Morgunblaðið - 18.03.1973, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍRZ 1973
15
Umhleypingar í ís-
lenzkri veðráttu eru
meiri en orð fá lýst og
enda þótt jörð sé auðf
þegar þetta er ritað,
gæti verið kominn jafn
mikill snjór og á mynd-
inni er, þegar þetta
blað kemur út. En enda
þótt allir bíði vorsins
og hlakki til að Árbær
opni að nýju, til að
Reykvíkingar geti feng-
ið sér kaffisopa í Dill-
onshúsi, mætti benda
á að þangað er einnig
ákjósanlegt að fá sér
göngutúr á góðviðris-
dögum - hvort sem er
snjór eður ei.
Hin
sígilda
dráttar
Eftir 23 ára reynslu af
Massey Ferguson á íslandi leikur
enginn vafi á hvaða tegund drátt-
arvéla bezt má treysta. MF drátt-
arvélarnar bera af öðrum að end-
ingu og rekstraröryggi. Að því
stuðla bæði traust bygging vél-
anna og viðhaldsþjónusta þeirra.
Tæknilegur búnaður þeirra er
líka mjög fullkominn. Sem dæmi
þess nefnum við eftirtalin atriði:
MF
Massey Ferguson
-hinsígildadráttarvél
Létt bygging
MF 135 dráttarvél vegur u. þ. b. 1650 kg. Afl vélarinnar er 47 hest-
öfl BS. Á hvert hestafl koma því u. þ. b. 35 kg af þyngd dráttarvélarinnar.
Það er hagstæðasta hlutfall á markaðinum og kemur í veg fyrir ónauðsyn-
lega jarðvegsþjöppun. Það kunna bændur að meta. Auðvelt er að þyngja
dráttarvélina með þungaflutningi frá vinnutæki yfir á dráttarvél með notkun
lyftutengds dráttarkróks, þrítengibeizlis eða álagsbeizlis dráttarvélarinnar.
Lipurð
MF dráttarvélarnar með vökvastýri eru þekktar sem liprustu drátt-
arvélar á markaðinum. Þeir sem til þekkja vita, að jafnvel eftir heils dags
þrotlausa vinnu á MF dráttarvél þarf ekki að kvíða þreytu eða strengjum,
auk þess sem lipurðin eykur afköstin.
lfökvastýri
Við bjóðum 5 gerðir MF dráttarvéla með vökvastýri. Það er svo
öflugt, að jafnvel í kyrrstöðu má snúa stýrishjólinu úr borði í borð með
einum fingri.
Forhitari
MF dráttarvélarnar eru búnar forhitara til gangsetningar í miklum
kuldum. Sjaldan þarf þó að nota forhitarann, þar sem rafgeymir og ræsir
eru af yfirstærð. Árangurinn er hið sérstaka gangsetningaröryggi MF
dráttarvélanna.
Tvöföld kúpling
Gott dæmi um fullkomnun búnaðar til vinnuhagræðingar. í stöðu 1
rofnar aflflutningur milli vélar og hjóla og í stöðu 2 rofnar auk þess afl-
flutningur milli vélar, aflúrtaks og vökvadælu. Kosturinn er augljós þeim,
sem þekkja til vinnubragða með dráttarvél.
Þjönustukerfið
Við kappkostum að hafa góða varahluta- og viðhaldsþjónustu.
Miklu skiptir, að verksmiðjurnar eru hér í nágrannalandi okkar og að
þjónusta þeirra er fljótvirk og örugg. Einnig hjálpar það mikið, að við
höfum umboðsmenn um land allt og margir þeirra reka viðgerðarverk-
stæði. Þeir eiga að jafnaði flesta nauðsynlegustu varahluti, og á mörgum
verkstæðanna eru menn sérþjálfaðir í viðgerðum MF dráttarvéla.
SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVÍK • SIMI 86500 • SÍMNEFNI ICETRACTORS