefði
ég aldrei orðið annað
en gervihöfundur. Og það
Framh. á bls. 7
„NÚ VIL ÉGFÁ AÐ VERA ÉG SJÁLFUR"