Morgunblaðið - 18.03.1973, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.03.1973, Blaðsíða 6
6 MORGUNÍBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MARZ 1973 mEÐRI HESIR- mnnnn n sunnu- uhgs- moRGm Á sunnudagsmorgnum, þegar flestum þykir þægi- legast að sofa út, rís ákveð- inn hópur fólks úr rekkju o gheldur upp í Víðidal, landssvæði, sem liggur upp af Árbæjarhverfinu. Þar hafa hestamenn reist hest- húsin sín, eftir að þeir urðu að fara úr Karde- mommubænum. Þarna er mjög fallegt í góðu veðri og vítt til allra átta, þó er ekki laust við að bærinn sé að byrja að þrengja að úr suðvestri, en þar gnæfa hin stóru fjölbýlishús í Breiðholtinu yfir. í austur- átt er hins vegar opið land eins langt og augað eygir, eða Heiðmörkin og Blá- fjöllin, sem eru ákjósanleg til útreiðatúra. Ekki er lau$t við að sú hugmynd skjóti upp kolinum, að eft- ir nokkur ár verði Víðidal- urinn orðinn svipaður Laugardalnum, staðsettur inni í miðri borg. En þar sem það er hið árrisula fólk, sem ég hafði meiri áhuga á en landa- fræðinni, þá ákvað ég að hafa samabnd við einhvem þeirra og fá að fara með, þegar farið væri að gefa og viðra hrossin. Ég hringdi því í Gunnar Eyjólfsson leikara, en hann leggur leið sína þangað upp eftir á hverjum degi til hest- anna sinna. Það reyndist auð sótt mál að fá að fylgjast með honum og dætrum hans, Karitas, 12 ára og (Þorgerði 7 ára. Það var hríðarmugga, þeg ar við lögðum af Stað. Það hafði þó engin áhrif á hesta mennina, margir þeirra voru þegar komnir á bak og fam- ir að liðka gæðinga sína, og aðrir voru að moka út og hreinsa húsin. Gunnar byrjaði á því að bregða sér í sérstakan vinnu samfesting og síðan sýndi hann mér hesthúsið, sem Jiann á í félagi við fjóra aðra. 1 þeim hlutanum sem tilheyrir honum hýsir hann 7 hesta, fjóra fullorðna og þrjú ungviði. Hann lét mest af tveggja vetra fola, sem i ** Texti og myndir: Kr. Ben, hann fullyrti að yrði hinn mesti gæðingur, er búiðværi að temja hann til fulls, — vegna hversu stór og stæði- legur hann væri eftir aldri. Eftir að Karites og Þor- gerður höfðu hjálpað föður sínum að hleypa hestunum út, var tekið til við að moka og hreinsa húsið. Nú var komið hið bezta veður glamp andi sól og logn og kunnu kláramir vel að meta það, því þeir ýmist hlupu um, veltu sér í snjónum eða flug- ust á. Er komið var hádegi dró úr skarkalanum, sem ríkt hafði þama allan morgyn- inn, og var greinilegt að fólkið hafði brugðið sérheim í mat. Gunnar Iét það ekk- ert á sig fá og hélt áfram sínum störfum og nú birt- ist Bessi Bjamason skyndi- lega þama, en hánn er með næsta hluta hesthússins við hliðina á Gunnari starfsbróð- ur sínum. Hann var á mik- illi hraðferð vegna anna og mátti varla vera að gera það, sem hann þurfti. Eftir að hafa átt í erfiðleikum með að komast inn vegna stirð- leika í læsingunni, fékk hann hjálp hjá stúlkunum við að setja út hestana sina, og þrífa tíl. Síðan bjástraði hann við læsinguna og kom henni í lag án mikilla erfiðleika. Meðan þeir starfsbræðumir unnu af kappi og ræddust létu brandara fjúka inn á milli, snerist ég í kringum þá og hestana og myndaði bak og fyrir. Er Bessi hafði lokið við að hreinsa, bað hann stúlkum- ar að hjálpa sér við að setja hestana inn og gefa þeim. Síðan var hann roldnn niður f bæ, nijög óhress yfir að geta ekki eytt þessum góða sunnudegi með hrossunum. Gunnar tók~ hins vegar fram svipu og hóf að sinna tamningunni á folanum, sem fær hálftíma kennslustund á dag og stundum meira. Ann- ars var þessi foli mesta gæðablóð, ólíkur því, sem maður á að venjast af ó- temju, og neitti hann færis að láta klappa sér og gæða við sig. Síðan var .hann lát- inn stilla sér upp fyrir myndatöku og var mesta furða hvað það gekk vel. Þessi friður og ró hádegis- verðartímans stóð ekki lengi, þvi nú streymdi hestafólkið úr bænum og brátt fylltust allar reiðgötur af fullorðnum jafnt sem bömum, sem þeystu út og suður á hest- unum og nutu þess að fá að spretta úr spori í góða veðr- inu. Margir reyndu gæðing- ana á skeiðvellinum, sem er þarna í grenndinni, því nú fer óðum að styttast í hesta- mannamótin og ekki veitir af að hafa hestana þá í sem beztri þjálfun. Vinsælast var þó að fara upp í Heiðmörk og þar í kring, enda- lá leið flestra leið þangað að því er virtist. Gunnar tjáði mér að þetta væri einhver hin bezta hvíld, sem hann gæti hugsað sér frá ysi og þysi venjulegs vinnudags, að koma þama upp eftir á hverjum degi á morgnana áður en vinnan hæfist og eins i eftirmiðdag- inn. Ekki vildi hann viður- kenna að þetta væri svo mjög bindandi, því ef maður einu sinni væri búinn að fá áhuga á þessu væri ekki hægt að láta það á sig fá. Eftir að hafa eytt þama hálfum sunnudegi meðþessu áhugasama fólki munaði minnstu að ég fengi bakter- íuna, en víst er að ég naut þess í ríkum mæli að fylgj- ast með þess daglega amstri í kringum hestana sína í veð urblíðunni þennan dag. Kr. Ben.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.